07.mar. 2017 - 20:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Fólk þarf iðulega að hafa reynt sjálfsvíg eða vera með sýnilegan sjálfsskaða til að fá innlögn á geðdeild

Ég fagna því gríðarlega að síðustu daga hefur fólk stigið fram og deilt upplifun sinni af geðdeildum landsins. Umræða sem er svo nauðsynleg, sérstaklega núna þegar kerfið okkar er eins gallað og það er og geðheilbrigðismál svelt.

09.des. 2016 - 12:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Hemmi Gunn hefði orðið sjötugur í dag- Best of syrpa til minningar um snilling

Hermann Gunnarsson hefði orðið sjötugur í dag, 9. desember. Ég ætla ekki að skrifa minningarpistil um hann því það er óþarfi á þessum tímapunkti að mínu mati, flestir vita að mörgu leyti hvernig ferill og líf hans var.

30.nóv. 2016 - 11:55 Kristinn Rúnar Kristinsson

Raflostmeðferð er mjög vanmetin

Ég hef farið tvisvar sinnum í raflostmeðferð, 2011 og 2015. Þessi meðferð á rætur sínar að rekja til 4. áratugs 20. aldar og var mikið notuð á fólk með geðklofa og aðra geðsjúkdóma. Eftir að geðlyf hösluðu sér völl á 6. áratugnum minnkaði þörfin á raflækningum og er í dag notað í alvarlegum þunglyndistilvikum og þegar lyf eru ekki að svara nægilega vel.

07.nóv. 2016 - 10:30 Kristinn Rúnar Kristinsson

95% nemenda í tíunda bekk vita ekki hvað geðhvörf eru

Frá því að ég hóf verkefnið mitt, „Vitundarvakning um geðsjúkdóma“ þann 15. febrúar sl. hef ég haldið 18 fyrirlestra fyrir nemendur í tíunda bekk og einnig nokkra fyrir fyrirtæki. Þegar ég hélt minn fyrsta fyrirlestur í gamla grunnskólanum mínum, Kópavogsskóla, vissi ég ekki hver þekking nemenda á geðsjúkdómum væri. Hafði orðið einhver breyting síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla árið 2005?

24.okt. 2016 - 20:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Þegar ég var sprautaður niður með valdi á bráðageðdeild Landspítalans

Ég skrifaði pistil um geðdeildirnar og starfsfólkið þar í mars sl. á minni persónulegu fésbókarsíðu sem var síðan líka birt á DV. Það var heldur of mikil reiði í mér þá en samt sem áður gott að koma því frá sér. Mér fannst hallað á mig og fleira fólk sem hefur verið inni á deildunum en það er aldrei gott að skrifa þegar maður er reiður. Ég skynjaði samt sem áður almenna ánægju meðal manna að ég væri að hrista aðeins upp í kerfinu og nokkrir sendu mér persónuleg skilaboð og deildu með mér reynslu sinni.

18.okt. 2016 - 09:18 Kristinn Rúnar Kristinsson

Tilviljanir, örlög og bróðurmissir

Mig langar að skrifa um tilviljanir, örlög og bróður minn heitinn. Það veldur mér alltaf vonbrigðum þegar fólk talar um tilviljanir, en áttar sig ekki á því að um örlög er að ræða. Hér er eitt dæmi sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina.

12.okt. 2016 - 10:59 Kristinn Rúnar Kristinsson

Hress í augum Íslendinga - Alvarlegur í augum Mexíkóa

Ég ætla að rifja upp Mexíkódvöl mína, af því ég hef aldrei tekið þá ferð saman og líka til að gefa fólki betri innsýn hvernig það er að vera öðruvísi einstaklingur í framandi landi að gera eitthvað nýtt og spennandi.

25.júl. 2016 - 19:00 Kristinn Rúnar Kristinsson

Geðhvörfin bundu enda á drauma mína um atvinnumennsku

Ég hef ákveðið að skrifa um minn íþróttaferil því ég finn að það er að verða vitundarvakning um andleg veikindi í landinu og fleiri eru að stíga fram sem mér finnst algjörlega frábært. Ég vona að enn fleiri stígi fram í kjölfarið. Margir hafa eflaust spurt sig af hverju hinir og þessir náðu ekki lengra í íþróttinni sinni. Ég er nokkuð viss um andleg veikindi spili þar oft á tíðum stóra rullu. Það var allavega þannig hjá mér. Það er hægt að gera svo miklu miklu betur innan íþróttahreyfingarinnar að vinna með fólki sem finnur til andlegra veikinda sem byrjar oft þegar það er á unglingsaldri. Það er viðkvæmur aldur og ég upplifði ekki nægilega þekkingu í þessum efnum frá mínum liðum þegar ég var að byrja að veikjast og missa mína getu bæði í fótbolta og körfubolta.


Pressupennar
Í stafrófsröð
Kristinn Rúnar Kristinsson
Kristinn Rúnar Kristinsson fæddist í Kópavogi árið 1989, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 2013. Á síðustu þremur árum hefur hann verið ötull baráttumaður um vitundarvakningu í landinu um geðsjúkdóma eða síðan hann opnaði sig um veikindi sín árið 2014, en hann greindist með geðhvörf tvítugur að aldri.

Kristinn hóf verkefnið sitt, Vitundarvakning um geðsjúkdóma, hinn 15. febrúar 2016 og er m.a. að fara í 10. bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu að fræða nemendur um geðhvörf með fyrirlestrum.

Netfang: bipolarisland@gmail.com.

Heimasíða: www.kristinnrunar.is

Birtingur: Nýtt líf mars 2017
Pressupennar
5 nýjustu