29.sep. 2015 - 16:08 Ingibjörg Baldursdóttir

Barnið borðar sjálft (baby led weaning)

Í gær birtist umfjöllun á Pressunni um mataræði ungbarna. Þar er sérstaklega fjallað um það þegar barnið borðar sjálft eða aðferðina sem kölluð hefur verið “baby led weaning”. Umfjöllunin er greinilega þýdd upp úr erlendri grein um þetta málefni og því langar mig að fjalla aðeins frekar um þetta. Ástæðan er sú að mér finnst umfjöllunin yfirborðskennd og grunn, eins og oft virðist verða ef að greinar eru teknar beint af netinu og þýddar.  Ég tel mig þekkja málefnið nokkuð vel þar sem ég hef kynnt mér þessa aðferð í nokkur ár og hef skrifað um hana bók og kennt námskeið um þetta sem haldin hafa verið frá því 2011, við góðar undirtektir íslenskra foreldra. Mig langar að fjalla aðeins um nokkra þætti sem áðurnefnd Pressugrein fjallar um.
19.sep. 2011 - 12:30 Ingibjörg Baldursdóttir

Brjóstagjafavikan 2011: SJÁUMST!

Alþjóðlega brjóstagjafavikan verður haldin hátíðleg á Íslandi dagana 20. - 25. september 2011. Þetta er í fjórða sinn sem vikan er haldin formlega á Íslandi. Boðið verður upp á spennandi dagskrá til þess að minna á mikilvægi brjóstagjafar.
24.mar. 2011 - 14:00 Ingibjörg Baldursdóttir

Hvað gerir mamma þín!

Þegar hún komst að því að væri von á þér, hoppaði hún hæð sína af gleði en var líka pínu kvíðin. Vissi ekkert hvað væri í vændum. Þegar hún eignaðist þig, þá var það stórkostlegasta augnablik lífsins, ekkert komst nálægt þeirri tilfinningu að horfa í augun á þér og halda á þér í fyrsta sinn. Hún gaf þér allt sem hún átti, ótakmarkaða ást, nærveru, knús og kossa. Ekkert var nógu gott fyrir þig.
18.mar. 2011 - 18:00 Ingibjörg Baldursdóttir

Slef og gubb

Ég man eftir því þegar ég var unglingur að mamma sagði okkur systkinunum nokkrar sögur sem ég bara alls ekki skildi. Ein var sagan af því þegar við þrjú vorum lítil og hún gerði sér ferð í einhverja voða fína frúarbúð til að kaupa sér kápu. Þegar hún var búin að máta kápuna, vatt hún sér að afgreiðslustúlkunni og spurði: „þolir þessi kápa slef og gubb?“
02.mar. 2011 - 15:00 Ingibjörg Baldursdóttir

Já, þú ert góð mamma!

Þeir sem hafa eignast börn, þekkja eflaust þá tilfinningu að vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að þetta litla nýfædda barn þroskist og dafni eins vel og mögulegt er.  Það er margt sem foreldrar standa frammi fyrir og þar á meðal er ákvörðunin um hvernig eigi að næra þennan litla einstakling.
16.feb. 2011 - 20:00 Ingibjörg Baldursdóttir

Samviskubit mæðra

Ég hlustaði fyrir nokkrum árum á útvarpsviðtal þar sem umfjöllunarefnið var samviskubit kvenna. Talað var um að konur hefðu krónískt samviskubit yfir einhverju sem þær ættu að vera að gera eða gerðu ekki nógu vel...ALLA ævi ! Akkúrat, hugsaði ég, þetta er það sem ég þjáist af. Talaði svo um þetta við móður mína sem var þá komin yfir áttrætt og ennþá í fullri vinnu við þýðingar og hún stafesti þetta, mér til mikillar skelfingar. „Já ég hef alltaf samviskubit á hverjum degi yfir því að gera ekki nógu mikið“ ! Sagði hún og dæsti.
09.feb. 2011 - 17:30 Ingibjörg Baldursdóttir

Að grennast með barn á brjósti

Þær konur sem hafa börnin sín á eingöngu á brjósti, missa oft hraðar þá umframþyngd sem þær bættu á sig á meðgöngunni, án þess að þurfa að hafa mikið fyrir því. Þetta gerist á mislöngum tíma en oft hraðast á fyrstu þremur mánuðunum. 

Pressupennar
Í stafrófsröð
Ingibjörg Baldursdóttir
Ingibjörg er fjögurra barna mamma, hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi. 

Hún vinnur sjálfstætt með ráðgjöf og námskeið um brjóstagjöf og umönnun ungbarna. Jafnframt því er hún að ljúka meistaranámi í hjúkrun í HÍ með áherslu á sérhæfingu í brjóstagjöf. 

Annars er hún bara venjuleg mamma, sem sleppir sér stundum en er yfirleitt í góðu skapi! 

Ingibjörg heldur jafnframt út Facebook síðunni Brjóstagjöf - meira en bara næring þar sem hægt er að fá ráðgjöf frá Ingibjörgu um allt er viðkemur brjóstagjöf og umönnun ungbarna.
Apótekið: Viktor Örn
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar