29.ágú. 2011 - 09:00 Jón Magnússon

Rammaáætlun og rósagarður

Þau Ársveigur og  Fjólmunda sem bæði eru af verðbótakynslóðinni, hafa  búið við kröpp kjör.  Það varð þeim þó til happs og verulegrar búbótar að eiga landskika sem var það gjöfull að þau hjónin gátu ræktað allt sitt grænmeti sjálf og það án þess að þurfa að greiða ofurskatta af vinnunni við ræktunina. Auk heldur gat Ársveigur gengið í hús og selt umframbirgðir af kartöflum, rófum og gulrótum þegar vel áraði. Þau töluðu stundum um það hjónin að þau hefðu ekki komist af ef garðskikinn hefði ekki verið svona gjöfull.
25.ágú. 2011 - 12:00 Jón Magnússon

Fjölmenning og hagsmunir þjóðar

Í Bretlandi er kerfið að sligast undan því að um 270.000 ólöglegir hælisleitendur eru í landinu. Vegna flókins regluverks við að koma ólöglegum innflytjendum burt þá kostar það gríðarlega peninga fyrir skuldsettan ríkissjóð Bretaveldis. Löglega hafa komið til Bretlands hundruð þúsunda fólks á þessari öld  þ.á.m. um 550.000 Pólverjar svo dæmi sé nefnt. Þessi gríðarlegi innflutningur fólks veldur auknu atvinnuleysi og gríðarlegu álagi sem erfitt sé að leysa úr.
04.ágú. 2011 - 13:00 Jón Magnússon

Valdastétt og hroki

Stjórnlagaráðsmaðurinn Illugi Jökulsson er öðrum betur til þess fær að gera sér grein fyrir sannleikanum sem tilheyrir sumum en ekki öðrum.  Í samræmi við það skiptir hann Íslendingum í tvo flokka þ.e. þjóðina og valdastéttina.  Sjálfur er hann þjóðin en þeir sem eru honum ekki sammála tilheyra valdastéttinni.  Þessi málatilbúnaður minnir  á málflutning talsmanna alræðisflokka í byrjun og um miðja síðustu öld.
02.ágú. 2011 - 10:00 Jón Magnússon

Til hvers stjórnlagaráð?

Ekki verður annað skilið af fréttum en mikil vanþekking sé á því hvað stjórnlagaráð átti að gera hvaða heimildir það hafði og hvernig skuli farið með frumvarp þess.
20.júl. 2011 - 21:30 Jón Magnússon

Eru allir jafnir fyrir lögum?

Í mars 2009 ákvað Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að lána VBS fjárfestingabanka 26 milljarða og Sögu Capital fjárfestingabanka 19 milljarða.   Í apríl 2010 ákvað Steingrímur að búa til ný fjármálafyrirtæki á grunni Byr sparisjóðs og Sparisjóðs Keflavíkur, þegar þessir  bankar fóru í þrot um 15 mánuðum eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum. 
27.jún. 2011 - 10:00 Jón Magnússon

Steingrímur, Ölstofan og bifreiðahlunnindi ráðherra

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, brá sér  á Ölstofuna í einkaerindum, til fundar við nafngreinda menn. 
22.jún. 2011 - 14:00 Jón Magnússon

Gróft brot á friðhelgi einkalífs

Í Seðlabanka Íslands eru stunduð umfangsmikil og fordæmalaus skoðun á íslenskum almenningi.  Bankinn safnar upplýsingum um gjaldeyrismillifærslur, erlendar kreditkortaúttektir, tollafgreiðsluskýrslur og hreyfingum á gjaldeyrisreikningum. Skrár með þessum upplýsingum eru samkeyrðar. Engar hámarksfjárhæðir eru settar fyrir þessari iðju Seðlabankans. Engar kröfur eru gerðar til þess að grunur leiki á refsiverðu athæfi einstaklinga.  
07.jún. 2011 - 17:00 Jón Magnússon

Hvar er Umboðsmaður Alþingis?

Ólafur Arnarson, hagfræðingur, skrifaði athyglisverða grein á Pressunni í síðustu viku. Í greininni benti Ólafur réttilega á það að fjármálaráðuneytið hefði tekið að sér að vera leppur fyrir eignarhlut kröfuhafa í Byr hf.  Ólafur vakti sérstaka athygli á því að þetta hefði verið samþykkt af eftirlitsaðilum án þess að fyrir því væri lagastoð. 
16.maí 2011 - 13:00 Jón Magnússon

Hús- og líkamsleit í boði viðskiptaráðherra

Fyrir nokkru vakti ég athygli á takmarkalausri heimild Seðlabankans til víðtækra persónunjósna.  Seðlabankinn hefur heimildir til að skoða allar gjaldeyrismillifærslur, kreditkortafærslur og innflutnings-og útflutningsskýrslur  hjá einstaklingum.  Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók málið upp á Alþingi, kom í ljós að Árni Páll Árnason, efnahagsráðherra, er eindreginn stuðningsmaður Stasi-heimilda Seðlabankans og varði þær með sama hætti og kommúnistar  Berlínarmúrinn á árum áður. 
12.maí 2011 - 17:00 Jón Magnússon

Fjölmiðlar og fréttamennska

Undanfarið hafa íslenskir fjölmiðlar iðulega vanrækt að segja fréttir en hafa talið eðlilegt að birta tilbúnar fréttir sem eru í raun auglýsing frá ríkisstjórninni eða málatilbúnaður til að koma ákveðnum áróðri á framfæri. 
02.maí 2011 - 14:00 Jón Magnússon

Hvaða máli skipta lög og reglur?

Tvær sjálfstæðar stjórnsýslustofnanir Seðlabankinn og Samkeppniseftirlitið eru ósammála um afgreiðslu  máls. Upp er kominn réttarágreiningur á milli þessara stofnana eins og getur gerst.  Samkeppniseftirlitið vill fá ákveðin gögn sem eru í vörslum Seðlabankans, en Seðlabankinn telur þessi gögn bundin þagnarskyldu og hafi verið aflað í öðrum tilgangi en vegna rannsóknar  samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið ákvað að láta reyna á rétt sinn með því að leggja dagsektir á Seðlabankann. Seðlabankinn getur skotið málinu til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og til dómstóla eftir atvikum í framhaldi af því.  Þannig er réttarágreiningur afgreiddur í réttarríki.
23.apr. 2011 - 17:00 Jón Magnússon

Ólafur Ragnar og Karl Bretaprins

Á blómatímum útrásarinnar flaug Ólafur Ragnar Grímsson hinn ástsæli forseti þjóðarinnar fram og til baka og aftur og fram í einkaþotum íslenskra útrásarvíkinga sem og erlendra. Á þeim tíma þótti það hin versta goðgá að gagnrýna forsetann eða forsetafrúna fyrir dálæti þeirra á og daður við verstu birtingarmyndir alþjóða auðvaldsins.
30.mar. 2011 - 17:30 Jón Magnússon

llur fengur illa forgengur?

Minni hluti Alþingismanna ákvað að sniðganga Hæstarétt og tilnefna umboðslaust fólk til að endurskoða stjórnarskrána.  Fólkið er valið með vísan til ólögmætra kosninga til stjórnlagaþings. Aðeins einn af þeim sem minni hluti Alþingis tilnefndi til að sitja í umboðslausu stjórnlaganefndinni, Inga Lind Karlsdóttir hefur það siðferðisþrek að neita að taka þátt í þessari afskræmingu stjórnskipunarinnar.
16.mar. 2011 - 18:00 Jón Magnússon

Þið berið ábyrgð á ofurlaunum Árni Páll og Steingrímur

Ráðherrarnir Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon hafa allar heimildir til að taka á ofurlaunum í bönkum og hjá skilanefndfum og slitastjórnum. Vilji er allt sem þarf. Ofurlaunin í bankakerfinu eru á ábyrgð þessara ráðherra.
10.mar. 2011 - 12:50 Jón Magnússon

Aðför ríkis og verkalýðshreyfingar að fólkinu í landinu

Vísitölubundin lán hækka og hækka. Höfuðstóll þeirra hefur hækkað um meira en 10% frá bankahruninu.
07.mar. 2011 - 11:00 Jón Magnússon

Siðferðisvandi þingmannsins

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður skrifar athygliverða og góða grein í Fréttablaðið í dag sem hún nefnir „Siðferðisvandi stjórnsýslunnar.“ Í greininni segir þingmaðurinn m.a. „Í opinberri stjórnsýslu skiptir miklu að siðferði og starfshættir séu svo vel samofnir að ekki verði sundur skilið.“ 
06.mar. 2011 - 17:00 Jón Magnússon

Hafa skal það sem sannara reynist

Í gær birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að forseti Alþingis hefði fengið skýrslu stjórnlaganefndar og ætlaði sér ekki að birta skýrsluna.  Þessi frétt varð mér tilefni til að senda frá mér pistil hér á síðunni undir heitinu „Leyniplaggið.“ 
05.mar. 2011 - 16:00 Jón Magnússon

Leyniplaggið

Forseti Alþingis hefur ákveðið að þjóðin fái ekki að sjá skýrslu stjórnlaganefndar alla vega ekki fyrr en annað verður ákveðið.   Skýrsla stjórnlaganefndar hefur eftir því sem næst verður komið að geyma sjónarmið og álit nefndarinnar varðandi breytingar á stjórnarskránni. Forseta Alþingis finnst mikilvægt að þau sjónarmið komi ekki fyrir augu almennings í landinu þar sem þau voru upphaflega ætluð stjórnlagaþingmönnum, en engin slíkur er til.  Þar sem enginn innvígður í stjórnarskrármál er nú fyrir hendi að mati forseta Alþingis þá skal engin fá að sjá skýrsluna nema hún og e.t.v . leyfir hún Jóhönnu að lesa hana yfir öxlina á sér.
02.mar. 2011 - 18:00 Jón Magnússon

Olíufurstinn afsakar okrið

Í umræðum á Alþingi á þriðjudag kvörtuðu þingmenn undan háu bensín- og olíuverði. Olíufursti þjóðarinnar Steingrímur J. Sigfússon, sem tekur meir en helming af verði hvers olíu- og bensín lítra sagði við það tækifæri að hann mundi hvergi slá af skattheimtu sinni þrátt fyrir ofurhækkun á olíu  Jafnframt sagði olíufursti þjóðarinnar að þessi ofurskattlagning væri réttlætanleg til að knýja bíleigendur til að taka upp vistvænni orkugjafa.01.mar. 2011 - 10:00 Jón Magnússon

Nýja Ísland

Við myndun ríkisstjórnarinnar hallmæltu forsætis- og fjármálaráðherra forverum sínum og stjórnsýslunni og sögðu að það þyrftu til að koma ný vinnubrögð sem leysa ættu af hólmi þá óhæfu sem að þeirra mati hafði viðgengist.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Jón Magnússon
Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar