12.ágú. 2009 - 11:00 Kristjana Guðbrandsdóttir

Fallnar fyrirmyndir

- Hundljótar og spikaðar í nærmynd

Hvers vegna er það svo að slúður eins og : „Sjúskuð og feit Sienna,“ „Lærapokar Lohan,“ „Hrukkótt og útrunnin belja,“ „Spikuð og full ennþá ljótari belja“…mig skortir viljann til að halda þessari upptalningu áfram, virðist vinsælt lestrarefni á svo mörgum afþreyingarmiðlum okkar menningar?

14.júl. 2009 - 11:39 Kristjana Guðbrandsdóttir

Þótt ég sé móðir

Markaðsetning á vörum sem beint er sérstaklega að mæðrum getur verið óttalega aulaleg. Yfirleitt er stílað inn á samviskubit útslitinnar, vanmetinnar  konu með nóg á sinni könnu og væntingunum hreinlega troðið ofan í kokið á henni með fullyrðingum eins og: „Þótt þú sért móðir þarftu ekk að vera svona fokking ljót og leiðinleg og búa í þessarri svínastíu sem þú kallar heimili.“... Já ég hef reyndar umorðað þetta aðeins. En þið skiljið örugglega vel hvað ég meina.

 Gott dæmi um slíka markaðssetningu er kynning á hárvörunum frá SUAVE.  Vörurnar eru til sölu í Hagkaup og eru reyndar alveg frábærar og fremur ódýrar í þokkabót.  Skemmtilestur aftan á brúsunum gerir kaupin enn betri en aftan á sjampóbrúsanum sem ég keypti um daginn voru afar „ frumlegar“  leiðbeiningar um hárþvott. Fyrst er þetta venjulega blaður fyrir þá sem eru alveg búnir að gleyma hvernig á að þrífa sig:  Settu litla lófafylli af sjampói í hárið og nuddaðu vel, skolaðu og bla bla bla.
02.jún. 2009 - 13:01 Kristjana Guðbrandsdóttir

Gæs-gæs-gæs

Systir mín var gæsuð nýverið og fékk því svolítið dekur hjá vinkonum sínum. Þær fóru með hana í   brennó og skotbolta, nestisferð með ljúffengar og fallegar hindberjamúffur og freyðivín.  Renndu svo með hana í hádegismat heim til einnar þeirra þar sem reidd var fram ilmandi graskerssúpa með perum og lauk sem þær gæddu sér á áður en þær eyddu deginum  í dans, sund, söng og gleði.
29.apr. 2009 - 12:32 Kristjana Guðbrandsdóttir

Góð mamma - slæm mamma - sækó mamma

Þið kannist við þær, sækó  mömmurnar sem ganga um hertar á svip, gnístandi tönnum með barn í togi. Bókstaflega í togi því aðferðafræðin er sú að að toga barnið áfram þannig að það sé tímaspursmál hvenær það fari úr axlarlið. Þær skammast sín lítið fyrir að garga hástöfum í stórmörkuðum og frussa af reiði  og  snúa höfði  í 360 gráður ef barnið vogar sér að gera eitthvað barnslegt og óforskammað eins og að bora í nefið  eða fallbeygja vitlaust.
16.apr. 2009 - 22:00 Kristjana Guðbrandsdóttir

Þrefalt húrra fyrir framleiðendum Slumdog Millionaire

Framleiðendur óskarsverðlaunamyndarinnar Slumdog Millionaire hafa tilkynnt að þeir muni gefa allt að fimm hundruð þúsund bresk pund í verkefni sem hefur að markmiði að mennta og hlú að heilsu indverskra barna sem búa í óvisthæfum hverfum Mumbai. Verkefnið er unnið í samstarfi við Plan sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að velferð barna um allan heim.
10.apr. 2009 - 23:38 Kristjana Guðbrandsdóttir

Garðurinn ræktaður

Það er eitthvað öfugsnúið karmað í kringum Kate Moss sem iðar í skinninu eftir að fá að vera fyrsta súpermódelið sem skrifar matreiðslubók.
Bókin mun líklega slá í gegn meðal unglingsstúlkna rétt eins og allt annað sem spíran framleiðir. Þrátt fyrir að það sé ögn kaldhæðnislegt að Mossan leggist í kúltiveraðan sælkerabissnessinn verandi kona sem hent er gaman að fyrir að leggja sér lítið annað til munns en áfengi og diet kók.  Já og servíettur. Segir ýkta þjóðsagan.
06.apr. 2009 - 14:11 Kristjana Guðbrandsdóttir

Nokkrir hlutir til að krydda tilveruna

Reykjavík er öll að lifna við. Dagarnir eru bjartari og svei mér ef lóan er ekki komin í Vesturbæinn.  Þá er bara að njóta vorveðursins og að muna að fátt er skemmtilegra en að uppgötva nýjar dásemdir sem gefa lífinu lit án þess að rúa þig inn að skinni. Hér eru nokkrar ágætis hugmyndir, lágstemmdar í kreppustíl, en vonandi öllum til upplyftingar.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Kristjana Guðbrandsdóttir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Fleiri pressupennar