Samúel
04. okt. 2010 - 11:00Þórarinn Jón Magnússon

Sex sjóðheitar úr safni Samúels

Öðru sinni dregur Samúel fram myndir af flottustu aldamótaskvísunum ... og hann er ekki hættur.

Öðru sinni dregur Samúel fram myndir af flottustu aldamótaskvísunum ... og hann er ekki hættur. Ljósm.: Gústi/ÞJM

Samúel heldur hér áfram að draga fram myndir úr safni sínu af flottustu konum landsins í kringum aldamótin. Og enn er nokkuð eftir af því safni. Ótrúlegt hvað mikið er til að fallegum konum á þessu landi.

Sú sem fyrst er nefnd til sögunnar heitir Snjólaug og vakti fyrst athygli er hún stakk sér í Djúpu laugina á Skjá einum. Sú næsta er kölluð Habba og kom fyrst fram í sviðsljósin í fegurðarsamkeppni Vesturlands. Þriðja stúlkan, Heiða Björg, bar sigur úr bítum í keppni sem Sam efndi til í byrjun aldarinnar. Sú fjórða, Brynja Vífils, eignaðist marga aðdáendur á þeim árum sem hún var sjónvarpsþula. Svo er það hún Unnur Steins, sem ásamt Hófi og Lindu, er eins konar tákn fyrir íslenska fegurð. Og loks er það Chloé, ein af vinsælustu fyrirsætum landsins í kringum aldamótin. Hún og kærastinn hennar voru hársbreidd frá því að komast í keppni sem Renault bílaframleiðandinn efndi til meðal para frá Evrópulöndum. Þátturinn er í anda Amazing race og  verður hann sýndur  á netinu.

Til að sjá fyrsta hlutann af myndbirtingum Samúels af fegurstu konum aldamótanna SMELLIR ÞÚ HÉR

Svo eru alltaf fallegar íslenskar stúlkur sem gleðja augað á Samúel.is

Left Right09.maí 2011 - 22:00 Þórarinn Jón Magnússon

Hún er flott hún Emma Lovísa

Samúel hafa borist fyrirspurnir um Emmu Lovísu frá erlendum ljósmyndurum eftir að myndir af henni tóku að birtast á netinu í tengslum við Samkeppni Samúels. Pressan birtir hér nokkrar vel valdar myndir sem fimm ljósmyndarar tóku af Emmu Lovísu Fjelsted meðan á Samkeppni Samúels stóð síðastliðinn vetur og að keppni lokinni. En það eru ekki bara íslenskir ljósmyndarar sem hafa sýnt Emmu áhuga,  Samúel hafa borist fyrirspurnir um hana frá erlendum atvinnuljósmyndurum, sem hafa áhuga á að mynda hana.
19.apr. 2011 - 20:00 Þórarinn Jón Magnússon

Guðrún Alda kann vel við sig í ljósmyndastúdíóinu

Meðfylgjandi myndir af Öldu Guðrúnu voru teknar af fimm ljósmyndurum, en síðan Alda tók þátt í Samkeppni Samúels hefur hún verið tíður gestum í ljósmyndastúdíóum. Eins og aðrir þátttakendur Samkeppni Samúels 2010 hefur Alda Guðrún Jónasdóttir verið önnum kafin við fyrirsætustörf síðan keppninni lauk. Pressan hefur safnað saman í syrpu myndum af Öldu sem teknar voru af fimm ljósmyndurum. Alda lætur sér fyrirsætustörfn vel líka, enda segir hún að sér líði afskaplega vel í stúdíóinu og gæti vel hugsað sér að starfa alfarið sem fyrirsæta.
15.apr. 2011 - 18:00 Þórarinn Jón Magnússon

Hulda heit á nýjum myndum

Hulda Lind Kristinsdóttir hlaut annað sæti í Samkeppni Samúels á síðasta ári. Hér birtast myndir fjögurra ljósmyndara af henni. Þessa mynd tók Stefán Már Haraldsson. Hulda Lind Kristinsdóttir hefur notið mikilla vinsælda sem ljósmyndafyrirsæta og sýningarstúlka síðan hún tók þátt í Samkeppni Samúels á síðasta ári, en þar hlaut hún annað sæti. Sjáðu nýjar ljósmyndir af henni sem teknar voru af fjórum ljósmyndurum.
10.apr. 2011 - 10:00 Þórarinn Jón Magnússon

Stúdíómyndir af stelpunni á stöðinni

Kristín Erla Tryggvadóttir er að læra bifvélavirkjun. Með náminu starfar hún sem bensínafgreiðslurmaður á N1. Hún var á meðal þátttakenda í Samkeppni Samúels í fyrra. Sjáðu áður óbirtar myndir af Kristínu Erlu hér á Pressunni teknar af sex ljósmyndurum.
17.mar. 2011 - 18:00 Þórarinn Jón Magnússon

Foringi Ku Klux Klan varaði Íslendinga við

David Duke í útsendingarstúdíóinu þegar Samúel mætti á hans fund síðla vetrar 1994. Duke var þá fyrir löngu orðinn þekktasti rasisti heims. David Duke, fyrrum  leiðtogi Ku Klux Klan, er ákafur aðdáandi íslensku þjóðarinnar eins og Samúel komst að raun um þegar hann átti við hann viðtal fyrir 17 árum. Hann reyndist vel að sér um land og þjóð og hafði ákveðnar skoðanir á menningu þjóðarinnar og framtíð. Fáeinum vikum áður en viðtalið fór fram gekk í gildi fríverslunarsamnningur milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, en sá samningur var Duke mikill þyrnir í augum og varaði hann Íslendinga ákaft við því að vera of ginkeypta fyrir nánu Evrópusamstarfi.
15.mar. 2011 - 17:00 Þórarinn Jón Magnússon

Símanúmerasjálfveljari algjört tækniundir

Samúel átti vart orð til að lýsa aðdáun sinni á fyrsta vasasímanúmerasjálfveljaranum árið 1985. Samúel fór mörgum fögrum orðum um tækniundur sem honum var kynnt haustið 1985. Fullu nafni hét það Vasasímanúmerasjálfveljari. Síðan er liðinn rúmur aldarfjórðungur og Samúel löngu hættur að nota græjuna, sem hafði vissulega auðveldað honum lífið - um stund.
12.mar. 2011 - 14:00 Þórarinn Jón Magnússon

Sá besti, sá versti og sá hættulegasti

Geir Hallgrímsson: Versti viðmælandi fréttamanna. Svavar Gestsson: Þótti lang bestur allra viðmælenda. Lúðvík Jósepsson: Frægur fyrir fals og því varasamur. Gunnar Thoroddsen: Drembinn, varkár og slægur. Pressan birtir annan hluta samantektar Samúels á ummælum fréttamanna árið 1979 um helstu viðmælendur þeirra á Alþingi. Hér kemur fram hvers vegna fréttamönnunum fannst Geir Hallgrímsson verstur viðmælenda og Svavar Gestsson bestur. Auk þess eru birt nokkur ummæli um Gunnar Thoroddsen og Lúðvík Jósepsson, en sá síðarnefndi þótti sérlega varasamur sökum þess hve lyginn hann var.
10.mar. 2011 - 09:00 Þórarinn Jón Magnússon

Föðurlegur lítilsvirðingartónn

Steingrímur Hermannsson: - Hress og talar mikið. Ólafur Jóhannesson: - Svarar oftast eins og véfrétt. Ólafur Ragnar: Hann talar í frösum og fyrirsögnum. Albert Guðmundsson: Oft efni í góðar fyrirsagnir. Óli Jó var forsætisráðherra og Steingrímur Hermanns ráðherra landbúnaðar, dóms- og kirkjumála. Albert Guðmundsson var að hefja sitt fimmta ár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en Ólafur Ragnar hafði setið þar tæpt ár fyrir Alþýðubandalagið. Þetta var í janúar 1979. Samúel fékk kollega sína á dagblöðunum fimm sem og á ríkisfjölmiðlunum til að segja skoðanir sínar á umtöluðustu þingmönnunum. Pressan rifjar hér upp ummæli þeirra um fjóra áðurnefnda þingmenn og birtir síðar ummæli um þá sem þóttu bestu og verstu viðmælendurnir.
03.mar. 2011 - 20:00 Þórarinn Jón Magnússon

Klíka Þorgeirs Ástvaldssonar

Klíkuskapur kom Þorgeiri Ástvaldssyni á forsíðu Samúels. Hann var í samfloti við tvær flottar stelpur. Hann varð að láta sér nægja að vera í bakgrunni. Klíkuskapur kom Þorgeiri Ástvaldssyni á forsíðu Samúels í desember 1981. Hann var í samfloti við tvær flottar stelpur. Saman mynduðu þau þrjú á þessum tíma tríó sem söng inn plötu lag Gunnars Þórðarsonar  Fjólublátt ljós við barinn. Samúel kannaði fyrir Pressuna hvað varð um stelpurnar.
12.jan. 2011 - 12:00 Þórarinn Jón Magnússon

Leyndardómar Viku-Völvunnar

Áhuginn fyrir Völvunni náði um skeið langt út fyrir landssteinana eftir að hún hafði spáð fyrir um Persaflóastríðið tveimur árum áður en það skall á. (Hvað skildi bandaríska leyniþjónustan hafa hugsað?) Julian Assange hefur verið hundeltur vegna uppljóstrana hans á WikiLeaks um stríðsrekstur Bandaríkjamanna undanfarin ár. Það mætti því ímynda sér að bandaríska leyniþjónustan hafi velt líka vöngum yfir Völvu Vikunnar þegar hún sagði frá Persaflóastríðinu tveimur árum ÁÐUR en það skall á. Þegar spádómur Völvunnar rættist vaknaði gríðarlegur áhugi erlendra fjölmiðla á þessari dularfullu spákonu á norðurhjara veraldar. Þess voru dæmi að erlend dagblöð birtu spádóma hennar allt að mánuði áður en þeir birtust í Vikunni. Þórarinn Jón Magnússon fyrrverandi ritstjóri rifjar upp áratug sinn með Völvunni.
09.des. 2010 - 09:00 Þórarinn Jón Magnússon

Lagið bannað 1969, en er jólalag á RÚV 2010

Franska kynbomban og renglulega, breska leikkonan, sem báðar höfðu yljað Serge undr sænginni. Þær hafa þá átt eitthvað sameiginlegt umræðuefni í smókpásunum frá töku kvikmyndarinnar Don Juan. Lagið Je t'aime... moi non plus tók að hljóma árið 1969, nánar tiltekið í júlímánuði þegar fyrsta tölublað Samúels rann í gegnum prentvélarnar. Prentararnir fengu ekki að heyra lagið í útvarpi. Flutningur þess var bannaður af siðgæðisvörðum Ríkisútvarpsins eins og raunar flestra útvarpsstöðva annars staðar í heiminum. Núna fær það loks að hljóma á öldum íslenska ljósvakans og þá sem jólalag með stunum Baggalúts og nautnafullum, íslenskum texta.
23.nóv. 2010 - 14:10 Þórarinn Jón Magnússon

Djarfleg hönnun Elínar fyrir Samúel MYNDIR

Elín Hreindal Ólafsdóttir hannaði búninga fyrir eitt fjögurra atriða stúlknanna í Samkeppni Samúels sem Haffi Haff sviðsetti á Broadway. Í því atriði sveif andi sjötta áratugarins yfir vötnunum. Elín Hraundal lauk námi í hönnun frá FB í vor og fer til náms við virtan listaháskóla í Mílanó eftir fáeinar vikur. Í sumar hlaut hún mikið lof fyrir þátt sinn í Freak Show 2 sem þeir félagarnir Haffi Haff og Páll Óskar gengust fyrir á Nasa. Hún jók líka á hróður sinn með glæsilegu innleggi á lokahófi Samkeppni Samúels á Broadway síðastliðið föstudagskvöld. Sjáðu myndir af djarflegri hönnun hennar fyrir stúlkurnar í Samkeppni Samúels.
19.nóv. 2010 - 08:00 Þórarinn Jón Magnússon

Úrslitin ráðast á Broadway í kvöld MYNDIR

Hver  þeirra ekur heim af lokahófinu í kvöld á nýjum iQ frá Toyota, fer í spennandi myndatöku erlendis og verður fyrsti þátttakandinn í fegurðarsamkeppni til að eignast krýningarstólinn? Úrslit Samkeppni Samúels.is ráðast á glæsilegu lokahófi í kvöld, föstudagskvöld, á Broadway. Kemur þá í ljós hver þessara tíu stúlkna fær iQ frá Toyota til afnota í heilt ár, fer í spennandi módelmyndatöku erlendis og það sem er óvenjulegt í fegurðarsamkeppni; hún tekur krýningar- stólinn með sér heim, en hann er frá CASA og kostar litla hálfa milljón króna. Sjáðu myndir af keppendunum.
08.nóv. 2010 - 17:00 Þórarinn Jón Magnússon

Myndir ljósmyndara Playboy af Berglindi

Dómari tók sexí myndir af öðrum dómara! Fyrirsögn sem kom til greina á þessa myndasyrpu, en myndirnar hér á síðunni tók Playboy ljósmyndarinn Marcel Indik af Berglindi Ólafsdóttur. Þau eiga bæði sæti í dómnefnd Samkeppni Samúels. Playboy ljósmyndarinn Marcel Indik, sem á sæti í dómnefnd Samkeppni Samúels 2010, er búsettur í Los Angeles eins og Berglind Ólafsdóttir, formaður dómnefndarinnar. Hann hefur að sjálfsögðu myndað þessa leyndardómsfullu fyrirsætu okkar sem hefur gert það svo gott í Hollywood án þess að hafa viljað flíka því í íslenskum fjölmiðlum. Sjáðu sýnishorn af myndunum sem Marcel Indik hefur tekið af henni og Angelinu Jolie.
04.nóv. 2010 - 11:00 Þórarinn Jón Magnússon

Forsetinn var tilbúinn til að mynda utanþingsstjórn

Eigum við ekki bara að byrja að hringja og hóa liðinu saman? Ritstjórar Samúels (Þórarinn t.v., Ólafur t.h.) hafa hér fengið forsetann í heimsókn 1978 og kynnt honum tillögur Samúels að utanþingsstjórn. Ólafur Geirsson blm. stendur á bak við forsetann. Á mótmælafundi fyrir framan Alþingishúsið er þess krafist í gær að Alþingi samþykki utanþingsstjórn. Í tilefni af því rifjar Pressan það upp, að Kristján Eldjárn var kominn á fremsta hlunn með að mynda utanþingsstjórn í forsetatíð sinni. Samúel hafði fengið nóg af óstjórninni hálfu öðru ári áður og birti þá tillögu að utanþingsstjórn. Forvitnilegt að skoða tillöguna í dag, rúmum þremur áratugum síðar.
02.nóv. 2010 - 08:00 Þórarinn Jón Magnússon

Karítas Ósk í Samkeppni Samúels

Karítas Ósk á marga draumabíla, en aðeins einn á bílaplaninu heima við hús. Gamlan og þreyttan. Hún tekur nú þátt í Samkeppni um afnot af iQ frá Toyota. Karítas Ósk Þorsteinsdóttir er síðasta stúlkan sem Samúel kynnir til þátttöku í Samkeppninni 2010, en úrslit keppninnar ráðast í netkosningu sem dómnefnd skipuð fimm dómurum frá fjórum heimsálfum skoðar og leggur mat á. Niðurstaðan verður kunngerð á glæsilegu lokahófi á Broadway 19. þessa mánaðar.
30.okt. 2010 - 14:00 Þórarinn Jón Magnússon

Bo kann ekki á stimpilklukku

Bjöggi og Ævintýri í opnumyndatöku fyrir tímaritið Samúel & Jónínu 1971. Hér er meðal annars litið í viðtal sem Samúel átti við hann árið 1981. „Maður stimplar sig inn árið 1967 og út 2000,” sagði Björgvin Halldórsson í viðtali sem Samúel tók við söngvarann fyrir hátt í þremur áratugum. Annað hvort hefur Bo gleymt að rífa af dagatalinu eða hann kann ekki á stimpilklukku. Hann sýnir alla vega ekki á sér neitt fararsnið nema síður sé.
28.okt. 2010 - 11:00 Þórarinn Jón Magnússon

Fleiri þokkafullar af Snjóku

Snjólaug skoðaði sig vel um heiminum þegar hún var flugfreyja hjá flottasta flugfélagi heims. Undanfarið hefur hún hins vegar tekið nokkra góða túra sem messi á togara. Þeir gerast ekki kynþokkafyllri. Samúel birti hér á Pressunni mynd af Snjólaugu Þorsteinsdóttur fyrir skömmu þar sem hún var talin á meðal fallegustu kvenna landsins í upphafi nýrrar aldar. Myndbirtingin af Snjólaugu vakti vægast sagt mikil viðbrögð og var Samúel óspart kvattur til þess að birta fleiri myndir af henni. Hér eru þær.
23.okt. 2010 - 17:00 Þórarinn Jón Magnússon

Sexí Selfyssingur í Samkeppnina

Alda Guðrún er á meðal tíu stúlkna sem taka þátt í Samkeppni Samúels um verðlaun sem eru samtals að verðmæti allt að tvær milljónir króna. Alda Guðrún Jónasdóttir er næst síðasta stúlkan sem kynnt er til þátttöku í Samkeppni Samúels sem lýkur með glæsilegu lokahófi á Broadway 19. nóvember. Keppt er um verðlaun sem eru samtals að verðmæti tvær milljónir króna. Þar á meðal eru afnot af iQ frá Toyota í heilt ár. Krýningarstóllinn, sem er ítölsk hágæðahönnun frá CASA og kostar um hálfa milljón króna, verður eign sigurvegarans.
10.okt. 2010 - 19:00 Þórarinn Jón Magnússon

Hera Rún í Samkeppni Samúels

Hera Rún var mynduð í huggulegri íbúð í miðborg Reykjavíkur, en ef hún fengi ráðið færu myndatökurnar fram einhvers staðar í Bandaríkjunum eða á Spáni. Sigurvegari keppninnar fer í módelmyndatöku erlendis. Hera Rún Ragnarsdóttir hefur bæst í hóp keppenda í Samkeppni Samúels sem lýkur með glæsilegri lokahátíð á Broadway föstudaginn 19. nóvember næstkomandi. Hera Rún er hrútur og segir margt passa við sig sem sagt er um fólk fætt í því merki.

Samúel

Þórarinn Jón Magnússon, einn reyndasti fjölmiðlamaður landsins, rifjar upp gamalt og gott efni sem staðist hefur tímast tönn og gott betur en það.

Lumar þú á ábendingu eða skemmtilegum upplýsingum?

Sendu póst á samuel@pressan.is

Pressupennar
nýjast
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Fleiri pressupennar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar