20.des. 2012 - 10:53 Jón Kristjánsson

Ég ætla að kjósa Framsókn

Mér brá þegar ég las grein eftir Guðna Ágústsson, flokksbróður minn og fyrrverandi samstarfsmanns í áratugi, í Morgunblaðinu hinn 18. desember.
24.mar. 2010 - 11:38 Jón Kristjánsson

Stöðugleiki í skötuselslíki

Frá undirritun stöðugleikasáttmálans. Hinn makalausi fiskur skötuselur hefur nú komið heldur betur í sviðsljósið, og birtast nú myndir af honum gapandi á hverjum degi.   Þá geta menn séð hvernig þetta lostæti lítur út á upp úr sjó, eins og sagt er.  En nóg um það.
01.feb. 2010 - 12:03 Jón Kristjánsson

Skilaboðin frá útvarpi allra landsmanna

Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ríkisútvarpið glímir nú við niðurskurð eins og aðrar stofnanir í þessu samfélagi og ekki skal lítið úr því gert að þar er vandasamt verkefni við að glíma.   Forgangsröðunin er þó slík að ég get ekki orða bundist.   Meðferðin á svæðisútvörpunum á Austurlandi og Vestfjörðum er slík að hún telst alvarleg skilaboð til landsbyggðarinnar.   Nú er ég ekki að halda því fram að þessi starfsemi eigi að vera undanþegin sparnaði, en mér skilst á þeim fréttum sem hafa borist að ætlunin sé að leggja starfsstöðvarnar niður á Vestfjörðum og Austurlandi og selja húsnæði Ríkisútvarpsins á Egilsstöðum og þau tæki sem þar eru.
11.jan. 2010 - 15:00 Jón Kristjánsson

Endurskoðun stjórnarskrárinnar: Er lag núna?

Ég fékk þá reynslu á endasprettinum í stjórnmálunum að stýra nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar.   Sú nefnd sendi erindi á sínum tíma til Geirs Haarde forsætisráðherra að breyta lögum þannig að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til alþingiskosninga.  Með því gæfist tækifæri til þess að kjósa eingöngu um stjórnarskrárbreytingar.   Þetta frumvarp var aldrei flutt og tímaleysi nefnt sem ástæða þess.

01.des. 2009 - 11:13 Jón Kristjánsson

Fullveldi og samstarf við önnur ríki

Samskipti fullvalda ríkis við aðrar þjóðir hefur löngum verið umræðuefni í stjórnmálum á Íslandi.    Tilvitnanir og fullyrðingar um að fullveldið sé í hættu eru tíðar.   
26.nóv. 2009 - 11:14 Jón Kristjánsson

Framhaldssagan um flugvöllinn

Enn er Reykjavíkurflugvöllur kominn í umræðuna og nú vegna bollalegginga um að breyta um kúrs og byggja flugstöð norðan núverandi flugstöðvar.  Áformin um byggingu samgöngumiðstöðvar norðan Loftleiðahótelsins virðast hafa truflast og kominn upp þessi vinkill á málinu.
02.nóv. 2009 - 12:59 Jón Kristjánsson

Stóra hrútamálið

Það gengur á ýmsu í þjóðfélagsumræðunni.  Sem fyrr eru efnahagsmálin og kreppan efst á baugi.    Hins vegar skýtur upp öðrum málum og eitt slíkt er að verða  fyrirferðarmikið . Það varðar útigangsfé vestur í Tálkna,  aðallega hrúta að sögn.    Ýmsir hafa sterkar skoðanir á því að hér þurfi að halda villifjárstofn og það jaðri við náttúruspjöll að smala þetta landssvæði.
23.okt. 2009 - 13:16 Jón Kristjánsson

Væri ekki skynsamlegt að gæta orða sinna?

Ein af fáeinum jákvæðum fréttum undanfarinna mánaða er að vöruskiptajöfnuður er nú hagstæður.   Það er mikilvægt eins og ástandið er.    Ég hjó eftir því í umfjöllum fjölmiðla nú nýverið að ein af hverjum fjórum krónum í útflutningsverðmæti kæmi úr einu sveitarfélagi á Austurlandi sem er Fjarðarbyggð.    Þar munar mest um álverið á Reyðarfirði en í þessu sveitarfélagi er einnig gríðarlega öflugur sjávarútvegur og hefur lengi verið og sú starfsemi skapar miklar útflutningstekjur. 
25.sep. 2009 - 15:43 Jón Kristjánsson

Tilfinningarótið kringum Davíð

Það er mikið tilfinningarót í kringum ráðningu Davíðs Oddssonar á Moggann.   Helmingurinn af þjóðinni er að fara af hjörunum vegna þessa máls og keppast menn nú um að lýsa því yfir að þeir ætli að segja upp blaðinu.  Aðrir halda því fram að nýjum áskriftum rigni inn.  
15.sep. 2009 - 11:44 Jón Kristjánsson

Norsku kosningarnar og íslenska flokkakerfið

Það verða ekki byltingar í norskum stjórnmálum eftir kosningarnar.    Sitjandi ríkisstjórn heldur velli í fyrsta sinn í kosningum í sextán ár.    Stoltenberg forsætisráðherra styrkir stöðu sína, og Hægri flokkurinn vinnur á, en Framfaraflokkurinn stendur í stað.   Niðurstaðan er að stærri flokkar vinna á, en hinir smærri annað hvort standa í stað eða tapa.   
09.sep. 2009 - 14:01 Jón Kristjánsson

Hugrenningar um heilbrigðismál

Skýrslur OECD um íslensk heilbrigðismál eru ekki ný tíðindi.   Ég minnist þess þegar ég var í heilbrigðisráðuneytinu að þessar skýrslur sáu dagsins ljós síðsumars, alltaf með þeim staðhæfingum að heilbrigðiskerfið íslenska væri of dýrt.    Síðan fylgdu venjulega leiðarar í Morgunnblaðinu þar sem undir þetta var tekið og slælegri frammistöðu við einkavæðingu var kennt um.
28.maí 2009 - 13:24 Jón Kristjánsson

Ómur úr fjarska í Draumalandinu

Þorfinnur Guðnason sendir okkur Skúla Thoroddsen svargrein við hugleiðingum okkar í Fréttablaðinu um Draumalandið.    Sérstaklega virðast fara í taugarnar á honum bollaleggingar um hvort myndin sé heimildarmynd eða áróðursmynd.   Það er skiljanlegt að höfundur ágætra heimildamynda sé viðkvæmur fyrir þessari umræðu.    Það verður hins vegar að hafa það.  Framleiðendur myndarinnar verða að þola mismundandi skoðanir á verkinu.   Ég sagði reyndar í grein minni að erfitt væri að draga skýrar markalínur á milli heimildar og áróðursmynda, og ég get til samkomulags fallist á að myndin sé  góð heimildarmynd um það sem þeir túlka neikvætt um  framkvæmdirnar  fyrir austan .  Öllu jákvæðu er sleppt.      Þess vegna er myndin áróður fyrir sjónarmiðum framleiðenda sinna.   Ef hún er það ekki, þá veit ég ekki hvað áróður er.
24.maí 2009 - 09:22 Jón Kristjánsson

Samstarf góðra granna.

Listahátíð stendur nú yfir og  fórum við hjónin í Þjóðleikhúsið til þess að sjá sýninguna „ Í Óðamannsgarði“ sem  er ópera sem flutt er í samvinnu íslenskra og færeyskra listamanna.    Það er einkar vel til fundið að vinna þessa uppsetningu með okkar góðu grönnum í Færeyjum.   Slíkt samstarf er lóð á þá vogarskál að efla tengsl þjóðanna sem er rétt og sjálfsagt.
19.maí 2009 - 13:32 Jón Kristjánsson

Brennandi spurningar

Ég var of bjartsýnn í hugleiðingum mínum hér á Pressunni á dögunum þegar ég velti fyrir mér fyrstu  gjörðum nýrrar ríkisstjórnar.   Ég endurtek þó að ég vona að henna gangi vel að ráða við sín risavöxnu verkefni.   Hins vegar sló ég því föstu að hún færi ekki að föndra við fyrningaleiðina í sjávarútvegi með öðrum stórverkefnum.   Þetta var vanmat.  Ég sé ekki betur en það eigi að drífa sig í fyrningu fiskveiðiheimilda.
15.maí 2009 - 08:38 Jón Kristjánsson

Til fundar við Draumalandið

Nú er verið að sýna myndina Draumalandið í kvikmyndahúsum og ég var einn af þeim sem fóru í bíó. Mér lék nokkur forvitni á að sjá myndina, ekki síst vegna þess að ég var að hluta til þáttakandi í þeirri atburðarás sem verið er að lýsa.
06.maí 2009 - 11:46 Jón Kristjánsson

Evrópumálin - verkefnin framundan

Nú berast fréttir af að Jóhanna og Steingrímur og þeirra fólk séu búin að lenda Evrópumálunum.   Lendingin er hörð, þótt ekki vilji ég halda því fram að um brotlendingu sé að ræða.   Niðurstaðan, ef marka má fréttirnar,er athyglisverð.    Ég hygg að það sé eins dæmi að ný ríkisstjórn hefji feril sinn þannig að fela einum ráðherra sínum að leggja fyrir Alþingi mál sem annar stjórnarflokkurinn er á móti og greiða þar atkvæði um það.   Þetta þýðir í raun frá sjónarhóli Samfylkingarmanna að Alþingi er ætlað að ganga yfir samstarfsflokkinn.
03.maí 2009 - 13:45 Jón Kristjánsson

Þögn um stjórnarmyndunarviðræður- skagfirskar rætur

Það er nú ljóst að stjórnarmyndunarviðræður munu taka minnst tvær vikur, eða jafnvel lengri tíma.   Ef litið er til sögunnar er það ekki langur tími, en nú eru aðstæður óvenjulegar.   Sitjandi stjórnarflokkar hafa meirihluta,  höfðu myndað ríkisstjórn fyrir nokkrum vikum og forustumenn þeirra nokkurn vegin slegið föstu  samstarfi  eftir kosningar.    Í ljósi þessara staðreyndar verður að líta á viðræðurnar.
27.apr. 2009 - 00:03 Jón Kristjánsson

Vinstri sveifla – að vinna sitt dauðastríð – ókeypis á þing

Nú er alþingiskosningum lokið.  Þær voru háðar í sérstæðasta andrúmslofti í stjórnmálum sem ég man eftir.    Mér eru í fersku minni kosningarnar 1978 þegar ég var fyrst í framboði.   Þá var vinstri sveifla eins og núna.   Þá voru uppi samsæriskenningar í stjórnmálum eins og núna, umræður um spillingu og jafnvel aðild stjórnmálaforingja að morðmálum.  
23.apr. 2009 - 14:01 Jón Kristjánsson

Atvinnumál – mútur – leyniskjöl

Kosningabaráttan var stutt í þetta sinn, og það er að vonum að mál séu ekki útrædd á þessum stutta tíma.   Reyndar er það svo að þjóðmálin eru aldrei  útrædd.
22.apr. 2009 - 08:26 Jón Kristjánsson

Hringekja sögunnar?

Niðurstöður skoðanakannana þessa dagana eru athyglisverðar.   Sú vinstri sveifla sem  sjá má í könnunum kemur ekki á óvart.    Áföll kapitalismans  hlutu að kalla á viðbrögð af þessu tagi, einkum fylgisaukningu Vinstri grænna.    Vandi er þó að sjá með hvaða ráðum þeir ætla að leiða okkur inn í framtíðina og undarlegt er hvað Samfylkingin virðist ætla að sigla lygnan sjó, en nóg um það.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Jón Kristjánsson
Fv. heilbrigðisráðherra og alþingismaður og ritstjóri um árabil.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar