04. apr. 2012 - 18:14Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvar eru fræðimenn ríkisstjórnarinnar?

Beint lýðræði er spennandi valkostur sem nýtur mikils stuðnings hér á landi. Mannkynssagan hefur bæði að geyma dæmi um vel heppnaða framkvæmd á beinu lýðræði og einnig dæmi um að slíkt fyrirkomulag hafi ekki gengið vel.

Nokkur umræða var um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarmeirihlutans um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir helgi. Ekki mun ég fara yfir allt klúðrið í tengslum við það mál en þess í stað fara yfir spurningarnar sem átti að leggja fyrir þjóðina.

Til að góður árangur náist þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hér verður ekki farið í þau öll en farið yfir eitt grundvallaratriði.

Við gerð spurninga í skoðanakönnunum og þá sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslum er alger forsenda að þær séu skýrar og að allir sem koma til með að svara skilji þær á sama veg. Ef það er ekki gert er hætta á að niðurstaðan verði marklaus.

Þetta er þverbrotið í öllum spurningunum ríkisstjórnarinar, að undanskilinni spurningu 5. Á sama hátt má ekki gefa sér - líkt og þarna virðist gert - að allir sem svari hafi sömu þekkingu á því sem spurt er um. Spurningarnar eru allt of víðar, óskýrar og hugtakanotkun er óljós og fyrir marga mun hún hljóða flókin.

Spurningar ríkisstjórnarinnar

1.spurning
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
* Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
* Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Þess má geta að tillögur stjórnlagaráðs eru í 115 greinum.

Augljóst er að skilgreina þarf viðfangsefnin mun betur; hvað er átt við með að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar? Óbreyttar? Í heild? Að hluta og þá að hve miklu leyti? Hvaða tillögur? Er það skýrt í hugum fólks sem mætir á kjörstað hvaða tillögur er verið að tala um, hvað þær innihalda og þýða?

Og svo á að svara JÁ eða NEI...Segjum sem svo að kjósandi þekki 115 tillögur stjórnlagaráðs og telji sig tilbúinn til að svara; hvað ef kjósandanum finnist tillögurnar misgóðar; gæti alveg hugsað sér að tillögur x,y og z væru lagðar til grundvallar. Hvort ætti kjósandinn þá að segja JÁ eða NEI?

En það veit enginn hvað er átt við með því að tillögurnar verði "lagðar til grundvallar"? Þýðir það að ný stjórnarskrá mun taka mið af öllum tillögum stjórnlagaráðs, að öllu leyti, - eða bara hluti þeirra, og þá að sumu leyti en ekki öðru...og að hvaða leyti þá?

2.Spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
* Já eða Nei.

Hvað átt er við með "náttúruauðlind", er það hafið? Fiskurinn? Jarðvarmi? Fallvötnin? Fallegir staðir sem nýta má í þágu ferðamanna?

Og hvað er "þjóðareign?" Skúli Magnússon dósent við lagadeild HÍ hefur t.d bent á að: ,,Í ákvæði stjórnlaganefndar felst að "þjóðareign" vísar ekki til eignarréttar í lagalegum skilningi - hvorki ríkiseignar né sérstaks (nýs) eignarforms. Þvert á móti vísar hugtakið til þeirrar hugmyndar að náttúruauðlindir Íslands séu gæði sem þjóðin öll hefur ríka hagsmuni af (ekki ósvipað því að við, þjóðin, "eigum" tungu, bókmenntir, landslið í handbolta, o.s.frv.). Af þessu leiðir að auðlindir í þjóðareign geta lagalega verið háðar eignarrétti einkaaðila, eign ríkisins eða verið eigendalausar." Og sama og í spurningu 1 - JÁ eða NEI.

Hvað ef kjósandi hefur mismunandi afstöðu til fiskveiða og jarðvarma? Hvað um fólk sem hefur ólíkan skilning og mismunandi afstöðu til "þjóðareignar"?

3.Spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
* Já eða Nei.

Þjóðkirkja hvað? Hvernig ákvæði? Er verið að vísa til skilgreiningar á þjóðkirkju líkt og hún hefur verið skilgreind fram til þessa? Hvernig hefur hún verið skilgreind fram til þessa? Er það skýrt í hugum fólks? Hafa allir sama skilning á því?

4.Spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
* Já eða Nei.

"Persónukjör" - hvað þýðir það? ...heimilað í meira mæli en nú"? í hve miklu mæli og hvernig væri því háttað? Þetta þarf að skýra. Hér er um að ræða óskýra hugtakanotkun og ekki fyrirfram gefið að allir skilji á sama veg.

5.Spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
* Já eða Nei.

Þetta er óvenju skýrt

6. Spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
* Já eða Nei.

"tiltekið hlutfall" - hve hátt hlutfall geti krafist þess að "mál" Hvernig mál? - öll mál? Fari í "þjóðaratkvæðagreiðslu" - hvernig verður því háttað?

Sitjandi ríkisstjórn hefur í kringum sig hjörð fræðimanna sem um leið eru álitsgjafar, þetta fólk hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum þar sem þeir tjá sig gjarnan um hin ýmsu mál. Þeim hefur til að mynda verið tíðrætt um vinnulag í kringum stjórnarskrána. Þessir aðilar ýmist kenna aðferðafræði eða hafa góðan aðgang að slíku fólki. Það vekur því furðu að enginn úr þessum hópi hafi bent á hið augljósa: að spurningar í kosningum og skoðanakönnunum þurfa að standast aðferðafræðilegar kröfur. Það gera spurningarnar í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu ekki. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að jafnvel þótt hún færi fram yrðu niðurstöður hennar markleysa.04.ágú. 2014 - 11:30 Guðlaugur Þór Þórðarson

Stóru útgjöld næstu áratuga

Við Íslendingar erum það lánsamir að landsmenn lifa lengur en áður og við betri heilsu. Slík þróun felur í sér miklar breytingar fyrir þjóðfélagið.  Flestar eru mjög jákvæðar en kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega.
22.jún. 2014 - 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson

Við erum okkar eigin gæfu smiðir

Síðast þegar ég stóð á sviði í hér í  bænum á 17.júní var ég ekki gamall. Lék í leikriti sem leikstýrt var af Freyju Bjarnadóttur. Freyju, Lúllu eða Töntu þarf ekki að kynna fyrir ykkur sem hana þekktu. Einstök kona sem setti svip sinn á bæinn og var virt af verðleikum. Á þeim tíma hélt ég að það væri fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt að Freyja legði á sig mikla vinnu á sig til að halda utan um viðburði sem þann, sem ég var svo lánsamur að fá að taka þátt í.  En það var auðvitað ekki sjálfsagt, samt sem áður gerði hún það í áratugi og hafði mikil og góð áhrif á börn og ungmenni í Borgarnesi. Freyja er gott dæmi um að einstaklingar hafa áhrif. Einstaklingar breyta umhverfi sínu og bæta samfélög. Við stöndum öll í þakkarskuld við alla þá einstaklinga sem að leggja fram óeigingjarnt starf – oft svo árum skiptir – til að gera samfélag okkar að betri stað til að lifa í.
21.apr. 2014 - 21:24 Guðlaugur Þór Þórðarson

Hvers konar fréttamennska er þetta?

Sá í fréttum Stöðvar 2 að Steingrími J. finnst það spilling að ríkið geri óuppsegjanlega, verðtryggða langtímaleigusamninga.
01.apr. 2014 - 20:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Fyrir hverja er tollverndin?

Flest ríki vilja styrkja sinn landbúnað, eitthvað sem við getum kallað hefðbundinn landbúnað. Hefðbundinn landbúnaður er mismunandi eftir löndum. Þannig er t.d. hrísgrjónarækt með mjög háa vernd í Japan en Evrópu er lagt upp úr vernd fyrir kjötframleiðslu, olífurækt osfrv. Ein af réttlætingunum fyrir landbúnaðarstyrkjum er að hefðbundni landbúnaðurinn tengist menningu viðkomandi þjóðar.
07.mar. 2014 - 21:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Furðutíðindi úr Seðlabankanum

Ég verð að viðurkenna að ég trúði því ekki þegar ég heyrði að Seðlabankinn hefði borgað málskostnað bankastjórans gegn Seðlabankanum. Það reyndist hinsvegar vera rétt!
05.mar. 2014 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju setti Samfylkingin ekki samninginn á borðið?

Í júní 2009 hófust aðlögunarviðræður Íslands við ESB. Íslensku Evrópusérfræðingarnir, það er að segja þeir sem fjölmiðlar tala við, sögðu okkur að Ísland fengi hraðferð í gegnum ferlið. Ferlið yrði klárað á einu ári.
26.feb. 2014 - 22:57 Guðlaugur Þór Þórðarson

Engar varanlegar undanþágur!

Í vikunni ræddum ég og varaformaður Samfylkingarinn í Bítinu um aðild að ESB.
22.feb. 2014 - 10:45 Guðlaugur Þór Þórðarson

Nú reynir á okkur öll

Það er mjög alvarlegt ef einhverjir kjósendur Sjálfstæðiflokksins telja sig svikna.
11.feb. 2014 - 14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson

Norðmenn fara mikinn

Norðmenn fara mikinn í makríldeilunni. Þeir kalla okkur sjóræningja í norskum fjölmiðlum.
18.jan. 2014 - 11:11 Guðlaugur Þór Þórðarson

Vægast sagt hörmulegur viðskilnaður

Viðskilnaður Samfylkingarinnar og VG í ríkisfjármálum var vægast sagt hörmulegur. Halli sem sagður var 3,7 milljarðar er um 30 milljarðar þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða af nýrri ríkisstjórn.

28.sep. 2013 - 15:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Af hverju þarf að hagræða?

Myndin sem blasir við er í senn einföld og dökk: Ríkið er rekið á yfirdætti, gengið er á framtíðina með auknum skuldum og áætlanir um að ná endum saman hafa ekki gengið eftir. Að óbreyttu munu mikilvægi innviðir þjóðfélagsins bresta – heilbirgðiskerfið, menntakerfið, löggæsla og samgöngur.
29.maí 2013 - 10:22 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skattleggjum þrotabúin

Stærsta úrlausnarefnið í íslensku efnahagslífi í í dag er lausn á svonefndum snjóhengjuvanda. Snjóhengjan er að minnsta kosti 100% af VLF. Stærsti einstaki hlutinn er þrotabú gömlu bankanna og nemur um þriðjungi vandans.
26.apr. 2013 - 08:48 Guðlaugur Þór Þórðarson

Sjúklingar sem nota lyf eiga að fá svör núna!

Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í almennum lyfjum hefur hækkað mjög á þessu kjörtímabili. Hann var um 30% 2007 en er núna um 40%.
17.feb. 2013 - 17:27 Guðlaugur Þór Þórðarson

Verndarhendin yfir slitastjórnum Dróma, Landsbankans og Kaupþings

Fjölmiðlar hafa upplýst um mjög há laun einstaklinga í einni slitastjórn. Einnig hefur komið fram að einstaklingarnir hafa átt viðskipti við eigin félög. Slitastjórnir á Íslandi eru 17, af einhverjum orsökum er ekki áhugi hjá stjórnvöldum og fjölmiðlum að kanna laun hinna 16.
19.des. 2012 - 11:12 Guðlaugur Þór Þórðarson

Halló, eru allir komnir í jólafrí?

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu illa málin eru undirbúin af hálfu ríkisstjórnarinnar.
18.nóv. 2012 - 09:35 Guðlaugur Þór Þórðarson

Núll krónur í vegakerfið í Reykjavík - MYNDBAND

Reykjavík hefur verið svelt hvað fjárveitingar til vegamála varðar. Fjárlög til framkvæmda og viðhalds vega í Reykjavík voru um 100 milljónir árið 2011, eða aðeins um 1% af þeirri fjárhæð sem ríkið lagði í þann málaflokk það ár. Sama var uppá teningnum árin 2009 og 2010. Samkvæmt samkomulagi ríkis og borgar á ekki að ráðast í neinar framkvæmdir í vegakerfi Reykjavíkur næstu tíu árin.
07.nóv. 2012 - 09:15 Guðlaugur Þór Þórðarson

Lausnir á skuldavanda heimilanna

Skuldavandi heimila er mikill en það er mikilvægt að koma fram með hugmyndir til að leysa þann vanda. Ég legg hér fram fimm hugmyndir.
01.nóv. 2012 - 11:07 Guðlaugur Þór Þórðarson

Skuldavandinn

Stór hópur fólks stendur nú frammi fyrir alvarlegum vanda vegna þess að það skuldar of mikið í húsnæði sínu.
18.okt. 2012 - 21:02 Guðlaugur Þór Þórðarson

Ríkisstjórnin brást heimilum og fyrirtækjum - aftur

Dómur hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka er áfellsdómur yfir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði. Dómurinn er mikill sigur fyrir lántakendur. Hér er hæstiréttur í fyrsta skipti að dæma um endurútreikning.
16.okt. 2012 - 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson

Á að senda almenningi risareikning?

Erlendar skuldir þjóðarinnar eru mjög miklar. Því miður vitum við ekki hve miklar þær eru. Það sem við vitum er að Seðlabankinn hefur augljóslega gert mistök við mat á skuldunum.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fv. heilbrigðisráðherra.
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Fleiri pressupennar