13.apr. 2012 - 13:18 Jón Helgi Egilsson

Að brjótast út úr höftum

Í lokagrein sinni um skaðsemi gjaldeyrishaftanna bendir Árni Páll á eina lausn á vandanum – innganga í ESB, upptaka evru og „aðstoð“ Seðlabanka Evrópu.
05.apr. 2012 - 10:00 Jón Helgi Egilsson

Stöðugleiki að láni

Ef við flytjum meira inn en út þá er líklegt að íslenska krónan lækki.  Ef okkur gengur vel og við flytjum meira út en inn þá er líklegt að hún hækki.  Ef krónan sveiflast í takt við okkar efnahag þá er líklegt að hún stuðli að jafnvægi í tekjum og gjöldum.  Jafnvægi í tekjum og gjöldum stuðlar að stöðugleika í rekstri þjóðarbúsins.
13.okt. 2011 - 14:00 Jón Helgi Egilsson

Boomerang rök Seðlabankastjóra

Það er merkilegt afneitunarviðtal við Má Guðmundsson í Viðskiptablaðinu í dag. Á einum stað vill blaðamaðurinn heiðarleg svör um ábyrgð peningastefnunnar á hruni krónunnar. Ekki vill yfirhönnuður peningastefnunnar s.l. 15 ár kannast við ábyrgð og svarar:
08.apr. 2011 - 16:00 Jón Helgi Egilsson

Fjárfestum til framtíðar

Er það réttlátt og sanngjarnt að skattgreiðendum sé sendur reikningurinn þegar illa fer en einkabankar mati krókinn þegar vel gengur?  Gengur slíkt fyrirkomulag upp og er þetta fyrirkomulag sem hægt er byggja á til framtíðar?
16.mar. 2011 - 11:30 Jón Helgi Egilsson

Hið óhugsandi er alltaf að gerast

Það sem við vitum helst um framtíðina er að við þekkjum hana ekki. Icesave III er til allt að 35 ára.  Kostnaðarmat samningsins byggir m.a. á spá um þróun á fjármálamörkuðum. Spáð er um gengi gjaldmiðla, virði fjármálagjörninga, skráðra og óskráðra hluta- og skuldabréfa sem og tímaáætlun um útgreiðslur.
09.feb. 2011 - 12:30 Jón Helgi Egilsson

Hálfur sannleikur er oft versta lygin

Egill Helgason ræddi í gær umfjöllun Morgunblaðsins um kostnað vegna Icesave.  Þar er m.a. vitnað til einnar sviðsmyndar GAM Management sem gerir ráð fyrir 233 milljarða kostnaði.
07.feb. 2011 - 14:00 Jón Helgi Egilsson

Icesave: Dýr er Búðarhálsvirkjun öll!

Það er gefið í skyn á forsíðu Fréttablaðsins í dag að ávinningur af jákvæðu viðhorfi hins pólitíska Evrópubanka til Icesave réttlæti m.a. samning.  Slík „jákvæðni“ liðki fyrir láni til Búðarhálsvirkjunar og undir það tekur Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.  Er það svo í raun eða erum við enn einu sinni að sjá pólitískan áróður úr þessari áttinni?
03.feb. 2011 - 12:00 Jón Helgi Egilsson

Icesave og útsöluáhrifin

Ég hef keypt hluti sem ég vissi að ég hafði alls engin not fyrir. En í samanburði við „upphaflegt“ verð þá taldi ég mig „græða“. Ég græddi ekkert í raun og vera heldur tapaði. Þetta eru útsöluáhrif. Margir láta blekkjast. Þetta er þekkt trikk. 
13.jan. 2011 - 09:30 Jón Helgi Egilsson

Hvað er að vera Íslendingur?

Með afar mikilli einföldun má segja að Ísland hafi í upphafi byggt þrír hópar manna. Það voru höfðingjar, sakamenn og þrælar. Höfðingjarnir yfirgáfu Noreg þegar þeir sáu fram á að missa eigið sjálfstæði og völd. Meintir sakamenn höfðu komist í kast við yfirvaldið og flúðu Noreg. Sammerkt með höfðingjunum og sakamönnunum var sterk frelsisþrá. Þeir voru áhættusæknir og lögðu út í óvissuna - út á Atlantshafið á opnum bátum. Frelsið og sjálfstæði var þeim svo dýrmætt að eyja á jaðri hins þekkta og byggilega heims var fýsilegri kostur en frelsisskerðing. Þrælslund þrælanna sagði þeim að hlýða og þeir fylgdu með hópunum tveimur hvort sem þeim líkaði betur eða verr. 
25.nóv. 2010 - 18:30 Jón Helgi Egilsson

Spilað með stjórnlagaþingið

Kosið er til stjórnlagaþings með kosningaaðferð sem hefur ekki verið reynd hérlendis áður.  Þessi aðferð (e. Single Transferable Vote, STV) hefur verið notuð annars staðar s.s. á Írlandi og í Ástralíu.  Þessi aðferð er líka umdeild og hefur verið hafnað annars staðar t.d. í Kanada þar sem efnt var til kosninga um aðferðina.  Á Íslandi birtist hún bara og það án umræðu!
15.okt. 2010 - 20:00 Jón Helgi Egilsson

Evran og syndirnar sjö

Hvað hefur evru krísan 2010 með pólitísk hrossakaup fyrir 20 árum að gera?  Jú, fyrir 20 árum var fræjum evru-krísunnar 2010 sáð. 
30.sep. 2010 - 22:23 Jón Helgi Egilsson

Viðtal við Robert Mundell

Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Ég átti þess kost að setjast niður með Robert Mundell kennara mínum og taka við hann stutt viðtal. Robert Mundell er prófessor í hagfræði við Columbia háskóla. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1999, lagði grunn að evrunni með brautryðjendastarfi sínum í peningamálahagfræði og er meðal þekktustu hagfræðinga heims.
29.sep. 2010 - 20:30 Jón Helgi Egilsson

Valkostir í gjaldmiðilsmálum og trúin eina

Ísland er stefnulaust um eigin gjaldmiðil.  Stjórnarflokkarnir eru ósammála um framtíðarfyrirkomulag í þessu stóra máli og þá virðist lausnin vera að gera ekki neitt.  Nýlega átti ég þess kost að ræða þessi mál við tvo hagfræðinga, þá Joseph Stiglitz og Robert Mundell.
29.ágú. 2010 - 16:01 Jón Helgi Egilsson

Sem betur fer var Kóperníkus ekki yfirhagfræðingur

Á miðöldum var heimslíkan kirkjunnar að jörðin væri í miðju alheimsins.  Líkanið passaði að vísu ekki við raunveruleikann.  Hugmyndin um að jörðin snúist um sólina þótti kirkju þess tíma andguðleg.  Ptólemíos tjaslaði því upp á vitlausa líkanið og bjó til auka hringi um reikistjörnurnar.  Líkanið skánaði en var engu að síður vitlaust.  Kirkjan blessaði niðurstöðuna.
13.ágú. 2010 - 14:20 Jón Helgi Egilsson

Ísland sem fríríki WikiLeaks eða viðvaninga?

Einu sinni var það Ísland sem fjármálamiðstöð.  Vonandi höfum við lært eitthvað.  Ef ekki þá gæti Ísland sem fríríki uppljóstrara orðið að fríríki viðvaningsháttar - aftur.  Gerum þetta vel ... eða ... sleppum því.
04.mar. 2010 - 17:01 Jón Helgi Egilsson

Lýðræðið afgreiðir gríska harmleikinn en ekki þann íslenska

Það er í tísku í Evrópu að kenna afleiðusamningi frá Wallstreet um vandræði Grikkja. Skortsölu spákaupmanna var kennt um hrun íslensku krónunnar. Í báðum tilvikum er um smjörklípur að ræða. Smjörklípurnar beina athyglinni frá þeim sem raunverulega bera ábyrgð.

17.feb. 2010 - 18:44 Jón Helgi Egilsson

Hvaða kostir eru í stöðunni fyrir Breta?

Leikjafræðilega ættu Bretar líklega að hafna nýjum Icesave tillögum.  Gildir einu hversu “sanngjarnar” tillögurnar eru.  Það er vegna þess að ekki er augljóst að slíkt leiði til verri niðurstöðu fyrir Breta.  Aðeins ef Bretar eru sannfærðir um að Icesave verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu er von að viðræður skili árangri.  Hið sorglega er hins vegar að hagur Breta fer saman við hag stjórnarflokkanna sem vilja bjarga eigin andlitum.
19.nóv. 2009 - 18:06 Jón Helgi Egilsson

Framtíðin þarf heiðarleg svör vegna Icesave

Það þarf blekkingarvilja til að búa til spurningar og svör um Icesave, sem finna má á island.is undir yfirskininu - hlutlaus upplýsingaveita stjórnvalda. Á vefnum er m.a. spurt hvort Icesave geti haft áhrif á lánshæfimat Íslands og þá hvernig? Svarið er efnislega að matsfyrirtækin hafa þegar gert ráð fyrir að skuldbindingin falli á ríkið - undirskrift breytir því engu!
16.nóv. 2009 - 17:40 Jón Helgi Egilsson

Haltur leiðir blindan

Kommisar Vladimir Špidla býður Íslandi nú ráðgjöf ESB til að takast á við atvinnuleysi.  Mikilvægt - segir félagsmálaráðherra.  Sérstakt - segi ég.  Árangur ESB gegn atvinnuleysi hefur aldrei verið til fyrirmyndar.  Lítið sem ekkert atvinnleysi hefur hins vegar verið til fyrirmyndar á Íslandi um langt skeið.
10.nóv. 2009 - 09:12 Jón Helgi Egilsson

Brjótum múra fortíðar

Menn geta skálað og glaðst yfir falli Berlínarmúrsins fyrir 20 árum en aðskilnaðarmúrinn er enn í byggingu og það eru liðin 42 ár frá hernámi Ísraela, í sex daga stríðinu, sem á enn eftir að leiðrétta. 

Pressupennar
Í stafrófsröð
Jón Helgi Egilsson

Jón Helgi er verkfræðingur og hagfræðingur.

Netfang: jhe4@hi.is

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar
ford Transit   mars