05.nóv. 2016 - 19:00 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Lifa þeir hæfustu af?

Gæti mögulega verði að það væri ekki gullfiskaminnið sem er að hrjá okkur íslendinga heldur eitthvað allt annað? Gæti verið að okkur sé bara svolítið mikið alveg sama. Gæti líka mögulega verið að við hugsum svo miklu meira um okkar eigin hagsmuni en heildarinnar þegar kemur að kosningum? Gæti verði að vandinn liggi hjá okkur kjósendum sjálfum, að við séum í grunninn bara svolítið egósentrísk og það eina sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er “hvernig get ég mögulega fengið sem mest út úr þessu, alveg sama hvað þarf til að svo verði (lygar, óheiðarleika,siðferðisbrest)”?
07.júl. 2016 - 09:41 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Tveir steinar

Mörg falleg orð hafa komið upp í huga minn síðustu vikur. Til að nefna nokkur þeirra.. góðir hlutir gerast, gleði, hamingja, þakklæti, stolt, virðing, auðmýkt, samkennd, sigur, hlýja, kraftur, þrautseigja, elja og eldmóður. Þegar ég loka augunum og sé fyrir mér landsliðið í fótbolta klappa með þjóðinni sinni, eftir hvern leik þá komu öll þessi orð upp í hugann og mun fleiri.
22.apr. 2016 - 19:12 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Ekki þetta

Hafið þið fundið síðustu daga þessa sterku tilfinningu að þið viljið ekki þetta. Þið viljið ekki meira af nákvæmlega þessu. Þið eruð búinn að fá nóg. Þið viljið allt nema þetta, eiginlega alveg sama hvað... bara ekki þetta. Án þess að vita nákvæmlega hvað það þýði að "þetta" fari eða að þið gangið í burtu frá því og veljið það ekki aftur fyrir ykkur alveg sama hvað. Þið skynjið það í líkamanum ykkar sem segir ekki "þetta" sálin segir ekki "þetta" og hjartað er algjörlega sama sinnis. það þarf hugrekki og sterka manneskju sem er örugg í sínu skinni, til að standa upp og segja ÉG VIL EKKI ÞETTA FYRIR MIG LENGUR. 
27.feb. 2014 - 15:22 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Stígðu inn í kraftinn þinn núna!

Hvað er að stíga inn í kraftinn sinn, hvað þýðir það? Af því að ég er sjálf nýlega búinn að skilja, uppgötva hvernig það raunverulega er þá langar mig að deila því með ykkur. Ég hef í gegnum tíðina, fengið innsýn inn í hvernig það er að stíga inn í kraftinn sinn, það er magnað og sá staður sem okkur er ætlað að vera á. En einhverra hluta vegna, ja kannski ekki einhverra hluta vegna,frekar vegna ákveðinna viðbragða og hvernig ég sá hlutina að þá datt ég út úr kraftinum mínum mjög oft.
08.nóv. 2013 - 11:55 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Elsku fésbók

Þann örlagaríka morgunn kl. 6:50  þann 28.10 2013 vaknaði ég upp staðráðin í því að nú væri komið að því að taka þessa mikilvægu ákvörðun sem myndi eflaust snúa lífi mínu á hvolf. Þetta var búið að vera að veltast um í undirmeðvitundinni ansi lengi.  
12.okt. 2013 - 15:00 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Folinn

Fyrir langa löngu í þorpi einu í Kína hinu forna bjó eldri maður ásamt syni sínum. Þeir voru mjög fátækir. Þeir áttu lítinn akur  fyrir utan þorpið þar sem þeir gátu ræktað hrísgrjón og grænmeti og lítinn kofa til að búa í. Þeir áttu þó eina góða meri sem var stolt þeirra og gleði og í raun það eina verðmæta sem þeir áttu.
06.sep. 2013 - 16:15 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Sagan af gullskónum

Ég bara verð að segja þessa dásamlegu sögu af gullskónum. Það var þannig að í vor þá sá ég þessa ótrúlega fallegu gullhæla skó í glugga í skóbúð í kringlunni og vissi strax að þetta var ást við fyrstu sýn. Ég bara varð að eignast þessa skó, ég sá alveg fyrir mér hvað þeir pössuðu fullkomnlega vel við hitt og þetta í fataskápnum mínum, fyrir utan það hvað ég yrði mikil skvísa í þeim.
30.maí 2013 - 10:31 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Ástfangin

Ég er ástfangin, djúpt og innilega af öllu hjarta, algjörlega kolfallin. Loksins hef ég mætt þeim sem fullkomnar mig, fundið hin eina sanna betri helming, það er töfrandi ævintýraljómi yfir þessu öllu saman, ég þarf stundum að klípa mig til að vera viss um að þetta sé raunveruleikinn.
21.jan. 2013 - 11:47 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Leynist gyðja innra með þér?

Ég velti því fyrir mér á þessum tímum sem við lifum núna þar sem útlitsdýrkun, hraði, ótti, veraldleg gæði, ákveðinn raunveruleikaflótti og aftenging við kjarnan (sálin/hjartað/tilfinningar) okkar virðist í mörgum tilfellum ráða ríkjum hvort við séum algerlega búnar að týna okkur, og gleyma hverjar við erum.
24.okt. 2012 - 10:48 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Sannleikurinn

Síðast liðinn tvö ár hafa vægast sagt verið stormasöm,  góður slatti af áföllum.
21.sep. 2012 - 13:54 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Svo dásamlega ófullkominn

Ég lenti í skemmtilega vandræðalegu atviki fyrir stuttu síðan
14.ágú. 2012 - 13:28 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Kvíði og/eða depurð? Kannast þú við það?

Flest okkar ganga í gegnum tímabil þar sem kvíðinn og/eða depurðin nær tökum á okkur, en mismunandi er hversu alvarlegt það er og hversu lengi það staldrar við. Samtalsmeðferðir, lyf, hugræn atferlismeðferð, í alvarlegustu tilvikum spítalainnlögn, svo eitthvað sé nefnt er það sem gripið er til þegar lífið er orðið of erfitt til að takast á við það.
19.apr. 2012 - 17:00 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Að umvefja einmanaleikann

Einmanaleiki er eitthvað sem við höfum flest upplifað á vissum tímabilum í lifi okkar, hann kemur og fer, staldrar mislengi við. Ein vinkona mín sem er fráskilinn deildi því með mér að þegar börnin væru ekki hjá henni þá passaði hún sig á því að hafa fullt prógramm í gangi, hitta vinkonur og fjölskyldu, fara hitt og þetta, passaði sig að fylla upp í hverja einustu lausu stund. Hún sagði mér að hún gæti ekki hugsað sér að vera ein því þá yrði hún svo óróleg og eirðarlaus.
29.feb. 2012 - 10:00 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Að heila hjartað – leiðin heim

Fyrir löngu síðan las ég setningu í einni af minni uppáhaldsbókum sem hljómar svo: Leyfið sársauka heimsins að snerta hjörtu ykkar og breytið honum í samkennd. Þessi setning sat svolítið í mér því ég skildi hana ekki. Hvað var höfundurinn eiginlega að fara?
25.jan. 2012 - 22:00 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Dharma lögmálið

Hver er ég? Getum við sest niður með  okkur sjálfum og horfst í augu við okkur. Spurt: Hvert við stefnum? Hvað við þráum? Hverjir séu draumar okkar? Hvað við viljum raunverulega fá út úr lífinu? Hvaða manneskju við höfum að geyma? Það nægir ekki hér að telja upp húsið sem við eigum, bílinn, hversu mörg börn, vinnuna, afrekin okkar og svo frv. Nei þessi spurning nær mun dýpra en það. Hún gerir þá kröfu til okkar að staldra við, horfa á líf okkar af hreinskilni og heiðarleika. Erum við til staðar í lífi okkar? Eða erum við fjarverandi? Gefum við af okkur skilyrðislaust? Leggjum við okkar af mörkum til þeirra sem þurfa á því að halda? Komum við fram við samferðafólk okkar og ástvini af virðingu, kærleika og heiðarleika? Gefum við þeim af tíma okkar?  Erum við góðar manneskjur? Reynum við að verða betri manneskjur? Erum við góðar fyrirmyndir? 

Pressupennar
Í stafrófsröð
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir þriggja barna móðir, lögfræðingur og jógakennari.
Stofnandi HEIL jóga www.heiljoga.is

Nýtt á Pressunni
eitthvað fyrir alla
  1. 1 af 5 notar nærföt oftar enn einu sinni áður en þau eru þvegin Ragna Gestsdóttir
  2. Þetta er almennileg hefnd Björg Magnúsdóttir
  3. Hann er sjúkur í okkur! Björg Magnúsdóttir
  4. Okkar Elin Nordegren? Björg Magnúsdóttir
  5. Stripp Ess Í Björg Magnúsdóttir
  6. Sigurjón digri Björg Magnúsdóttir
  7. Löðrandi í leðri, Löðrandi Lohan - MYNDIR Björg Magnúsdóttir
  8. Essassú? Björg Magnúsdóttir
  9. Að vera nett Björg Magnúsdóttir
  10. Stelpur mínar Björg Magnúsdóttir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar