18. apr. 2017 - 22:21Davíð Már Kristinsson

Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast

Stjarnan - Grótta


Frábært tímabil hjá Stjörnunni. Deildarmeistarar og bikarmeistarar. Eru með besta hópinn í deildinni - með allsvakalega breidd. Það eru fullt af stelpum sem geta komið inná af bekknum og breytt gangi leiksins

Grótta byrjaði illa og endurheimti svo Önnu Úrsúlu úr fríinu sínu og þá hafa þær tekið smátt og smátt saman við sér. Lokakaflinn hjá þeim í deildinni var bara mjög góður og þær voru verðskuldað fjórða og síðasta liðið til að vinna sér sæti í úrslitakeppninni.

Grótta hefur mjög gott byrjunarlið en breiddin er lítil sem engin og fáar stelpur sem geta komið inn af bekknum og sett mark sitt allverulega á hlutina

Þar liggur fyrst og fremst munurinn á liðunum

Ég spái 3-1 sigri Stjörnunnar í þessu einvígi

Fram - Haukar

Fram missti af bæði deildarmeistaratitlinum og bikarmeistaratitlinum í hendur Stjörnustúlkna í vetur þannig að þær eiga harma að hefna

Sú staðreynd hlýtur að virka sem bensín fyrir Framstúlkur að ná í þann stóra

Þrátt fyrir það að þær hafi misst af 2 titlum þá hafa þær spilað heilt yfir mjög vel í vetur

Ef Haukar ná fram mikla stemmingu áður en þær kveðja þjálfarann sinn í vor og þær ná að stoppa Ragnheiði í sókninni þá eiga þær séns en þá þurfa Maria og Ramune hjá Haukum að eiga sína bestu leiki

Það er eitthvað sem segir mér það að þetta einvígi fari óvænt í oddaleik

Ég spái 3-2 sigri Fram í þessu einvígi07.apr. 2017 - 18:25 Davíð Már Kristinsson

8-liða úrslit í Olís deild karla að hefjast

Eftir gríðarlega jafna og spennandi deildarkeppni í vetur þar sem á köflum allir gátu unnið alla er komið að úrslitakeppni

Þetta er mín spá fyrir 8 liða úrslit Olís deildar karla
14.des. 2016 - 11:17 Davíð Már Kristinsson

Spáin fyrir 16.umferðina í Olís-deildinni

Handknattleiksþjálfarinn Davíð Már spáir fyrir um 16. umferð Olís deildar karla sem hefst á morgun fimmtudag. Valsararnir hafa verið á fínni siglingu heilt yfir undanfarið en voru hundslappir í síðasta leik þar sem þeir töpuðu sannfærandi á móti Stjörnunni eftir að hafa komist m.a 11-4 yfir. Þeir geta notað Stjörnu leikinn sem mikla hvatningu til að snúa dæminu aftur við.Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson er handknattleiksþjálfari og handknattleikssérfræðingur Pressunnar.
(26-30) Þ.Þorgrímsson: Hydrocork - apríl