Laddi - baksviðs
11.apr. 2013 - 16:26 Laddi - baksviðs

Frumsýning

Þá er loksins búið að frumsýna. Allar æfingarnar, blóðið, svitinn og tárin hafa borgað sig svo sannarlega ef marka má viðbrögðin hjá áhorfendum. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og stóð Laddi sig frábærlega.
27.mar. 2013 - 12:00 Laddi - baksviðs

Opnar æfingar hjá Ladda

 Við viljum þakka þeim sem komu kærlega fyrir. Það var alveg ómetanlegt að fá viðbrögð frá áhorfendum sem skemmtu sér greinilega mjög vel. Eftir stífar æfingar undanfarnar vikur og rennsli eftir rennsli fannst okkur sem að sýningunni stendur eitthvað vanta. Hvað gat það verið? Jú, okkur vantaði áhorfendur. Þannig að við leituðum til vina okkar á facebook og buðum nokkrum aðdáendum Ladda til að koma og fylgjast með æfingu.
25.mar. 2013 - 10:23 Laddi - baksviðs

Út að borða (með sjálfum sér?)

Kannski ekki svo gott fyrir matarlystina að hafa sjálfan sig sem diskamottu.

Þegar æfingar eru á fullu þurfa menn að fá sér að borða til að hafa orku til að halda áfram. En það er mjög mikilvægt að velja sér skemmtilegan félagsskap á meðan máltíðinni stendur.

18.mar. 2013 - 15:26 Laddi - baksviðs

Laddi og hárkollan - Myndband

Laddi virðir fyrir sér hárkolluna góðu. Hárkollur, gervitennur og undarlegur fatnaður er ekki bara eitthvað sem maður finnur á elliheimilum. Þetta er allt eitthvað sem Laddi hefur notað í fjöldamörg ár. Ekki náðist í Ögmund Örnólfsson mesta aðdáanda Ladda við gerð þessa bloggs.
15.mar. 2013 - 14:40 Laddi - baksviðs

Laddi reynir að komast úr karakter - Myndband

Siggi Sigurjóns reynir að stýra Ladda í réttan karakter ... Laddi hefur skapað fjölmargar persónur í gegnum tíðina. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli Rafvirki og fleiri og fleiri eru persónur sem eru stór hluti af Ladda sjálfum. Í þessari sýningu kynnumst við hinsvegar Ladda sjálfum. En Laddi á pínu erfitt með að vera hann sjálfur


12.mar. 2013 - 13:44 Laddi - baksviðs

Laddi tekur sporið á tónlistaræfingu - Myndband

Laddi hefur engu gleymt! Ef það á að gera almennilega Ladda sýningu þá má ekki gleyma tónlistinni. Laddi hefur gefið út fjölmargar plötur og samið heilan helling af lögum sem þjóðin öll elskar.
Laddi er á fullu núna að æfa og semja dansspor fyrir sýninguna. Og kallinn má eiga það að hann kann að hrista sig.
08.mar. 2013 - 12:43 Laddi - baksviðs

Sviðsmyndin verður til - Myndband

Laddi skoðar sviðsmyndina Til að gera flott „show“ þá þarf að hafa flotta sviðsmynd. Þessa dagana er verið að vinna í sviðsmyndinni og skoða hvað sé flott og hvað ekki.
05.mar. 2013 - 15:30 Laddi - baksviðs

Æfingar hafnar hjá Ladda - Myndband

Laddi er byrjaður að æfa textann. Núna eru æfingar byrjaðar á fullu í Hörpu. Aðeins meira en mánuður í að herlegheitin byrji. Laddi er farinn að læra textann sinn og tæknifólk og aðrir sem vinna að sýningunni eru á fullu að gera allt klárt. Við ætlum að vera með smá blogg til að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með hvað gerist á bakvið tjöldin. Þessi sýning verður aðeins persónulegri en aðrar sýningar sem Laddi hefur gert.

Laddi - baksviðs
Laddi lengir lífið er einleikin gamansemi eftir Karl Ágúst, Ladda og Sigga Sigurjóns.
Fyrsta sýning er 5. apríl í Hörpu.
ford Transit   mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar