04.mar. 2016 - 14:19 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Íslenska fitnessliðið stígur á svið í Bandaríkjunum!

Það er búið að vera heljarinnar ferðalag á okkur. Við byrjuðum á að fljúga frá Íslandi til Boston þar sem við gistum í eina nótt. Þar náðum við að taka góða miðnæturæfingu á hótelinu með tilheyrandi látum þar sem við erum þó nokkuð stór hópur, myndatökumaður sem fylgir okkur hvert fótspor og allir óeðlilega mikið tanaðir og skornir.
01.mar. 2016 - 11:02 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Fjandinn laus í fitnessinu á Íslandi

Það er óhætt að segja að það er hreinlega allt að verða vitlaust í fitnessinu á Íslandi. Það eru 12 íslenskir keppendur að fara að stíga á svið á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum í þessari viku sem er stærsta fitnessmót veraldar. Þeirra á meðal sem munu stíga á svið eru undirrituð, valkyrjan Hrönn Sigurðardóttir og atvinnumaðurinn Margrét Gnarr.
22.nóv. 2011 - 10:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Hvernig forðumst við að senda erlenda ferðamenn heim í líkkistu?

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið eru æ fleiri ferðamenn sem koma til landsins og láta lífið hvort sem það er í umferðaslysi eða uppi á hálendinu. Það virðist sem svo að hættur landsins séu ekki nægilega vel kynntar fyrir erlendum ferðalöngum sem hafa hug á því að ferðast um landið.
10.ágú. 2011 - 09:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Demantur þjóðarinnar Páll Óskar

„Út með hatrið og inn með ástina“ eru hvatningarorð eða mottó Páls Óskars og hefur það sennilega ekki farið fram hjá mörgum. Ég skellti mér á Gay Pride gönguna frægu á laugardaginn og verð ég að viðurkenna að eftir hana fannst mér vera kominn tími á að vekja frekari athygli á þessari stórbrotnu manneskju. Ég sé það alltaf betur og betur hvað við Íslendingar erum heppin að eiga Pál Óskar að; hvað hann er mikill auður fyrir okkur að eiga. Fyrir utan það að vera frábær tónlistarmaður er hann boðberi kærleika og fordómalausari manneskju veit ég ekki um. Það fer ekki á milli mála að hér er falleg sál á ferð.
04.júl. 2011 - 11:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Íslensk flugfélög lögð niður!

Mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um íslensk flugfélög undanfarið og hefur það eflaust farið framhjá fáum. Fréttir um að Iceland Express sé ekki að standa sig hefur verið mjög áberandi og hefur maður heyrt mikið að margir vilja helst leggja félagið niður. Sumir mynda sína skoðun út frá því sem komið hefur fram í fjölmiðlum og aðrir út frá neikvæðri reynslu eftir að hafa keypt þjónustu félagsins.
07.nóv. 2009 - 21:14 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Svínaflensupróf í HÍ

Þessa dagana hefur allt verið vitlaust á meðal nemenda Háskóla Íslands vegna þeirra ákvörðunar sem tekin var innan fimm deilda skólans um að afnema sjúkra- og upptökupróf sem hafa verið í gegnum tíðina í janúar og júní. Það er ekki skrítið þar sem þessi ákvörðun hefur einungis slæmar afleiðingar í för með sér, sérstaklega á tímum sem þessum þegar svínaflensa gengur yfir ásamt fleiri inflúensuveirum.
21.okt. 2009 - 15:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Kærulaus Bónusbílstjóri

Nokkuð er um að Íslendingar á landsbyggðinni finnist umferð Reykjavíkur vera dauðinn sjálfur og skildi ég nú lítið í þessum orðum fyrr en ég flutti sjálf út á land, nánara tiltekið á Akureyri. Þar eru ökumenn rólegri og mun meiri tillitssemi er fyrir hendi. Lítið er um að bílflautur séu yfir höfuð notaðar og hvað þá að maður fái „puttann“ eins og sumir orða svo skemmtilega.
19.sep. 2009 - 19:24 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Líf án tóbaks

Ég hef ekki verið mikið eldri en 17 ára þegar ég fékk að vita að gamall kunningi minn hefði hnigið niður á gólf í vinnunni sinni við litla sem enga áreynslu. Enginn vissi hvað hafði gerst eða hver ástæðan væri en hann var fluttur á sjúkrahús. Þegar læknarnir höfðu skoðað hann kom í ljós að lunga hans hafði fallið saman. Á þessum tíma var hann ekki nema 22 ára og fannst mér hann heldur ungur til að lenda í einhverju sem gerist frekar fyrir eldra fólk. Ástæðan fyrir þessum skelfilega atburði voru reykingar. Hann reykti nú ekki það mikið en samt lenti hann í þessu. Þetta var í fyrsta skiptið sem reykingar höfðu  áhrif á einhvern sem stóð frekar nálægt mér og fannst mér þetta eiginlega vera nokkuð óraunverulegt.
09.ágú. 2009 - 09:33 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Fljúgandi rottur

Það hefur örugglega farið fram hjá fáum hvað mávar eru búnir að koma sér vel fyrir á landi og hvað þeir hafa fjölgað sér hratt á stuttum tíma. Það er engin spurning að um er að ræða farald sem þarf að takast á við. Mávurinn er hvar sem maður fer. Ég var til dæmis í Smáralindinni um daginn þegar ég sá nokkra máva gæða sér á bragðaref sem einhver hafði skilið eftir á bílaplaninu.
24.júl. 2009 - 19:58 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Mismunandi læknisþjónusta á milli landshluta

Ég var stödd á Akureyri síðasta sumar þegar ég fékk eitt svakalegasta ofnæmiskast sem ég hef upplifað. Það einkenndist af gífurlegum höfuðverk, svima og að ég gat ekki opnað augun. Efri og neðri augnhárin voru föst saman og það var eins og augun væru full af sandi.
02.júl. 2009 - 11:07 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Samstaða

Umræður um Icesave reikningana hafa verið átakamiklar og eflaust ekki farið fram hjá mörgum, ef þá einhverjum. Spurningin sem brennur á vörum margra er hvort íslenska þjóðin eigi að gangast í ábyrgð fyrir útrásavíkinganna eða ekki? Þessi spurning hefur skapað heitar umræður og eru skiptar skoðanir um þetta málefni.
19.jún. 2009 - 09:43 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Hin vinstrisinnaða félagshyggjustjórn!

Hin vinstrisinnaða félagshyggjustjórn hefur gefið út að nú sé öllum spjótum beint að björgun íslenska efnahagskerfisins. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur verið umræða um að Lánasjóður íslenskra námsmanna muni að öllum líkindum lána fyrir aðeins 75% skólagjalda íslenskra námsmanna á næsta ári. 
09.jún. 2009 - 15:53 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Betra að vera með tærnar upp í loftið á atvinnuleysisbótum!

Vegna efnahagsástandsins er ekkert nýtt að fólk sé að missa vinnuna sína og að fáir námsmenn fái vinnu. Til að bregðast við þessum aðstæðum var tekið upp á því að bjóða námsmönnum upp á sumarnám við háskóla landsins til að nemendur gætu flýtt námi sínu eða bætt við sig frekari menntun og þar með nýtt tímann á þennan hátt á meðan enga vinnu er að fá.
03.jún. 2009 - 14:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Námsmenn berjast af lífsins sálarkröftum

“Námsmenn eru framtíðin” er fullyrðing sem ég heyri reglulega frá fólki úr öllum stéttum og er hún án efa hreinn sannleikur og einn helsti möguleiki Íslands til að ná sér á réttan kjöl eftir öll þessi ósköp sem hafa gengið yfir undanfarna mánuði. Nú, þar sem þetta er á hreinu þá er engin spurning að huga þarf að námsmönnum og bættum aðstæðum þeirra svo fólk geti menntað sig. Ég get nefnt fullt af atriðum sem þarf að breyta og bæta, að mínu mati, þegar kemur að bættum kjörum og aðstæðum námsmanna en best er að taka eitt fyrir í einu.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Bikini fitness athlete, elska adrenalín og ofvirk að öllu leyti

Er meðal annars fjölmiðlafræðingur og markaðs- og alþjóðaviðskiptafræðingur

 Bogamaður í húð og hár. Þrjósk, ævintýragjörn og hef mjög gaman af lífinu

Eftirlætis tilvitnanir

„Kindness makes you the most Beautiful person in the world no matter what you look like“

„Fit is not a destination, its a way of life“

„Forget skinny, I´m training to be a fit Badass“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar