26.mar. 2012 - 09:00 Jóna Júl

Um einkenni RSD/CRPS

Ég skrifaði pistil um að aþjóðlegi vitundarvakningarmánuður RSD sé í apríl, eflaust hafa einhverjir lesið sér til um að hann sé í nóvember. En þetta er misjafnt eftir hvaða samtök eiga í hlut. Apríl er mánuður sem spilar stórt hlutverk í að vekja athygli á sjúkdómnum, sérstaklega í Bandaríkjunum en er farið að breiðast út víðast annarsstaðar í stærri löndunum þar sem þeir hafa margar uppákomur í apríl. Nóvember er sá mánuður sem menn hafa komið sér saman um, en miðað við virkni hinna ýmsu samtaka er nærri lagi að taka apríl sem þann mánuð sem hvað mesta vitundarvakningin á sér stað. Það eru flestar uppákomur sem samtök um allan heim standa fyrir haldnar í apríl.
19.mar. 2012 - 12:00 Jóna Júl

Alþjóðlegi RSD/CRPS mánuðurinn

Í apríl er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður RSD/CRPS sjúkdómsins, þar sem lögð er sérstök áhersla á að vekja athygli á þessum sjaldgæfa og lítt þekkta sjúkdómi.
06.jan. 2012 - 09:00 Jóna Júl

Nýtt ár- nýjar væntingar- ný áramótaheit

Nýtt ár er komið og ég vona að allir hafi haft það gott yfir jólin og áramót. Ég hef allavega haft það rosalega gott og átt mín bestu jól og áramót í 5 ár, þvílíkur sigur og þvílík dásemdar jól.
01.des. 2011 - 14:00 Jóna Júl

Opið bréf til velferðarráðherra

Kæri Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra,

Það er jú á þínum snærum sem velferðarráðherra að vera ráðherra yfir heilbrigðismálum hér á landi og mig langar til að koma með fyrirspurn handa þér en fyrst segja þér aðeins frá raunum mínum. Reyndar er þetta bara brotabrot af því sem ég hef þurft að þola að hálfu okkar „frábæra“ heilbrigðiskerfis. 


13.okt. 2011 - 17:00 Jóna Júl

Að hafa glasið hálffullt eða hálftómt

Ég hef yfirleitt vanið mig á að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og þeim aðstæðum sem ég hef lent í, reynt að horfa á broslegu hliðarnar í aðstæðunum sem ég er í og oft á tíðum hefur það bjargað mér. Hér eru nokkur dæmi um hvernig ég hef reynt að gera hlutina sem eru kannski ekkert sniðugir að sniðugum hlutum:
09.okt. 2011 - 12:00 Jóna Júl

Ég á mér draum

Þessa merku setningu sem allir þekkja sagði Martin Luther King í ræðu þann 28. ágúst 1963. Hann átti sér nefnilega stóran draum, sem margir héldu að aldrei yrði að veruleika, en annað er að koma á daginn. Bandaríkin eiga nú svartan forseta og líf blökkumanna hefur batnað til muna, þökk sé meðal annars Martin Luther King. 
27.sep. 2011 - 07:55 Jóna Júl

Öll hjól gangverksins verða að virka

Það er erfitt að vera Sandgerðingur í dag, allir eru niðurbrotnir eftir sorglegan atburð. En við búum í góðu bæjarfélagi og við hlúum hvert að öðru og þvílíkur samhugur sem er í bænum. 
18.ágú. 2011 - 18:00 Jóna Júl

Listin að njóta þess sem við höfum

Það er ótrúlegt þegar maður verður fyrir erfðri lífsreynslu eða áföllum að þá fyrst fer maður að sjá góðu dagana og þakka fyrir þá.
08.ágú. 2011 - 19:00 Jóna Júl

Hlaupið til góðs, bara fyrir útvalda

Ég hef skrifað um að ég sé með sjaldgæfan taugasjúkdóm en við erum að starta félagi fyrir sjúklinga og aðstandendur. Við hittumst nokkrar á fundi fyrir hálfu ári síðan og vorum að vinna forvinnuna fyrir stofnun félagsins. Þegar við könnuðum málið með hvort félagið þyrfti að vera skráð með kennitölu var okkur ráðlagt að skrá það ekki strax, bæði þar sem við vorum að byrja og félagið svo lítið að kennitala væri óþörf. 
17.maí 2011 - 18:00 Jóna Júl

Veikindi er líka mál fjölskyldunnar

Við Íslendingar eigum rosalega gott heilbrigðiskerfi og hvað þá þegar kemur að þekktum sjúkdómum. En þegar um sjaldgæfari sjúkdóma er að ræða er róðurinn erfiðari fyrir þá einstaklinga því oft treysta læknar sér bara einfaldlega ekki til að taka þessi erfiðari mál í sínar hendur og hvað gera sjúklingarnir þá?

Pressupennar
Í stafrófsröð