08.okt. 2015 - 11:18 Klara Arndal

Ástarljóð

Ó ástin ástin. Ó börnin börnin. Ó sopinn sopinn. Elsku sopinn. Ég held ég elski hann meira en þig. Farðu frá kona, ó sopinn sopinn. Hví ertu ávallt fyrir? Hví gerir þú allar þessar kröfur. Af hverju læturðu okkur ekki í friði, mig og sopann. Elsku sopinn. Þú sem varst mér áður allt, þú skilur ekkert lengur. Þú ert orðin að óvini. Sopinn elskar mig meira, hann er ekki dómharður eins og þú. Hvað þó ég mætti orðið illa til vinnu, hvað þó ég niðurlægi þig og græti börnin?
14.jún. 2015 - 07:00 Klara Arndal

Föst í harmafari

Ég renndi yfir fyrirsagnirnar í blaðinu. Verkföll, fjárkúgun, svik, fátækt. Ég fletti. Rak augun í enn eina „grunur leikur......“ eitthvað bla bla, nennti ekki að lesa meira. Þetta er allt að fara til fjandans og það fyrir löngu. Það er ekki skrýtið að maður rísi ekki hress upp frá morgunkaffinu.
14.jan. 2015 - 08:00 Klara Arndal

Að horfa á mynd er góð skemmtun

Fyrir ekki svo löngu varð mér hugsað til orða Oscar Wilde: „All women become like their mothers. That is their tragedy. No man does, and that is his.”
15.des. 2014 - 17:32 Klara Arndal

Að ganga með tilgangi

Ég gekk göngustíginn meðfram aðalbyggingu Háskóla Íslands fyrir stuttu, í átt að Hringbrautinni. Ég er ekki í námi eins og er en átti erindi í skólann samt sem áður. Þessi stígur er frekar óreykvískur að mínu mati, vegfarendur eru umluktir skipulögðum trjám beggja vegna við sig þannig  að þeim er svolítið pakkað inn.
04.maí 2014 - 19:22 Klara Arndal

Við stelpurnar

Ég hef ákveðið að stofna saumaklúbb. Ég hef hugsað þetta lengi.
05.feb. 2014 - 15:27 Klara Arndal

Óður til orða

Hvenær fékkst þú síðast sendibréf inn um lúguna? Þykkt umslag með nafninu þínu handrituðu à. Manstu hvernig þér leið?
29.ágú. 2013 - 10:22 Klara Arndal

Hin þögli hópur

Uppistandarinn Louis C.K. sagði í einu uppistandi sínu að það að verða fertugur væri hreint alveg glatað. Á þeim aldri væri maður ekki nægilega gamall til að fá neina sérstaka athygli eða aðstoð. Það hleypur enginn til til þess að aðstoða fertugan mann yfir götu. Á sama tíma er öllum skítsama um hvernig þér gengur í vinnunni eða  almennt í lífinu. Það er bara ætlast til þess að þú standir þig.

29.jún. 2013 - 13:29 Klara Arndal

Þetta með klassíkina

Að setjast niður a sinfóníutónleika er orðið að há-hátíðlegum viðburði í mínu lífi. Mér finnst svolítið eins og ég stígi inn í líf einhvers annars, inn í annan heim á þannig tónleikum.
05.feb. 2013 - 14:37 Klara Arndal

Hanskana af!

Í ljósi þess að óvissustigi hefur verið aflétt á Landsspítalanum, að olíuverð hefur ekki verið hærra í þrjá mánuði og að átta manns var nýlega sagt upp hjá slitastjórn Kaupþings, er tímabært að opna umræðuna um plasthanska.
04.jan. 2013 - 17:00 Klara Arndal

Góðan daginn!

Góðan daginn!
20.des. 2012 - 16:15 Klara Arndal

Allt svo breytt!

Það er allt eitthvað svo breytt. Ég veit ekki alveg hvað það er en það liggur einhver sérstök ró yfir heimilinu, sérstaklega þegar líða tekur á kvöldin. Sjálfri líður mér líka öðruvísi. Ég anda einhvern veginn léttar. Ég stend sjálfa mig að því að ráðast í verkefni sem setið hafa á hakanum lengi því ég hef ekki áður haft orku eða eirð í mér til að ráðast í þau. Þetta eru hlutir eins og að sortera reikninga og setja í möppu, setja myndir inn í tölvuna, skrifa vinum erlendis, hlusta á tónlist, skrifa jólakort og ganga frá á skrifborðinu mínu. Ég hef meira að segja gengið svo langt að taka upp krosssauminn sem legið hefur í skúffunni síðan 2002 (það er stafrófið sem ég ætlaði að klára áður en drengurinn yrði læs. Hann er nú orðinn 11 ára og ég bara búin með m, n og o).
28.nóv. 2012 - 20:00 Klara Arndal

Hvar er barnið? Seinni hluti

Eins og ljóst er frá fyrri hluta þessa pistils þá veit ég fullvel hvar barnið mitt er, það er í umskiptum í sófanum heima.
25.nóv. 2012 - 11:43 Klara Arndal

Hvar er barnið? Fyrri hluti

Elskulegi litli drengurinn minn er horfinn.
11.des. 2011 - 20:00 Klara Arndal

Sögur af sveltandi fólki

„Nei, fjandinn,“ hugsar grindhoraði maðurinn þar sem hann situr í sjúkratjaldinu sínu. „Ekki aftur, ekki enn og aftur.“
14.nóv. 2011 - 16:00 Klara Arndal

Þegar ég…

...held tónleika ætla ég ekki að vera með upphitunarhljómsveit. Það er vegna þess að ég veit að þið keyptuð öll miða til að hlusta á mig. Því ætla ég ekki að eyða ykkar tíma né mínum með því að láta eitthvað arfaslakt band spila í óendanlega langan tíma áður en ég byrja að spila. Ég ætla einnig að byrja tónleikana mína á réttum tíma. Það geri ég því ég veit að ykkur á ekki eftir að finnast ég meira kúl eða eftirsóknarverð ef ég læt ykkur hanga í allt að klukkustund áður en ég stíg á svið. Síðan ætla ég að spila fyrir ykkur ÖLL lögin mín áður en ég þakka fyrir mig og kveð. Þetta geri ég til að spara ykkur og mér þá tilgerð sem uppklappið er. Ég mun svo bjóða upp á niðurkælingarhljómsveit þegar ég er búin með mitt prógram fyrir þá sem eru enn í banastuði eftir tónleikana mína og vilja meira.
20.jún. 2011 - 09:00 Klara Arndal

Kæra fífl

Þú sem tekur meðvitaða ákvörðun að ráðast á heimilið mitt og spreyja á það kroti.

23.maí 2011 - 09:00 Klara Arndal

Vaxandi ást

Það fýkur alltaf í mig þegar ég sé fyrirsagnir í blöðum og tímaritum þar sem mæður eru fordæmdar fyrir að vera með aðrar tilfinningar gagnvart nýfæddum börnum sínum en „kassinn“ leyfir. Ég sá eitt sinn eftirfarandi fyrirsögn: „Sláandi frásagnir kvenna um fyrstu kynni af börnum sínum.“   Í blaðinu sögðu konur  misjafnar sögur af því hvort þær hefðu elskað börn sín við fyrstu sýn. Ég spyr: Af hverju teljast þetta sláandi frásagnir? Hver segir að maður eigi að elska einhvern, sem maður hefur aldrei hitt áður, við fyrstu sýn? Það sem pirrar mig verulega er að þessi fyrirsögn gefur til kynna að það sé eitthvað óeðlilegt við það að vera ekki í sæluvímu eftir  margra klukkustunda þjáningu, blóðmissi og illræmda misþyrmingu á kjallarasvæðinu, fyrir utan þá staðreynd að maður fær í fangið bláókunnugan einstakling. Hvernig væri að gefa okkur smá sjens!
17.maí 2011 - 20:00 Klara Arndal

Spilverk götunnar

Ég vaknaði um tíuleytið síðastliðinn sunnudagsmorgun við það að lúðrasveit var að spila í bakgarðinum hjá mér. Í fyrstu datt mér í hug að þarna væri skrúðganga á ferð, en gat þó ekki beinlínis tengt hana við neitt. Hljómsveitin spilaði lög sem ég kannast við en veit ekkert hvað heita, dillandi lög sem veittu mér löngun til að fara út og taka þátt í gleðinni.
24.mar. 2011 - 10:00 Klara Arndal

ÞESSI!!

Hver kannast ekki við að vera einhverstaðar á gangi, sjá manneskju sem manni líkar ekki við og hugsa: „ÞESSI!“
12.mar. 2011 - 10:00 Klara Arndal

„Nobody puts Baby in the corner“

Fyrir stuttu síðan fór ég 24 ár aftur í tímann. Það var dásamlegt. Ég fór í Háskólabíó, í stóra salinn eins og í gamla daga og horfði á kvikmyndina Dirty Dancing. Ekkert THX eða 3D vesen, aðeins einfaldleiki gömlu góðu daganna.
04.feb. 2011 - 18:00 Klara Arndal

Tvöföld forréttindi

Mér þykir óskaplega gaman að ferðast þó tilfinningarnar séu oft  blendnar þegar að heimferð kemur. Mér þykir dapurlegt að hverfa burt frá framandi slóðum en samt sem áður er ég ávallt glöð og full tilhlökkunar að komast heim í kotið og hitta mitt fólk. Þegar heim er komið fyllist ég ávallt  þakklæti yfir að, í  fyrsta lagi,  eiga samastað sem ég get kallað heimili og, í öðru lagi, að langa heim.
25.jan. 2011 - 12:00 Klara Arndal

Róum okkur aðeins

Ósjálfrátt gerum við miklar væntingar til nýs árs. Af hverju, má spyrja sig. Eru árin sem líða aldrei nægilega góð eða er maður einfaldlega skilyrtur þannig að þurfa alltaf að toppa það sem var?
23.des. 2010 - 08:00 Klara Arndal

Seinbúin jól

Marga kvíðir fyrir jólunum. Það geri ég.
26.okt. 2010 - 14:00 Klara Arndal

Ofdekur eða kreppa?

Ég rakst nýverið á kunningjakonu mína á förnum vegi. Þegar við vorum búnar að spjalla saman um allt og nákvæmlega ekkert, barst talið að efnahagsvanda þjóðarinnar og þau áhrif sem hann hefur á heimilin í landinu. Kunningjakonan sagði mér að hennar fjölskylda hefði svo sannarlega fundið fyrir kreppunni. Nú væri aðeins einn bíll á heimilinu og bæði uppþvottavélin og þurrkarinn virkuðu ekki og óráðið væri hvenær peningar yrðu til svo hægt væri að koma græjunum í lag. Eftir spjallið var loftkossum kastað á hvora kinn og leiðir okkar skildu.
22.okt. 2010 - 10:00 Klara Arndal

Klessur og klístur

Ég hef alla tíð verið mikill snyrtipinni. Ég vil hafa hreint í kringum mig. Ég hef aldrei litið á drasl sem neikvæðan hlut, frekar sé ég það sem tækifæri til að fá að raða og ganga frá. Allt á sér ákveðinn stað heima hjá mér og ég veit alltaf hvar allt mitt er. Já, ég er Meyja!
21.sep. 2010 - 09:00 Klara Arndal

Nestisvertíðin

Nú er einkasonurinn, grunnskólabarnið, að heiman í nokkra daga. Auðvitað sakna ég hans en það er svo sem ágætt að við horfumst ekki í augu alla daga.
21.ágú. 2010 - 09:00 Klara Arndal

Dagbók ferðamanns- seinni hluti

Þegar ég settist aftur upp í rútuna að heimsókn lokinni var ég reið. Ekki aðeins yfir þeim ólýsanlegu hörmungum sem þarna áttu sér stað, heldur einnig yfir því að gyðingar hafa eignað sér þær. Gyðingar hafa gert helförina að sinni eigin og markaðsett  minninguna í sínu nafni.
22.júl. 2010 - 07:00 Klara Arndal

Dagbók ferðamanns- fyrri hluti

Á mínu æskuheimili var mikill áhugi á seinni heimsstyrjöldinni. Miklar vangaveltur voru um hvernig það gat gerst að þjóðverjar næðu að myrða allar þessar milljónir gyðinga. Af hverju stoppaði engin þetta af? Af hverju gerðu gyðingar og hinn almenni þýski borgari ekki meiri uppreisn? Af hverju kom alþjóðasamfélagið ekki fyrr til hjálpar? Hvernig getur manneskjan verið svona grimm? Af hverju, af hverju, af hverju???
07.júl. 2010 - 14:30 Klara Arndal

Makalaus leit

Gæti hugsast að nútímagyðjan sé að skjóta sig í fótinn stefnumót  eftir stefnumóti, en þar sem stoltið, kröfurnar og fullvissan um eigið ágæti er svo mikið er ólíklegt að hún muni nokkurn tíma finna fyrir skotsárunum?!
29.jún. 2010 - 13:00 Klara Arndal

Bannað börnum

Þegar ég var barn snérist tilveran ekki eins mikið um boð og bönn og nú. Það þótti ekkert tiltökumál ef maður sá ekki út um bílrúðurnar í sunnudagsbíltúrnum fyrir tóbaksreyk. Maður dinglaði beltislaus í bílum bróðurpart æskuáranna og hékk eftirlitslaus í sundi tímunum saman frá átta ára aldri. Að sama skapi horfði maður á allt það sama í sjónvarpinu og hinir fullorðnu.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Klara Arndal
Blaðakona, fyrrum ritstýra, framhaldsskólakennari, flugfreyja og móðir.
klaraarndal@gmail.com
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar