14. des. 2016 - 11:17Davíð Már Kristinsson

Spáin fyrir 16.umferðina í Olís-deildinni

Handknattleiksþjálfarinn Davíð Már spáir fyrir um 16. umferð Olís deildar karla sem hefst á morgun fimmtudag:

Valur - ÍBV

Valsararnir hafa verið á fínni siglingu heilt yfir undanfarið en voru hundslappir í síðasta leik þar sem þeir töpuðu sannfærandi á móti Stjörnunni eftir að hafa komist m.a 11-4 yfir. Þeir geta notað Stjörnu leikinn sem mikla hvatningu til að snúa dæminu aftur við.
Eyjamenn náðu í 2 mikilvægra sigra um daginn - ef ekki hefðu þeir verið komnir í verulega vond mál.
Ég á von á jöfnum leik en ég tel að Valur sigli fram úr undir lokin. Eyjamenn hafa það í undirmeðvitundinni að þeir vilja ekki fleiri meiðsli í sinn hóp áður en þeir fara í jólafríið. Nóg hafa skakkaföllin verið hjá þeim.
Eyjamenn munu mæta skruggu sterkir til leiks eftir EM pásuna. Bæði lið ætla að gera tilkall til þess stóra í vor.
Spái 29-26 fyrir Val

Grótta - Afturelding

Gróttumenn eru með 1 sigur í síðustu 5 leikjum. Þeir eru þunnskipaðir núna og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu sækja sér einn útlending í EM pásunni til að þétta raðirnar og styrkja ungan hóp með litla breidd.
Frábært hjá UMFA að vera í 1. sæti - þeir hafa leikið mjög vel og spilað mjög vel úr sínu. Það er allt til staðar hjá Aftureldingu. En það sem skiptir mestu máli hjá þeim í vetur er hvort þeir ná að taka skrefið úr góðu lið í frábært lið sem getur landað titlum í Mosfellsbæinn. Það er stærsta spurningin og áskorun vetrarins hjá Mosfellingum. 
Spái 25-31 fyrir Aftureldingu

FH - Haukar

2 lið á frábærri vegferð og á mikilli uppleið sem sitja í 2 og 3 sæti deildarinnar. Allt undir 2000 manns í Krikanum væri vonbrigði. Baráttan um Hafnarfjörðinn. Montréttur Hafnfirðinga í jólaboðunum í húfi.
Spái dramatísku jafntefli 28-28

Stjarnan - Selfoss

4 stiga leikur. Selfoss vill skilja Stjörnuna svolítið eftir með sigri í þessum leik en Stjarnan vill anda ofan í hálsmálið á Selfossi og ýta sér frá botninum með sigri.
Selfoss verður að laga varnarleikinn sinn og kæmi mér ekki á óvart að þeir muni líklega spila 6-0 varnarleik gegn liði Stjörnunnar sem er með lítið af skyttum með skotum utan af velli.
Stutt á milli leikja hjá liðunum og það tel ég að gæti hent Selfossi betur að þessu sinni. 

Spái 24-26 sigri Selfoss

Akureyri - Fram

Hér er annar 4 stiga leikur. Bæði lið jöfn að stigum þarna í botnbaráttunni. Frábær sigur hjá Fram í síðasta leik en magalending hjá Akureyri í síðasta leik þeirra. Það verður gríðarlega mikið undir í þessum leik fyrir norðan. Bæði lið munu tjalda öllu til sem þau eiga og undirbúa sig eins og um bikarúrslitaleik væri að ræða. Sagan segir að Sverre Jakobsson gæti tekið fram skóna til að múra upp í vörn Akureyrar.
Ég tel að heimavöllurinn beri sigur úr býtum og í liði Akureyrar eru kannski aðeins fleiri reynslumeiri leikmenn sem verða klókari í þessum háa spennustigs leik.
Spái 29 - 25 sigri Akureyrar

 
15.feb. 2018 - 20:30 Davíð Már Kristinsson

Spáð í spilin

Deildarkeppnin í Olís deild karla hefur farið ágætlega af stað eftir landsliðspásuna. Línur hafa tekið að skýrast og ég ætla aðeins að rýna í liðið og framhaldið hjá liðunum og mótinu.
11.jan. 2018 - 20:21 Davíð Már Kristinsson

Ísland hefur leik á EM í Króatíu

Föstudaginn 12 janúar verður flautað til leiks hjá Íslandi á Evrópumótinu í handknattleik sem haldið er í Króatíu.

17.des. 2017 - 14:47 Davíð Már Kristinsson

Heims um ból

Nú er aðeins vika til jóla og jólaösin, jólastressið og hraðinn eykst, raðirnar og mannmergðin stækkar í verzlunum. Þessi árstími væri æði snautlegur á að horfa, ef ekki væru marglit ljósin til að gefa þessum það frábæra yfirbragð sem nú má hvarvetna líta
07.des. 2017 - 16:44 Davíð Már Kristinsson

iPhone 8 eða mandarína?

Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum.
20.nóv. 2017 - 09:11 Davíð Már Kristinsson

Íslands nýjasta nýtt

Sjónvarpsstöðin ÍNN var stofnuð í mars 2007 og svo nú á dögunum var hún lögð niður vegna rekstrar- og skuldavanda.Það verður eftirsjá af fjölmiðlamógúlnum Ingva Hrafni. Virkilega skemmtilegur og skrautlegur fýr. Mörg ógleymanleg móment á ÍNN.
01.nóv. 2017 - 14:59 Davíð Már Kristinsson

Vinstri hægri snú

Þá er þessum kosningum lokið og eftir stendur val þjóðarinnar og það ber að virða. Ég heyrði því fleygt í dag hvort það verði nokkuð búið að mynda nýja stjórn áður en jólin koma og jafnvel líka ekki fyrr en nýtt ár gengur í garð

02.ágú. 2017 - 20:00 Davíð Már Kristinsson

Atlavík ´84

Stærsta ferðahelgi ársins nálgast nú óðfluga, sjálf verzlunarmannahelgin. Skemmtanaþyrstir unglingar, ungmenni og stundum fullorðið fólk þeisast á útihátíðir en fjölskyldurnar leita í fjölskylduhátíðir.
14.júl. 2017 - 19:41 Davíð Már Kristinsson

Jákvæð teikn á lofti

Nýlega bárust fregnir af því að Handknattleikssamband Íslands hefði framlengt samning sinn við Olís sem aðalstyrktar aðili efstu deildar á Íslandi. Efsta deild karla og kvenna mun því heita áfram Olís deildin en 1. deild karla og kvenna fær í fyrsta skipti nafn en þær munu heita Grill 66 deildin.
17.jún. 2017 - 22:37 Davíð Már Kristinsson

Úrslitaleikur á móti Úkraínu

Eftir töluverða útreikninga og úrslit síðustu umferðar er það ljóst að Ísland kemst áfram á næsta heimsmeistaramót með sigri á Úkraínu í Laugardalshöllinni, annað kvöld kl. 18:45. Horfurnar með það voru ekki góðar í upphafi en sem betur fer eigum við ennþá mjög góða von að sjá Ísland keppa á enn einu stórmótinu í handbolta í janúar næstkomandi.
10.maí 2017 - 17:28 Davíð Már Kristinsson

Rýnt í úrslitaeinvígi FH og Vals

Nú er komið að því að úrslitaeinvígið er að hefjast í Olís deild karla og eru það lið FH og Vals sem mætast í úrslitaeinvíginu þetta árið. FH endaði í 1. sæti í deildinni og urðu deildarmeistarar en Valur endaði í 7. sæti og unnu bikarmeistaratitlinn. Bæði þessi lið spila knallharða og gífurlega sterka 6-0 vörn þar sem vel er tekið á því og notaður til þess mikill þungi og kraftur. Valur spilar líka stundum með Ými Gíslason fyrir framan í 5-1 vörn og falla niður í 6-0 er lið leysa inn á móti þeim Sóknarlega eru þessi lið bæði mjög öguð og eru góð í þessu svokallaða framhaldsspili. Þau velja oft ekki fyrsta séns og láta boltann ganga 2-4 sinnum oftar til að fá opnun.
18.apr. 2017 - 22:21 Davíð Már Kristinsson

Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast

Frábært tímabil hjá Stjörnunni. Deildarmeistarar og bikarmeistarar. Eru með besta hópinn í deildinni - með allsvakalega breidd. Það eru fullt af stelpum sem geta komið inná af bekknum og breytt gangi leiksins
07.apr. 2017 - 18:25 Davíð Már Kristinsson

8-liða úrslit í Olís deild karla að hefjast

Eftir gríðarlega jafna og spennandi deildarkeppni í vetur þar sem á köflum allir gátu unnið alla er komið að úrslitakeppni

Þetta er mín spá fyrir 8 liða úrslit Olís deildar karla

Davíð Már Kristinsson
Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Sjálfstætt starfandi. Pistlahöfundur fyrir Pressan.is