10.des. 2011 - 12:00 Hjalti Hugason

Ástundar þjóðkirkjan „pilsfaldamannréttindi“?

Í pistli sem birtist í Mbl. 7. des. s.l. ásakar Árni Matthíasson þjóðkirkjuna og raunar einnig einn heitasta andstæðing hennar nú um stundir, samtökin Vantrú, um að ástunda „pilsfaldamannréttindi“. Með því á hann við að þjóðkirkjan sé bara sátt við þau mannréttindaákvæði sem hún þarf ekki að gangast undir sjálf enda vísar orðnotkunin til pilsfaldakapítalismans alþekkta.
01.des. 2011 - 09:00 Hjalti Hugason

Heftum ráðherraræði!

Þessa dagana horfum við upp á eitt versta vandamál íslenskrar stjórnskipunar, ráðherraræðið, taka á sig sína verstu mynd. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald heldur hópur sjálfstæðra „fag“-ráðherra. 
25.nóv. 2011 - 11:00 Hjalti Hugason

Hvað verður um kirsuberjagarðana?

Sýning Borgarleikhússins á Kirsuberjagarði Antons Tsjekhovs er mikið sjónarspil. Leikur, búningar og sviðsmynd heilla og hrífa. Þrír tónlistarmenn brjóta upp flæði, ramma inn senur og taka á stundum þátt í leiknum. Töfrar og ærls vega salt við trega og óhamingju.
20.nóv. 2011 - 12:00 Hjalti Hugason

Disney í Skálholti?

Skálholt í Biskupstungum hefur verið mikilvæg miðstöð kristninnar í landinu allt frá 1056 ef frá er talið 150 ára tímabil sem hófust um aldamótin 1800. Þrátt fyrir þetta hefur einstaka sinnum verið tekist á um Skálholt. Sú var t.d. raunin um miðja 16. öld er kaþólskum og lútherskum laust þar saman. Nú er tekist þar á um svokallaða Þorláksbúð, tilgátuhús sem er í byggingu norðan undir vegg dómkirkjunar. Mörgum er heitt í hamsi og í kirkjunni virðist búðin hafa hlotið táknræna merkingu: Fólk er krafð um afstöðu með eða á móti og ekki er grunlaust um að ályktanir séu dregnar um kirkjupólitíska stöðu hvers og eins út frá skoðunni á Þorláksbúð.
14.nóv. 2011 - 21:00 Hjalti Hugason

Aðskilnaður ríkis og kirkju — Hvað, hvernig, til hvers...?

Í nokkrum pistlum hér á Pressunni hef ég fjallað um aðskilnað ríkis og kirkju sem mörgum finnst aðkallandi viðfangsefni nú um stundir. Hér skal leitast við að draga saman þræðina út frá nokkrum lykilspurningum.
06.nóv. 2011 - 18:00 Hjalti Hugason

Aðskilnaður ríkis og kirkju — Rök með og á móti — II

Í fyrri pistli hér á Pressunni var vöngum velt yfir nokkrum álitamálum um hvort tími sé til kominn að skilja að ríki og þjóðkirkju. Var á það bent að þegar fjölmenning er orðin slík að menningarhefð sem í einhverri merkingu er lúthersk er ekki lengur sameiningarafl og/eða þegar þjóðkirkjan er hætt að gegna öðrum samfélagshlutverkum en trú- og lífsskoðunarfélög almennt sé kominn tími á aðskilnað. Þær aðstæður virðast enn ekki fyrir hendi hér. Aðskilnaður virðist að því leyti ekki brýnt viðfangsefni.
Hér skal vikið að nokkrum fleiri álitamálum.
31.okt. 2011 - 09:00 Hjalti Hugason

Aðskilnaður ríkis og kirkju — Rök með og á móti — I

Nú velta margir fyrir sér hvort ekki beri að höggva á öll tengsl ríkis og þjóðkirkju eða gera aðskilnað þessara stofnana eins og oftast er sagt. Vangaveltan er tímabær af mörgum ástæðum. Má þar m.a. nefna stöðu kirkjumála víða um heim en víðast eru veikari tengsl milli ríkis og kirkju en hér. 
19.okt. 2011 - 09:00 Hjalti Hugason

„Máttlitlir siðferðisvitar“?

Pawel Bartoszek spyr ágengrar spurningar í grein sinni „Máttlitlir siðferðisvitar“ í Fréttablaðinu 14. okt. sl. Hann spyr hvort þjóðkirkjan, eða þess vegna önnur trúfélög, séu öfl sem takandi er mark á þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðisefnum. En það hefur einmitt verið talið helsta hlutverk trúfélaga. Þau hafa oftar en ekki gert kröfu um að vera handhafar hinna sönnu gilda og talið heill samfélagsins velta á því að þeim sé fylgt.
16.okt. 2011 - 18:00 Hjalti Hugason

Hvað er aðskilnaður ríkis og kirkju? — III

Í tveimur pistlum hér á Pressunni hef ég varpað fram ýmsum spurningum sem lúta að aðskilnaði ríkis og kirkju.
26.sep. 2011 - 13:00 Hjalti Hugason

Hvað er aðskilnaður ríkis og kirkju? — II

Margir velta nú fyrir sér aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Í fyrri pistli hér á Pressunni var fjallað um réttarfarslegar hliðar aðskilnaðar. Hér verður vikið að ýmsum félagslegum og táknrænum flötum þess máls.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Hjalti Hugason
Prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar