Kidda Svarfdal
04.jan. 2012 - 11:00 Kidda Svarfdal

Ég er ekki fullkomin

Ég trúi því að flestar manneskjur fæðist góðar, það sem gerist svo í uppeldinu og utanaðkomandi þættir móti svo manneskjuna. Auðvitað eru alltaf ákveðin karaktereinkenni sem ganga í erfðir og börn eru erfðafræðilega lík foreldrum sínum, en ég held að við séum í grunninn flest góð.
25.ágú. 2011 - 13:00 Kidda Svarfdal

Ævintýralegasta meðganga sögunnar?

Ég man eftir því þegar ég var að klára framhaldsskólann þá voru þónokkrar stelpur ófrískar. Það var fín tímasetning til að eignast barn, námið að verða búið og allt í lukkunnar velstandi með kærastann. Það voru ekki frímínútur sem liðu þar sem ekki var talað um bjúg, komandi fæðingu og brjóstagjöf, vöggur, brjóstapúða og annað þvíumlíkt. Umburðarlyndi mitt gagnvart þessu var ekkert og ég man ég hugsaði "vá eruð þið fyrstu konurnar í heiminum sem eru ófrískar?" og "ok við erum lööngu búin að ná þessu, það er spennandi að vera ófrísk!". Mér fannst þetta alveg magnað og eitt leiðinlegasta umræðuefni sem til var. Þá vildi ég nú frekar sitja með strákunum og tala um fótbolta eða fyllerí.

17.ágú. 2011 - 16:30 Kidda Svarfdal

Ekki er allt gull sem glóir...

Ég fór til Tenerife fyrir nokkrum árum og eins og vaninn er þegar Íslendingar fara til útlanda þá fór ég í dýragarð. Þar sá ég mikið af framandi dýrum og þar á meðal voru hvít tígrisdýr. Ofsalega falleg, tignarleg og öðruvísi en öll dýr sem ég hafði séð. En svo fór ég að spá í hvaðan þessi dýr kæmu og fór að kynna mér þetta þegar ég kom heim aftur.  


08.ágú. 2011 - 22:00 Kidda Svarfdal

Blaðakona -blaðamaður

Ég hef undanfarið velt svolítið fyrir mér starfstitlum sem fólk velur sér, já eða fær úthlutað. Persónulega kýs ég að kalla mig „blaðamaður“ frekar en „blaðakona“. Ein ástæða þess er jú að ég er kona, en mér finnst ég ekki þurfa að taka það fram í starfstitli mínum því sú staðreynd er frekar augljós þegar fólk sér mig og/eða heyrir nafnið mitt.

10.jún. 2011 - 12:15 Kidda Svarfdal

Sjáðu það sem ég sé .....edrú

Það er mikil lífsreynsla útaf fyrir sig að fara alltaf út á lífið í miðbæ Reykjavíkur alveg án allra vímugjafa, ef frá eru taldir 1-2 orkudrykkir. Það eru nokkrir aðilar sem eru alltaf í bænum og maður sér þeim bregða fyrir í hvert skipti.  En ég hef aðeins verið að fara út að skemmta mér upp á síðkastið og ég drekk ekki áfengi og neyti engra vímuefna svo ég tek eftir og sé hluti sem manni yfirsjást kannski ef maður er undir áhrifum. Það eru alltaf ákveðin atriði sem eru fastur liður á skemmtistöðum og mig langar svolítið að deila þessar hlið á skemmtanalífinu með ykkur.

22.apr. 2011 - 11:00 Kidda Svarfdal

Made in sveitin!

Ég er úr sveitinni og þegar ég segi sveitinni þá meina ég sko SVEITINNI. Fyrstu árin sem við fjölskyldan bjuggum þar þá var ekkert sjónvarp, bara sveitasími, sem þú notaðir “stutt-löng-stutt” til að hringja út, það var ófært nánast frá október og fram í maí og ég fór á bát í skólann og seinna fékk fjölskyldan sér snjósleða sem var notaður til allra ferðalaga þegar þannig bar við á veturna.  Þetta var heimavistarskóli svo við vorum frá mánudegi til föstudags í skólanum.  
09.apr. 2011 - 13:00 Kidda Svarfdal

Klaufabárður

Ég er það sem mætti kalla klaufi, brussa, seinheppin og jafnvel örlítið fljótfær. 
Ég er manneskja sem opna bílhurðina beint á andlitið á mér, alveg sjálf, líka manneskja sem ber hitakrem á mig og gleymi að þvo mér um hendurnar og set svo augnlinsurnar í augun á mér, löðrandi í hitakremi. Eyði svo næsta korterinu í það eitt að opna augun aftur. 
30.mar. 2011 - 12:00 Kidda Svarfdal

Litla stelpan ég

Ég er lítil stelpa, ég er ekki bara lágvaxin heldur er ég bara öll lítil. 156,5 cm og 47 kg með pínkulítil bein. Ég lét þetta fara rosalega í taugarnar á mér þegar ég var krakki en er hætt því í dag. Ég þarf að taka eitt gott stökk til að loka efstu skápunum heima hjá mér og skottinu á bílnum mínum en það er eitthvað sem er löngu búið að venjast.
18.mar. 2011 - 12:00 Kidda Svarfdal

Kvensa

Einn af göllum þess að vera kona er að þurfa að fara til kvensjúkdómalæknis og í krabbameinsskoðun. Þetta venst að sjálfsögðu að hluta en allavega fyrir mína parta verður þetta örugglega eitt af því sem verður aldrei í uppáhaldi að gera.
04.mar. 2011 - 14:00 Kidda Svarfdal

"Ertu í fýlu"?

Hver kannast ekki við að fara í fýlu út í einhvern? Vera það fúll að maður getur varla horft á manneskjuna, hvað þá talað við hana að fyrra bragði. Helst vill maður vera spurður "er eitthvað að angra þig?", "hvað er að?" eða "gerði ég eitthvað?". Hinsvegar vill maður ekki láta spyrja sig "ertu í fýlu?" af því að þá finnst manni eins og það sé verið að tala við mann eins og óþekkan krakka og það vill maður ekki þegar maður er komin á fullorðinsár. Þegar við erum orðin stór, þá er maður bara "sár" eða "svekktur" útaf ummælum eða framkomu einhvers og á þar að auki "fullan rétt" á því.
23.feb. 2011 - 10:00 Kidda Svarfdal

V.I.P.

Halló halló!! Af hverju er fólk alveg að missa sig yfir þessu VIP partýi? Ég held að þeir sem, missa sig yfir þessu sé einmitt fólkið sem hefði orðið yfir sig hrifið og ánægt EF það hefði fengið boð í partýið. Fólkið hefði mætt á svæðið og fundist það vera geðveikt merkilegt að fá að vera partur af VIP krúi Íslands.
11.feb. 2011 - 16:30 Kidda Svarfdal

Hvað á að fá sér? Annar þáttur!

Oft getur verið erfitt að ákveða hvað eigi að fá sér þegar komið er inn á veitingastaði. Ef þú ert einn af þeim þá er þetta myndbandið fyrir þig:
04.feb. 2011 - 13:30 Kidda Svarfdal

Hvað á að fá sér?

28.jan. 2011 - 17:00 Minore partýskinkur

Vöknun á netinu - MYNDBAND


28.jan. 2011 - 15:00 Marta María

Splunkunýtt myndband frá Minore: Vöknun á netinu – MYNDBAND

Minore með nýtt myndband. Grínhópurinn Minore er kominn með splunkunýtt myndband sem ber nafnið, Vöknun á netinu. Þar fara þær stöllur yfir skinkulúkkið og hvernig sé best að bera sig að, sérstaklega snemma á morgnana.

Minore skipa þær Kidda og Erna Dís, en þær urðu heimsfrægar á Íslandi þegar þær gerðu myndbandið Jólaskinkur. Myndbandið fór eins og eldur um sinu á netinu. Framvegis verður hægt að fylgjast með Minore á Pressunni.


Kidda Svarfdal

Kidda er spéfugl, söngfugl og furðufugl.

Kidda öðlaðist heimsfrægð á Íslandi með vinkonu sinni Ernu Dís við að gera myndbönd á Youtube þar sem þær sýna meðal annars fram á það að skinkur eru bara venjulegt fólk.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar