01.okt. 2010 - 19:59 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Næringarrík jólakort

Heimsóknarmynstur fólks hefur breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vinir og fjölskyldur hittast mun sjaldnar en áður (manst þú sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin...?) og þá er stórkostlega gaman að fá jólakort með mynd af ungviðinu.

Á mörgum heimilum eru kortin geymd þar til síðast, svona eins og desert.

22.sep. 2010 - 20:30 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Martröð mæðra

Þessi stalst aðeins í toppinn, bara lítið... Dóttir vinkonu minnar hefur gert eitt prakkarastrik um ævina.
19.sep. 2010 - 09:30 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Brjóst ef þú getur

Íslensk kona gefur brjóst. Ef kona er með barn eingöngu á brjóst í sex mánuði, þá reiknast einhverjum til að þá leggi hún barnið rúmlega fjórtán hundruð sinnum á. Og sumar okkar eiga ekki eina einustu mynd af þessari dásamlegu stund! Meira um myndatöku á eftir...
15.sep. 2010 - 10:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Útiteknir nebbar óskast – eða fölir og skemmtilegir

Þessi var tekin fimm mínútur í jól í fyrra en kortin fóru ekki í póst fyrr en í apríl. Það var hressandi. Langt síðan síðast...

Pínulitla barnið sem skaust í heiminn á ógnarhraða og gat ekkert nema hnerrað, blikkað augum, grátið og drukkið er orðið rúmlega sex mánaða. Nei tæplega sjö.
20.júl. 2010 - 17:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Mögnuð bíómynd - BABIES

Fjögur börn á fjórum gjörólíkum stöðum, frá fæðingu til fyrstu skrefa. Troðinn salur af fólki á öllum aldri hló og fylgdist agndofa með myndinni Babies.
05.júl. 2010 - 08:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Fullkomið? ... je ræt!

Best er að vakna á undan ungunum - þá hefur maður betri yfirsýn yfir allt og alla í stað þess að elta verkefnin uppi daginn á enda.

Oftar er það þó Tvistur sem klifrar upp í rúm og tilkynnir bæði komu sína og þá staðreynd að nú sé kominn dagur. Á þeim tímapunkti er snjallt að drífa sig á fætur og í strigaskóna. Þeim er svo lagt um það bil 15 klukkustundum síðar.

 


13.maí 2010 - 13:29 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Með kúk í poka

Hvar sem er. Hundurinn staldrar við, þefar og gerir sig líklegan. Á meðan hann kúkar horfir eigandinn niður og skáskýtur augunum út undan sér í leit að áhorfendum. Kúkurinn fær ekki að fara með í göngutúr.
23.apr. 2010 - 13:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Afsakanir á þrotum, vigtin er EKKI BILUÐ

Naomi Watts í göngu með ungann. Eftir barneign eru konur „löglega afsakaðar“, þær eiga að hafa eitthvað utan á sér. Bæði er það fullkomlega eðlilegt eftir meðgöngu og sumir segja nauðsynlegt að eiga varaforða fyrir brjóstagjöfina.
09.apr. 2010 - 08:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Horft, snert og tengt - MYNDIR

Hermann Helgi Árnason fær ástarjátningu frá pabba.
Endalaust er verið að rugla okkur í ríminu. Eitt sinn var tíminn sem barn og foreldrar eyddu saman talinn var mikilvægastur, því fleiri stundir því betra. ...


Hér er fjórða sería af feðrum með börnin... njótið.
12.mar. 2010 - 09:30 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Útbíuð í sýklum?

Átti samtal við hóp fólks í desembermánuði síðastliðnum. Þá var kúlan á undirritaðri farin að verða fyrirferðameiri og raunveruleikinn nálgaðist óðum. Nýr einstaklingur var væntanlegur innan tíðar.

Samtalið snerist um hreinlætis- og nú sprittæði nýbakaðra foreldra.  Hvort það væri óþarft, hvort hvítvoðungar hefðu kannski bara gott af „óhreinindunum“ sem fylgja okkur mannfólkinu.
05.feb. 2010 - 08:06 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Leggðu barnið á bakið!

Leggðu barnið til svefns á bakið. Hefurðu staðið þig að því að vakna um miðja nótt og athuga hvort barnið þitt dragi andann? Eitt af því sem foreldrar ungbarna óttast einna mest er að barnið þeirra hætti að anda, en hér á landi deyja um tvö börn í árgangi vöggudauða.
24.jan. 2010 - 12:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Í fangi pabba

Fallegir feðgar að tengja. Myndin var tekin án þeirra vitundar. Eigi par von á barni er athyglin og fókusinn yfirleitt á konunni. Allir vilja vita hvernig henni líður á meðgöngunni og hvernig fæðingin gekk. Jú, kannski er hinn verðandi faðir spurður hvort hann sé ekki  örugglega góður við konuna...
21.jan. 2010 - 08:30 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Þreytandi vinkona

Góð vinkona er mikils virði. Þolinmæði gagnvart óumbeðnum ráðleggingum kvenna er eitthvað sem nýbakaðar mæður þurfa margar að tileinka sér.
01.jan. 2010 - 14:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

„It´s a GIRL!“

Gullfalleg og nett. Drengur?

„Var hjartslátturinn hraður?“

Já, hún var að tala um það, ljósan sem skoðaði mig.

„Þá er þetta stelpa, það er pottþétt.“

...

 

18.des. 2009 - 08:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Trúði ekki að þetta væri að gerast

Óðinn nýkominn í heiminn, hann var 5.5 merkur og 40 cm.

Í síðustu viku sögðum við sögu Hildar Guðjónsdóttur og mannsins hennar, Ýmis Vésteinssonar. En það var aðeins fyrsti hluti. Hér segir frá aðraganda fæðingar tvíburanna Óðins og Védísar sem komu tólf vikum fyrir áætlaðan fæðingardag. 

Frásögnin sem birtist síðasta föstudag, má skoða hér

11.des. 2009 - 08:12 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Það sem allar barnshafandi konur óttast

Ægir tveggja tíma gamall, sæll í fangi pabba. Hann fæddist í janúar 2008 eftir 39 vikna meðgöngu og var 14 merkur og 50,5 cm.

Hildur Guðjónsdóttir og Ýmir Vésteinsson höfðu reynt að eignast barn í þrjú ár áður en tvíburarnir komu í heiminn. Eftir rannsóknir kom hormónaójafnvægi í ljós hjá Hildi, egg stækkuðu og þroskuðust sem skyldi, en eggjastokkarnir losuðu eggin ekki út í eggjaleiðarana.

04.des. 2009 - 08:45 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Frétti rétt fyrir fæðingu að von væri á barni

Elin Nolsöe Grethardsdottir gengin 35 vikur. Fimm vikum síðar fæddist gullfalleg stúlka. Myndin er tekin af stoltum verðandi föður. Ég er með bókina í láni frá bókasafni og dett ofan í hana aftur og aftur, það er eitthvað heillandi við fæðingarsögur kvenna.
26.nóv. 2009 - 08:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Bumbugerðarmenn óskast

Sóley Kristjánsdóttir gengin 8 mánuði. Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari tók myndina.

Eftir að auglýst var eftir myndum af barnshafandi konum til að birta á Barnapressunni létu viðbrögðin ekki á sér standa. Í pósthólfið streymdu inn myndir af fallegum kúlum. Og það skemmtilega við þetta allt hefur verið að sjá hve konur eru stoltar af bumbunni og því þrekvirki sem meðganga getur verið.

18.nóv. 2009 - 10:00 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Ju minn, hvað þú ert gasalega lekker!

Þetta eiga sumar konur erfitt með að þola. Barnshafandi fær gjarnan hrós þegar hún fitnar lítið, eða athugasemdir um hve myndarleg (leyniorð yfir ægilega stór) kúlan sé, hafi hún bætt töluvert á sig. Útlit, þyngd og stærð kúlu barnshafandi kvenna er „löglegt“ umræðuefni hvar og hvenær sem er.
09.nóv. 2009 - 13:53 Katrín Brynja Hermannsdóttir

Matnum grýtt í gólfið!

„Lababæ, Lababæ...“ sönglaði tveggja ára klukkan 07:15 í morgun og rölti á náttfötunum fram í stofu. Pabbanum tókst að leiða athygli hans að öðru, klæða hann og setjast við morgunverðarborðið. Sá eldri alveg með á nótunum og finnst þetta allt heldur spaugilegt.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Katrín Brynja Hermannsdóttir
Er umsjónarmaður Barnapressunnar á Pressunni, þar sem fjallað er um allt sem viðkemur meðgöngunni, barnauppeldi og fjölskyldulífinu í víðum skilningi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar