22. jún. 2010 - 09:42Guðlaugur Þór Þórðarson

Það sem vantar í samgönguáætlun

Lítið hefur verið rætt um fjögurra ára samgönguáætlun. Er það miður því að samgönguáætlun er mjög mikilvæg. Margt gott er í núverandi áætlun en því miður vantar mikið upp á að hún standist þær kröfur sem við verðum að gera til hennar.

Skipting á milli kjördæma er mjög ójöfn. Áætlunin samanstendur af; almennum samgönguáætlunum, flugáætlun, siglingamálaáætlun, vegaáætlun, áætlun umferðarstofu og umferðaröryggisáætlun. Útgjöldin skiptast aðallleg á milli flugáætlunar, siglinga og vega. Engin framlög eru til höfuðborgarsvæðisins í flug- og siglingaáætlun. Látum það vera, en hið alvarlega er að framlög vegna vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu eru hverfandi í samanburði við önnur kjördæmi.

Sjá töflu:


Langhæstu framlögin til stofnkostnaðar vegamála eru til kjördæmis fjármála- og samgönguráðherra. Höfuðborgarkjördæmin hvert um sig eru með 4% af framlögum þess kjördæmis árið 2010 og 16% þegar öll árin eru tekin. Það skal tekið fram að framlögin til áranna 2009-2010 eru þau einu sem má bókfæra en framlög til höfuðborgarkjördæmanna eru þá 6,5% af fjárhæðinni sem rennur til Norðvesturkjördæmis, kjördæmis ráðherranna tveggja.

Verkefnin í Reykjavík eru næg

Það sem vantar í þessa samgönguáætlun er sjálfbær áætlun fyrir bílinn og þá sérstaklega einkabílinn. Það er mjög mikilvægt að leggja áherslu á hjólreiðar og almenningssamgöngur en við munum ferðast á bílum um ókomna tíð. Þaðan koma tekjurnar og þar verða slysin. Á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt að gera umferð einkabílsins öruggari og greiðari. það þýðir að við verðum að taka á gatnamótum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Við verðum að leggja Hlíðarfót svo eitthvað sé nefnt. Þessar samgöngubætur nýtast öllum landsmönnum og einnig er vert að hafa í huga að atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en á flestum stöðum á landinu. Gerð samgöngumannvirkja býr til störf.

Umferðaröryggismál

Það er ekki næg áhersla á umferðaröryggismál í þessari áætlun. Slys í umferðinni á Íslandi eru of mörg og það er hægt að koma í veg fyrir þau flest. Ekkert er minnst á alþjóðlegar áherslur í þessum málaflokki en í nóvember sl. hittust á vegum Sameinuðu þjóðanna í Moskvu ráðherrar samgöngumála og sammæltust um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum. Íslenski ráðherrann var því miður ekki þar en það breytir því ekki að við getum tekið þátt í þessu átaki og eigum að gera það.

Lærum af öðrum þjóðum

Sameinuðu þjóðirnar eru ekki eini vettvangurinn þar sem umferðaröryggismál eru ofarlega á baugi. Svíar eru fremstir á þessu sviði og hafa innleitt núllsýnina (vision Zero) í sínar umferðaröryggisáætlanir. Af hverju gerum við það ekki líka? Ég hef barist fyrir öryggisúttektum á vegum og jarðgöngum (EuroRAP og EuroTAP). Af hverju er ekki gert ráð fyrir þeim í þessari áætlun?


 
Vinnum saman

Samgöngumál varða alla. Þar eigum við að vinna saman að settu marki. Það er ljóst að við verðum að fara betur yfir samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Ég er sannfærður um að núverandi samgönguráðherra mun fagna slíkri umræðu sem er nauðsynleg. Þessi áætlun þarfnast betri skoðunar.

Árangur hefur náðst í umferðaröryggismálum. Dauðsföllum hefur fækkað verulega og það gerist ekki af sjálfu sér. Verkefnið snýr ekki síst að því að fækka alvarlegum umferðarslysum. Það gerum við með metnaðarfullri áætlun í umferðaröryggismálum. Ég skora á samgönguráðherra að veita því máli forgang.04.ágú. 2014 - 11:30 Guðlaugur Þór Þórðarson

Stóru útgjöld næstu áratuga

Við Íslendingar erum það lánsamir að landsmenn lifa lengur en áður og við betri heilsu. Slík þróun felur í sér miklar breytingar fyrir þjóðfélagið.  Flestar eru mjög jákvæðar en kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega.
22.jún. 2014 - 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson

Við erum okkar eigin gæfu smiðir

Síðast þegar ég stóð á sviði í hér í  bænum á 17.júní var ég ekki gamall. Lék í leikriti sem leikstýrt var af Freyju Bjarnadóttur. Freyju, Lúllu eða Töntu þarf ekki að kynna fyrir ykkur sem hana þekktu. Einstök kona sem setti svip sinn á bæinn og var virt af verðleikum. Á þeim tíma hélt ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að Freyja legði á sig mikla vinnu á sig til að halda utan um viðburði sem þann, sem ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í.  En það var auðvitað ekki sjálfsagt, samt sem áður gerði hún það í áratugi og hafði mikil og góð áhrif á börn og ungmenni í Borgarnesi. Freyja er gott dæmi um að einstaklingar hafa áhrif. Einstaklingar breyta umhverfi sínu og bæta samfélög. Við stöndum öll í þakkarskuld við alla þá einstaklinga sem að leggja fram óeigingjarnt starf – oft svo árum skiptir – til að gera samfélag okkar að betri stað til að lifa í.
21.apr. 2014 - 21:24 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvers konar fréttamennska er þetta?

Sá í fréttum Stöðvar 2 að Steingrími J. finnst það spilling að ríkið geri óuppsegjanlega, verðtryggða langtímaleigusamninga.
01.apr. 2014 - 20:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Fyrir hverja er tollverndin?

Flest ríki vilja styrkja sinn landbúnað, eitthvað sem við getum kallað hefðbundinn landbúnað. Hefðbundinn landbúnaður er mismunandi eftir löndum. Þannig er t.d. hrísgrjónarækt með mjög háa vernd í Japan en Evrópu er lagt upp úr vernd fyrir kjötframleiðslu, olífurækt osfrv. Ein af réttlætingunum fyrir landbúnaðarstyrkjum er að hefðbundni landbúnaðurinn tengist menningu viðkomandi þjóðar.
07.mar. 2014 - 21:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Furðutíðindi úr Seðlabankanum

Ég verð að viðurkenna að ég trúði því ekki þegar ég heyrði að Seðlabankinn hefði borgað málskostnað bankastjórans gegn Seðlabankanum. Það reyndist hinsvegar vera rétt!
05.mar. 2014 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju setti Samfylkingin ekki samninginn á borðið?

Í júní 2009 hófust aðlögunarviðræður Íslands við ESB. Íslensku Evrópusérfræðingarnir, það er að segja þeir sem fjölmiðlar tala við, sögðu okkur að Ísland fengi hraðferð í gegnum ferlið. Ferlið yrði klárað á einu ári.
26.feb. 2014 - 22:57 Guðlaugur Þór Þórðarson

Engar varanlegar undanþágur!

Í vikunni ræddum ég og varaformaður Samfylkingarinn í Bítinu um aðild að ESB.
22.feb. 2014 - 10:45 Guðlaugur Þór Þórðarson

Nú reynir á okkur öll

Það er mjög alvarlegt ef einhverjir kjósendur Sjálfstæðiflokksins telja sig svikna.
11.feb. 2014 - 14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Norðmenn fara mikinn

Norðmenn fara mikinn í makríldeilunni. Þeir kalla okkur sjóræningja í norskum fjölmiðlum.
18.jan. 2014 - 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson

Vægast sagt hörmulegur viðskilnaður

Viðskilnaður Samfylkingarinnar og VG í ríkisfjármálum var vægast sagt hörmulegur. Halli sem sagður var 3,7 milljarðar er um 30 milljarðar þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða af nýrri ríkisstjórn.

28.sep. 2013 - 15:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju þarf að hagræða?

Myndin sem blasir við er í senn einföld og dökk: Ríkið er rekið á yfirdætti, gengið er á framtíðina með auknum skuldum og áætlanir um að ná endum saman hafa ekki gengið eftir. Að óbreyttu munu mikilvægi innviðir þjóðfélagsins bresta – heilbirgðiskerfið, menntakerfið, löggæsla og samgöngur.
29.maí 2013 - 10:22 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skattleggjum þrotabúin

Stærsta úrlausnarefnið í íslensku efnahagslífi í í dag er lausn á svonefndum snjóhengjuvanda. Snjóhengjan er að minnsta kosti 100% af VLF. Stærsti einstaki hlutinn er þrotabú gömlu bankanna og nemur um þriðjungi vandans.
26.apr. 2013 - 08:48 Guðlaugur Þór Þórðarson

Sjúklingar sem nota lyf eiga að fá svör núna!

Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í almennum lyfjum hefur hækkað mjög á þessu kjörtímabili. Hann var um 30% 2007 en er núna um 40%.
17.feb. 2013 - 17:27 Guðlaugur Þór Þórðarson

Verndarhendin yfir slitastjórnum Dróma, Landsbankans og Kaupþings

Fjölmiðlar hafa upplýst um mjög há laun einstaklinga í einni slitastjórn. Einnig hefur komið fram að einstaklingarnir hafa átt viðskipti við eigin félög. Slitastjórnir á Íslandi eru 17, af einhverjum orsökum er ekki áhugi hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum að kanna laun hinna 16.
19.des. 2012 - 11:12 Guðlaugur Þór Þórðarson

Halló, eru allir komnir í jólafrí?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu illa málin eru undirbúin af hálfu ríkisstjórnarinnar.
18.nóv. 2012 - 09:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Núll krónur í vegakerfið í Reykjavík - MYNDBAND

Reykjavík hefur verið svelt hvað fjárveitingar til vegamála varðar. Fjárlög til framkvæmda og viðhalds vega í Reykjavík voru um 100 milljónir árið 2011, eða aðeins um 1% af þeirri fjárhæð sem ríkið lagði í þann málaflokk það ár. Sama var uppá teningnum árin 2009 og 2010. Samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar á ekki að ráðast í neinar framkvæmdir í vegakerfi Reykjavíkur næstu tíu árin.
07.nóv. 2012 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Lausnir á skuldavanda heimilanna

Skuldavandi heimila er mikill en það er mikilvægt að koma fram með hugmyndir til að leysa þann vanda. Ég legg hér fram fimm hugmyndir.
01.nóv. 2012 - 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skuldavandinn

Stór hópur fólks stendur nú frammi fyrir alvarlegum vanda vegna þess að það skuldar of mikið í húsnæði sínu.
18.okt. 2012 - 21:02 Guðlaugur Þór Þórðarson

Ríkisstjórnin brást heimilum og fyrirtækjum - aftur

Dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellsdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er mikill sigur fyrir lántakendur. Hér er hæstiréttur í fyrsta skipti að dæma um endurútreikning.
16.okt. 2012 - 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Á að senda almenningi risareikning?

Erlendar skuldir þjóðarinnar eru mjög miklar. Því miður vitum við ekki hve miklar þær eru. Það sem við vitum er að Seðlabankinn hefur augljóslega gert mistök við mat á skuldunum.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fv. heilbrigðisráðherra.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.8.2014
Reynir Traustason féll á eigin bragði
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 28.8.2014
Eiga ekki og mega ekki
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.8.2014
Ótrúleg aðför að Hönnu Birnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 28.8.2014
Hvað er fjandsamleg yfirtaka?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Fleiri pressupennar