21. nóv. 2009 - 10:59Einar Skúlason

Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu

Yfir 14.000 borgarbúar nema í grunnskólum borgarinnar, einkaskólum og sérskólum. Þetta eru borgarbúar sem fæddir eru á árunum 1994-2003 og sitja nú á skólabekk og undirbúa sig undir að taka við skútunni seinna meir af eldri kynslóðum.

Ég vil leggja sérstaka áherslu á málefni barna og unglinga í borgarstjórnarkosningunum framundan og þar gegna grunnskólar borgarinnar stóru hlutverki, sem gæti orðið enn stærra í framtíðinni. Það er því mikilvægt að tryggja að börnum borgarinnar bjóðist áfram gott skólastarf og það sé áfram unnið í því að bæta það.

Áfram verður að vinna að markmiðum um einstaklingsmiðað nám, en þeim er náð með fjölbreyttum starfsháttum og námsleiðum sem taka mið af styrkleikum nemandans. Það verður að nálgast nemandann á hans grundvelli í stað þess að hann sveigi sig og beygi að kerfinu. Það býr misjafnt í börnum og þau hafa mismunandi eiginleika. Mér nægir að horfa á mín eigin börn til að átta mig á því. Sum hafa sína styrki félagslega, önnur eru fókuseruð og sýna aga í vinnubrögðum og vilja skýr verkefni, enn önnur virka best í frjálsri hugsun og eiga auðvelt með sköpun og svo eru auðvitað enn aðrir góðir eiginleikar sem foreldrar kannast við. Það er samfélaginu í hag að ýtt sé undir sterku hliðar hvers og eins í stað þess að reyna að steypa öllum í sama mót.

Skólinn þarf að vera án aðgreiningar, þar sem skólastarfið er lagað að þörfum allra nemenda og ólík börn fá tækifæri til að starfa saman. Skólarnir gegna síðan mikilvægu hlutverki í því að byggja upp jákvæða og sterka sjálfsmynd og vinna gegn staðalmyndum. Þar mega einkunnarorðin úr Austurbæjarskóla hljóma oftar: „Allir eru góðir í einhverju, enginn er góður í öllu.“

Skólarnir þurfa að njóta ákveðins sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu. Þar geta verið mismunandi áherslur milli skóla og markmið, þar sem þeir fara eftir markmiðum og ákvæðum grunnskólalaga og menntastefnu Reykjavíkurborgar en geti síðan í góðri samvinnu starfsfólks, nemenda, foreldra og nærumhverfisins farið sína leið í starfinu. Grunnskólinn er kjarni í hverju hverfi og þarf sem slíkur að eiga í miklu og góðu samstarfi við nærsamfélagið, þar með allt hið fjölbreytta tómstundastarf sem börnin stunda samhliða námi í skólunum.

Skólamálin eru meðal mikilvægustu mála sveitarfélaganna. Þar erum við að fjalla um framtíð barnanna okkar. Við þurfum að vanda sérstaklega vel til verka, því þetta tímabil hefur afgerandi áhrif á barnið og getur skipt öllu máli fyrir ævi þess. Og auðvitað viljum við vanda til verka því að þau gætu komið með svörin þar sem sigldum við í strand eins og Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng um.
20.ágú. 2010 - 16:00 Einar Skúlason

Kæru foreldrar og forráðamenn

Kjörtímabilið byrjar vel hjá Besta flokknum og Samfylkingu.
31.maí 2010 - 21:15 Einar Skúlason

Að kosningum loknum

Mikið hefur verið fjallað um úrslit kosninganna á laugardaginn, eðli máls samkvæmt. Mönnum hefur sérstaklega orðið tíðrætt um gengi fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík, eftir að Besti flokkurinn vann stórsigur í kosningunum.
29.maí 2010 - 09:00 Einar Skúlason

Þú kýst ekki eftir á

Í dag verður kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur til næstu fjögurra ára. Ný hugsun í íslenskum stjórnmálum er nauðsynleg og því býð ég mig fram á endurnýjuðum lista Framsóknar og heiti því að vinna af heiðarleika og ábyrgð fyrir borgarbúa
25.maí 2010 - 10:00 Einar Skúlason

Síðustu dagarnir

Nú eru aðeins örfáir dagar til kosninga og umræðan eykst smátt og smátt. Ég var í viðtali hjá Sölva um daginn ásamt Sóleyju Tómasdóttur frá Vg og þar sýndi sig ágætlega sú ofuráhersla sem vinstri menn leggja á skattahækkanir og kemur svo sem ekki á óvart miðað við þær álögur sem ríkisstjórnin hefur verið að leggja á fólk.
20.maí 2010 - 18:20 Einar Skúlason

Stolt siglir fleyið mitt...

...stórsjónum á. Nú er allt á fullu í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan sem fór svo hægt og rólega af stað, er nú komin í fullan gang. Þannig að líkingin við stórsjóinn á vel við.
14.maí 2010 - 16:00 Einar Skúlason

Gömul hús og gömul vinnubrögð

Ég var á fundi Torfusamtakanna í gærkvöldi. Þar var kynnt ný bók eftir Snorra Frey Hilmarsson, sem fjallar um byggingar í miðbæ borgarinnar og sögu og baráttu Torfusamtakanna. Ég fjárfesti í eintaki og fékk áritun höfundar. Man reyndar vel eftir Snorra Frey frá því er hann vann í Fellahelli á sínum tíma, alltaf gaman að vera í kringum hann.
10.maí 2010 - 14:00 Einar Skúlason

Framsókn réði úrslitum í Reykjavík

Þau ánægjulegu tíðindi komu fram við birtingu ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 að fjárhagur borgarinnar er enn betri en áður var gert ráð fyrir. Þessi tíðindi eru sérstaklega ánægjuleg fyrir okkur framsóknarmenn. Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs (A-hluta) var jákvæð um 3,2 milljarða króna.
06.maí 2010 - 23:00 Einar Skúlason

Ferðamennska, kaffiróló og hornsíli

Í dag var haldinn fundur með oddvitum framboðanna í Reykjavík á vegum Ferðamálasamtaka Íslands í Grand hótel. Fundurinn var ekki mjög fjölmennur en engu að síður var margt af lykilfólki ferðaþjónustunnar í Reykjavík mætt.
05.maí 2010 - 16:00 Einar Skúlason

Framboðsfundur í Öskjuhlíð

Ég var á framboðsfundi í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu. Mjög flott aðstaða í skólanum og greinilega mikill kraftur meðal nemenda og kennara. Oddvitar framboðanna voru mættir, en þar sem svo mörg framboð eru að þessu sinni, þá var í raun frekar stuttur tími fyrir hvern og einn í umræðunni.
25.mar. 2010 - 22:00 Einar Skúlason

Innantóm orð félagsmálaráðherra

Forsíða Fréttablaðsins í morgun setti hroll að mörgum. Þar var sagt frá mismunun á grundvelli þjóðernis hjá Fjölskylduhjálp Íslands við vikulega matarúthlutun. Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar brást hratt við og sagði að óskað yrði skýringa frá Fjölskylduhjálpinni og Mannréttindaráð borgarinnar kom saman til aukafundar og samþykkti bókun þar sem m.a. var áréttað að þeir sem fá framlög frá borginni verði að fylgja mannréttindastefnu hennar. 
12.mar. 2010 - 22:00 Einar Skúlason

Reykjavík á að kanna kosti og galla sameiningar við Álftanes

Sveitarfélagið Álftanes er í miklum fjárhagserfiðleikum eins og komið hefur fram í fréttum síðustu mánuði. Óþarfi að rekja það frekar enda nóg verið um málið fjallað. Verið er að leita leiða til að ráða bug á vandanum, bæði er unnið að því að leita leiða til lausnar á vandamálum dagsins  og velt upp leiðum til úrbóta í framtíðinni.
11.mar. 2010 - 11:50 Einar Skúlason

Reykjavíkurborg taki frumkvæði í skuldamálum heimila

Eitt af því veigamesta sem ég vil halda á lofti í kosningabaráttunni framundan er meiri samvinna og þverpólitísk nálgun á sem flest mál í borgarstjórn Reykjavíkur.  Við getum unnið enn betur saman, þó að margt hafi áunnist í þeim efnum á seinni tíma kjörtímabilsins. Við eigum jafnframt að nálgast verkefnin á nýjan hátt.
25.feb. 2010 - 07:00 Einar Skúlason

Viðvörunarkerfin þurfa að vera í lagi!

Í lok árs 2009 bjuggu um 27.000 börn yngri en 18 ára í Reykjavík samkvæmt tölum á vefsíðu Hagstofunnar. Það eru ansi mörg börn. Ef þau myndu taka sig saman og stofna sveitarfélag, þá yrði það þriðja fjölmennasta sveitarfélagið á Íslandi.

22.feb. 2010 - 10:02 Einar Skúlason

Hvað er málið með þetta sjósund?

Frá sjósundi í Nauthólsvík.

Ég hef stundað sjósund í Nauthólsvík frá því sumarið 2008.

Glórulaust segja sumir og klóra sér í hausnum.

19.feb. 2010 - 16:30 Einar Skúlason

Samfylkingin sofnar á verðinum

Í vor verða liðin þrjú ár frá því Samfylkingin settist í ríkisstjórn og tók við félagsmálaráðuneytinu. Við sem störfuðum að málum innflytjenda þá höfðum miklar væntingar til veru Samfylkingar í ríkisstjórn, vegna áherslu flokksins á málefni innflytjenda .  Við vonuðumst eftir aðgerðum til að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og annarra íbúa landsins. Sérstakur kafli um málefni innflytjenda í stjórnarsáttmálanum ýtti undir þessar væntingar og beðið var eftir því að flokkurinn tæki til við að framkvæma það sem þar kom fram. 
11.feb. 2010 - 00:00 Einar Skúlason

Frístundakortið gengur vel!

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 kynntum við framsóknarmenn metnaðarfullt stefnumál til þess að auka möguleika barna og unglinga á tómstunda-, lista- og íþróttaiðkun óháð efnahag heimilia. Við töluðum fyrir því  að tekið yrði upp frístundakort, sem myndi niðurgreiða kostnað við slíka iðkun um ákveðna upphæð á hvert barn. Strax eftir kosningar var hafist handa við að hrinda verkefninu í framkvæmd og árið eftir voru frístundakortin kynnt og tekin í notkun. Árlegur styrkur á barn í gegnum frístundakortið er nú kr. 25.000,-

02.feb. 2010 - 14:00 Einar Skúlason

Hjólaborgin Reykjavík

Fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var nýlega samþykkt í umhverfis- og samgönguráði. Þar eru útlistuð markmið um fimmföldun á hjólaleiðum í Reykjavík á næstu fimm árum, tíföldun á næstu tíu árum og hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar svo nokkuð sé nefnt.
19.nóv. 2009 - 17:30 Einar Skúlason

Hreyfing í Reykjavík

Nýverið voru fluttar fréttir af auknum áhuga almennings á hreyfingu síðustu mánuði. Eftirspurn eftir þjónustu líkamsræktarstöðva virðist aldrei hafa verið meiri og aðsóknartölur í sundlaugar Reykjavíkur hafa rokið upp. Þetta er ánægjuleg þróun og má velta því fyrir sér hvernig er hægt að mæta þessum aukna áhuga og hver hlutur Reykjavíkurborgar getur verið í því. Íþróttafélögin standa fyrir gríðarmiklu, skipulögðu íþróttastarfi í samstarfi við borgina og það skiptir miklu máli. Nú sem fyrr er það hlutverk Reykjavíkurborgar að leggja sitt af mörkum í uppbyggingu mannvirkja fyrir ýmiss konar skipulagða íþróttastarfsemi. En ég ætla hér að fjalla um hið óskipulagða íþróttastarf sem ég kýs að kalla íþróttir á eigin vegum.
17.nóv. 2009 - 13:16 Einar Skúlason

Hindranir í vegi nýsköpunar?

Ég fór á hátækni- og sprotaþing á dögunum. Þingið var haldið á vegum Samtaka iðnaðarins og ýmissa samtaka fyrirtækja sem tengjast sprotavettvanginum og nokkurra ráðuneyta. Þetta var fjölmennt og kraftmikið þing, sem var haldið í húsnæði CCP við Grandagarð og var mikill hugur í fólki sem kynnti stöðu og framtíðarmöguleika mismunandi atvinnugreina innan sprotageirans.

Einar Skúlason
Oddviti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum 2010
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar