Lára Björg Björnsdóttir
07.júl. 2012 - 19:00 Lára Björg Björnsdóttir

Að tapa reiðinni

Já hæ. Vitiði hvað? Ég er búin að vera að drepast í bakinu síðan ég var 17 ára. Bara algjörlega. Að drepast. Reglulega, kannski þrisvar á ári, festist ég og er alveg frá í kannski fjóra daga. Hina dagana er ég svona aðeins að drepast.  Ég hef því verið meira og minna kvalin í öll þessi ár.  Verkir eru mitt millinafn. Jebb. Ái. Það er ég.
27.maí 2012 - 16:00 Lára Björg Björnsdóttir

Hugsað með hjartanu

Já hæ. Þið munið kannski eftir mér. Ég skrifaði einu sinni nokkra pistla um að við ættum að taka ákveðinn samning um Icesave og troða honum. Samningnum var troðið og mér var létt.
18.jan. 2012 - 19:30 Lára Björg Björnsdóttir

Lífstílsskinka á 9 mánuðum

Hollur matur hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér. Ég hef forðast hann eins og heitan pytt af logandi vítisdjöflum frá því ég man eftir mér. Uppistaðan í fæðu minni er kolvetni og smjör. Lífrænt jukk og grænmeti eru óvinurinn, fita er vinurinn.
19.sep. 2011 - 21:00 Lára Björg Björnsdóttir

Sjúkrakassinn

"Ég hringdi síðan auðvitað á sjúkrabíl Júlía, en enginn annar gerði neitt. Ég hringdi líka í aðstandendur greyið mannsins, á meðan ég mældi hitann og tók púlsinn á honum. Stundum líður mér eins og ég sé eina manneskjan með viti í þessum heimi Júlía. Fyrir utan þig auðvitað. En samt alveg stundum er það bara ég."
15.júl. 2011 - 14:10 Lára Björg Björnsdóttir

Ég hata gæludýr Júlía

Ég þekki rosalega mikið af góðu fólki. Ég þekki líka alveg manneskjur sem eru hreinræktuð illmenni inn að beini. Þessi pistill mun snúast um að nefna þessi illmenni á nafn.
08.apr. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Svona rétt áður en við troðum honum

Já hæ. Eitt hérna. Og ég lofa að vera stuttorð. Djók.

22.mar. 2011 - 14:00 Lára Björg Björnsdóttir

Vitiði hvert þið megið troða honum?

Já hæ. Bara eitt hérna. Ég skrifaði pistil um daginn um að við ættum að taka Icesave samninginn og troða honum. Og maður minn hvað ég uppskar mikla reiði í kjölfarið. Ég fékk símtöl og tölvupósta frá fólki sem sagði að ég ætti ekki að skipta mér af þessu málefni. Ég var flokkuð sem hægri nöttari, eiginkona einhvers (síðast þegar ég gáði var ég ógift og það fráskilin af öllum hlutum) og Evrópuhatari.
26.feb. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Taktu þennan samning og troddu honum

Já hæ. Ég hef sjaldan skipt mér af neinu sem skiptir einhverju máli þannig lagað. Ég hef aldrei staðið froðufellandi í kokteilboði kyrkjandi gestgjafann yfir kvótakerfinu eða „ísbjörn eða ekki ísbjörn í Húsdýragarðinn“ eða hvort Steingrímur J. sé meðidda eða ekki. Þegar ég var yngri þóttist ég halda með Wham ef ég hitti Whammara og lék sama leik ef ég hitti einhvern með Duran Duran tattú á enninu. Flettið upp á „Kamelljóni“ eða „Tækifærissinna“ í orðabókinni og þar er flennistór mynd af mér með sérríglas og lagt hárið.

12.feb. 2011 - 20:00 Lára Björg Björnsdóttir

Ég er glæpamaður

Ég á við stórkostlegt vandamál að stríða. Umrætt vandamál telst að auki til umferðarlagabrota. Og einmitt núna er lögreglan í sérstöku átaki og sektar fólk fyrir þetta tiltekna brot. Þið hljótið því að sjá hvað ég á bágt þessa dagana. Mér líður eins og hráu nautahakki til sýnis sem eitthvað ógeð á matreiðslunámskeiði hjá við-borðum-bara-hrátt-grænmeti.is í Ármúlanum.
01.feb. 2011 - 10:00 Lára Björg Björnsdóttir

Dægradvöl fyrir fátækt fólk

Já hæ. Mig langar til að deila nokkrum ráðum með ykkur sem eigið engan pening og eruð þar af leiðandi fátæk. Litla og ljóta systurþorp Blankheita heitir Leiðindi og því datt mér í hug að kokka upp nokkur ráð til að stytta ykkur stundir. Þó að maður eigi ekki pening er engin ástæða til að sitja heima og stara á veggina. Og engar áhyggjur, ég er ekki að fara að kenna ykkur að búa til heimalagað andlitsskrúbb úr haframjöli og kókóssalti. Þetta eru alvöru ráð krakkar.

Lára Björg Björnsdóttir

Lára Björg Björnsdóttir er móðir, kærasta, systir, dóttir, vinkona, sagnfræðingur, pelsaeigandi og fóbísk á flest allt.

Hún hefur marga fjöruna sopið og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að veseni og harðindum.
Lára skrifar um það sem drífur á daga hennar, daga sem fara flestir í að taka við endalausum símtölum frá föður hennar, slást í Bónus, þrífa eða berjast fyrir réttindum barna með sérþarfir. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Mamma er hér.

Híbýli fasteignasala KOSTANDI
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 26.11.2017
Trúverðugleiki í húfi
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 02.12.2017
Ánægjuleg tíðindi af dómurum
Fleiri pressupennar