28. apr. 2011 - 14:00Björgvin G. Sigurðsson

Innan úr aðildarferlinu – staða byggðanna

Í gær var haldinn í Reykjavík fundur í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins. Þetta er annar fundur nefndarinnar sem var stofnað til í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að sambandinu. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fylgjast með umsóknarferlinu og veita því þinglegt aðhald og mögulega að taka afstöðu til einstakra þátta sem hæst bera í ferlinu.

Nú er rýnivinnunni vegna aðildarviðræðnanna að ljúka. Þá styttist í að eiginlegar aðildarviðræður hefjist. Reiknað er með að svo geti orðið í júní á þessu ári.

Ísland hefur það forskot á aðrar umsóknarþjóðir að vera EES ríki sem hefur á 17 árum sem aðili að innri markaði Evrópu innleitt stóran hluta af regluverki sambandsins. Reyndar án þess að hafa nokkur áhrif á löggjöfina. Sá lýðræðishalli myndi hinsvegar leiðréttast við aðild að ESB og fullveldið fengist til baka sem afsalað var við samþykkt EES samningsins.

Greitt mun líklega ganga með samninga um það sem út af stendur þar til kemur að sjávarútvegi og landbúnaði. Þeir málaflokkar auk peningamálastefnunnar eru stóru málin sem ráða úrslitum um hvort góður samningur náist sem þjóðin fellir sig við og samþykkir í atkvæðagreiðslu.

Það kom í minn hlut á fundinum að fjalla um stöðu landbúnaðarins og um muninn á stuðningskerfi okkar og Evrópsambandins. Sá munur er nokkuð mikill og mun aðild að ESB hafa umtalsverðar breytingar í för með sér á umgjörð og fyrirkomulagi stuðningsins. Hlutverk samninga- og þingmannanefndanna er að tryggja að greinin verði fyrir sem minnstu raski við aðild. Til þess eru ýmis tækifæri og að mörgu að hyggja í því efni.
Mikilvægi landbúnaðarins þegar kemur að samþykki samnings um aðild Íslands að Evrópusambandinu er langt umfram efnhagslegt vægi hans sem atvinnugreinar í landinu að mínu mati. Landbúnaðurinn og sá stuðningur sem er veittur til hans nú í formi beingreiðslna og tollverndar upp á annað tug milljarða á ári nýtur almenns stuðning og um hann er lítið sem ekkert deild í samfélaginu.

Stuðningurinn við landbúnaðinn er sem betur fer þvert á flokka. Á þeim tólf árum sem eru liðin frá því að ég tók fyrst sæti á Alþingi man ég ekki eftir verulegum átökum eða deilum um fyrirkomulagið. Sá almenni stuðningur á sér margvíslegar skýringar.

Þótt að þjóðin búi að stærstum hluta í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og byggðunum í 50 kílómetra radíusar út frá höfuðborgarsvæðinu á stærstur hluti hennar rætur sínar að rekja til sveitanna og dreifbýlis landsins í eina eða tvær kynslóðir. Forsendur þess að við viljum viðhalda öflugri Íslandsbyggð hringinn í kringum landið byggist að hluta á þeirri skynsemi að vilja tryggja fæðuöryggi og sjálfbærni landsins við öflun matar ofan i þjóðina. Auk hefðbundinna byggðasjónarmiða, en ekki bara. Hinn hlutinn skiptir ekki minna máli en það er menningin og sagan.

Sagan sem ber með sér djúpar rætur og sterka tengingu flestra okkar við sveitirnar og landið sem slíkt. Samstaðan með sveitunum og lífinu á landsbyggðinni er tilfinningaleg og menningarleg að stórum hluta og það er eðlilegt þegar litið er til Íslandssögunnar.

Sjálfur tel ég að samningur um aðild að ESB sem almennt væri talinn ógna stöðu landbúnaðarins verði aldrei samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í reynd má leiða rök að því að afstaða fólks til þessa þáttar aðildar geti ráðið úrslitum um lyktir þess. Að því gefnu að góður samningur náist um sjávarútvegsmálin enda tekur því ekki að kjósa um samning sem nær þvi markmiði ekki.

Því er vægi landbúnaðarins langt umfram efnhagslega stærð hans í bókhaldi ríkisins og mun miklu skipta þegar upp er staðið hver afdrif hans verða. Verkefnið er að semja um að staða hans sem atvinnugreinar verði trygg og góð komi til aðildar. Líkt og mælt er fyrir um í þingsályktuninni með aðildarumsókninni frá 2009.

Bændum á Íslandi hefur fækkað um 25% á áratug. Búum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Þessi þróun hefur gengið hraðar fram hér en á hinum Norðurlöndunum en staðan er um margt þokkaleg þó hún sé æði misjöfn á milli greina. Sérstaklega er afkoman ágæt í mjólkuriðnaði sem er án efa sterkasta greinin innan landbúnaðarins.

Andstaða meðal bænda við aðild að ESB er mikil og hefur ef eitthvað er aukist. Því þurfum við sem styðjum umsókn um aðild að standa ríkan vörð um hagsmuni bænda og ná þeim með í leiðangurinn sem snýst ekki um neitt annað að lokum en að styrkja stöðu lands og þjóðar á öllum sviðum í leit okkar ða nýjum stöðugleika til framtíðar.

Skýringuna á andstöðu bænda og búaliðs við aðild að Evrópusambandinu má að hluta finna í sterkum áróðri forystu Bændasamtakanna gegn henni, en ekki síður í óttanum við breytingar. Fólk veit hvað það hefur og vill forðast breytingar. Það er skiljanlegt og út frá því á að vinna; að lágmarka áhrifin og tryggja stöðu greinarinnar komi til aðildar.

En hver er þá munurinn á fyrirkomulagi stuðnings Íslendinga og Evrópusambandins? Í meginatriðum þessi:

Stuðningskerfi Íslands við landbúnaðinn byggist annarsvegar á framleiðslutengdum beingreiðslum til mjólkur- og dilkakjötsframleiðslu auk gripagreiðslna út á nautakjötsframleiðslu. Hinsvegar á tollvernd sem takmarkar verulega möguleikana á innflutningi sem aftur má segja að sé einnig sjálkrafa haldið frá vegna fjarlægðar okkar frá erlendum mörkuðum.

Það sem margir bændur óttast við aðild að ESB er niðurfelling tollverndarinnar frekar en breytingar á framleiðslutengdum beingreiðslum. Sumum greinum landbúnaðar myndi breytt fyrirkomulag stuðnings örugglega gagnast vel. Greina á borð við ferðaþjónustu, hrossarækt og skógrækt. Breytingarnar standa mest upp á kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu vegna niðurfellingar tolla en þó er ekki allt sem sýnist þar.

Einn gamalreyndur svínabóndi hefur bent á að allt eins gæti aðild að ESB falið í sér mikil tækifæri fyrir hans grein þar sem ESB styrkir að mestu út á land og landnýtingu per hektara. Því myndu styrkir til kornræktar vegna fóðurframleiðlsu snarlækka verð á fóðri og  greinin því verða samkeppnishæf við evrópska svínaframleiðendur.

Grundvallarmunurinn á kerfi ESB og íslenska landbúnaðarkerfinu liggur í því að sambandið hefur að mestu aftengt stuðningsgreiðslur frá búvöruframleiðslu á meðan styrkirnir eru að mestu framleiðslutengdir hér. Verði að aðild þýðir hún nýtt starfsumhverfi fyrir landbúnaðinn. Því þarf að leyta sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum og eru margir möguleikar til þess þegar tekið er litið er til ríkrar sértstöðu landsins.

Fyrir það fyrsta blasir við að Ísland verði skilgreint sem harðbýlt svæði. Skilgreining sem kennd er við 62. breiddargráðu og var tekið upp í samningum við Finna og Svía. Það heimilar þeim að styrkja landbúnaðinn beint úr eigin ríkissjóði burt séð frá reglum ESB að öðru leiti. Þannig má að mæta ágjöf vegna niðurfellingar tolla. Hér eru mjög takmarkaðir ræktunarmöguleikar vegna legu landsins. Sumarið er stutt og ræktunartíminn skammur borinn saman við flest önnur lönd Evrópu.

Þá er heimild í regluverki ESB að styðja sérstaklega við fjarlæg svæði langt utan markaða meginlandsins. Svæði á borð við Azor eyjar sem er um margt sambærilegt við Ísland. Ekki síst þar sem staðbundnir annmarkar á borð við legu lands og veðurfar hafa mikil áhrif hér og meiri en á nefndum eyjaklasa. Rökin fyrir þessum undanþágum og viðurkenningu á sérstöðu eru þau að viðhalda samkeppnishæfi landbúnaðarins við aðild og koma í veg fyrir að hún raski búsetu og búgreinum í landinu.

Við blasir að vel er unnt að ná góðum samningi fyrir íslenskan landbúnað þó að alltaf verði breytingar. Sérstaklega út af niðurfellingu tollverndar. Þeim breytingum má mæta með ýmsum hætti  og öðrum stuðningi sem tryggir að greinarnar fari ekki halloka en sjálfsagt þarf að berjst hart fyrir því í viðræðuferlinu.

Þvert á móti má leiða líkur að því að við aðild opnist fjöldi sóknarfæra fyrir landbúnaðinn þó gæta þurfi vel að stöðu einstakra greina við breytingarnar.

Að þessi markmið náist er ein helsta forsenda þess að þjóðin samþykki samning um aðild Íslands að ESB. Þó auðvitað standi upp á bændur eins og aðra atvinnurekendur nauðsyn  þess að fá nothæfan gjaldmiðil og stöðugt efnhagsumhverfi í formi lágra vaxta, afnámi verðtyggingar og sífelldra sveiflna í gengi.
26.okt. 2017 - 16:11 Björgvin G. Sigurðsson

Lækkum fjöllin til að dalirnir blómstri

Félagslegt réttlæti hefur verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmálamanna og stjórnmálaheimspekinga allt frá því að stórvirki gríska heimspekingsins Platóns, Ríkið, leit dagsins ljós á tímum forn Grikkjanna. Þá markaði bók bandaríska stjórnspekingsins Johns Rawls, Kenning um réttlæti, ný þáttaskil í stjórnmálaumræðum síðari tíma um réttlæti á meðal þjóða og milli þeirra þegar hún kom út í byrjun áttunda áratugarins. Kjarninn í kenningu Rawls er sá að hverskonar ójöfnuður sé einungis réttlætanlegur verði hann til þess að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Þetta er róttæk sáttmálakenning um að ríkisvaldinu skuli beitt til þess að bæta kjör og aðstæður þeirra sem minna mega sín og draga þannig sem mest má vera úr ójöfnuði. Á þessum forsendum sé réttlætanlegt að færa fjármuni frá þeim efnameiri til hinna efnaminni í nafni réttlætisins.
01.okt. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Uppnám og óvissa korteri fyrir kosningar

Upplausnarástand íslenskra stjórnmála áratuginn eftir hrun nær nýjum hæðum í aðdraganda skyndikosninganna í lok október. Nýtt framboð fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins setur hægri vænginn í uppnám og er líklegt til að hafa veruleg áhrif á úrslit kosninga. Takist Sigmundi Davíð og félögum að fá öflugt fólk til liðs við sig getur flokkur hans orðið skæður keppinautur bæði Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins, auk þess að sundra framsóknarmönnum kljúfa flokkinn í tvennt.
17.sep. 2017 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Mannúð í stað miskunnarleysis

Miskunnarlaus afstaða stjórnvalda í málefnum hælisleitenda hefur gengið fram af mörgum. Steininn tók úr þegar flóttastúlkunum Mary frá Niegeríu og Haniye, sem er af afgönskum ættum, var vísað frá landi í skjóli Dyflinar reglugerðarinnar, sem heimilar slíka brottvísun en fjarri því að skyldi stjórnvöld til þess. Það er ísköld pólitísk ákvörðun að vísa stúlkunum úr landi, út í óvissuna.
05.sep. 2017 - 15:14 Björgvin G. Sigurðsson

Átakavetur í aðsigi

Átök og óvissa einkenna stjórnmálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nýir flokkar reyna fyrir sér og stilla strengina til framtíðar og þeir gömlu freista þess að finna traust land undir fótum sér.
08.júl. 2017 - 17:00 Björgvin G. Sigurðsson

Paradís skotið á frest

Við andlát og útför Helmuts Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, rifjaðist rækilega upp sú stórkostlega hugsjón sem býr að baki stofnunar Evrópusambandsins. Það þurfti pólitíska risa, frá hægri og vinstri, á borið við kanslarann og Francois Mitterrand, fyrrum forseta Sósíalistaflokksins í Frakklandi, til að hrinda henni að fullu í framkvæmd.
27.jún. 2017 - 09:38 Björgvin G. Sigurðsson

Í kröppum krónudansi

Mikil og hröð styrking krónunnar hefur grafið undan útflutningsgreinum okkar og skyndilega eru blikur á lofti í ferðaþjónustunni. Gengisbreytingarnar koma harkalega niður á greininni sem á sama tíma hefur verið í fordæmislausum uppbyggingarfasa, til að mæta auknum gestakomum til landsins.
26.maí 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Hin nýja miðja

Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar.
11.maí 2017 - 18:00 Björgvin G. Sigurðsson

Skaðlegar skattahækkanir

Áform ríkisstjórnarflokkanna um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna koma illa við greinina, sem á sama tíma glímir við gengisstig krónunnar sem brennir upp ábatann af þessum stærsta atvinnuvegi landsins. Gangi skattahækkanir Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eftir er ört vaxandi grein í viðkvæmri stöðu greitt þungt högg.
10.maí 2017 - 08:47 Björgvin G. Sigurðsson

Við erum öll ein fjölskylda

Hryllingurinn og angistin sem milljónir barna í Sýrlandi og Jemen búa við dag hvern í stigmagnandi stríðsátökunum er fjarri okkur hér í friðsæld og velmegun Vesturlandanna. Hagsæld og friður byrgja sýn á mannlegan harmleikinn, nema þegar honum bregður fyrir í fréttamiðlunum.
28.apr. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Lýðræðið og listamenn skrumsins

Í ólgu alþjóðastjórnmálanna í kjölfar fjármálahamfaranna fyrir áratug eru víða blikur á lofti um framtíð og þróun lýðræðisins. Sjálfum grundvelli vestrænna samfélaga. Heimspekin hefur það hlutverk að hugsa gagnrýnið um kjarna hvers máls og greina innstu rök tilverunnar. Sjá í henni merkingu, tilgang og hvað felist á bak við leiktjöld samtímans. Stjórnspekin er þannig einkar mikilvægt tæki til þess að rannsaka hver þróun samfélagsins er hverju sinni.
03.mar. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Glæpur og refsing í Guðmundar- og Geirfinnsmálum

Guðmundar- og Geirfinnsmál eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri sögu og hefur harmleikurinn vakið athygli langt úr fyrir landhelgi Íslands. Hysterían sem greip um sig náði langt inní fjölmiðla og stjórnmál landsins á áttunda áratugnum og er sérstakur kapítuli í hörmungarsögunni allri. Eftir því sem lengra líður frá dómunum blasir við hvílíkur skelfingarferill átti sér stað, allt frá handtökum sakborninga þar til dómur gekk í Hæstarétti árið 1980.

18.feb. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu

Framrás popúlískra rasistaflokka í kjölfar kreppu og vantrausts á hefðbundnum stjórnmálum hófsemi, mannúðar og lýðræðis er sláandi. Flestir hefðu talið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum að maður með málflutning og framgöngu Donalds Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna eða að meirihluti kjósenda í Bretlandi kysi með úrgöngu úr ESB, eftir lengsta samfellda skeið hagsældar og friðar í álfunni.
05.feb. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ferðaþjónustan tekur flugið

Fjölgun ferðafólks til landsins hefur haft ómæld áhrif á þjóðlífið. Fyrir það fyrsta dró ferðaþjónustan vagninn úr stöðnun og kreppu eftirhrunsáranna, og skóp hagvöxt og gjaldeyri sem dreifir sér um samfélagið allt. Uppbyggingin á sér stað víða um land og skapar mörgum mikil tækifæri við atvinnusköpun af ýmsu tagi. Hvort heldur er í gistingu, veitingasölu eða afþreyingu af ýmsu tagi.
22.jan. 2017 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Bjartar vonir og brostin fyrirheit

Engin leið er að segja til um það nú hvernig nýrri ríkisstjórn farnist landstjórnin, þó nauman hafi hún meirihlutann. Gangi efnahagsmálin vel og ekki gefi alvarlega á bátinn með verðbólguskoti og gengisfalli þá hefur nýja hægri stjórnin allar forsendur til þess að sitja út kjörtímabilið, nema óvænt átök rísi í millum flokkanna, út af til dæmis landbúnaðar- eða Evrópumálum. Ekkert bendir hinsvegar til þess að svo verði.
22.des. 2016 - 18:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ógnaröldin í Aleppó

Ógnaröldin í Aleppó varpar djúpum skugga á helgihaldið í allsnægtum Vesturlanda sem nú búa við lengsta friðarskeið og mestu hagsæld í sögunni. Ólýsanlegur hryllingurinn er óraunverulegur okkur sem lifum forréttindi friðar og nútíma velferðarsamfélags.

16.des. 2016 - 13:11 Björgvin G. Sigurðsson

Kárason fer á kostum

Einar Kárason er einn af risum íslenskra bókmennta og margir sem bíða nýrra bóka frá kappanum með eftirvæntingu. Rithöfundarferill Einars er fádæma farsæll og líkast til hefur engin íslensk skáldsaga náð öðrum eins vinsældum og Þar sem djöflaeyjan rís/Gulleyjan/Fyrirheitna landið. Trílógía Eyjabókanna sem kom út 1983-1989. Kostulegar sögur sem lifa t.d. með okkur í formi söngleikja og sígildrar bíómyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar.

10.des. 2016 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ár trúðsins

Uppgangur nýfasista og þjóðernissinnaðra popúlista hefur verið ævintýralegur árin eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna, þó Ísland sé blessunarlega eitt fárra landa að mestu ósnortið af þeirri andstyggilegu pólitík. Stærsta breytingin á landslagi stjórnmálanna hér heima er sú að enn á ný eru sósíaldemókratar skiptir í marga flokka og hreyfingar, og eru fyrir vikið sundraðir og áhrifalitlir.

11.nóv. 2016 - 13:02 Björgvin G. Sigurðsson

List hins mögulega

Sjaldan hafa eftirmál kosninga til Alþingis á Íslandi skilað jafn mikilli óvissu um næstu ríkisstjórn. Í öllum þingkosningum síðustu 20 ára hefur það ýmist legið fyrir hvert yrði líklegasta módelið eða það fljótlega tekið á sig mynd.
22.okt. 2016 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Clinton og leiðin í Hvíta húsið

Leið Hillary Rodham Clinton að kosningunum um næsta forseta Bandaríkjanna er stórbrotin og litrík. Allt frá fyrstu árum hennar og Bills í Little Rock í Arkansas til þess að hún er fáeina metra frá því að verða fyrsta konan í Hvíta húsinu og annar Demókratinn í röð hefur Hillary vakið verðskuldaða athygli og lengi verið orðuð við embættið.

06.okt. 2016 - 07:30 Björgvin G. Sigurðsson

Flokkar í flóknum málum

Staða stjórnmálaflokkanna er flókin í aðdraganda kosninga til Alþingis  í lok október. Helst er að Vinstri grænir sigli lygnan sjó, enda verið ágæt samstaða um menn og málefni í flokknum eftir hatrömm átök og klofning á síðasta kjörtímabili. Nýju framboðin eru mörg og hart er keppt um athygli kjósenda og málefnalega sérstöðu.


Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin Guðni er ritstjóri Suðra, landshlutablaðs Vefpressunnar.

Björgvin sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2013 og var viðskiptaráðherra á árunum 2007 til 2009.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar