25.sep. 2010 - 15:00 Gunnar Már Sigfússon

Bestu og verstu morgunverðarkornin. Getur fengið allt upp í 6 sykurmola í einni skál.

122 kaloríur / 1 gr fita / 1 gr trefjar / 12 gr sykur - Heill regnbogi af gerviefnum og stór skál af sykri við enda hans Morgunverðarkorn er það fyrst sem við borðum mörg hver á hverjum einasta morgni. Meðal Bandaríkjamaðurinn borða 160 skálar á ári og ætli við Íslendingar séum ekki í svipaðri tölu. Ef þú borðar morgunverðarkorn með miklum sykri, segjum 12 grömmum á skál eins og t.d. Cocoa Puffs ertu að moka ofan í þig tæpum tveimur kílóum af sykri á ári. Það getur skipt sköpum að velja rétt morgunverðarkorn og það sem við erum að skoða er sykur og trefjainnihaldið og auðvitað að kaloríutalan sé innan eðlilegra marka.
12.maí 2010 - 13:13 Gunnar Már Sigfússon

Vöðvar éta fitu og kaloríur

Vöðvamassi rýrnar með hverju árinu eftir 25 ára aldur og eina leiðin til að halda honum við er með styrktarþjálfun

Það er satt og rétt að lyftingar brenna ekki jafnmörgum kaloríum og brennsluæfingar eins og hlaup eða hjólreiðar. En það á bara við þá klukkustund sem þú ert að stunda æfingarnar. Það sem gerist næstu klukkustundir á eftir er það sem raunverulega skiptir máli. Þú ert að auka kaloríubrennsluna umtalsvert fleiri klukkustundum eftir lyftingaræfingu sem gerir það að verkum að æfingin og þær klukkustundir sem líða áður en þú ferð að sofa innihalda mun hærri kaloríubrennslu-tölu heldur en eftir hlaup eða aðra loftháða þjálfun.

Styrktarþjálfun = Eftirbruni
Þessi eftirvirkni er kölluð eftirbruni og það er ekki spurning um það að þú ættir að stunda þjálfun sem veitir þér þessa eftirbruna virkni. Þú ert einnig að byggja upp vöðvamassa sem þýðir að líkaminn þarf að fæða þennan nýja massa og það þýðir að þú ert að brenna fleiri kaloríum hvern einasta dag og hverja einustu klukkustund. Ekki slæmt það!

04.maí 2010 - 14:08 Gunnar Már Sigfússon

Fiturík fæða = Verri svefn

Nýjar rannsóknir sýna greinilega tengingu milli þess sem sem þú borðar í kvöldverð og hvernig svefninn verðurþá nóttina. Fæða með hátt flutfall fitu er ekki æskilegur kvöldverður og reyndar segja rannsóknir að fiturík fæða hafi ekki jákvæð áhrif á svefninn hvenær sem hennar er neytt en þó sérstaklega á kvöldin!    

Þeir sem neyta fituríkrar fæðu fyrir svefninn eru líklegri að vakna og bylta sér meira ásamt því að REM
svefninn (djúpsvefninn) verður styttri og hvíldin því oft síðri. Meðalsvefntími vesturlandabúa hefur minnkað um 2 klukkustundir síðustu 15 ár. Svefninn er einnig “verri” og rannsóknir sýna að þeir sem eiga við raunveruleg svefnvandamál að stríða eru nánast undantekningarlaust of þungir.

23.apr. 2010 - 09:27 Gunnar Már Sigfússon

Vefjur með Spínati og Hummus

Vefjur eru frábær leið tl að koma ofan í sig grænmeti og annarri hollustu ef maður er ekki hrifinn af slíku

Fáránlega einfaldur en bragðgóður réttur sem þú verður að passa þig á að borða ekki yfir þig af!
Gott að gera umfram og hafa með daginn eftir sem millimáltíð. Hollustugildið er hátt og þetta er í
raun dulbúinn grænmetiréttur en jafnvel hörðustu andstæðingar grænmetis eru til í smakk þegar
þetta er komið inn í burrito vefju

07.apr. 2010 - 11:24 Gunnar Már Sigfússon

Ertu komin með leið á hafragrautnum?

Hafragrautur er trefjaríkur og inniheldur ein skál um 4 grömm af trefjum. Þú getur gert enn betur og bætt berjum við grautinn og fengið þannig aukalega 2-3 grömm Langflestir matseðlar og næringarráð fyrir þá sem vilja grennast innihalda hafragraut. Hafragrautur er auðvitað meinhollur en alls ekki fyrir alla og þá eru góð ráð dýr. Ástæðan fyrir því að hann fær svona góð meðmæli er hversu trefjaríkur hann er. Hafrarnir eru þannig kolvetni að þau gefa okkur langvarandi og góða orku og hafa góð áhrif á meltinguna. Ef þú ert ekki hafragrauts týpan er góð þumalputtaregla að hafa aukalega 3 grömm af trefjum í helstu máltíðum dagsins sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Hér að neðan er listi af grófmeti sem innihalda u.þ.b. 3 grömm af trefjum og væru frábær viðbót við mataræðið hjá þér ef þú borðar ekki hafragraut en vilt samt auka trefjamagnið í mataræðinu þínu. Trefjaríkt mataræði getur bætt meltinguna, aukið orkuna og rannsóknir sýna að um 14 grömm á dag geta ýtt undir fitutap.
26.mar. 2010 - 15:16 Gunnar Már Sigfússon

Grænmetislasagna - UPPSKRIFT hollt og gott

Grænmetislasagna er léttara í maga og margfalt trefjaríkara en hefðbundið lasagna Frábært er að hafa pestó með þessum rétti sem er jafn einfalt og það er bragðgott. Þú þarft 2 pakkningar basiliku, 3 hvítlauksgeira, 5 matskeiðar furuhnetur (brúnaðar til að gefa gott bragð) smá niðurrifinn parmesan 2-3 matskeiðar, salt og ferskan svartur pipar til að bragðbæta. Allt í blandara á fullt í 2 mínútur ásamt grænni ólífuolíu til að þynna blönduna....
24.mar. 2010 - 09:57 Gunnar Már Sigfússon

4 góð ráð varðandi mataræðið

Ávextir og grænmeti eru full af góðri orku sem við vitum að stendur fyrir sínu. Spurning að lesa aftan á ávaxtasafana! Hérna eru 4 einföld en áhrifarík ráð varðandi mataræðið. Þetta þarf ekki að vera flókið og þú getur byrjað strax í dag að fara að gera litlar breytingar og hugsa þetta á annann hátt.

Gunnar Már Sigfússon

Titleist Performance Institute
Golffitness TPI þjálfari

Gunnar Már er umsjónarmaður Golfpressunnar og Heilsupressunnar.

Hefur starfað sem einkaþjálfari í yfir 15 ár og veit allt á milli himins og jarðar um líkamsrækt og næringu.

Gunnar er einkaþjálfari og er með Golffitness námskeiðin á Nordicaspa í samvinnu með strákunum hjá Progolf og Atlas sjúkraþjálfun.

golf@pressan.is  

Ekki missa af þessu
29.3.2018

Vipp úr háu grasi

Mörgum reynist það erfitt að vippa úr háu grasi við flöt en það er lítið mál ef þið farið að hlutunum rétt...
2.4.2018

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir...
Sjá meira