19. des. 2009 - 16:00Guðlaugur Þór Þórðarson

Rangfærslum félagsmálaráðuneytis svarað

Að gefnu tilefni vill undirritaður svara rangfærslum í fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytis um yfirfærslu heilbrigðisþjónustu frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
 
1.      Í fréttatilkynningu ráðuneytis er því haldið fram að ,,umrædd breyting hafi átt sér stað fyrir tveimur árum með lagabreytingum".

Þetta er alrangt. Hið rétta er að yfirstjórn öldrunarmála var færð til félags- og tryggingamálaráðuneytisins með breytingu á lögum nr. 125/1999, sem gerð var með lögum nr. 160/2007, en heilbrigðisráðuneytið fer skv. þessum lögum með heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum. 1. mgr. 3. gr. l. nr. 125/1999 segir orðrétt: ,,Félags- og tryggingamálaráðherra fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum þessum. Heilbrigðisráðherra fer með yfirstjórn heilbrigðisþjónustu við aldraða."

2.      Í fréttatilkynningu ráðuneytis segir: ,,Í fjárlagafrumvarpi 2010 er gert ráð fyrir að fjárheimildir vegna öldrunarþjónustu færist frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins í byrjun næsta árs. Þar með er stigið síðasta skrefið í flutningi þessa málaflokks í eitt ráðuneyti."

Þetta er einnig rangt, því á hjúkrunarheimilunum eru ekki einungis aldraðir sjúklingar, heldur er einnig um að ræða heilbrigðisþjónustu fyrir yngri hjúkrunarsjúklinga. Að halda því fram að hér sé því um eitthvert síðasta stig í flutningi öldrunarþjónustu, sem alltaf hafi staðið til að flytja, er því gróf mistúlkun, bæði sökum eðlis þjónustunnar, sem á ekki einungis við aldraðra, sem og vegna hins ótvíræða ákvæðis 3. gr. laga nr. 125/199, þar sem skýrt er tekið fram að heilbrigðisþjónusta á hjúkrunarheimilum eigi heima hjá heilbrigðisráðuneytinu.

3.      Ráðuneytið heldur því fram að hvorki notendur né starfsfólk finni fyrir breytingunni. Einhver kynni að spyrja hver tilgangurinn með breytingunni væri þá, en áður en farið er út í slíkar hugleiðingar er rétt að taka fram að þessi fullyrðing ráðuneytisins stenst engan veginn. Flækjustig starfseminnar eykst til mikilla muna enda er önnur heilbrigðisþjónusta áfram í heilbrigðisráðuneytinu, eins og kemur fram í meðfylgjandi minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins, þar sem segir m.a að með flutningi á hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrýmum til félags- og tryggingamálaráðuneytisins sé hætt við að yfirsýn  rofni og mun erfiðara verði að samhæfa þjónustuna þannig að einstaklingar fái þá heilbrigðisþjónustu sem er eðlilegust miðað við þörf og ástand hins aldraða.

4.      Fagleg og fjárhagsleg ábyrð verður ekki lengur á sömu hendi með þessari fyrirhuguðu breytingu eins og hjúkrunarfræðingar hafa bent á. Það er þvert á það sem stefnt hefur verið að annar staðar í heilbrigðsþjónustu. Það er engin vafi að þetta kemur niður á heilbrigðisþjónustu og hefur til dæmis komið fram hjá forystumanni í samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að þetta þýði minni áherslu á heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum.12.des. 2014 - 10:36 Guðlaugur Þór Þórðarson

Pólitísk dauðasynd og óhelgi?

Svo virðist sem ég hafi unnið mér þrennt til óhelgi hjá stjórnarformanni Ríkisútvarpsins ohf og stjórnarandstöðunni:
09.des. 2014 - 10:58 Guðlaugur Þór Þórðarson

Steingrímur J. og Katrín bera vitni

Það er alvarlegt þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins – sem starfar í skjóli sérstakra laga og á kostað skattgreiðenda – skuli saka þingmann um blekkingar og jafnvel beinar rangfærslur. Ætla má að sérstaklega sé vandað til verka á ritstjórnum fjölmiðils sem fer fram með slíkar fullyrðingar. En eins og stundum áður virðist sem kapp hafi borið fréttastofuna ofurliði og að þröngir sérhagsmunir hafi ráðið för í stað staðreynda.
03.nóv. 2014 - 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson

Við verðum að forgangsraða í þágu grunnþjónustu

Á komandi ári verður ríkissjóður rekinn án halla annað árið röð og gott betur. Okkur hefur því tekist að stöðva skuldasöfnun ríkisins.  Vandinn er hins vegar sá að við munum að óbreyttu ekki hefja niðurgreiðslu skulda fyrr en árið 2017.
08.okt. 2014 - 15:29 Guðlaugur Þór Þórðarson

Samkeppni er góð, líka í mjólkuriðnaði!

Mikil umræða hefur verið um Kastljósþátt sem sýndur var um stöðuna í mjólkuriðnaði. Hann var athyglisverður fyrir margra hluta sakir en staðreyndin er að umræðan sem hefur með hléum vaknað undanfarna áratugi er á sama stað og fyrir 40-50 árum.
14.sep. 2014 - 12:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Þeirra eigin orð

Fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar vildi eitt þrep í vsk og það var stefna stjórnarinnar að endurnýja ekki hinn svokallaða auðlegðarskatt.
04.ágú. 2014 - 11:30 Guðlaugur Þór Þórðarson

Stóru útgjöld næstu áratuga

Við Íslendingar erum það lánsamir að landsmenn lifa lengur en áður og við betri heilsu. Slík þróun felur í sér miklar breytingar fyrir þjóðfélagið.  Flestar eru mjög jákvæðar en kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega.
22.jún. 2014 - 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson

Við erum okkar eigin gæfu smiðir

Síðast þegar ég stóð á sviði í hér í  bænum á 17.júní var ég ekki gamall. Lék í leikriti sem leikstýrt var af Freyju Bjarnadóttur. Freyju, Lúllu eða Töntu þarf ekki að kynna fyrir ykkur sem hana þekktu. Einstök kona sem setti svip sinn á bæinn og var virt af verðleikum. Á þeim tíma hélt ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að Freyja legði á sig mikla vinnu á sig til að halda utan um viðburði sem þann, sem ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í.  En það var auðvitað ekki sjálfsagt, samt sem áður gerði hún það í áratugi og hafði mikil og góð áhrif á börn og ungmenni í Borgarnesi. Freyja er gott dæmi um að einstaklingar hafa áhrif. Einstaklingar breyta umhverfi sínu og bæta samfélög. Við stöndum öll í þakkarskuld við alla þá einstaklinga sem að leggja fram óeigingjarnt starf – oft svo árum skiptir – til að gera samfélag okkar að betri stað til að lifa í.
21.apr. 2014 - 21:24 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvers konar fréttamennska er þetta?

Sá í fréttum Stöðvar 2 að Steingrími J. finnst það spilling að ríkið geri óuppsegjanlega, verðtryggða langtímaleigusamninga.
01.apr. 2014 - 20:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Fyrir hverja er tollverndin?

Flest ríki vilja styrkja sinn landbúnað, eitthvað sem við getum kallað hefðbundinn landbúnað. Hefðbundinn landbúnaður er mismunandi eftir löndum. Þannig er t.d. hrísgrjónarækt með mjög háa vernd í Japan en Evrópu er lagt upp úr vernd fyrir kjötframleiðslu, olífurækt osfrv. Ein af réttlætingunum fyrir landbúnaðarstyrkjum er að hefðbundni landbúnaðurinn tengist menningu viðkomandi þjóðar.
07.mar. 2014 - 21:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Furðutíðindi úr Seðlabankanum

Ég verð að viðurkenna að ég trúði því ekki þegar ég heyrði að Seðlabankinn hefði borgað málskostnað bankastjórans gegn Seðlabankanum. Það reyndist hinsvegar vera rétt!
05.mar. 2014 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju setti Samfylkingin ekki samninginn á borðið?

Í júní 2009 hófust aðlögunarviðræður Íslands við ESB. Íslensku Evrópusérfræðingarnir, það er að segja þeir sem fjölmiðlar tala við, sögðu okkur að Ísland fengi hraðferð í gegnum ferlið. Ferlið yrði klárað á einu ári.
26.feb. 2014 - 22:57 Guðlaugur Þór Þórðarson

Engar varanlegar undanþágur!

Í vikunni ræddum ég og varaformaður Samfylkingarinn í Bítinu um aðild að ESB.
22.feb. 2014 - 10:45 Guðlaugur Þór Þórðarson

Nú reynir á okkur öll

Það er mjög alvarlegt ef einhverjir kjósendur Sjálfstæðiflokksins telja sig svikna.
11.feb. 2014 - 14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Norðmenn fara mikinn

Norðmenn fara mikinn í makríldeilunni. Þeir kalla okkur sjóræningja í norskum fjölmiðlum.
18.jan. 2014 - 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson

Vægast sagt hörmulegur viðskilnaður

Viðskilnaður Samfylkingarinnar og VG í ríkisfjármálum var vægast sagt hörmulegur. Halli sem sagður var 3,7 milljarðar er um 30 milljarðar þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða af nýrri ríkisstjórn.

28.sep. 2013 - 15:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju þarf að hagræða?

Myndin sem blasir við er í senn einföld og dökk: Ríkið er rekið á yfirdætti, gengið er á framtíðina með auknum skuldum og áætlanir um að ná endum saman hafa ekki gengið eftir. Að óbreyttu munu mikilvægi innviðir þjóðfélagsins bresta – heilbirgðiskerfið, menntakerfið, löggæsla og samgöngur.
29.maí 2013 - 10:22 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skattleggjum þrotabúin

Stærsta úrlausnarefnið í íslensku efnahagslífi í í dag er lausn á svonefndum snjóhengjuvanda. Snjóhengjan er að minnsta kosti 100% af VLF. Stærsti einstaki hlutinn er þrotabú gömlu bankanna og nemur um þriðjungi vandans.
26.apr. 2013 - 08:48 Guðlaugur Þór Þórðarson

Sjúklingar sem nota lyf eiga að fá svör núna!

Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í almennum lyfjum hefur hækkað mjög á þessu kjörtímabili. Hann var um 30% 2007 en er núna um 40%.
17.feb. 2013 - 17:27 Guðlaugur Þór Þórðarson

Verndarhendin yfir slitastjórnum Dróma, Landsbankans og Kaupþings

Fjölmiðlar hafa upplýst um mjög há laun einstaklinga í einni slitastjórn. Einnig hefur komið fram að einstaklingarnir hafa átt viðskipti við eigin félög. Slitastjórnir á Íslandi eru 17, af einhverjum orsökum er ekki áhugi hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum að kanna laun hinna 16.
19.des. 2012 - 11:12 Guðlaugur Þór Þórðarson

Halló, eru allir komnir í jólafrí?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu illa málin eru undirbúin af hálfu ríkisstjórnarinnar.
18.nóv. 2012 - 09:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Núll krónur í vegakerfið í Reykjavík - MYNDBAND

Reykjavík hefur verið svelt hvað fjárveitingar til vegamála varðar. Fjárlög til framkvæmda og viðhalds vega í Reykjavík voru um 100 milljónir árið 2011, eða aðeins um 1% af þeirri fjárhæð sem ríkið lagði í þann málaflokk það ár. Sama var uppá teningnum árin 2009 og 2010. Samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar á ekki að ráðast í neinar framkvæmdir í vegakerfi Reykjavíkur næstu tíu árin.
07.nóv. 2012 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Lausnir á skuldavanda heimilanna

Skuldavandi heimila er mikill en það er mikilvægt að koma fram með hugmyndir til að leysa þann vanda. Ég legg hér fram fimm hugmyndir.
01.nóv. 2012 - 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skuldavandinn

Stór hópur fólks stendur nú frammi fyrir alvarlegum vanda vegna þess að það skuldar of mikið í húsnæði sínu.
18.okt. 2012 - 21:02 Guðlaugur Þór Þórðarson

Ríkisstjórnin brást heimilum og fyrirtækjum - aftur

Dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellsdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er mikill sigur fyrir lántakendur. Hér er hæstiréttur í fyrsta skipti að dæma um endurútreikning.
16.okt. 2012 - 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Á að senda almenningi risareikning?

Erlendar skuldir þjóðarinnar eru mjög miklar. Því miður vitum við ekki hve miklar þær eru. Það sem við vitum er að Seðlabankinn hefur augljóslega gert mistök við mat á skuldunum.
13.sep. 2012 - 11:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Sparnaðarlausn fyrir heimilin

Ég legg því til að fólki verði gert heimilt  að nýta séreignasparnaðinn sinn til að lækka húsnæðisskuldir.  Bæði með því að nýta þá inneign sem að það á og einnig með því að greiða inn á höfuðstól lánanna næstu fimm árin í gegnum séreignasparnaðar fyrirkomulagið.
03.sep. 2012 - 20:18 Guðlaugur Þór Þórðarson

Þingflokksformaður VG fer fram á afsögn Jóhönnu og Svandísar

Nokkur umræða hefur farið fram um bloggfærslu Björns Vals Gíslasonar í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög með skipun sýslumannsins á Húsavík.
28.ágú. 2012 - 10:32 Guðlaugur Þór Þórðarson

Atvinnuleysisstefnan er dýr - MYNDBAND

Nú fara stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar mikinn og reyna sannfæra þjóðina um að árangur hafi náðst í atvinnumálum. Ekkert er fjær raunveruleikanum.
17.ágú. 2012 - 08:38 Guðlaugur Þór Þórðarson

Sjóvá: Pólitísk ákvörðun – pólitísk ábyrgð

Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að ákvörðun um að setja 11 milljarða í einkafyrirtæki sé vandlega undirbúin.  Í ljósi 4 milljarða taps ríkissjóðs á ákvörðuninni þarf að skoða hvaða forsendur Steingrímur og Jóhanna lögðu henni til grundvallar.  Hvaða minnisblöð, útreikningar, rekstrar-og viðskiptaáætlanir og úttekt á áhrifum á samkeppni liggja fyrir vegna yfirtöku ríkisins Sjóvá?
27.jún. 2012 - 21:09 Guðlaugur Þór Þórðarson

Óréttlæti!

Við Íslendingar erum sammála um margt. Eitt af því sem við erum sammála um er réttur fólks til að kjósa í leynilegum kosningum. Ég taldi að sá réttur væri virtur en hin mikla baráttukona Freyja Haraldsdóttir hefur bent á það í viðtali við Morgunblaðið að þar er pottur er brotinn.
16.maí 2012 - 16:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Við getum fækkað umferðarslysum

Það er samstaða um að fækka slysum. Það gerist hinsvegar ekki af sjálfu sér. Það verður að vinna skipulega að því. Við eigum ítarlegar upplýsingar um umferðarslys á Íslandi og er t.d. nýútgefin slysaskýrsla Umferðarstofu góð heimild.
09.maí 2012 - 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Um hvað er deilt í stjórnarráðsmálinu?

Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt það að stjórnarandstæðingar hafi vakið athygli á augljósum göllum við þetta mál með ræðum í þinginu. Er það kaldhæðnislegt að málþófsmeistararnir Steingrímur Joð og Jóhanna Sigurðardóttir skuli ganga í það verk. Ég tek til máls í mörgum málum en er ekki enn búinn að ná þeim skötuhjúum í lengstu ræðum þeirra þrátt fyrir að ég leggi allar ræður mínar á þessu þingi saman.
19.apr. 2012 - 10:50 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hverju á að fresta? Það eru engar framkvæmdir!

Borgaryfirvöld hafa verið að hreykja sér af því að hafa náð samkomulagi við ríkið um að fresta vegaframkvæmdum. Fresta öllum stórum verkefnum til ársins 2022! Spurningin er hvernig er hægt að fresta einhverju sem er ekki í gangi?
11.apr. 2012 - 22:05 Guðlaugur Þór Þórðarson

Undirlægjuháttur!

Undirlægjuháttur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er algjör. Hún greip ekki til varna í Icesave. Talaði aldrei okkar máli hvorki við samningaborðið eða í erlendum fjölmiðlum.
04.apr. 2012 - 18:14 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvar eru fræðimenn ríkisstjórnarinnar?

Beint lýðræði er spennandi valkostur sem nýtur mikils stuðnings hér á landi. Mannkynssagan hefur bæði að geyma dæmi um vel heppnaða framkvæmd á beinu lýðræði og einnig dæmi um að slíkt fyrirkomulag hafi ekki gengið vel.
08.feb. 2012 - 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Gleymdir þú ekki einhverju Gylfi?

Gagnrýnin hugsun hefur ekki átt upp á pallborðið í íslenskri þjóðmálaumræðu. Umræða um málefni lífeyrissjóða hefur verið því marki brennd fram til þessa og það hefur verið áhugavert að fylgjast með henni í kjölfar þeirrar skýrslu sem lífeyrissjóðirnir létu sjálfir gera og var kynnt var nú fyrir helgi. Skýrslan sýnir að tap lífeyrissjóðanna var verulegt og augljóst er að það þarf að fara málefnalega og af yfirvegun yfir starfsemi þeirra og starfsumhverfi.
20.jan. 2012 - 13:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Er þinn vegur hættulegur?

Vorið 2005 lagði ég til við þáverandi samgönguráðherra að hann færi af stað með umferðaröryggisverkefni sem heitir á erlendu máli Euro rap.


13.jan. 2012 - 10:58 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hættum að drepa fólk!

Þetta er mjög harkaleg fyrirsögn en staðreyndin er að það skiptir máli hvernig vegir eru hannaðir.
16.des. 2011 - 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Byr og SpKef uppfylltu ekki kröfur um eigið fé

Vinnubrögð stjórnvalda vegna Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík hafa verið að koma betur í ljós. Það hefur ekki gerst að sjálfu sér eða vegna vilja þessarar ríkisstjórnar að upplýsa almenning um gang mála. Það hefur gerst vegna þess að gengið hefur verið eftir upplýsingum, og þrátt fyrir að reynt hefur verið að takmarka aðgang þeim þá geta allir séð að lög um eiginfjárhlutfall hafa verið brotin. Það er þvert á yfirlýsingar forstjóra FME en staðreyndirnar tala sínu máli.
19.nóv. 2011 - 12:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju má Steingrímur J. brjóta lög?

Í vikunni samþykkti ríkisstjórnarmeirihlutinn heimild til handa fjármálaráðherra til að greiða kostnað vegna sölu Byrs og Spkef. Þingmenn hafa ekki fengið umbeðnar upplýsingar um verklag og vinnubrögð fjármálaráðherra í tengslum við þessar tvær fjármálastofnanir þrátt fyrir margendurteknar fyrirspurnir. Hámarki náði leyndarhyggjan þegar að fjáraukalög voru samþykkt með hraði án þess að þingmenn fengu að kynna sér þá samninga sem lágu til grundvallar heimild fjármálaráðherra. Heimildin er opin og eru allar líkur á að skuldbindingar muni skipta milljörðum, jafnvel tugmilljörðum.
15.nóv. 2011 - 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson

Vogunarsjóðir eiga 60% í Arion- og Íslandsbanka

Að minni beiðni kom FME á fund efnahags- og viðskiptanefndar. Við vildum ræða aðkomu þeirra að endurreikningi erlendra lána og stöðu bankanna.
10.nóv. 2011 - 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hugmyndir framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins

Framtíðarnefnd Sjálfstæðisflokksins skilaði yfirgripsmikilli skýrslu og áhugaverðum tillögum um starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Nefndin hefur starfað í langan tíma og fjölmargir Sjálfstæðismenn  af öllu landinu komið að því starfi.
09.nóv. 2011 - 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

19% flatur skattur

Eitt af deilumálum stjórnmálanna er hversu háir skattar eigi að vera. Það tengist umræðunni um hversu stórt hlutverk hins opinbera eigi að vera. 
02.nóv. 2011 - 15:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum!

Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnarmála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar.
28.okt. 2011 - 09:45 Guðlaugur Þór Þórðarson

Enginn er spámaður í eigin föðurlandi!

Á allra síðustu dögum hefur verið góð og upplýsandi umræðu um skuldavanda heimsins og þá sérstaklega vanda evrusvæðisins. Ástæðan er þarft framtak VÍB og þeirra aðila sem stóðu fyrir stórri ráðstefnu í Hörpunni.
18.okt. 2011 - 12:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Rannsókn á ákvörðunum og verklagi fjármálaráðherra vegna Byrs og Spkef

Í morgun sendi ég eftirfarandi bréf til nýstofnaðar eftirlits- og stjórnskipunarnefndar þingsins:

Sæl verið þið,

Í lýsingu á tilgangi nefndarinnar kemur fram að:

Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.

17.okt. 2011 - 12:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Er það ekki eitthvað öfugsnúið?

Þegar Lífeyrissjóðirnir eru með 157 milljarða á bankabók með mjög lágum vöxtum. Á sama tíma vantar fjármagn til að fjármagna orkuframkvæmdir?

16.okt. 2011 - 13:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju?

Er ekki óháður aðili eins og t.d. Ríkisendurskoðun fenginn til að meta yfirfærslu lána á milli gömlu og nýju bankanna?
10.okt. 2011 - 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Embættis og stjórnmálamanna bandalagið

Ég fór í til Strassbourgar þann 26.-29. september og heimsótti þing Evrópusambandsins. Það eru ekki allir sem vita að Evrópuþingið skiptir fundunum sínum á milli Brussel og Strassbourgar. Þannig fara um 3500 manns, þingmenn og aðstoðarfólk reglulega á milli borganna. Það þarf ekki útskýra hversu dýrt þetta fyrirkomulag er en svona er þetta og því verður ekki breytt.
05.okt. 2011 - 18:00

Einhliða upptaka á mannamáli

Ég hef fengið mikil viðbrögð á fund okkar Sjálfstæðismanna um gjaldeyrismál sem haldin var fyrir skemmstu. Þar talaði Ársæll Valfells um einhliða upptöku annars gjaldmiðils. 

Guðlaugur Þór Þórðarson
Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fv. heilbrigðisráðherra.
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 16.3.2015
Við Gunnar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 24.3.2015
Um tippamyndasendingar íslenskra karla
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 21.3.2015
Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.3.2015
Formannskjörið í Samfylkingunni
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 23.3.2015
Líf Röggu í LA: æfingar á ströndinni
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 20.3.2015
Athyglisverð ummæli í Morgunblaðinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.3.2015
Sömdu Svíar af sér Ísland?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 24.3.2015
Eigandi Íslands?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.3.2015
Hvar er stuðningsyfirlýsingin?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2015
Orðaskipti Guðrúnar og Davíðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.3.2015
Gaman um alvöru
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 16.3.2015
Lífið í LA: rauði dregilinn á tískuvikunni
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.3.2015
Orðaleikur Jóns Sigurðssonar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 20.3.2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild
Fleiri pressupennar