16. júl. 2011 - 10:00Björgvin G. Sigurðsson

Dómsmorð

Lífshlaup Sævars Ciesielski var harmrænt og dramatísk. Hamfarakennt æði rann á hluta stjórnvalda, fjölmiðla og þjóðarinnar árið 1976 þegar Guðmundar- og Geirfinnsmálin stóðu sem hæst. Í því skelfingarfári kom flest það versta saman í einu úr mörgum áttum sem leiddi til sektardómanna þungu fjórum árum síðar. Málin eru án efa sérstæðustu sakamál sem upp hafa komið hérlendis. Alltaf hefur skuggi þess að í þeim hafi dómsmorð verið framið að gengnum pyntingum og harðræði sem ekki voru dæmi um í íslensku réttarfari öldum saman.

Eftir umfangsmikla rannsókn á þessum tveimur aðskildu mannshvörfum var ekkert sem benti til þess að mönnunum hefði verið banað. En að lokinni afar umdeildri rannsókn voru sex ungmenni dæmd til þungra refsinga. Sævar í ævilangt fangelsi í héraði sem var mildað í 17 ára fangelsi í hæstarétti. Að lokum sat hann inni í níu ár.

Við fráfall Sævars rifjast þetta ömurlega og óuppgerða mál enn á ný upp. Aldrei báru stjórnvöld gæfu til að fyrirskipa endurupptöku málsins. Þrátt fyrir ítarlega beiðni um það unna af Ragnari Aðalsteinssyni og Sævari sjálfum fyrir fjórtán árum síðan.

Þá endurupptökubeiðni gaf Sævar út í ansi magnaðri bók sumarið 1997; Dómsmorð.

Af því tilefni og vegna mikils áhuga á málinu hafði ég samband við Sævar og tók í kjölfarið opnuviðtal við hann í Vikublaðið sem ég starfaði á sem blaðamaður þau misserin. Í aðdraganda þess tók lagðist ég nokkuð yfir málið. Sat yfir gömlum fréttum af því á Þjóðarbókhlöðunni og las Dómsmorð spjaldanna á milli.

Á þessum tíma gekk Sævari vel og hann átti góða tíma. Við kynntumst vel í kringum viðtalið og héldum nokkru sambandi allar götur síðan. Hann var hispurslaus og blátt áfram í öllum samskiptum og ótrúlegt hvað hann hafði unnið sig upp úr beiskju og niðurbroti liðinna ára. Sævar hringdi niður á þing síðari árin og lét sækja mig í símann ef eitthvað lá við eða hann þurfti að erindast eitthvað eða fara yfir málin. Hann var bráðskapur og skemmtilegur maður þó að auðvitað hafi sú hörmulega meðerð sem hann hlaut af samfélagsins hálfu lungann úr sinni ævi markað djúp spor, líkt og gefur að skilja.

Sumarið 1997 var Sævar bjartsýnn á að mál hans hlyti endurupptöku og hann um síðir uppreisn æru eftir mannorðs- og dómsmorð fyrri tíma. Greinargerð Ragnars er ítarleg og sannfærandi. Sama er að segja um sögu Sævars í bókinni af þessum hræðilega tíma þar sem hann sat mánuðum saman í einangrun og sætti að því er virtist ótrúlegustu aðferðum við að brjóta hann niður og svæla fram játningar og frásagnir sem áttu sér ekki nokkra stoð í veruleikanum.

Margir voru til að taka undir kröfu Sævars um endurupptöku málsins. Hæstiréttur og yfirvöld dómsmála sinntu því í engu og daufheyrðust við sjálfsagðri kröfunni. Áfram var  málið allt óuppgert og hvíldi sem mara á samfélaginu. Sú skammarlega staðreynd blasir við með harkalegum hætti nú þegar Sævar er allur.

Ekki mun Sævar lifa að sá réttarfarslegi harmleikur sem GG málin eru verði gerður upp með réttlátum hætti. En svo sannarlega er betra seint en aldrei.

Enn eru flestir á velli sem að málum komu á seinni helmingi áttunda áratugarins og ekki skortir gögnin sem styðja endurupptökuna. Þar vísa ég í Greinargerð Ragnars sem lögð var fram í hæstarétti í febrúar 1997: 

Harðræðið sem hin grunuðu voru beitt, skortur á sönnurnargögnum og allar hinar yfirþyrmandi staðreyndirnar um framgang málsins sem virðist hafa verið keyrt til enda á pyntingum og niðurbroti meintra geranda í málinu.


Áfram blasir sú staðreynd við að ekkert réttarríki getur sætt sig við að mál af þessu meiði liggi óuppgert öllum til smánar. Nú hafa hæstiréttur og innanríkisráðherra tækifæri til þess að gera rétt í því feni óréttlætis sem hvílir yfir rannsókn og réttarfari öllu er varðar Guðmundar- og Geirfinnsmálin.

Innanríkisráðherra hefur það á hendi sér að beita sér fyrir því að endurupptaka málanna fari fram. Sómi væri Sævari og öllum hinum um seint sýndur, svo ekki sé minnst á stjórnvöld ef og þegar slík ákvörðun verður tekin. Því það verður gert um síðir. Nú er lag er þessi mál koma enn upp að Sævari gengnum.

Aftan á bókinni Dómsmorð skrifar Sævar; 

Sá sem sakar mann um refsiverðan verknað, verður að geta lagt fram óyggjandi sönnun fyrir málatilbúnaði sínum. Rannsóknaraðilar sökuðu mig um alvarlega glæpi, að hafa orðið tveimur mönnum að bana án þess að hafa nokkuð til að styðjast við. Það var ekki einu sinni vitað hvort að þeir aðilar sem ég átti að hafa banað, hefðu verið drepnir. Hvorki blóð né spor, eða ástæða var til staðar, sem gaf það til kynna. Ég þekkti hvorki Geirfinn né Guðmund, og ekkert vitni gat borið um að ég hafi þekkt þá.


Kjarnyrtara verður það varla. Svona blasti málið við Sævar að afplánun lokinni. Ekkert réttlæti er til í málinu nema endurupptaka þess.

Ragnar segir í niðurstöðu greinargerðar sinnar; 

Lögð hafa verið fram ný gögn eins og lýst hefur verið í greinargerð þessari....Í framlögðum gögnum er að finna nýjar upplýsingar um málsatvik og hinsvegar um málsmeðferð...Með þessu er átt við að því meiri vafi sem leikur á því að sönnunargögn einsog játningar hafi verið rétt metin, því meira máli skiptir hversu vel og löglega var staðið að rannsókn málsins utan og innan réttar og meðferð á sökunautunum sjálfum t.d. varðandi öflun játninga. Því meiri upplýsingar um ranglæti við úrlausn máls og meðferð þess, ólöglegar aðferðir til að koma sökunautum til játningar og vanræksla á að gæta réttra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, því meiri kröfur verður að gera til þess að sönnunargögn verði ekki vefengd með skynsamlegum hætti, ekki síst játningar.


Þessi vel rökstudda krafa Ragnars hefur í engu misst gildi sitt á þeim árum sem liðin eru frá því að greinargerðin var lögð fram og bók Sævars kom út. Þessi mál munu aldrei hvíla í friði fyrr en endurupptaka þeirra fer fram og réttlætið nær fram að ganga.

Félaga Sævar kveð ég með hlýju og þakka honum lærdómsrík og eftirminnileg kynni frá sumrinu 1997 til þessa dags. Fólkinu hans votta ég samúð mína um leið og ég óska okkur öllum þess að dómsmorðið verði um síðir til baka tekið. Þó aldrei verði þær hörmungar sem sakborningarnir voru sendir í gegnum bættar með öðru en sanngjarnri rannsókn á málinu nú þegar 31 ár er liðið frá því að dómar gengu og fárið gekk yfir.
Left Right20.júl. 2011 - 16:00 Björgvin G. Sigurðsson

Rökin fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála

Umræðan sem blossaði upp um Guðmundar-og Geirfinnsmálin við fráfall Sævars Ciesielski verður vel mögulega til þess að þau verði tekin upp og rannsökuð að nýju. Seint vissulega og að Sævari látnum, en ástæðan til endurupptöku þeirra er engu minni nú en áður.
24.maí 2011 - 15:00 Björgvin G. Sigurðsson

Köstum krónuhlekkjunum

Ekki er ofsagt að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu sé mikilvægasta ákvörðun Alþingis í utanríkismálum um áratugaskeið. Aðildarumsóknin er einstakt tækifæri til að komast út úr því samfélagi hafta og sérhagsmuna sem hér hefur myndast. Ekki síður rækileg tiltekt eftir margra áratuga óstjórn og yfirgangs gagnvart almenningi. Út úr ástandi þar sem gjaldmiðillinn er notaður til að gengisfella lífskjör og ráðstöfunarfé fólksins í landinu til þess að hífa útflutningsatvinnuvegina og ríkissjóð upp úr feninu sem myndast hefur hverju sinni.
08.maí 2011 - 17:00 Björgvin G. Sigurðsson

Aðildarkosningar 2013

Í júlí verða tvö ár frá því að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn úr öllum flokkum nema einum greiddu atkvæði með umsókninni og hefðbundið ferli fór af stað.
04.maí 2011 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Allt undir á opnum fundum

Í dag hefst röð 10 opinna funda sem við stöndum fyrir þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Ég, Oddný og Róbert. Við byrjum á Hornafirði í kvöld kl. 20.00. Við verðum í Vík annað kvöld og síðan þræðum við okkur suður. Endum fundröðina í Reykjanesbæ laugardaginn 21. maí kl. 10.30.

30.apr. 2011 - 15:00 Björgvin G. Sigurðsson

Alþingi ákvarði um flutning Gæslunnar

Nú er hart tekist á um hvort flytja skuli Landhelgisgæsluna suður með sjó. Um margt blasa kostir flutningsins við enda aðstaða þar framúrskarandi fyrir framtíðarstarfsemi Gæslunnar. En það eru alltaf átök um slíkan flutning þó einungis sé um 50 km að ræða innan sama atvinnusvæðis. Rökin eru fyrst og fremst fagleg en um leið kemst aðstaða sem varð til við brotthvarf hersins í langþráð not með þeim kostum sem því fylgja fyrir samfélagið suður með sjó sem hefur verið plagað af atvinnuleysi frá því að herinn fór fyrir 5 árum.
28.apr. 2011 - 14:00 Björgvin G. Sigurðsson

Innan úr aðildarferlinu – staða byggðanna

Í gær var haldinn í Reykjavík fundur í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins. Þetta er annar fundur nefndarinnar sem var stofnað til í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að sambandinu. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að fylgjast með umsóknarferlinu og veita því þinglegt aðhald og mögulega að taka afstöðu til einstakra þátta sem hæst bera í ferlinu.
13.apr. 2011 - 10:00 Björgvin G. Sigurðsson

Opið færi í Helguvík

Frá því að ákvörðun um að reisa álver í Helguvík var tekin að verða þremur árum síðan hafa miklar væntingar og fjárfestingar farið í undirbúning verkefnisins. Stærð þess er enda af þeirri gráðu að þegar hún fer á fullt sópar hún svo gott sem í burtu samdrættinum í mannvirkjageiranum.
26.mar. 2011 - 20:00 Björgvin G. Sigurðsson

Höggvið á Helguvíkurhnútinn

Fyrir réttum tveimur árum samþykkti Alþingi fjárfestingarsamning við Norðurál út af byggingu álvers í Helguvík. Með honum var formlegum hindrunum fyrir byggingu álversins rutt úr vegi. Gengi saman á milli Norðuráls og orkufyrirtækjanna um orkusölusamninga var leiðin grein. Sérstaklega við HS-Orku sem samkvæmt áformunum myndi framleiða stóran hluta orkunnar.
08.mar. 2011 - 17:00 Björgvin G. Sigurðsson

Landbúnaður í sókn og vörn – ESB og áhrif aðildar

Aðild að ESB myndi líklega hafa mest áhrif á landbúnaðinn og því ekkert óeðlilegt við það að starfandi bændur óttist um hag greinar sinnar við aðild Íslands að bandalaginu. Nú stendur yfir árlegt Búnaðarþing og fór ég í morgun sem fulltrúi Samfylkingarinnar á fund nefndar þingsins um Evrópumál. Fundurinn var góður og gagnlegur, ekki síst fyrir mig að heyra sjónarmið þeirra, þar sem við skiptumst á skoðunum um áhrif aðildar á greinina.
20.des. 2010 - 19:30 Björgvin G. Sigurðsson

Greið leið fyrir gagnaver

Loksins eftir nokkura mánaða biðstöðu er leiðin greið fyrir uppbyggingu gagnvavera á Íslandi. Nokkur slík hafa verið í kortunum um skeið og eitt þeirra stendur háflbyggt á Vallarheiðinni. Þröskuldurinn var sá að skattareglur hérlendis voru ekki þær sömu og innan Evrópusambandins og þurfti að breyta ákvæðum um virðisaukaskatt í nokkrum atriðum.
18.des. 2010 - 07:00 Björgvin G. Sigurðsson

Umboðsmaður og úrræðin við skuldavanda

Eitt stærsta verkefni síðustu mánuða hefur verið að vinna að nothæfum og raunhæfum úrræðum fyrir þá sem ekki ráða við eða eiga í erfiðleikum með skuldastöðuna. Á það við bæði einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki. Sérstaklega þó þá sem keyptu húsnæði í fasteignabólunni miklu árin 2004-2007 þegar fasteignaverð allt að því tvöfaldaðist og mikil umframveðsetning eigna liggur eftir fall krónunnar og fasteignaverðs.
15.des. 2010 - 17:23 Björgvin G. Sigurðsson

Veggjaldaumræða á villigötum

Fyrirætlanir um fjármögnun stórra vegaframkvæmda með rafrænt innheimtum notendagjöldum hafa notið stuðnings þvert á flokkslínur.
25.nóv. 2010 - 12:00 Björgvin G. Sigurðsson

Íslenskur landbúnaður á betra skilið

Stærsta ákvörðun þjóðarinnar á næstu misserum er hvort Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu og taka upp evru í stað krónu og EES-samnings. Aðild og upptaka evru er greiðasta leiðin til endurreisnar landsins og stóri lærdómurinn af hruni efnahagskerfisins.
12.nóv. 2010 - 20:44 Björgvin G. Sigurðsson

Að gefnu tilefni

Í fréttum Ríkisútvarpsins í dag var sagt frá kafla í bók minni sem fjallar um hollenska fjármálaeftirlitið og Icesave-reikningana. Í fréttinni er ég borinn fyrir því að franska fjármálaeftirlitið hafi stöðvað stofnun Icesave-reikninga þar í landi.

25.mar. 2010 - 11:30 Björgvin G. Sigurðsson

Dýrir dráttarvextir

Í gær svaraði Gyfli Magnússon ráðherra efnhags- og viðskiptamála fyrirspurn minni um hvað 4% lækkun dráttarvaxta, sem ákveðin var með lögum frá Alþingi 18. desember 2008, hefði sparað skuldurum í kostnað. Svarið var sláandi hátt; 27 milljarða króna. Þar af eiga fyrirtækin 90% af þeim vanskilum en heimilin 10%. Því hefur þessi lækkun dráttarvaxtaálagsins um 4%, úr 11% í 7%, skilað skuldugustu heimilum landsins um 2,7 milljörðum króna í lægri kostnað. Einnig kom fram í svari Gylfa að vanskil í bankakerfinu námu í janúar 673 milljörðum króna, þar er hlutur fyrirtækja 90 prósent og heimila 10 prósent einsog áður sagði.
19.mar. 2010 - 17:19 Björgvin G. Sigurðsson

Framtíðarmódel félagshyggjuaflanna

Hveragerði. Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor taka nú á sig mynd um land allt. Fyrir áratug og rúmlega það runnu ölf vinstri og félaghyggjuaflanna mikið til saman í hin ýmsu framboð; Reykjavíkurlistinn, Fjarðalistinn, Árborgarlistinn og Húsavíkurlistinn eru fáein dæmi um það. Sú deigla markaði upprot vinstri miðjunnar úr A-flokkum, Kvennalista og Þjóðvaka yfir í Samfylkingu og Vinstri græn.
16.mar. 2010 - 14:00 Björgvin G. Sigurðsson

Ísland eitt kjördæmi

Í dag lögðum við 19 þingmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að Ísland allt verði gert að einu kjördæmi. Undirritaður er 1.flutningsmaður málsins sem unnið hefur verið að í nokkra mánuði. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt mál er flutt en það gerði fyrstu Héðinn Valdimarsson árið 1927.
03.mar. 2010 - 15:20 Björgvin G. Sigurðsson

400 milljarðar í nýfjárfestingar

Í dag gerði ég að umtalsefni undir liðnum störf þingsins þau fjölmörgu verkefni í orkunýtingu sem nú eru að nálgast framkvæmdastig. Gangi þau eftir hefur það veruleg áhrif á atvinnustigið sem hækkar hratt og örugglega og aukið innstreymi gjaldeyris í landið.
01.mar. 2010 - 11:10 Björgvin G. Sigurðsson

Landsvirkjun og umframorkan

Helguvík Nýfjárfestingar í orkuvinnslu skipta sköpum til þess að koma atvinnulífinu aftur af stað. Gangi áætlanir eftir um að framkvæmdir við álver í Helguvík og gagnaver á Vallarheiðinni verði komnar á fullt í vor hefur það mikil áhrif á atvinnustigið í mannvirkjagerðinni og langt út fyrir það.

Björgvin G. Sigurðsson
Þingmaður Samfylkingarinnar.
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 18.7.2011
Fordómar gegn konum
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 16.7.2011
Einelti í fjölmiðlum
Bubbi Morthens
Bubbi Morthens - 11.7.2011
Meðalfellsvatn, spíttbátar og kyrrðin
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.7.2011
Varðmenn réttlætisins
Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir - 11.7.2011
12 ástæður fyrir því...
Ólafur Arnarson
Ólafur Arnarson - 13.7.2011
Besta fiskisúpa í heimi
Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir - 18.7.2011
Svona slærðu í gegn…
Ólafur Arnarson
Ólafur Arnarson - 21.7.2011
Ekki nógu flott fyrir fjölmiðla?
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 10.7.2011
Hvað er íhugun og afhverju ættum við að íhuga
Daníel Geir Moritz
Daníel Geir Moritz - 13.7.2011
Kolaportið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 16.7.2011
Dómsmorð
Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg Björnsdóttir - 15.7.2011
Ég hata gæludýr Júlía
Fleiri pressupennar