29. sep. 2009 - 12:00Björg Magnúsdóttir

Flugvéluðu sig inn

Árið er 2009 og menn eru að flugvéla sig inn í stjórn SUS. Árið er 2009 og ég trúi ekki enn þessari sögu;

Það er 27. september 2009 og helst er það í fréttum að nýkjörinn formaður SUS flugvélaði sig inn í stjórnina nú rétt fyrir síðdegisfréttir. Hann tilkynnti um framboð sitt tveimur klukkutímum fyrir kjörfund, eða rétt um það leyti sem flugvélun hans átti sér stað er 60 ungmenni úr Garðabæ stigu útúr fyrirframleigðri flugvél Nílsen-gengisins í Ísafjarðarbæ.

Flugvélun af þessu tagi er ný af nálinni, þó alþekkt staðreynd sé að framboð hafi lengi pizz' og bjór-að sig til metorða í heimi stjórnmálanna.

Nílsen-gengið hafði farið með framboðið sem mannsmorð fram á síðustu mínútu, enda skipulagt að gera atlögu að mótframbjóðandanum. Ungmennunum flugvéluðu var skipað í röð til þess að skrá sig inn á þingið og framhjá röðinni fór meðlimur Háloftaspaðanna og rétti hverjum og einum brakandi fimmþúsundkall fyrir þinggjaldinu.

Þær upplýsingar fengust hjá einum mótsgesti úr Skagafirðinum að nýja stjórnin sé ekki enn fullmönnuð. Athygli vekur að viðskiptasiðfræðingur sem er jafnframt guðfræðingur situr í stjórninni; sá sami og sagði sig úr stjórn SUS fyrir tæpu ári þegar honum ofbauð framganga Sjálfstæðisflokksins í FL-styrkjamálinu.

Nýkjörinn formaður neitaði viðtali við fréttastofu rétt eftir kjör sitt. Siðfræðingurinn líka en gekk að sögn mótsgestsins úr Skagafirðinum, glaðbeittur um gólf, hæstánægður með hina nýju, flugvéluðu stjórn SUS.
02.sep. 2010 - 21:30 Björg Magnúsdóttir

DV, þú stöðvar mig ekki!

Svona leit www.dv.is út í dag. Ég sit sveitt á huga, líkama og sál við eitthvað borð. Er ég búin? Nei, alveg langt frá því. Enn eftir að snúa einum kafla við. Plús allt hitt.
14.júl. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Zætuzt á Facebook - nú kennt með öðru sniði á Íslandi

Ég er einlægur aðdáandi Facebook. Skoða myndir af fólki sem ég þekki ekki, stemninguna í teitum sem ég var ekki í, statusa fólksins sem ég elska og myndakomment fólksins sem mér er illa við.

24.jún. 2010 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Sitjandi Dressman-auglýsingin á RÚV

Annað nímenningamál í uppsiglingu? Það er eins og Jafnréttisstofa, með framkvæmdastýruna Kristínu Ástgeirsdóttur í broddi fylkingar, hafi helt bensíntunnu á bál með því að vekja máls á því að fáar konur væru í RÚV-settinu að spjalla um HM. RÚV-settinu sem hefur tímabundið breyst í sitjandi Dressman-auglýsingu.
09.jún. 2010 - 12:00 Björg Magnúsdóttir

Ekki frí-frí heldur fríííí

Ekkert alslæmur morgunverður. Ég er háð statusum, myndaalbúmum og skilaboðum á Facebook. Hegða mér eins og fíkill í brýnni þörf fyrir góða stöffið þegar ég hef ekki komist lengi í tölvupóstinn. Það líða ekki meira en 24 klukkustundir á milli áhorfa á myndbönd online, eins og það er kallað, af allt í senn köttum sem lenda í hinum ótrúlegustu hrakföllum, uppáhaldskeppendunum mínum í American Idol og Britain's got Talent.. og einhverju fræðilegu TED-efni í bland til þess að friða samviskuna.
29.apr. 2010 - 16:14 Björg Magnúsdóttir

Varstu ekki pottþétt að grínast?

Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Eftir slæma útreið Samfylkingarinnar í skoðanakönnun í kratavíginu, Hafnarfirði, fór sitjandi bæjarstjóri og Samfylkingarmaður, Lúðvík Geirsson, annað hvort með eldheitt og pólitískt grín eða lét út úr sér verulega umhugsunarverð ummæli. Þetta gerðist að sjálfsögðu allt hér á Pressunni fyrir framan augu þjóðarinnar.
08.apr. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Úff! Slúður og furðufréttir: Örnu Schram svarað

Pistil Örnu má lesa í Viðskiptablaðinu í dag. Arna Schram, blaðamaður, skrifaði ágætan pistil í Viðskiptablaðið í dag um „ekki fréttir“ sem oft má finna í slúðurdálkum og umfjöllun um fræga fólkið í íslenskum fjölmiðlum. Tekur hún m.a. dæmi um nýjan rass sem Gerard Butler hefur fundið sér til þess að pota í sem flokkast að hennar mati undir „ekki frétt“.
03.mar. 2010 - 09:23 Björg Magnúsdóttir

Klassa-fegurð og klámvædd-fegurð

Við höfum þegar tekið umræðuna um fegurðarsamkeppnir og anorexíu, fegurðarsamkeppnir og silikonbrjóst, fegurðarsamkeppnir og háa hæla við sundföt og fegurðarsamkeppnir og óviðeigendi framkomu gagnvart ungum stelpum, sjúklega útlitsdýrkun og almenna lágmenningu. Það var eiginlega bara tímaspursmál hvenær umræða um klámvæðingu fegurðarsamkeppna myndi blossa upp. Sem hún hefur og gert eftir að Ungfrú Reykjavík var krýnd síðastliðið föstudagskvöld. Því hljóta allir góðir menn og konur með áhuga á opinberri um- og rökræðu að fagna.
10.feb. 2010 - 11:00 Björg Magnúsdóttir

Um pæjur og fyrrum hnakka

Beyoncé, er eins og allir sjá, gríðarleg pæja á þessari mynd. Önnur frá hægri; Hátt tagl, í miðjunni og íklædd (íþrótta)toppi. Þegar ég var lítil var skilgreining mín á fyrirbærinu pæja eftirfarandi:

„Sú sem situr í miðjunni, tyggur tyggjó, er með hátt tagl og og sveiflar því.“ Það var nóg til þess að vera pæja í mínum huga. Þetta var í 6 ára bekk og ég og systur mínar tvær vorum sammála um þessa útlistun.
05.feb. 2010 - 21:30 Björg Magnúsdóttir

Skrökvandi, Rösk og Vakandi

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs og Háskólaráðs í HÍ eru ljós. Í Stúdentaráð fékk Vaka 44,62% (2.424 stk.) atkvæða, Röskva 41,66% (2.263 stk.) atkvæða og Skrökva 13,72% eða 745 atkvæði. Í Háskólaráð fékk Röskva 2.272 atkvæði og Vaka fjórum atkvæðum færri. Skrökva bauð ekki fram í Háskólaráð.
25.jan. 2010 - 20:00 Björg Magnúsdóttir

Þetta er almennileg hefnd

Skiltið góða hefur vakið athygli víða um heim. Ég verð að viðurkenna að YaVaughnie Wilkins hefur fangað athygli mína og aðdáun með því að hefna sín grimmilega á þeim sem sagði henni upp. Í tilfelli Wilkins var það einn af fjármálaráðgjöfum Barracks Obama, Charles E. Phillips, sem dömpaði henni, til þess að geta haldið áfram eðlilegu lífi með eiginkonu sinni. Wilkins var sem sagt hjákona í 8 ár, geymd á kantinum í tæplega 3.000 daga, þangað til henni var kastað frá manninum sem hún elskaði.
19.jan. 2010 - 12:00 Björg Magnúsdóttir

Guðlegir snillingar, eða?

Það verður ekki tekið af frambjóðendum að í aðdraganda kosninga hegða þeir sér eins og guðlegir snillingar. Þeir breyta sér í ofurmenni og reyna að líkjast Frelsaranum. Í samanburði við frambjóðendur lítur Meðal-Jóninn skyndilega út eins og ófélagslyndur letingi og verður aðeins dauf skuggamynd hinna útvöldu sem hafa yfirtekið umræðu í máli og myndum.
21.des. 2009 - 08:00 Björg Magnúsdóttir

Hann er sjúkur í okkur!

Það liggur fyrir að þjóðir heimsins hafa misjafnar skoðanir á Íslandi og Íslendingum. Tvær þjóðir leggja opinberlega fæð á okkur, Bretar og Hollendingar, meðan helsti sölupunktur Grikkja er sá að þeir séu ekki Íslendingar. Fiji-eyjar, eða sá eyjaskeggi þaðan sem er mesti Íslandsvinurinn, dýrkar okkur. Já, Fiji-búinn sem ég er að vísa í elskar okkur! Hann er sjúkur í Íslendinga!
07.des. 2009 - 19:34 Björg Magnúsdóttir

Okkar Elin Nordegren?

Það liggur fyrir að Svíar eru óðir út í Tiger Woods. Sænskur golfari sagðist dauðsjá eftir því að hafa kynnt þessa mannleysu fyrir sænsku blómarósinni Elin Nordegren. Sá sami bætti því við að Nordegren hefði betur notað á hann öflugara vopn en hún gerði þegar upp komst um undirferli hans og nöðruhátt. Þetta sagði samlandi Nordegren þegar upp hafði komist um þrjár hjákonur Woods. Nú eru þær opinberuðu orðnar 8 og samkvæmt mér fróðari mönnum úr golfbransanum eiga ennþá 10 eftir að koma í ljós til þess að fullkomna hinn 18 holu hring.
13.nóv. 2009 - 09:52 Björg Magnúsdóttir

Stripp Ess Í

Nýjar upplýsingar komu fram um strippferð fjármálastjóra KSÍ í gærmorgun sem auka enn á ömurleika málsins; að kort KSÍ hafi verið straujað vel áður en komið var inn á Rauðu Mylluna sem og að þrjár rússneskar konur hafi borið vitni um að Pálmi Jónsson hafi hent í þær hverri kampavínsflöskunni á fætur annarri.
06.nóv. 2009 - 20:07 Björg Magnúsdóttir

Bráðvantar einhvern flíspeysu?

Ég veit ekki hvaðan ég fékk viljann en einhverra hluta vegna stóð ég á miðju gólfi í verslun 66° Norður í Faxafeninu og horfði á sjálfa mig í nýbónuðu gólfinu - sem leit út eins og upppússaður hokkíleikvangur alveg tilbúinn fyrir úrslitaleik. Eini starfsmaður verslunarinnar, drengur á besta aldri, leit út fyrir að vera að spila skák við sjálfan sig í huganum. Það var ekki sérstaklega erilsamt á þessu augnabliki.
25.okt. 2009 - 16:20 Björg Magnúsdóttir

Sigurjón digri

Sigurjón digri er ein af hetjum æsku minnar. Ruddalegur húsvörður í krummaskuði úti á landi sem skipar hljómsveitarmeðlimum að drulla sér úr skónum. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira, það sér hver manneskja. Íklæddur ermalausum hvítum, nokkuð skítugum hlírabol og axlaböndum - skúrandi af áfergju og alefli þegar bandið kemur inn.
08.okt. 2009 - 21:43 Björg Magnúsdóttir

Löðrandi í leðri, Löðrandi Lohan - MYNDIR

Það er einhver hiti í fólki. Það þarf svolítið að peppa sig upp. Það er verið að nota kryddstaukinn meira en hæfilegt þykir. Það er allt á útsölu; fólk er fullnægt, haugadrukkið, skuldugt, rifið, tætt og auðvitað ógirt eins og venjulega. Og ef þú veist það ekki núna þá er ég að vísa í vinsælustu fréttirnar af Hollywoodinu á Vísi.is.
10.sep. 2009 - 08:51 Björg Magnúsdóttir

Essassú?

Þessi frasi eða öllu heldur slagorð ruddist inn í líf mitt í orðsins fyllstu merkingu. Það smaug inn í eyru mín úr nánasta umhverfi án þess að gera boð á undan sér. Hvaða ógeðslega mikla krútt var að spyrja mig spurningar? Og hvernig átti ég að svara þessu?
29.ágú. 2009 - 17:42 Björg Magnúsdóttir

Að vera nett

Það eru tvær leiðir að öllum áfangastöðum. Líkt og það eru tvær hliðar á öllu því sem Guð hefur skapað – oft fleiri. Þess vegna er endalaust hægt að halda áfram með samræður og rökræður. Hegðun fólks er ekki undanskilin, hægt er að hegða sér bæði vel og illa. Það er líka hægt að bera sig eftir því að vera nett/ur og hitt, að vera ónett/ur.

Björg Magnúsdóttir
Meistaranemi og stjórnmálafræðingur. Fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. bjorgmagnus@gmail.com
Þórarinn Jón Magnússon
Þórarinn Jón Magnússon - 23.9.2010
Harpa flott á forsíðu Samúels
Þórarinn Jón Magnússon
Þórarinn Jón Magnússon - 06.10.2010
Kristín rauðglóandi í Samkeppni Samúels
Þórarinn Jón Magnússon
Þórarinn Jón Magnússon - 04.10.2010
Sex sjóðheitar úr safni Samúels
Þórarinn Jón Magnússon
Þórarinn Jón Magnússon - 29.9.2010
Stærsta gítarsafn í einkaeigu á Íslandi
Katrín Brynja Hermannsdóttir
Katrín Brynja Hermannsdóttir - 01.10.2010
Næringarrík jólakort
Arnold Björnsson
Arnold Björnsson - 03.10.2010
Fjögurra barna móðir í make-over: MYNDIR
Arnold Björnsson
Arnold Björnsson - 22.9.2010
Ingibjörg Egils – Í heimsklassa
Olga Björt Þórðardóttir
Olga Björt Þórðardóttir - 30.9.2010
Af hverju hann?
Bryndís Gyða Grímsdóttir
Bryndís Gyða Grímsdóttir - 30.9.2010
Hvað vilja menn og hvað vilja þeir ekki?
Bryndís Gyða Grímsdóttir
Bryndís Gyða Grímsdóttir - 27.9.2010
How to become a sex god
Arnold Björnsson
Arnold Björnsson - 24.9.2010
Vilt þú koma í Make-over myndatöku?
Fleiri pressupennar