Hrafn Jökulsson
12.nóv. 2010 - 16:30 Hrafn Jökulsson

Vorboðinn hrjúfi

Hún er listdansari háloftanna. Hún óttast ekkert. Hún flýgur lengst allra farfugla til að verpa á Íslandi Hún er vorboðinn hrjúfi.

11.nóv. 2010 - 11:00 Hrafn Jökulsson

Börnin sem dönsuðu undan briminu

Ekkert jafnast á við veturinn á Ströndum. Þórhildur og Örnólfur komust að því þegar þau dönsuðu undan öldunum í Trékyllisvík og haglélinu í Norðurfirði.
10.nóv. 2010 - 10:00 Hrafn Jökulsson

Syngjandi hrútur

Urðarköttur Hnykilsson og Elín Agla Briem Urðarköttur Hnykilsson fæddist á Melum í Trékyllisvík, einn sólríkan dag seint í júní 2008. Hann missti mömmu sína í fæðingunni. Hún hét Hnyðja og var stólpagripur, einsog sauðfé á Melum er yfirleitt.
05.nóv. 2010 - 10:30 Hrafn Jökulsson

Saman erum við sterkari! Grænlensk kempa kveður

Föstudaginn 5. nóvember er til moldar borinn Jonathan Motzfeldt, áhrifamesti og litríkasti leiðtogi sem Grænlendingar hafa eignast. Hann fæddist 25. september 1938 í þorpinu Qassimiut, útskrifaðist sem kennari og nam síðan guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en helgaði sig að mestu baráttunni fyrir aukinni stjórn Grænlendinga á eigin málum. 
04.nóv. 2010 - 09:10 Hrafn Jökulsson

Minn vinur Guðmundur í Ávík

Vinir mínir Guðmundur Jónsson í Stóru-Ávík og Jakob Thorarensen á Gjögri fara yfir aflatölur og veðurútlit, einn liðinn sumardag. Guðmundur Jónsson í Stóru-Ávík dó vorið 2009, aðeins 63 ára gamall, og þar með féll í valinn einhver besti og litríkasti sonur Strandasýslu. Ég var 8 ára þegar ég hitti Guðmund í Stóru-Ávík fyrst, og minnist þess í bókinni "Þar sem vegurinn endar". Hér eru nokkrar svipmyndir af mínum góða og ógleymanlega vini.
02.nóv. 2010 - 10:00 Hrafn Jökulsson

Hver er í álögum?

Selirnir í Trékyllisvík þurfa hvorki að óttast byssur eða net, og eru því gæfir og makindalegir. Selir eru stundum sagðir vera menn í álögum, en sjálfir líta þeir á menn sem seli í álögum.
27.okt. 2010 - 08:00 Hrafn Jökulsson

Tvöföld tilvera í vetrarsól

Þriðjudagurinn 26. október fer í annála sem einhver fegursti dagur ársins í Reykjavík. Og fegurðin við Tjörnina var tvöföld, þegar við Jóhanna Engilráð heilsuðum uppá hennar fiðruðu íbúa.
26.okt. 2010 - 10:45 Hrafn Jökulsson

Græn regnhlíf í Trékyllisvík

Örnólfur Hrafn varðist kríunum í Trékyllisvík af mikilli hugvitssemi.

25.okt. 2010 - 06:00 Hrafn Jökulsson

Rebbi

Refurinn hefur búið á Íslandi í að minnsta kosti 10 þúsund ár, svo maðurinn hlýtur að vera hvimleitt aðskoðadýr í hans augum. Þennan rebba hitti ég efst á Hlíðarhúsafjalli, sem skilur að Melavík og Norðurfjörð. Hann kom hlaupandi í áttina til mín, enda sjá refir frekar illa, en sig þeim meira á lyktarskynið.

24.okt. 2010 - 11:00 Hrafn Jökulsson

Krían

Krían er einvaldsfugl í nokkra mánuði á ári, þótt krummarnir í Trékyllisvík hafi alltaf jafn gaman af því að stríða henni. Fálkinn og smyrillinn eiga líka til að stinga sér inn í varpið, og álengdar læðist minkurinn...

23.okt. 2010 - 10:00 Hrafn Jökulsson

Regnbogi í Norðurfirði

Regnbogi í Norðurfirði á Ströndum, einn stormasaman dag. Í Norðurfirði er höfn, útgerð, sparisjóður, kaffihús, bensínsala, gistihús og auðvitað kaupfélagið, sem landsins skemmtilegasta búð.

20.okt. 2010 - 14:00 Hrafn Jökulsson

Smalastúlka á Ströndum

Smalamennska á Ströndum. Árný Björnsdóttir frá Melum hleypur upp um fjöll og hamra, og blæs ekki úr nös.