28. apr. 2011 - 14:00Björgvin G. Sigurðsson

Innan úr aðildarferlinu – staða byggðanna

Í gær var haldinn í Reykjavík fundur í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins. Þetta er annar fundur nefndarinnar sem var stofnað til í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að sambandinu. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fylgjast með umsóknarferlinu og veita því þinglegt aðhald og mögulega að taka afstöðu til einstakra þátta sem hæst bera í ferlinu.

Nú er rýnivinnunni vegna aðildarviðræðnanna að ljúka. Þá styttist í að eiginlegar aðildarviðræður hefjist. Reiknað er með að svo geti orðið í júní á þessu ári.

Ísland hefur það forskot á aðrar umsóknarþjóðir að vera EES ríki sem hefur á 17 árum sem aðili að innri markaði Evrópu innleitt stóran hluta af regluverki sambandsins. Reyndar án þess að hafa nokkur áhrif á löggjöfina. Sá lýðræðishalli myndi hinsvegar leiðréttast við aðild að ESB og fullveldið fengist til baka sem afsalað var við samþykkt EES samningsins.

Greitt mun líklega ganga með samninga um það sem út af stendur þar til kemur að sjávarútvegi og landbúnaði. Þeir málaflokkar auk peningamálastefnunnar eru stóru málin sem ráða úrslitum um hvort góður samningur náist sem þjóðin fellir sig við og samþykkir í atkvæðagreiðslu.

Það kom í minn hlut á fundinum að fjalla um stöðu landbúnaðarins og um muninn á stuðningskerfi okkar og Evrópsambandins. Sá munur er nokkuð mikill og mun aðild að ESB hafa umtalsverðar breytingar í för með sér á umgjörð og fyrirkomulagi stuðningsins. Hlutverk samninga- og þingmannanefndanna er að tryggja að greinin verði fyrir sem minnstu raski við aðild. Til þess eru ýmis tækifæri og að mörgu að hyggja í því efni.
Mikilvægi landbúnaðarins þegar kemur að samþykki samnings um aðild Íslands að Evrópusambandinu er langt umfram efnhagslegt vægi hans sem atvinnugreinar í landinu að mínu mati. Landbúnaðurinn og sá stuðningur sem er veittur til hans nú í formi beingreiðslna og tollverndar upp á annað tug milljarða á ári nýtur almenns stuðning og um hann er lítið sem ekkert deild í samfélaginu.

Stuðningurinn við landbúnaðinn er sem betur fer þvert á flokka. Á þeim tólf árum sem eru liðin frá því að ég tók fyrst sæti á Alþingi man ég ekki eftir verulegum átökum eða deilum um fyrirkomulagið. Sá almenni stuðningur á sér margvíslegar skýringar.

Þótt að þjóðin búi að stærstum hluta í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og byggðunum í 50 kílómetra radíusar út frá höfuðborgarsvæðinu á stærstur hluti hennar rætur sínar að rekja til sveitanna og dreifbýlis landsins í eina eða tvær kynslóðir. Forsendur þess að við viljum viðhalda öflugri Íslandsbyggð hringinn í kringum landið byggist að hluta á þeirri skynsemi að vilja tryggja fæðuöryggi og sjálfbærni landsins við öflun matar ofan i þjóðina. Auk hefðbundinna byggðasjónarmiða, en ekki bara. Hinn hlutinn skiptir ekki minna máli en það er menningin og sagan.

Sagan sem ber með sér djúpar rætur og sterka tengingu flestra okkar við sveitirnar og landið sem slíkt. Samstaðan með sveitunum og lífinu á landsbyggðinni er tilfinningaleg og menningarleg að stórum hluta og það er eðlilegt þegar litið er til Íslandssögunnar.

Sjálfur tel ég að samningur um aðild að ESB sem almennt væri talinn ógna stöðu landbúnaðarins verði aldrei samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í reynd má leiða rök að því að afstaða fólks til þessa þáttar aðildar geti ráðið úrslitum um lyktir þess. Að því gefnu að góður samningur náist um sjávarútvegsmálin enda tekur því ekki að kjósa um samning sem nær þvi markmiði ekki.

Því er vægi landbúnaðarins langt umfram efnhagslega stærð hans í bókhaldi ríkisins og mun miklu skipta þegar upp er staðið hver afdrif hans verða. Verkefnið er að semja um að staða hans sem atvinnugreinar verði trygg og góð komi til aðildar. Líkt og mælt er fyrir um í þingsályktuninni með aðildarumsókninni frá 2009.

Bændum á Íslandi hefur fækkað um 25% á áratug. Búum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Þessi þróun hefur gengið hraðar fram hér en á hinum Norðurlöndunum en staðan er um margt þokkaleg þó hún sé æði misjöfn á milli greina. Sérstaklega er afkoman ágæt í mjólkuriðnaði sem er án efa sterkasta greinin innan landbúnaðarins.

Andstaða meðal bænda við aðild að ESB er mikil og hefur ef eitthvað er aukist. Því þurfum við sem styðjum umsókn um aðild að standa ríkan vörð um hagsmuni bænda og ná þeim með í leiðangurinn sem snýst ekki um neitt annað að lokum en að styrkja stöðu lands og þjóðar á öllum sviðum í leit okkar ða nýjum stöðugleika til framtíðar.

Skýringuna á andstöðu bænda og búaliðs við aðild að Evrópusambandinu má að hluta finna í sterkum áróðri forystu Bændasamtakanna gegn henni, en ekki síður í óttanum við breytingar. Fólk veit hvað það hefur og vill forðast breytingar. Það er skiljanlegt og út frá því á að vinna; að lágmarka áhrifin og tryggja stöðu greinarinnar komi til aðildar.

En hver er þá munurinn á fyrirkomulagi stuðnings Íslendinga og Evrópusambandins? Í meginatriðum þessi:

Stuðningskerfi Íslands við landbúnaðinn byggist annarsvegar á framleiðslutengdum beingreiðslum til mjólkur- og dilkakjötsframleiðslu auk gripagreiðslna út á nautakjötsframleiðslu. Hinsvegar á tollvernd sem takmarkar verulega möguleikana á innflutningi sem aftur má segja að sé einnig sjálkrafa haldið frá vegna fjarlægðar okkar frá erlendum mörkuðum.

Það sem margir bændur óttast við aðild að ESB er niðurfelling tollverndarinnar frekar en breytingar á framleiðslutengdum beingreiðslum. Sumum greinum landbúnaðar myndi breytt fyrirkomulag stuðnings örugglega gagnast vel. Greina á borð við ferðaþjónustu, hrossarækt og skógrækt. Breytingarnar standa mest upp á kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu vegna niðurfellingar tolla en þó er ekki allt sem sýnist þar.

Einn gamalreyndur svínabóndi hefur bent á að allt eins gæti aðild að ESB falið í sér mikil tækifæri fyrir hans grein þar sem ESB styrkir að mestu út á land og landnýtingu per hektara. Því myndu styrkir til kornræktar vegna fóðurframleiðlsu snarlækka verð á fóðri og  greinin því verða samkeppnishæf við evrópska svínaframleiðendur.

Grundvallarmunurinn á kerfi ESB og íslenska landbúnaðarkerfinu liggur í því að sambandið hefur að mestu aftengt stuðningsgreiðslur frá búvöruframleiðslu á meðan styrkirnir eru að mestu framleiðslutengdir hér. Verði að aðild þýðir hún nýtt starfsumhverfi fyrir landbúnaðinn. Því þarf að leyta sérstakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum og eru margir möguleikar til þess þegar tekið er litið er til ríkrar sértstöðu landsins.

Fyrir það fyrsta blasir við að Ísland verði skilgreint sem harðbýlt svæði. Skilgreining sem kennd er við 62. breiddargráðu og var tekið upp í samningum við Finna og Svía. Það heimilar þeim að styrkja landbúnaðinn beint úr eigin ríkissjóði burt séð frá reglum ESB að öðru leiti. Þannig má að mæta ágjöf vegna niðurfellingar tolla. Hér eru mjög takmarkaðir ræktunarmöguleikar vegna legu landsins. Sumarið er stutt og ræktunartíminn skammur borinn saman við flest önnur lönd Evrópu.

Þá er heimild í regluverki ESB að styðja sérstaklega við fjarlæg svæði langt utan markaða meginlandsins. Svæði á borð við Azor eyjar sem er um margt sambærilegt við Ísland. Ekki síst þar sem staðbundnir annmarkar á borð við legu lands og veðurfar hafa mikil áhrif hér og meiri en á nefndum eyjaklasa. Rökin fyrir þessum undanþágum og viðurkenningu á sérstöðu eru þau að viðhalda samkeppnishæfi landbúnaðarins við aðild og koma í veg fyrir að hún raski búsetu og búgreinum í landinu.

Við blasir að vel er unnt að ná góðum samningi fyrir íslenskan landbúnað þó að alltaf verði breytingar. Sérstaklega út af niðurfellingu tollverndar. Þeim breytingum má mæta með ýmsum hætti  og öðrum stuðningi sem tryggir að greinarnar fari ekki halloka en sjálfsagt þarf að berjst hart fyrir því í viðræðuferlinu.

Þvert á móti má leiða líkur að því að við aðild opnist fjöldi sóknarfæra fyrir landbúnaðinn þó gæta þurfi vel að stöðu einstakra greina við breytingarnar.

Að þessi markmið náist er ein helsta forsenda þess að þjóðin samþykki samning um aðild Íslands að ESB. Þó auðvitað standi upp á bændur eins og aðra atvinnurekendur nauðsyn  þess að fá nothæfan gjaldmiðil og stöðugt efnhagsumhverfi í formi lágra vaxta, afnámi verðtyggingar og sífelldra sveiflna í gengi.
(21-25) I am happy: Vinsælar vörur - maí
28.apr. 2016 - 19:41 Björgvin G. Sigurðsson

Málskotið markaði tímasmót

Fyrirkomulag forsetaembættisins í íslenskri stjórnskipan er næsta einstakt og á sér ekki beinan samjöfnuð. Finnar hafa sama háttinn á og kjósa þjóðhöfðingja í beinni kosningu sem fer með tiltekið framkvæmdavald, einkum á sviði utanríkismála. Aðrir forsetar, kosnir beinni kosningu, eru handhafar framkvæmdavaldsins og skipa sínar ríkisstjórnir sem starfa í þrígreindu ríkisvaldi með þingi og dómstólum.

15.mar. 2016 - 11:56 Björgvin G. Sigurðsson

Vítahringur vaxtaokursins

Kostnaðurinn við krónuhagkerfið er ánauð á íslenskri alþýðu. Vaxtaokrið er fylgifiskur örmyntarinnar, vegna kostnaðar þjóðfélagsins við að halda úti sjálfstæðri mynt. Þetta fyrirkomulag er þverbrestur í lífskjörum vinnandi fólks í landinu en peningaelítan og útgerðin gerir allt sitt upp í evrum og dollurum og lifir fyrir vikið í annarri vaxtaveröld en alþýðan.
11.feb. 2016 - 15:49 Björgvin G. Sigurðsson

Baráttan um nýtt Breiðholt

Fyrirheit um breytingar á húsnæðismarkaði virðast enn hyllingar einar. Síðustu kosningar til Alþingis snerust að stórum hluta um húsnæðismál: Endurgreiðslu verðbóta, bann verðtryggingar á fasteignalán og róttækar breytingar á fyrirkomulagi húsnæðismála. Breyttu kerfi þar sem nýr leigumarkaður liti dagsins ljós með sanngjörnu fyrirkomulagi kaupleigu og búseturéttar sem valkosti við séreignastefnuna.
26.okt. 2015 - 19:02 Björgvin G. Sigurðsson

Fíkniefni og frelsissvipting

Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Óhóflega er gengið í refsidómum þar sem oftar en ekki er um að ræða fárveika fíkla. Fíklar eru sjúklingar og þeim að hjálpa til heilsu en ekki dæma til refsinga.
20.okt. 2015 - 18:20 Björgvin G. Sigurðsson

Framtíðinni skotið á frest

Nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað er mikilvægt að halda því til haga að fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald umsóknar Íslands að Evrópusambandinu hafa ekki gengið eftir. Möguleg aðild Íslands að sambandinu og myntbandalaginu er án efa mesta stærsta og mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar um áratugaskeið, jafnvel frá lýðveldisstofnun. Með því að setja umsókna á ís frestast það m,a. um mörg ár að leiða til lykta valkosti landsins í gjaldmiðils- og peningamálum.
12.sep. 2015 - 12:10 Björgvin G. Sigurðsson

Kjör Corbyns og vinstri sveiflan í Verkamannaflokknum

Stórsigur Jeremy Corbyn í leiðtogakjöri breska Verkamannaflokksins markar margvísleg þáttaskil. Tímanna tákn í uppgjöri eftirhrunsára fjármálakreppunnar og þunganum í stigvaxandi kröfu almennings um aukinn jöfnuð og vernd gegn yfirgangi markaðsaflanna
08.júl. 2015 - 16:22 Björgvin G. Sigurðsson

Rósin og hnefinn - síðustu dagar Samfylkingarinnar?

Þegar ég var á sautjánda ári tók ég afgerandi afstöðu til stjórnmála sem hefur mótað allt mitt lífshlaup síðan. Hafði ekki fyrr en í aðdraganda kosninganna 1987 velt stjórnmálum verulega fyrir mér en fann um leið og áhuginn vaknaði að ég var eindreginn jafnaðarmaður. Vinstri sinnaður sósíaldemókrati.
21.feb. 2014 - 22:40 Björgvin G. Sigurðsson

Lengi skal flokkinn reyna

Látum vera „verðtryggingarbannið“ og „skuldaleiðréttinguna“ sem varð að litlu öðru en millifærslu á séreignasparnaði inn á húsnæðislán, en slit á viðræðum við ESB er hreint og klárt voðaverk. 
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum og kjósa um samning. Þá lofaði formaður Sjálfstæðisflokksins að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort viðræðum skyldi lokið eða þeim slitið. Þeim orðum gengur hann nú á bak.
09.ágú. 2013 - 18:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ofsi teboðsins og aðildarviðræðurnar

Framhald viðræðna  við Evrópusambandið um aðild er án nokkurs vafa mikilvægasta verkefni stjórnmálanna. Í því felst stærsta hagsmunamál almennings og fyrirtækja í landinu; framtíð án hafta, verðtryggingar og æðisgenginna sveiflna í verðmæti gjaldmiðilsins. Stöðugleiki í verðlagi og lágir viðvarandi vextir. 
09.júl. 2013 - 15:18 Björgvin G. Sigurðsson

Lukkuleg ákvörðun Letta og ógæfa Íslands

Þess í stað lesum við um heimóttarlega þvermóðskuna í ríkisstjórn hægri flokkanna, sérstaklega Framsóknarflokksins, um að þeirra mat sé, þvert á vilja um 80% þjóðarinnar sem vill kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna, að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan. Aukaaðildin í gegnum EES með öllum sínum stórbrotnu göllum og lýðræðishöllum sé málið áfram.
29.maí 2013 - 10:31 Björgvin G. Sigurðsson

Harðlína í málum hælisleitenda

 Ákvörðun Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytis um að senda Króatana úr landi er bæði grimmileg gagnvart því fólki og röng ákvörðun.
22.maí 2013 - 15:01 Björgvin G. Sigurðsson

Verðlaus gjaldmiðill og verðtrygging í nefnd

Fátt kemur á óvart við lestur sáttmála hægri flokkanna. Væntingar án fordæma í skuldaniðurfærslum verða að óljósri von langt inn í framtíðinni.
08.maí 2013 - 11:09 Björgvin G. Sigurðsson

Þá þekki ég Ögmund illa

Þetta er hið versta mál þar sem Martins bíður ekkert nema óvissa og líklega hörmuleg örlög, endi hann aftur í heimalandi sínu. Engin réttlæting er að mínu mati fyrri því að íslensk stjórnvöld skjóti sér á bak við Dyflinnarreglugerðina og senda manninn aftur til Ítalíu þar sem litlar líkur eru á að mál hans verði tekið fyrir á næstu árum og mun hann því lifa við áframhaldandi óvissu.
26.apr. 2013 - 14:00 Björgvin G. Sigurðsson

Skilvirk stefna í skólamálum

Aðgerðir gegn miklu brotthvarfi úr framhaldskólum landsins og efling verk og tæknináms er á meðal brýnustu verkefna okkar í skólamálum.
10.apr. 2013 - 13:30 Björgvin G. Sigurðsson

Sanngjörn skuldaskil og alvöru leigumarkaður

Sanngjörn skuldaskil gagnvart þeim sem eru með verðtryggð húsnæðislán er eitt stærsta úrlausnarefni næstu missera. Sparnaður landsmanna var varinn þegar mest gekk á og útilokað er að gera þetta átakatímabil upp með réttlátum hætti nema að mæta frekar vanda þeirra sem skuldsettu sig fyrir húsnæði árin fyrir  kreppu.
04.apr. 2013 - 10:04 Björgvin G. Sigurðsson

Helguvík og Bakki – jafnræðis verður gætt

Uppbygging á iðnaðarsvæðinu í Helguvík skiptir miklu máli til að skjóta nýjum og traustum stoðum undir atvinnulíf á Suðurnesjum til framtíðar.
01.apr. 2013 - 19:46 Björgvin G. Sigurðsson

Íslenski hesturinn í Evrópu

Ég ætla að taka ómakið af ráðherrunum. Enda mikilvægt að það rétta komi skýrt fram í þessu mikilvæga máli þar sem sérstaða og verndun íslenska hestastofnsins er flestum Íslendinugum mjög mikilvæg og kæmi aldrei til álita að fórna því.
26.mar. 2013 - 12:37 Björgvin G. Sigurðsson

Uppgjör Guðmundar- og Geirfinnsmála

Frá því að falskar játningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru þvingaðar fram með harðræði, pyntingum og kúgunum hefur dómsmorðið sem framið var á sakborningum í málinu hvílt þungt á okkur sem þjóð. Það voru mikil vonbrigði þegar endurupptökubeiðni Sævars var hafnað fyrir 16 árum. Krafan um réttlæti stand í bili og lítið þokaðist.
22.mar. 2013 - 12:00 Björgvin G. Sigurðsson

Leiðin að upptöku evru

Í aðdraganda kosninganna 2009 boðaði formaður Sjálfstæðisflokksins „trúverðuga leið að upptöku evru" með stuðningi AGS og ESB. Hjáleið að myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu sjálfu. Hugmyndin var ein margra óraunhæfra um þægilega skyndilausn á gjaldmiðilsmálum okkar, enda hefur ekkert heyrst af henni síðan.
17.mar. 2013 - 14:20 Björgvin G. Sigurðsson

Stjórnarskrárspuninn og Árni Páll

Nú er hart spunnið um ágreining innan Samfylkingarinnar um stjórnarskrármálið. Nýjum formanni er þar eignuð sú staða sem uppi er; að illa gangi að lenda málinu og tryggja þannig lúkningu heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar. Þessi spuni er bæður rangur og ósanngjarn.

Björgvin G. Sigurðsson
Þingmaður Samfylkingarinnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 19.5.2016
Að sýna sjálfum sér virðingu
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 14.5.2016
Aflandsreikningar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.5.2016
Afvegaleidd aflandsumræða
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.5.2016
Icesave - enn og aftur
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.5.2016
Íslenskt verkafólk yfirgefið
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.5.2016
Takið vel á móti Álfinum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2016
Nordau á Íslandi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.5.2016
Dósentsmálið 1937
Fleiri pressupennar