11. jan. 2018 - 20:21Davíð Már Kristinsson

Ísland hefur leik á EM í Króatíu

Föstudaginn 12 janúar verður flautað til leiks hjá Íslandi á Evrópumótinu í handknattleik sem haldið er í Króatíu.

Aðal undirbúningsleikir liðsins fyrir mótið á móti Þýskalandi um daginn gáfu ekkert sérstaklega góð fyrirheit en taka verður með í reikninginn að í liðið vantaði besta leikmann liðsins, Aron Pálmarsson sem er núna að ná sér af lítilsháttar meiðslum og verður klár fyrir fyrsta leik. Liðið þarf á honum að halda í 110% formi og toppstandi.

Ef við lítum á liðið þá er staðan á liðinu ágæt. Okkar aðal örfhenta skytta, Rúnar Kárason, er reyndar búinn að spila mjög lítið í Þýskalandi og er ekki í besta leikforminu. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið að glíma við meiðsli og er enginn 60 mínútna maður. Ungstirnið Ómar Ingi Magnússon þarf því að stíga svolítið upp sóknarlega því það er hætt við því að Rúnar og Ásgeir gætu verið gloppóttir sóknarlega.

Arnór Atlason er ekkert að yngjast og þurfa þjálfararnir að vera svolítið klókir að stjórna álaginu á honum og halda honum ferskum á milli þess sem hann dregur vagninn. Er viss um að hann mun nýtast liðinu afar vel inn á milli.

Ólafur Guðmundsson þarf að halda áfram að stimpla sig inn sem góðan landsliðsmann. Það hefur oft vantað upp á stöðugleikann hjá honum með landsliðinu þrátt fyrir að vera oftast góður með liði sínu í Svíþjóð. Hann þarf að láta vaða á þetta og spila á sína styrkleikum sem er ekki 2 manna spil og að senda á línu og horn heldur einfaldlega koma á ferðinni og vaða á rammann. Til að Íslandi gangi vel þarf hann að eiga gott mót.

Janus Daði fékk flotta eldskírn á HM í fyrra og átti frábæra spretti inn á milli. Nú er nýja brumið búið hjá honum og vil ég sjá hann stimpla sig enn betur inn og sýna öllum hversu góður og hæfileikaríkur hann er. Eftir þetta mót vil ég sjá hann staðfesta fyrir þjálfurunum og þjóðinni að hann sé orðinn lykilmaður í liðinu.

Hornastaðan er í frábærum málum. Arnór Þór hefur verið frábær i Þýsku B-deildinni í vetur og sallað inn mörkum þar. Bjarki Már og Guðjón Valur eru svo báðir góðir í sínum liðum og munu báðir skila pottþétt sínu.

Gaman verður að fylgjast með hvernig þeim ungu Arnari Frey, Ými Erni og Ágústi Elí mun reiða af og hvort þeir fái að spila eitthvað mikið eða lítið. Framtíðarmenn sem þurfa að hoppa út í djúpu laugina og standa sig þegar kallið kemur.

Ég held að sóknin hjá okkur verði ágæt en það er alltaf spurning um varnarleik og markvörslu. Hætt er við því að markvarslan og varnarleikurinn gæti verið slitrót, gloppótt og brokkgeng. Liðið er að skipta svolítið á milli varnar og sóknar og í nútímabolta er það orðið erfiðara.

Sjálfur geri ég litlar sem engar kröfur á liðið á þessu móti. Kannski er ég að fara fram á alltof lítið og ekki nógu frekur á árangur liðsins. En liðið er vissulega í uppbyggingarfasa og það er að ganga í gegnum endurnýjun og ákveðin kynslóðaskipti.

Ég vil sjá þessa ungu, efnilegu framtíðarmenn fá sem mestan séns og hlaupa af sér hornin svo þeir og liðið geti lagt inn í reynslubankann fyrir framtíðina.

Þjálfarar liðsins Geir Sveinsson og Óskar Bjarni hafa að mínu viti staðið sig vel með landsliðið síðustu 2 ár og gert það sem allir voru sammála um að þurfti að gera. Þeir fóru ekki of geyst í endurnýjunina og kynslóðaskiptin, heldur fundu góðan milliveg á því og gefið ýmsum ungum leikmönnum séns. Sama hvernig fer á þessu móti þá finnst mér að þeir eigi skilið meiri og lengri tíma með landsliðið.

En það er nokkuð ljóst að Geir Sveinsson er að fara inn í þetta mót til að vinna sér inn fyrir nýjan samning því HSÍ ætlar ekki að ákveða framlengingu á hans samning fyrr en að Evrópumóti loknu. Það er því pressa á Geir - ekki síst frá honum sjálfum.

Áhugavert verður að sjá hvort að leikmenn landsliðsins muni berjast fyrir nýjum samning Geirs með ódrepandi baráttugleði, stemmingu, kraft, ósérhlífni og dugnaði. Það mun sjást langar leiðir, bæði á vellinum og leikhléum.

Áfram ÍSLAND
29.mar. 2018 - 14:25 Davíð Már Kristinsson

„Heyrðu“

27.mar. 2018 - 09:01 Davíð Már Kristinsson

Dymbilvika

Dymbilvikan svokallaða hefst alltaf á pálmasunnudag og lýkur á laugardeginum fyrir páskadag. Dymbilvika heitir einnig öðru nafni efsta vika, þ.e síðasta vikan fyrir páska. Nafnið kyrravika bendir svo á að í þessari viku skyldu menn vera hljóðlátari og hæglátari en nokkru sinni endranær og liggja á bæn
15.feb. 2018 - 20:30 Davíð Már Kristinsson

Spáð í spilin

Deildarkeppnin í Olís deild karla hefur farið ágætlega af stað eftir landsliðspásuna. Línur hafa tekið að skýrast og ég ætla aðeins að rýna í liðið og framhaldið hjá liðunum og mótinu.
17.des. 2017 - 14:47 Davíð Már Kristinsson

Heims um ból

Nú er aðeins vika til jóla og jólaösin, jólastressið og hraðinn eykst, raðirnar og mannmergðin stækkar í verzlunum. Þessi árstími væri æði snautlegur á að horfa, ef ekki væru marglit ljósin til að gefa þessum það frábæra yfirbragð sem nú má hvarvetna líta
07.des. 2017 - 16:44 Davíð Már Kristinsson

iPhone 8 eða mandarína?

Jólin nálgast með öllu tilheyrandi og jólasveinarnir 13 verða bráðum reiðubúnir að koma til byggða með ýmislegt í pokum sínum fyrir að setja í alla þessa skó í gluggunum.
20.nóv. 2017 - 09:11 Davíð Már Kristinsson

Íslands nýjasta nýtt

Sjónvarpsstöðin ÍNN var stofnuð í mars 2007 og svo nú á dögunum var hún lögð niður vegna rekstrar- og skuldavanda.Það verður eftirsjá af fjölmiðlamógúlnum Ingva Hrafni. Virkilega skemmtilegur og skrautlegur fýr. Mörg ógleymanleg móment á ÍNN.
01.nóv. 2017 - 14:59 Davíð Már Kristinsson

Vinstri hægri snú

Þá er þessum kosningum lokið og eftir stendur val þjóðarinnar og það ber að virða. Ég heyrði því fleygt í dag hvort það verði nokkuð búið að mynda nýja stjórn áður en jólin koma og jafnvel líka ekki fyrr en nýtt ár gengur í garð

02.ágú. 2017 - 20:00 Davíð Már Kristinsson

Atlavík ´84

Stærsta ferðahelgi ársins nálgast nú óðfluga, sjálf verzlunarmannahelgin. Skemmtanaþyrstir unglingar, ungmenni og stundum fullorðið fólk þeisast á útihátíðir en fjölskyldurnar leita í fjölskylduhátíðir.
14.júl. 2017 - 19:41 Davíð Már Kristinsson

Jákvæð teikn á lofti

Nýlega bárust fregnir af því að Handknattleikssamband Íslands hefði framlengt samning sinn við Olís sem aðalstyrktar aðili efstu deildar á Íslandi. Efsta deild karla og kvenna mun því heita áfram Olís deildin en 1. deild karla og kvenna fær í fyrsta skipti nafn en þær munu heita Grill 66 deildin.
17.jún. 2017 - 22:37 Davíð Már Kristinsson

Úrslitaleikur á móti Úkraínu

Eftir töluverða útreikninga og úrslit síðustu umferðar er það ljóst að Ísland kemst áfram á næsta heimsmeistaramót með sigri á Úkraínu í Laugardalshöllinni, annað kvöld kl. 18:45. Horfurnar með það voru ekki góðar í upphafi en sem betur fer eigum við ennþá mjög góða von að sjá Ísland keppa á enn einu stórmótinu í handbolta í janúar næstkomandi.
10.maí 2017 - 17:28 Davíð Már Kristinsson

Rýnt í úrslitaeinvígi FH og Vals

Nú er komið að því að úrslitaeinvígið er að hefjast í Olís deild karla og eru það lið FH og Vals sem mætast í úrslitaeinvíginu þetta árið. FH endaði í 1. sæti í deildinni og urðu deildarmeistarar en Valur endaði í 7. sæti og unnu bikarmeistaratitlinn. Bæði þessi lið spila knallharða og gífurlega sterka 6-0 vörn þar sem vel er tekið á því og notaður til þess mikill þungi og kraftur. Valur spilar líka stundum með Ými Gíslason fyrir framan í 5-1 vörn og falla niður í 6-0 er lið leysa inn á móti þeim Sóknarlega eru þessi lið bæði mjög öguð og eru góð í þessu svokallaða framhaldsspili. Þau velja oft ekki fyrsta séns og láta boltann ganga 2-4 sinnum oftar til að fá opnun.
18.apr. 2017 - 22:21 Davíð Már Kristinsson

Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast

Frábært tímabil hjá Stjörnunni. Deildarmeistarar og bikarmeistarar. Eru með besta hópinn í deildinni - með allsvakalega breidd. Það eru fullt af stelpum sem geta komið inná af bekknum og breytt gangi leiksins
07.apr. 2017 - 18:25 Davíð Már Kristinsson

8-liða úrslit í Olís deild karla að hefjast

Eftir gríðarlega jafna og spennandi deildarkeppni í vetur þar sem á köflum allir gátu unnið alla er komið að úrslitakeppni

Þetta er mín spá fyrir 8 liða úrslit Olís deildar karla
14.des. 2016 - 11:17 Davíð Már Kristinsson

Spáin fyrir 16.umferðina í Olís-deildinni

Handknattleiksþjálfarinn Davíð Már spáir fyrir um 16. umferð Olís deildar karla sem hefst á morgun fimmtudag. Valsararnir hafa verið á fínni siglingu heilt yfir undanfarið en voru hundslappir í síðasta leik þar sem þeir töpuðu sannfærandi á móti Stjörnunni eftir að hafa komist m.a 11-4 yfir. Þeir geta notað Stjörnu leikinn sem mikla hvatningu til að snúa dæminu aftur við.Davíð Már Kristinsson
Akureyskur Vesturbæingur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar. Þjálfari. Leikari. Sjálfstætt starfandi. Pistlahöfundur fyrir Pressan.is