05.okt. 2011 - 09:00 Hildur Sverrisdóttir

Fegrunarráð femínista

Undanfarið hefur borið á mikilli viðkvæmni gagnvart fjölmiðlaumfjöllum um útlit kvenna. Rökin þar hafa aðallega verið að með slíkri umfjöllun sé á fordómafullan hátt verið að gengisfella konur. Tobba Marínós fékk til dæmis sæmilegan skammt af gagnrýni frá þeim sem frábáðu sér að  hafa áhuga á því sem hún ætlaði að fjalla um í sjónvarpsþætti sínum. Smartland Mörtu Maríu fékk svo um helgina opinbera gagnrýni fyrir að hafa leitað til dugmikillar konu vegna fegrunarráða en ekki vegna verkefnanna sem hún væri að vinna að. Það er hægt að skilja hvaðan gagnrýnin kemur og fínt að minna fjölmiðla á að konur hafa áhuga og getu til annarra hluta en að mála sig. Það má þó skoða hvort að gagnrýnin gangi of langt og hvort hún geti stuðlað að annars konar fordómum gagnvart konum.
26.jan. 2011 - 19:00 Hildur Sverrisdóttir

Móðgun innanríkisráðherra

Innanríkisráðherra lætur hafa eftir sér að það hafi komið honum á óvart að Hæstiréttur hafi ákveðið að ógilda kosningu til stjórnlagaþings vegna formgalla. Það er svosem skiljanlegt að í virku og góðu lýðræðisríki finnist mörgum sem að niðurstaða réttarins sé samansafn hártogaðra og ómerkilegra smáatriða. En að innanríkisráðherra leyfi sér að halda því fram er hreint út sagt ótækt. 
31.des. 2010 - 13:00 Hildur Sverrisdóttir

Besti bregst hinn versti við

Besti flokkurinn er ekki lengur businn í borgarmálunum. Fólkið í flokknum hefur sýnt að það er með kraft til að standa fyrir sjálfu sér og taka ábyrgð á ákvörðunum flokksins. Það er því engin ástæða til annars en að taka alvarlega viðbrögðum Besta flokksins við nýrri Capacent Gallup könnun sem mælir stuðning við flokkana í borginni. 
29.nóv. 2010 - 11:45 Hildur Sverrisdóttir

Vont að hunsa skilaboð þeirra sem heima sátu

Kosningaþátttaka til stjórnlagaþings hlýtur að vera ríkjandi ráðamönnum mikil vonbrigði. Margir hafa hlaupið til og komið með útskýringar á nokkrum ástæðum þess að hún var eins léleg og raun bar vitni. Enn sem komið er hefur ekki komið fram hjá ráðamönnum útskýring þess efnis að verkefnið í heild hafi kannski ekki hugnast þjóðinni. Þeir ætla þá sem sagt að skella skollaeyrum við þeirri gagnrýni sem kjósendur vildu mögulega koma á framfæri.   
08.okt. 2010 - 11:34 Hildur Sverrisdóttir

Þöggunarkúltúr

Það hefur verið rætt að áður en íslensku bankarnir hrundu hafi ekki verið nógu mikið um gagnrýni á ríkjandi viðhorf og hugmyndafræði. Þannig hafi einungis verið rúm fyrir eina víðtæka skoðun sem hafi gegnsýrt alla umræðu.
22.maí 2010 - 14:00 Hildur Sverrisdóttir

Reykjavík í dag

Besti flokkur Jóns Gnarr er samkvæmt nýjustu könnun með meira fylgi en marga óraði fyrir. Sú staða er vissulega áhugaverð þar sem enn leikur viss vafi á um hvers konar stjórnmálaafl er þar á ferðinni. Heyrst hafa raddir þess efnis að framboð sem þessi eigi ekki að taka þátt í stjórnmálum þar sem um grín sé að ræða sem skemmir fyrir alvöru stjórnmálum.
23.jan. 2010 - 07:00 Hildur Sverrisdóttir

Tökum þátt!

Nú er snarpri og skemmtilegri prófkjörsbaráttu Sjálfstæðisflokksins að ljúka og nú munu sjálfstæðismenn ákveða hvernig listi þeirra í borgarstjórnarkosningunum mun líta út. Mikilvægt er að Sjálfstæðisflokkurinn höfði til sem breiðasta hóps kjósenda og vil ég því hvetja alla til að taka þátt í prófkjörinu í dag svo tryggja megi sigurstranglegasta listann.

22.jan. 2010 - 10:00 Hildur Sverrisdóttir

Íbúar og lýðræðí

Eitt megin inntak fulltrúalýðræðis er að kjósendur velji sér fulltrúa sem þeir treysta til að taka ákvarðanir um það samfélag sem þeir lifa í. Þetta fyrirkomulag uppfyllir þó ekki nógu vel kröfur samtímans um aukna möguleika íbúa til að hafa áhrif á ákvörðunartöku stjórnvalda oftar og meira en bara á kjördag. En hvernig er best að standa að þess konar þátttöku? Nú þegar þjóðin stendur frammi fyrir væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave er ekki úr vegi að velta fyrir sér kostum og göllum þess að leggja sérstök málefni fyrir kjósendur.

19.jan. 2010 - 10:00 Hildur Sverrisdóttir

Borgin verður að vera mótvægi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Það er mikilvægt að borgin tryggi atvinnuskapandi umhverfi.

Ísland mun ekki skattleggja sig frá vandanum heldur eru það hjól atvinnulífsins sem munu draga vagninn. Því miður virðist ríkisstjórnin ekki bera skynbragð á það og hefur nú þegar lögfest vond skattalög sem leggja of þungar byrðar á bæði einstaklinga og fyrirtæki.

14.jan. 2010 - 10:40 Hildur Sverrisdóttir

Frelsi undan ofbeldi

Út frá sjónarmiðum um réttindi kvenna er 20. öldin áhugaverð þar sem hún spannar allt frá súffragettum til Hillary og það er ekki hægt að vera ung kona í dag án þess að vera þakklát þeim sem ruddu brautina. Það er ekki langt síðan að þau málefni sem tengdust á einhvern hátt þessari réttindabaráttu kvenna voru talin tilheyra afmörkuðum öngum stjórnmálanna. Og það er hægt að spyrja hvort að það örli enn á slíkum viðhorfum.
07.jan. 2010 - 21:00 Hildur Sverrisdóttir

Peningarnir sigra heiminn

Það er hættulegt fyrir samfélög ef hræðsla verður grundvöllur afarkosta. Þó að það verði að bera virðingu fyrir skelfingu samfélags sem sér tilveru sína snúast á hvolf, verður samt að staldra við áður en skelfingin stýrir ákvörðunum þess. Undanfarið hefur stundum verið grunnt á afarkostum í skoðunum varðandi fjármálaheiminn, og því fannst mér áhugavert að lesa eina bók sem minnir mann á að það er ekkert nýtt undir sólinni.

01.jan. 2010 - 11:55 Hildur Sverrisdóttir

Skúrkur ársins er Trölli tækifæranna

Um langt skeið hefur verið sjarmerandi hefðin um að velja á óformlegan hátt mann ársins. Við áramót líta flestir yfir árið sem er að líða og fjölmiðlar hafa staðið vaktina við að koma á framfæri þessari þakkargjörð til einstaklings sem hefur á einhvern hátt staðið sína plikt í samfélaginu.
29.des. 2009 - 13:38 Hildur Sverrisdóttir

Tvíbent skilaboð ríkisstjórnar um skuldsetningu

Einn af lærdómum fjármálakreppunnar er sá að draga þarf úr skuldsetningu í hagkerfinu. Hver einasta eining samfélagsins, allt frá heimilum til ríkisins, er of skuldsett. Fyrir liggur að frumvarp til laga um ríkisábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka verður samþykkt á næstu klukkustundum. Áramótakveðja ríkisstjórnarinnar til landsmanna er gríðarleg skuldsetning og óútfylltur tékki sem komandi kynslóðir þurfa að borga.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Hildur Sverrisdóttir
Lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar