18.apr. 2013 - 20:44 Kristján Vigfússon

Hvort er rétt?

Íslenska ríkið var í hlutverki erlends kröfuhafa í Danmörku á síðasta ári þar sem Seðlbanki Íslands hafði veitt lán til Kaupþings með veði öllum hlutabréfunum útgefnum í FIH bankanum.


08.apr. 2013 - 16:09 Kristján Vigfússon

Hver ætlar að gæta hagsmuna okkar?

Ef einhvern lærdóm má draga af alþjóðlegu fjármálakreppunni sem ríkt hefur í heiminum á undanförnum árum er það fyrst og fremst sú staðreynd að þegar á reynir hugsa þjóðir heimsins fyrst og fremst um sína eigin hagsmuni.
28.nóv. 2012 - 11:53 Kristján Vigfússon

Aðferðin er fágaðri en í Rússlandi en ekki eins þróuð og í Ameríku

Eins og þeir muna sem lásu síðasta pistil þá lítur það þannig út á yfirborðinu að allt sé slétt og fellt og kínverska efnahagskerfið sé meira og minna eins og vestrænt markaðsskipulag.
22.nóv. 2012 - 11:30 Kristján Vigfússon

Kapítalisminn er góður svo lengi sem hann styrkir flokkinn

Árið 1974 þegar Deng Xiaoping fór á alherjarþing Sameinuðu Þjóðanna þá þurfti kínverska ríkið að skrapa saman fyrir ferðinni fyrir manninn sem oft hefur verið nefndur síðasti keisari Kína
05.nóv. 2012 - 22:00 Kristján Vigfússon

Er einstaklinghyggjan að sliga vestræn samfélög ?

Ágallar einstaklingshyggjunnar eru farnir að ásækja fleiri með meiri þunga nú síðustu ár og rannsóknir í viðskipta- og hagfræði beinast æ meir að hugsanlegum ágöllum hennar. Getur það verið að þessi sjálfgefna hugmyndafræði í okkar vestræna heimi sem hefur nánast yfirtekið daglegt líf og allt okkar lífsviðhorf eigi kannski ekki skilið þann mikla sess sem hún hefur haft?
26.okt. 2012 - 08:50 Kristján Vigfússon

Kapítalistinn Donald Trump

Hér sjáum við manninn sem er holdgervingur amerísks kapítalisma sem telur að hann geti keypt allt og alla fyrir peninga
22.nóv. 2011 - 15:00 Kristján Vigfússon

Heiðar Helguson sem íþróttamann ársins

Það er búið að vera afskaplega mikið ævintýri að fylgjast með sveitunga mínum og frænda Heiðari Helgusyni frá því hann hóf sinn knattspyrnuferill á Dalvík sem ungur drengur. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá í sínum fyrsta meistarflokksleik aðeins 15 ára gamall. En mjór er mikils vísir og allir sem á horfðu og báru minnsta skynbragð á hæfileika sem góður knattspyrnumaður þarf til að bera sáu fljótt  að þar var á ferðinni mikið efni . Hann var heldur ekkert að tvínóna við hlutina og fór fljótt í atvinnumennsku eftir stutt stopp með Þrótti í Reykjavík.
03.okt. 2011 - 14:35 Kristján Vigfússon

Landsdómur getur breytt rétt

Landsdómur hefur einstakt tækifæri í dag til að leiðrétta gjörsamlega galna niðurstöðu meirihluta Alþingis um að láta rétta yfir einum manni vegna efnahagshrunsins. Ég held reyndar að mikill meirihluti alþingimanna yrðu fegnir ef Landsdómur vísaði málinu frá því margir þeirra séu með þunga samvisku yfir því hvernig þeir ráðstöfuðu atkvæði sínu í þessu máli.
31.ágú. 2011 - 18:00 Kristján Vigfússon

Það er ekki bæði haldið og sleppt

Kínverji að nafni Huang Nubo hefur áhuga á að fjárfesta á Íslandi nánar tiltekið vill hann kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum og efla þar ferðaþjónustu. Íslendingur, já hvaða drulluháleistur sem er (afsakið orðbragðið)  getur keypt jörðina Grímsstaði á Fjöllum og íslensku bændurnir þar geta selt sinn hlut án þess að hvorki ríkið eða nokkur annar fái rönd við reist. Fáir íslendingar myndu amast við því enda hafa bændur hér keypt og selt jarðir, landsspildur, veiðiár og vatnsréttindi í gegnum árin. Það er kannski af því hversu sjaldgæft það er að erlendir aðilar vilja brjótast hér inn fyrir landhelgismúra og láta gott af sér leiða, skapa atvinnu og ný tækifæri að við íslendingar verðum alltaf jafn undrandi. Eigum við að fagna þessu, sjá tækifærin,  öfundast, fyllast þvermóðsku og þjóðernishyggju eða vera bara alveg sama.
26.feb. 2011 - 10:00 Kristján Vigfússon

Hvert sem litið er í evrópumálunum má finna sjálfstæðisfólk í forsvari

Evrópumálin hafa verið til umræðu um langa hríð innan Sjálfstæðisflokksins og hafa margir líkt umræðunni innan flokksins við sjóðandi pott sem alls ekki má taka lokið af því þá muni sjóða all hressilega upp úr. Samfylking og Vinstri Grænir gerðu sér lítið fyrir og tóku lokið af pottinum í júlí 2010. 

24.nóv. 2010 - 14:00 Kristján Vigfússon

Hvers vegna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa ekki viljað breyta stjórnarskránni

Það er búið að vera magnað að fá að taka þátt í kosningabaráttunni til stjórnlagaþingsins. Yfir 500 Íslendingar með margvíslegan bakgrunn hafa keppst við að fanga athygli meðborgara sinna sl. vikur. Fólk hefur skrifað greinar, farið í viðtöl, haldið fundi og tekið málefnið upp í samtölum sínum við vini og kunningja.
17.nóv. 2010 - 10:00 Kristján Vigfússon

Kirkjan og kapítalisminn

Það er langt frá því hægt að segja að ég sé kirkjurækinn maður eða hafi stundað mikið trúarlíf eftir að ég fullorðnaðist. Ég giftist konunni minni og athöfnin fór fram á vegum þjóðkirkjunnar, hef skírt börnin mín þrjú, fermt þau og sótt jarðarfarir vina og ættingja. Þá er það nú upptalið að mestu.

13.nóv. 2010 - 08:00 Kristján Vigfússon

Davíð Oddsson og Staksteinar leiðréttir

Vísað er til Staksteina Morgunblaðsins  þann 10. nóvember þar sem ritstjóra blaðsins finnst viðtal ríkisútvarpsins í Speglinum sl. þriðjudag um skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við undirritaðan sérstaklega aðfinnsluvert.

12.nóv. 2010 - 19:00 Kristján Vigfússon

Gnarr - Fimm stjörnur

Þvílík snilld sem þessi mynd er. Það munu margir vilja sjá þessa ótrúlegu sögu og gæti átt eftir að fara sigurför um heiminn. Það verða aðrir betri pennar en ég að lýsa því öllu.
09.nóv. 2010 - 17:00 Kristján Vigfússon

Norska þjóðin á 67% í 36. verðmætasta fyrirtækis heims

Mig langaði í þessum stutta pistli að undirstrika mín helstu stefnumál í kosningum til stjórnlagaþings.

05.nóv. 2010 - 15:00 Kristján Vigfússon

Stjórnmálanetið heldur þó stjórnmálakreppan magnist

Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá þann dans sem stjórnmálamenn stíga enn og aftur eins og ekkert hafi í skorist. Þeir virðast bara kunna einn dans. Almenningur hefur verið að kalla eftir nýjum vinnubrögðum og skiptir þá ekki máli hvar í flokki menn standa. Kallað er eftir samstöðu stjórnmálamanna við að leysa brýn hagsmunamál þjóðarinnar.

02.nóv. 2010 - 16:00 Kristján Vigfússon

Gefum einhverjum Mosjökul

Nýi auðlindaráðherrann hafði ekkert sofið fyrir spenningi. Hann gat ekki beðið eftir því að fyrsti ráðherrafundurinn byrjaði hann var með svo frábærar hugmyndir í auðlindamálum. Hann hlakkaði til að sjá svipinn á kollegum sínum þegar hann færði bæði fræðileg og fagleg rök fyrir sínum niðurstöðum. Hann ætlaði að leggja til „frjáls viðskipti með jökla.“ Hann sá fyrir sér nóbelinn eða a.m.k einhverja ameríska viðurkenningu fyrir sköpunarkraftinn.

20.okt. 2010 - 15:20 Kristján Vigfússon

Enga styrki frá ESB þó stjórnsýslan sé í molum

Ég veit ekki hvort viðkomandi ráðherrar hafa lesið nýlega skýrslu starfshóps forsætisráðherra frá því í maí sl. um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ef þeir hafa ekki lesið hana þá vildi ég minna þá á að stjórnsýslan er fyrir almenning.
05.nóv. 2009 - 21:26 Kristján Vigfússon

Samninganefndin

Nú hefur samninganefnd vegna viðræðna við Evrópusambandið verið tilkynnt opinberlega. Nokkurn tíma hefur tekið að skipa nefndina og ótal gróusögur fengið byr undir báða vængi um hverjir myndu veljast til forystu fyrir Íslands hönd í þeim mikilvægu samningaviðræðum sem framundan eru.
28.okt. 2009 - 08:54 Kristján Vigfússon

Völd smáríkja innan ESB

Eftir fimm stækkanir Evrópusambandsins árin 1973, 1981, 1986, 1995 og 2004 er málum svo komið að ríkin eru samtals 27 og af þessum 27 ríkjum eru 13 ríkjanna smáríki í þeim skilningi að vera með undir 10 milljónum íbúa. Reyndar er að skapast umræðuhefð fyrir nýrri tegund smáríkja innan sambandsins þ.e. svokölluð örríki er þá litið til Kýpur, Möltu, Lúxemborgar, Lettlands, Eistlands og Slóveníu. Ef litið er til framtíðar og skoðað hvaða ríki eru að banka á dyrnar hjá Evrópusambandinu þá kemur í ljós að umsóknarrikin eru flest smáríki. Það er því ekki hægt að útiloka að það muni bætast við sjö ný smáríki og í sumum tilfellum örríki til liðs við Evrópusambandið á næstu árum.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Kristján Vigfússon
Kennari og forstöðumaður MBA námsins við Háskólann í Reykjavík
ford Transit   mars
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar