31.maí 2017 - 14:14 Jón Óðinn Waage

Eftir lifir minningin um yndislegan dreng

Ég var þjálfari hjá ungmennafélaginu Samherja í Eyjafjarðarsveit. Eitt af því sem ég gerði þar var að sækja krakka á leikskólann þar í Eyjafjaraðrsveit, fara með þau á æfingu á íþróttavöllinn eða í íþróttahúsið og skila þeim svo aftur á leikskólann. Sá árgangur sem ég var lengst með var 2004 árgangurinn. Ég byrjaði með þau þegar þau voru 4 ára og var með þau í fimm ár.
19.maí 2015 - 09:00 Jón Óðinn Waage

Ompi

Stúlkan stóð á gangstéttinni og horfði yfir götuna.  Hún horfði á stóra húsið, í þessu húsi yrði vandi hennar leystur, en hún vissi líka að þar myndi hún fá ör á sálina sem aldrei myndi gróa.  Hörundslitur hennar var mjög dökkur, næstum því svartur.  Þannig litu þeir út sem voru í lægsta þrepi stéttaskiptingarinnar á Indlandi, stéttleysingjarnir, hinir ósnertanlegu eins og þeir sem ofar voru kölluðu þá.  Stúlkan vissi alveg hvert hlutskipti hennar yrði í lífinu, hún ætti aldrei möguleika.  Hún var sátt við það, hún vonaði að í næsta lífi myndi hún færast upp um þrep, það hafði henni verið kennt.  En hún var ekki sannfærð, þess vegna horfði hún á húsið. 
05.maí 2015 - 15:57 Jón Óðinn Waage

Þessi duglega fallega fjölskylda er fæld úr landi

Hann er 31 árs, hún 27 ára.  Þau eiga tvær litlar dætur, sú eldri er fjögurra ára og sú yngri á fyrsta ári.  Bæði eru þau hraust og dugleg til vinnu.  Hann vinnur sem vélamaður en hún hefur unnið um kvöld og helgar á dvalarheimili aldraðra.  Það telst ekki fullt starf en með því að vera heima hjá dætrum sínum á daginn þá sparar hún sér dagvistun svo að peningalega kemur það betur út.
03.maí 2015 - 08:00 Jón Óðinn Waage

Vitlaus: Af engri ástæðu braut ég stöðugt niður sjálfstraust hans

Við vorum saman í bekk í tvö ár á unglingsárunum.  Við æfðum líka saman handbolta.   Hann var ljúfur drengur sem að aldrei sagði styggðaryrði við nokkurn mann.  Ég veit ekki hvers vegna ég fór að koma illa fram við hann, ég hafði enga ástæðu til þess. 
28.apr. 2015 - 07:00 Jón Óðinn Waage

Hvítklæddi töffarinn

Ætli það hafi ekki verið árið 1972.  Ég var 9 ára og hafði dvalið lengur á fótboltavellinum en ég mátti, það var komið langt fram á kvöld, laugardagskvöld.  Til að komast heim þurfti ég að ganga í gegnum miðbæinn á Akureyri.
26.apr. 2015 - 13:30 Jón Óðinn Waage

Jökulsárnar: Við minnumst hans með hlýhug

Við vorum fjórir í bílnum, ég, bræðurnir Jón og Þorsteinn og Hjalti faðir þeirra.  „Stoppum hér“ sagði Jón, „ég þarf að skoða mig aðeins um.“  Við fylgdum Jóni út úr bílnum og gengum  niður að gljúfurbrúninni.  Allir horfðum við niður á ánna sem að rann niður í gljúfrinu.  „Það er ekki þessi“ tilkynnti Jón, „það er hin.“
20.apr. 2015 - 13:13 Jón Óðinn Waage

Myndbandið: Gönguferð yfirfull af gleði en líka sorg

Hann æfði hjá mér í nokkur ár en hætti svo, ég hélt ekki sambandi við hann, hafði ekki náð að mynda þau tengsl, hann var of þægilegur, krafði mig ekki um að rétta út hjálparhöndina.  Hann náði ekki tvítugsaldri, í huga hans var myrkur sem að hann bar ekki á borð fyrir aðra, það náði yfirhöndinni og fékk hann til að ljúka þessu lífi.
16.apr. 2015 - 14:10 Jón Óðinn Waage

Mannréttindi: „Maður á ekki að fá að hræða börn og valda þeim kvíða“

Ég var tvítugur þegar ég hóf þjálfunarferil minn. Þetta var ekki starf sem ég hafði hugsað mér, ég var beðinn um að mæta til að aðstoða á fyrstu æfingu á byrjendanámskeiði í júdó.  Ég mætti og fimmtíu krakkar en þjálfarinn mætti ekki.  Ég sat uppi með starfið og geri það enn.
06.apr. 2015 - 10:38 Jón Óðinn Waage

Nanna litla

Hún horfði á litlu systur sína þar sem að hún lá í fanginu á henni.  Þær systur sátu í skjóli sunnan við bæjarvegginn, sólin gægðist af og til á milli skýjanna og þegar hún gerði það þá hlýjaði hún þeim systrum.  Þannig var það núna, ylurinn frá sólinni færði höfga yfir þær svo að sú yngri sofnaði í fanginu á þeirri eldri. 
16.mar. 2015 - 14:25 Jón Óðinn Waage

Við Gunnar

Haustið 1997 vorum við Gunnar Níelsson æskuvinur minn ráðnir sem spinning kennarar í Vaxtaræktinni á Akureyri.  Að því tilefni vorum við félagar sendir til Reykjavíkur á 4 daga námskeið í þessum fræðum sem Jónína Ben stóð fyrir.  Af námskeiðinu sjálfu má segja margar sögur, t.d. hvernig líkamlegt ástand okkar félaganna var orðið eftir að sitja 8 tíma á dag á þrekhjóli í 4 daga, en best er að sleppa því. 
11.mar. 2015 - 11:45 Jón Óðinn Waage

Stjarna á einni nóttu en yfirgaf heiminn vinafár - Viðurkenning sem kom of seint

Hann var innan við tvítugt er hann fór með vini sínum á skemmtun þar sem ungu fólki var boðið að sýna getu sínu í söng.  Hann ætlaði ekki að taka þátt, fylgdi bara vini sínum.  En hann var í eðli sínu grallari sem að alltaf var til í fjör, svo hann stökk upp á svið og greip hljóðnemann.  Það átti samt bara að vera létt grín.  Stjórnendum skemmtunarinnar fannst þetta ekkert fyndið, alls ekki.  En þeim fannst þessi ungi maður hafa afar fallega rödd, flauelsmjúka og seiðandi sem gat líka farið upp og niður tónstigann áreynslulaust. 
06.mar. 2015 - 14:33 Jón Óðinn Waage

Uppgjöf: Þetta var áfall og ég er enn að reyna jafna mig

Sum verk eru ekki auðveld en þau þarf samt að vinna.  Ég tók eitt slíkt að mér, að vísu óumbeðinn, en þetta verk var svo erfitt að enginn gat beðið nokkurn mann að taka það að sér.  Verkið var að leiðrétta rangar skoðanir á netinu.
21.feb. 2015 - 13:08 Jón Óðinn Waage

Sendiferðin: Þetta er lítill heimur

Ég hef líklega verið á sjöunda ári. Amma taldi í mig kjark að fara sendiferð út í kjörbúð KEA sem stóð nokkuð norðar í sömu götu og við bjuggum. Þetta var mín fyrsta sendiferð, kjarkurinn var enginn svo fyrir mig voru þetta þung spor. Amma setti aura í buddu ásamt miða sem á stóð hvað ég ætti að kaupa. Meðferðis hafði ég snjóþotu til að draga innkaupin á.
18.feb. 2015 - 12:55 Jón Óðinn Waage

Ég er brúnkufíkill: Kláraði 10 tíma kort á sólarhring

Ég er brúnkufíkill, ég verð að vera brúnn.  Ég er mjallahvítur á hörund frá náttúrunnar hendi, það er hægt að sjá það undir höndunum á mér og líka á öðrum stað á líkamanum sem ekki er til sýnis. Það tók mig mörg ár að verða brúnn.  En eftir að það hafðist hef ég ekki orðið hvítur aftur.  Ég hef gert margt til að bæta við brúna hörundslitinn.
09.feb. 2015 - 21:45 Jón Óðinn Waage

Raunsýni: Höfum sett stefnuna á að flytja úr landi

Ég og Inga mín eigum saman 7 börn, ég 4 og hún 3.  Við erum bæði búin að missa trúna á yfirstjórn landsins, það skiptir engu máli hvaða flokkar er við stjórn, völdin eru annars staðar.
21.jan. 2015 - 07:00 Jón Óðinn Waage

Í símanum var þáverandi framkvæmdastjóri LÍÚ

Ég vann í allnokkur ár á lítilli lögmannstofu hér í bæ. Mitt hlutverk var að sjá um innheimtuna. Við vorum að vinna fyrir lítið tryggingafélag. Krafa á mann sem var með litla útgerð austur á landi var komin í lögfræðiinnheimtu.
11.jan. 2015 - 14:43 Jón Óðinn Waage

Góðu og vondu gæjarnir

Upp úr miðri síðustu öld, þegar ég var krakki, þá lærði ég að kommúnistar væru vondu kallarnir, reyndar sérstaklega ef þeir voru sovéskir en líka þessir kínversku, þeir voru bara lengra í burtu svo minni hætta var á að þeir myndi sprengja okkur. 
31.des. 2014 - 17:00 Jón Óðinn Waage

Get ég sett mig í spor þessa unga manns?

Hann var 19 ára, myndarlegur og heillandi, markvörður unglingalandsliðsins í fótbolta.  Hann bjó í landi þar sem einræðisstjórn réði ríkjum.  Í nokkrum löndum í svipaðri stöðu höfðu svipuð stjórnvöld hrakist frá völdum eftir að almenningur stóð saman og mótmælti. 
25.des. 2014 - 14:55 Jón Óðinn Waage

Saga af ótrúlegu góðverki

Leikfélag bæjarins var að sýna vinsælt barnaleikrit. Þetta var fyrir daga myndbanda og sjónvarps svo að sýning sem þessi var kærkomin tilbreyting í lífi barna bæjarins. Enda var aðsóknin mikil, löng biðröð barna beið eftir að fá keyptan miða.
21.des. 2014 - 12:05 Jón Óðinn Waage

Ég er fallegri en mig minnti

Í kringum 40 ára aldurinn fór sjón minni að hraka. Hingað til hef ég látið duga að kaupa mér gleraugu sem kosta örfáa hundrað kalla. Sjóninni hefur nú hrakað svo mikið að ég er kominn í +4,25 til að lesa og +2 til að sjá í kringum mig. Svo er ég með sjónskekkju líka.
15.des. 2014 - 13:30 Jón Óðinn Waage

Trú: Ekki talað um þetta þegar ég var barn

Þegar ég var barn um miðja síðustu öld var eins og nú stöðugt alið á ótta.  Þá voru það kjarnorkusprengjur og kommúnistar sem bar að óttast.  Þetta lagðist þungt á mig.  Ég fann skjól í trúnni.
09.des. 2014 - 14:14 Jón Óðinn Waage

Mér finnst þetta heimska

Ég þekki konu sem að árum saman vann við ræstingar hjá opinberu fyrirtæki. Þær voru tvær sem unnu við þetta. Stundum þegar þær mættu til vinnu voru starfsmenn enn að störfum. Þá komu þær bara aftur eða settust niður og fengu sér kaffi með sumu af starfsfólkinu enda þekktu þær vel allt starfsfólkið og voru í góðum tengslum við það. Svo þegar kom að þrifunum þá var þrifið það sem þurfti að þrífa, ekkert hugsað um hvar óhreinindin voru. Launin voru ekkert merkileg en ágæt viðbót við aðra vinnu enda báðar í láglaunastörfum svo ekki veitti af aukatekjum.
04.des. 2014 - 12:21 Jón Óðinn Waage

Sonur minn fæddist með alvarlegan hjartagalla

Það er verið að rústa heilbrigðiskerfinu hér á landi. Það er óskiljanlegt. Árið 1997 eignaðist ég son. Hann fæddist með alvarlegan hjartagalla. Í dag er hann hraustur ungur maður. Það er vegna þess að við eigum frábært heilbrigðisstarfsfólk.
26.nóv. 2014 - 11:46 Jón Óðinn Waage

Samhygð

Fyrir tæpum 18 árum eignaðist ég son.  Hann var með alvarlegan hjartagalla og þurfti að fara erlendis í aðgerð.  Allt gekk upp og í dag er hann hraustur og heilbrigður, þökk sé afburða heilbrigðisstarfsfólki.  Talsverður kostnaður féll á mig vegna þessa, ég var ekki illa stæður en heldur ekki efnaður svo að þetta var dálítill skellur.  Velviljað fólk efndi til samskota og safnaði peningum sem að komu sér afar vel.  Ég var þessu fólki mjög þakklátur en samt voru tilfinningar mínar blendnar.  Stoltið var sært. 
17.nóv. 2014 - 13:55 Jón Óðinn Waage

Monet og ég

Inga konan mín er myndlistarkona. Ég hef aldrei haft skilning á myndlist. Við vorum í París.  Hún hefur mikið dálæti á Monet, svo ég fylgdi henni á listasafn þar sem sjá mátti verk eftir hann. 

Jón Óðinn Waage
Júdóþjálfari
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar