14.okt. 2016 - 18:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Kapitalisminn og óvinir hans

KAPITALISMINN – með sinni forhertu skírskotun til eigingirni mannsins og gróðafíknar – verður seint kenndur við siðaboðskap kristninnar. Það er ekkert „sælla-er-að-gefa-en-þiggja“ á hans kokkabókum. Pólskur háðfugl, sem var að lýsa hlutskipti fólks í hinum hráslagalega kapitalisma, sem tók við þar í landi eftir fall kommúnismans – sjokk-þerapía var það kallað – en reyndist vera meira sjokk en þerapía, komst að þeirri niðurstöðu, að svo frumstæður kapítalismi gæti ekki þrifist í himnaríki. Reyndar ætti hann ekkert erindi í helvíti heldur, því að hann væri þar fyrir.
30.apr. 2016 - 15:18 Jón Baldvin Hannibalsson

Utan (og ofan) við lög og rétt

Þetta er stuttur útdráttur úr svörum máttarstólpa Framsóknar-Sjálfstæðisflokks við spurningum fréttamanna um, hvers vegna nöfn þeirra sé að finna í Panamaskjölunum um gervifyrirtæki á "aflandseyjum". (Má til með að skjóta því inn í, að hvorki Sviss né Lúxemburg, sem eru einhver stórtækustu skattaskjól heimsins, geta flokkast undir eyjar í landfræðilegum skilningi. Við ættum að halda okkur við hugtakið skattaskjól og láta vera að klæmast á landafræðinni).
27.apr. 2016 - 14:28 Jón Baldvin Hannibalsson

Hvað er eiginlega að?

Tveir flokkar, Sjálfstæðis-Framsóknarflokkurinn, hafa verið ráðandi um stjórn landsins lengst af á lýðveldistímanum, með fáeinum undantekningum. Sagan sýnir, að þessir tveir flokkar hafa beitt pólitískum völdum til að skipta með sér og sínum forræði yfir helstu geirum atvinnulífsins.
23.feb. 2016 - 17:04 Jón Baldvin Hannibalsson

Minningarorð um samstarfsmann og vin

Nafn Axels Carlquist,, eðlisfræðings, er og verður nátengt sköpunarsögu Menntaskólans á Ísafirði. Það þurfti löngum að beita brögðum til að galdra þangað rétta menn á réttum tíma til kennslustarfa. Það var kostur að geta boðið önnur störf með.
21.des. 2015 - 20:30 Jón Baldvin Hannibalsson

Stutt skref – löng leið

Jólabókaflóðið, góðir hálsar. Það er eina flóðið, sem hótar að drekkja okkur – án þess að loftslagsbreytingum verði um kennt. Og þó – hvað með öll þessi tré í allan þennan pappír? M.a.s. bókaormar eru ekki síknir saka um að spilla loftslaginu.
29.maí 2015 - 10:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Ekki of seint að iðrast fyrir dauðann

Hvernig litist ykkur á, ef helsti fjáröflunarmaður Flokksins  til margra ára –  tengiliður við fjárfesta og bisness –  birtist allt í einu á skjánum, síðskeggjaður og í hvítum kufli? Fullur af iðrun bæði hann þjóð sína afsökunar á fyrrum syndugu líferni sínu.Og lofaði bót og betrun. Hann væri reyndar orðinn búddisti og  stundaði hugleiðslu í sáttaleit við almættið –   og jóga og tandra í tæri við alheimskærleikann.
24.maí 2015 - 20:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Hvar er nú að finna Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna?

Hálfnað kjörtímabil og þjóðfélagið logandi stafnanna á milli í illdeilum. Skýring hins unga og reynslulitla forsætisráðherra er sú, að almenningur skynji, að nú sé meira til skiptanna (milli línanna ber að skilja það svo, að það sé honum og ríkisstjórninni að þakka). En (kannski óafvitandi) þá hittir forsætisráðherrann ungi einmitt naglann á höfuðið. Það er miklu meira til skiptanna. En ójöfnuðurinn í tekju- og eignaskiptingu eftir bóluárin og skuldafylliríið fyrir hrun og eignaupptöku hinna skuldugu (og hinna ungu) eftir hrun er komin út fyrir allan þjófabálk. Það besta sem akademískir hagfræðingar gætu gert í þágu okkar reiðu þjóðar, væri að kafa þarna undir yfirborðið; það þarf að afhjúpa tölurnar og greina samhengið í því, hvernig Ísland er orðið að sundurvirku ójafnaðarþjóðfélagi, þar sem sjálfur samfélagssáttmálinn hefur verið rofinn.
12.apr. 2013 - 18:17 Jón Baldvin Hannibalsson

Um pólitíska áhættustýringu

Það vill vefjast fyrir mörgum  að eygja eitthvert „system“ í galskap íslenskra stjórnmála fyrir komandi kosningar. Kannski hæfileg fjarlægð frá vettvangi hjálpi til við rólega yfirvegun...
12.okt. 2012 - 13:55 Jón Baldvin Hannibalsson

Privatisation a la Rus

Í tilefni af grein í Wall Street Journal um íslenska kvótakerfið hef ég sent þetta svarbréf til WSJ til birtingar.
24.maí 2011 - 18:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Á spænsku kosningakvöldi

                                                            24.05.11

Það er kosningakvöld á Spáni.Við sitjum fyrir framan stóran skjá á notalegri krá hérna uppi á klettinum og fylgjumst með kosningatölum. Það var að vísu ekki við góðu að búast. Zapatero klikkaði á kreppunni og var lengi vel í afneitun um alvöru málsins. Hann brást við of seint. Þegar hann loksins tók á málinu, voru aðgerðirnar óumflýjanlega harkalegri en ella hefði verið. Ég var þess vegna viðbúinn vondum fréttum. Samt þyngdist á mér brúnin, eftir því sem leið á kvöldið. Íhaldið – arftakar Francos í spænskri pólitík – virtust vaða uppi víðast hvar.

03.nóv. 2010 - 11:50 Jón Baldvin Hannibalsson

(Land)hreinsun

Þegar fréttamaður Pressunnar hringdi í mig undir miðnættið í gær og spurði formálalaust, hvort ég hefði sem utanríkisráðherra beitt mér fyrir ráðningu Árna Mathiesen, dýralæknis, í stjórnunarstöðu hjá FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm),  svaraði ég: “Aldrei” – og bætti við, að ef þetta ætti að verða nýjasta útflutningsafurð Íslendinga, væri vart von á góðu. Við nánari umhugsun skynja ég, að framkallað svar á staðnum og stundinni við svo áhugaverðri spurningu er eiginlega of afundið. Spurningin verðskuldar meiri yfirvegun og meiri íhygli.

13.apr. 2010 - 14:51 Jón Baldvin Hannibalsson

Pólitísk lömunarveiki

Segir þessi skýrsla okkur eitthvað nýtt um okkar samfélag, sem við ekki vissum áður? Í stórum dráttum ekki, þótt eitthvað nýtt kunni að leynast í smáa letrinu.
11.jan. 2010 - 19:33 Jón Baldvin Hannibalsson

SOS!

Það á ekki af okkur að  ganga. Fimmtán mánuðir hafa farið í (óbærilegt) argaþras um Icesave. Alþingi hefur verið óstarfhæft í hálft ár út af málþófi stjórnarandstöðunnar. Eftir mörg þúsund ræður og þrasþætti án uppstyttu í ljósvakamiðlum um Icesave, sitjum við enn í sama farinu. Þjóðin er engu nær um lausn málsins, sem lifa má við. Ísland er eins og stjórnlaust rekald, sem hrekst undan veðri og vindum.
30.sep. 2009 - 07:46 Jón Baldvin Hannibalsson

Skemmdarverk

Í spjalli sínu við Sölva Tryggvason á Skjá einum (25.9. '09) sagði nýráðinn ritstjóri Morgunblaðsins, Davíð Oddsson, að Icesave-málið væri eitt mesta skemmdarverk sem á Íslandi hefur dunið.
31.ágú. 2009 - 16:56 Jón Baldvin Hannibalsson

Svört sálumessa

Nú er komin skýringin á því, hvers vegna Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, hefur látið óvenjulítið fara fyrir sér að undanförnu.
26.ágú. 2009 - 13:00 Jón Baldvin Hannibalsson

Áminntur um sannsögli

Kjartan Gunnarsson, fv. varaformaður bankaráðs Landsbankans, fullyrðir í Morgunblaðsgrein (14.08.09) að forráðamenn Landsbankans hafi aldrei haldið því fram "að neins konar ríkisábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars staðar".
22.ágú. 2009 - 12:31 Jón Baldvin Hannibalsson

Forherðing?

Opnugrein Kjartans Gunnarssonar, fv. framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Davíðs Oddssonar)  og varaformanns bankaráðs Landsbankans (og þar með eins nánasta samstarfsmanns Björgólfs Guðmundssonar) í Mbl. 14.08. s.l., gefur tilefni til að biðja lesendur Mbl. að hugleiða eftirfarandi staðreyndir:
15.ágú. 2009 - 21:40 Jón Baldvin Hannibalsson

Um brigsl og víxl : Svar til Sigurðar Líndal

Sagt er, að landamerkjadeilur og lagaþras sé eins konar þjóðaríþrótt landans. Ég viðurkenni fúslega, að þetta getur verið skondin íþrótt upp að vissu marki – allavega finnst iðkendunum það oftast nær sjálfum. En ef þrasið snýst upp í hártoganir og útúrsnúninga um aukaatriði, getur gamanið farið að kárna. Þrasið umhverfist þá í merkingarlítið stagl um aukaatriði, sem kemur engum að gagni.
14.ágú. 2009 - 08:55 Jón Baldvin Hannibalsson

Ísland og Evrópusambandið

Í grein sinni: "Ísland - það sem læra má af efnahagshruninu," sem birtist í áhrifamiklum fjölmiðlum í Bretlandi, Frakklandi og Noregi, auk Íslands, 1. ágúst, sl., byggir Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, málflutning sinn á því, að íslenska þjóðin sé fórnarlamb atburða, sem hún fékk engu um ráðið.
08.ágú. 2009 - 08:38 Jón Baldvin Hannibalsson

Áfallahjálp

Hvers vegna ætti Evrópusambandið - eða einstök aðildarríki þess - að hafa af því áhyggjur, þótt Ísland - fámennt eyríki í Norður-Atlantshafi, á jaðri Evrópu - verði fyrir efnahagshruni, sem þjóðinni er ofviða að ráða fram úr á eigin spýtur? Eru einhverjir hagsmunir í húfi, sem réttlæti það, að Evrópusambandið leggi á sig fyrirhöfn og jafnvel kostnað - þótt hreinir smáaurar séu á mælikvarða sambandsins - til að hjálpa Íslendingum til að komast út úr tímabundnum erfiðleikum?

Pressupennar
Í stafrófsröð
Jón Baldvin Hannibalsson
Var þingmaður og formaður Alþýðuflokksins um árabil. Ritstjóri Alþýðublaðsins, bæjarfulltrúi á Ísafirði, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, fjármálaráðherra og síðar utanríkisráðherra. Sendiherra Íslands í Washington og Helsinki. Heimasíða: www.jbh.is
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar