09. jún. 2012 - 08:00Björn Ingi Hrafnsson

Einhverra hluta vegna

Pressan.is

Ég get vottað það persónulega með margvíslegum hætti að Alþingi Íslendinga er bæði ósköp venjulegur íslenskur vinnustaður og jafnframt í hæsta máta óvenjulegur.

Ég hef ekki bara fylgst náið með störfum Alþingis gegnum árin eins og kjósendur og landsmenn gera almennt. Ég fylgdist um nokkurt skeið með þingstörfum sem þingfréttaritari Morgunblaðsins og sat þá dagana langa á þingpöllum og fylgdist með; spjallaði við þingmenn í mötuneytinu og drakk í mig andrúmsloftið dag hvern við Austurvöll.

Nokkru síðar varð ég framkvæmdastjóri þingflokks og var í þinghúsinu löngum stundum sem slíkur, var með skrifstofu hinumegin við styttuna af Jóni Sigurðssyni og sat þingflokksfundi í græna herberginu þar sem Framsóknarflokkurinn hélt fundi sína allt frá því kaupfélögin réðu öllu á landi hér og samvinnuhreyfingin átti sinn sess í faðirvorinu.

Enn síðar kom ég þangað daglega sem aðstoðarmaður ráðherra, fyrst utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra. Fylgdist með umræðum, spjallaði við þingmenn að tjaldabaki, hjálpaði til með ræður; undirbjó andsvör, átti vini í öllum flokkum.

Loks þegar ég var orðinn borgarfulltrúi og raunar formaður borgarráðs kom óvænt kall frá þinginu um að ég ætti að setjast á þing í tvær vikur í forföllum Jónínu Bjartmarz. Ég sinnti kallinu vitaskuld, sótti þingfundi og þingflokksfundi, sat yfir umræðum; flutti frumvörp og bar upp fyrirspurnir.

Ég þekki þvi þingið úr ýmsum áttum.

Og einmitt þess vegna get ég fullyrt með góðri vissu að það sé eitthvað mikið að á löggjafarsamkundunni okkar þessa dagana. Ekki aðeins blasir það við manni dag hvern í gegnum fjölmiðla og rás Alþingis í sjónvarpinu, heldur segja mér raunamæddir þingmenn að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt; stemningin sé ömurleg, illmælgin og heiftin allsráðandi, traustið langt fyrir neðan frostmark.

Hvað veldur?

Rifjum upp ræðu þingflokksformanns Vinstri grænna á fimmtudag:
    Ég vildi að ég gæti þakkað háttvirtum þingmanni svarið sem ég fékk reyndar ekki og virðist það nú vera skipulögð hernaðaráætlun stjórnarandstöðuflokkanna hér á þingi að hunsa mig í andsvörum einhverra hluta vegna.

Þetta hafði Björn Valur Gíslason skipstjóri og alþingismaður að segja að morgni fimmtudags þegar hann hafði veitt andsvar, málefnalegt andsvar að sögn, við ræðu Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokksins.

Raunar tók Björn Valur tvisvar til máls  í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld en Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kaus að veita honum ekki andsvör í millitíðinni. Þá létu aðrir þingmenn einnig látið það ógert að svara Birni Val.

Og þetta gerðu þingmennirnir, einhverra hluta vegna, að sögn Björns Vals sem vissi greinilega ekki hvaðan á hann stóð veðrið.

Þessi sami Björn Valur hafði raunar átt einhverja lágkúrulegustu innkomu allrar samanlagðrar þingsögu Íslendinga kvöldið áður er hann í pólitísku karpi bar á þingmann úr hópi Sjálfstæðisflokksins að hann væri undir áhrifum í ræðustól.

Væri fullur, réttara að segja.

Þessu slengdi Björn Valur fram og þegar á hann var gengið nafngreindi hann tiltekinn þingmann, sem kom þegar í stað í pontu og bar af sér sakir.

Í ljós kom að Björn Valur hafði nákvæmlega ekkert fyrir sér, þegar hann ákvað að setja fram svo ömurlegar og lágkúrulegar ásakanir. Í pólitískum hita hafði hann gleymt að ræða málefnið og fór þess í stað í manninn með þessum ömurlegu afleiðingum fyrir heiður Alþingis og það litla sem eftir var af heiðri Björns Vals sjálfs.

Þessi sami Björn Valur hefur nefnilega oft áður sett fram sambærileg ummæli sem áttu að stækka hann en smækka aðra, en gerðu þveröfugt. Björn Valur kallaði forsetann okkar forsetaræfilinn, svo smekklegt sem það nú var. Og hann hefur kallað aðra þingmenn öllum illum nöfnum, borið endalaust sakir á pólitíska andstæðinga og jafnan gelt hátt að þeim sem Steingrími J. Sigfússyni hefur verið uppsigað við það og það sinnið.

En jafnvel forhertustu vígamenn geta farið algjörlega yfir strikið. Það gerði Björn Valur Gíslason í þingræðum og baðst afsökunar á því daginn eftir. Hann hafði geð í sér til að dylgja í garð annars manns án þess að hafa nokkuð fyrir sér, af því að sá var ekki sammála honum í pólitík.

Um þetta segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á heimasíðu sinni:

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður vinstri-grænna, er dæmigerður fulltrúi Jóhönnu-stjórnarinnar. Hann ræðst á andstæðinga sína með ásökunum um drykkjuskap í sölum alþingis. Björn Valur er þó skárri en Jóhanna að því leyti að hann biðst afsökunar á dónaskap sínum. Ekkert slíkt kemst að hjá Jóhönnu. Hvenær skyldi þingflokkur Samfylkingarinnar sjá að sér og ýta forsætisráðherra til hliðar?

Þegar minnst er á að þingmenn séu undir áhrifum áfengis í þingsal kemur mér alltaf í hug það sem breski ráðherrann Richard Crossman segir í dagbókum sínum, að hann hafi stundum orðið að átta sig á því með lestri á Hansard, bresku þingtíðindunum, hvað hann sagði kvöldið áður – hann hefði fengið sér of mörg glös með kvöldmatnum.

Það er mikill misskilningur ef menn halda að saga alþingis geymi engin dæmi um að kaupstaðarlykt hafi fundist af þingmönnum í ræðustól. Hitt lýsir ákveðinni tegund af  skepnuskap að úthrópa þingmann vegna þess og enn meiri ótugtarhátt að hafa ekkert fyrir sér í málinu en eigin illvilja.

Svö mörg voru þau orð.

En Björn Valur undraðist svo viðbrögð annarra þingmanna daginn eftir.

Hann sem hafði brotið öll prinsipp í mannlegum samskiptum og í þinglegu samhengi og dylgjað og smækkað bæði þingið og sjálfan sig ætlaði að mæta í ræðustól Alþingis eins og ekkert hefði í skorist daginn eftir  og spjalla um pólitík og ræða landsins gagn og nauðsynjar, eins og það heitir víst enn.

En þá bar svo við að enginn vildi tala við þennan mann. Hann var ekki einu sinni virtur svars.

Einhverra hluta vegna, eins og þingmaðurinn sjálfur orðaði það í spurnartón, sakleysið uppmálað.

Maður sem hefur gengisfellt virðingu Alþingis og kann greinilega ekki að skammast sín.

Af hverju ætti einhver að taka Björn Val Gíslason alvarlega meðan hann beitir slíkum meðulum í sinni pólitík?

Af hverju ætti að taka nokkra aðra þingmenn alvarlega, sem láta sér sæma að beita slíkum meðulum; gera hróp að öðru fólki, bera á það sakir af engu tilefni og láta öllum illum látum?
20.okt. 2016 - 07:00 Björn Ingi Hrafnsson

Eftir hverju er beðið?

Við Íslendingar getum rifist um alla mögulegu og ómögulega hluti. Sum verkefni virðast einhvern veginn vera af þeirri stærðargráðu, að þjóðin nær ekki almennilega utan um þau og kemst ekki að endanlegri niðurstöðu. Fyrir vikið er rifist og þrasað árum saman, en ekkert gerist.
19.nóv. 2015 - 13:24 Björn Ingi Hrafnsson

Slökum aðeins á

Furðufregnir mátti lesa í morgun um að urgur væri í sumum föngum á Kvíabryggju af því að kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefði sótt fangelsið heim tvívegis að undanförnu og heimsótt fanga sem afplána þar dóm.
08.mar. 2014 - 15:17 Björn Ingi Hrafnsson

Kæra Hanna Birna

Mig langaði að senda þér fáeinar línur þar sem ég hef trú á að þú gætir með jákvæðum hætti haft áhrif á mál sem hefur valdið mér talsverðu hugarangri undanfarna daga.
03.mar. 2014 - 15:05 Björn Ingi Hrafnsson

Ókeypis ráð til Gunnars Braga

Ég hef starfað við fjölmiðla með hléum í aldarfjórðung eða svo. Inn á milli starfaði ég í heimi stjórnmálanna, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og sem kjörinn fulltrúi. Ég tel mig því hafa nokkra þekkingu á hvort tveggja og þeirri spennu sem getur verið á milli stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna í hita leiksins hverju sinni.
18.jan. 2014 - 20:11 Björn Ingi Hrafnsson

Til varnar Birni Braga

Í fyrsta lagi: Við skulum alveg viðurkenna strax að brandarinn hans Björns Braga í EM-horninu um slátrun íslenska landsliðsins og nasista á Austurríkismönnum var einstaklega ófyndinn, ósmekklegur og óviðeigandi. Ég svitnaði þegar ég heyrði sjónvarpsmanninn segja þetta í beinni útsendingu og trúði satt að segja ekki mínum eigin eyrum.
10.des. 2013 - 19:11 Björn Ingi Hrafnsson

Skynsamleg ráðstöfun

Það fór eins og spáð var á þessum vettvangi í gær, að ekki væri pólitískur stuðningur við hugmyndir meirihluta fjárlaganefndar um að skerða barnabætur í því skyni að fjármagna aukin útgjöld til heilbrigðiskerfisins.
09.des. 2013 - 23:10 Björn Ingi Hrafnsson

Eru framsóknarmenn sammála Vigdísi?

Vigdís talar eins og sá er langt til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Talar hún fyrir aðra þingmenn Framsóknarflokksins? Um miðjan síðasta áratug var ég í einhver ár fulltrúi annars oddvita ríkisstjórnarinnar í svonefndum ríkisfjármálahópi. Það var mjög leynilegur hópur sem fundaði að sumri þegar veðrið var gott og skoðaði fjárreiður ríkisins og velti fyrir sér möguleikum til sparnaðar og hagræðingar.
04.des. 2013 - 11:28 Björn Ingi Hrafnsson

Stöndum vörð um lögregluna

Við Íslendingar erum enn að melta voðafregn mánudagsmorgunsins, að maður féll eftir skotbardaga við lögreglu. Það er þyngra en tárum taki, að svo hafi þurft að fara í fyrsta sinn sem lögreglan þurfti að grípa til þeirra skotvopna sem sérsveitin hefur undir höndum og færir okkur óþægilegan sannleik um þann veruleika sem blasir við lögreglumönnunum okkar dag hvern við þeirra skyldustörf.
30.nóv. 2013 - 19:57 Björn Ingi Hrafnsson

Þeir stóðust prófið

Stjórnarsáttmálinn og ný ríkisstjórn var handsöluð á Laugarvatni. Aðalmálið var skuldamálin. Sex mánuðum seinna eru kynntar tillögur sem sæta miklum tíðindum. Fróðlegt væri að sjá sem fyrst nýjar mælingar á fylgi við stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnina. Ég gæti trúað að mikill byr sé í seglum ríkisstjórnarflokkanna nú eftir langþráða kynningu dagsins á aðgerðum fyrir skuldsett heimili. Þar stóðust formenn stjórnarflokkanna prófið með miklum glans.
20.jún. 2013 - 22:14 Björn Ingi Hrafnsson

Skynsemin og veiðigjaldið

Hvað sem okkur finnst um veiðigjald og skatta almennt, liggur fyrir, að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu því fyrir kosningar að breyta veiðigjaldinu, kölluðu það landsbyggðarskatt og hétu því að jafna því frekar innan útgerðarinnar, því það bitnaði illa á ákveðnum aðilum en vóg létt í pyngju annarra.
06.apr. 2013 - 08:20 Björn Ingi Hrafnsson

Þjóðargersemi

Það er gæfa hverrar þjóðar að eiga listamann einsog Þórhall Sigurðsson, listamann sem kynslóðir hafa alist upp við að hlæja að og hlæja með, listamann sem fær okkur til að líða betur við nánast hvaða aðstæður sem er.
31.mar. 2013 - 16:41 Björn Ingi Hrafnsson

Skítkast virkar ekki

Kosningabaráttan hefst formlega með fullum krafti strax eftir páska, en undanfarnar vikur hefur krafturinn í henni stigmagnast og vafalaust hefur pólitík komið til umræðu í fermingarveislum og páskaboðum um land allt undanfarna daga.
17.mar. 2013 - 21:30 Björn Ingi Hrafnsson

Sannleikurinn gerir okkur frjáls

Ég horfði á sláandi frásögn þeirra Ásdísardætra í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls nú í kvöld. Faðir misnotaði fimm dætur sínar um langt árabil, seldi þær og beitti konu sína ofbeldi. Saga þessara systra er svo ótrúleg og sláandi að manni fallast eiginlega bara hendur. Allt samfélag okkar brást þeim systrum. Slíkt má ekki gerast aftur.
06.mar. 2013 - 18:11 Björn Ingi Hrafnsson

Kæru Stefán og Jón Viðar

Kæru Stefán og Jón Viðar, þið sem gegnið störfum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðsstjórans á sama svæði.
16.jún. 2012 - 21:00 Björn Ingi Hrafnsson

Bóndinn á Bessastöðum

Fyrir nokkrum vikum, þegar útlit var fyrir að sjö frambjóðendur yrðu í komandi forsetakosningum, var ég að hugsa um að setja saman pistil og stinga upp á því að við tækjum upp sama system og margar þjóðir, nefnilega að hafa tvær umferðir í kosningum um þjóðhöfðingjann til næstu fjögurra ára.
24.okt. 2011 - 16:00 Björn Ingi Hrafnsson

Fall og upprisa Þráins

Þráinn Bertelsson er maður sem lifir og hrærist í mörgum víddum – í lífi og listum.
Við munum öll grínmyndirnar hans sem fengu fádæma aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum og lifa enn góðu lífi í dag, ekki síst gegnum samtöl og frasa sem urðu landsþekktir á einni nóttu.
12.júl. 2011 - 11:35 Björn Ingi Hrafnsson

Amma Dreki

Fermingarmyndir endast jafnan ákaflega illa. Þessi er engin undantekning. En samt eru fáar myndir mér kærari, af augljósum ástæðum. Í dag eru liðin áttatíu og fimm ár frá því Runólfi Jónssyni Dagssyni útvegsbónda og Guðrúnu Sigurðardóttur húsfreyju á Hellissandi fæddist lítil stúlka. Þetta var 12. Júlí árið 1926, sumarið var fallegt á fátæku landi sem glímdi við margvísleg bágindi, stúlkan fékk nafnið Elín og hún var amma mín, heilög kona í minni tilveru. Mig langar aðeins að minnast hennar með fáum orðum.
24.des. 2009 - 14:00 Björn Ingi Hrafnsson

Hin helga nótt

Ætli jólin séu ekki einmitt nú kærkomin hvíld fyrir íslenska þjóð frá átakamálum sem kljúfa hana í herðar niður, eilífum áhyggjum, neikvæðum fréttum og almennri togstreitu í samfélaginu?
05.okt. 2009 - 00:00 Björn Ingi Hrafnsson

Fellur draumastjórn forsetans?

Nú þegar virðulegir stjórnmálafræðiprófessorar stíga nú fram og telja stjórnarsamstarfið ekki einungis í uppnámi heldur jafnvel að því sé hreinlega sjálfhætt, er ekki úr vegi að fara aftur í tímann um nokkra mánuði.

Björn Ingi Hrafnsson
Blaðamaður í ríflega aldarfjórðung. Útgefandi og stjórnarformaður Vefpressunnar ehf.  bjorningi@pressan.is
Tapasbarinn: happy hour
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar