11.ágú. 2012 - 10:39 Gunnar Bragi Sveinsson

Jón og Stefán

Jón Sigurðsson og prófessor Stefán Ólafsson hafa síðustu daga ritað greinar um Framsóknarflokkinn á pressuna og eyjuna þar sem gerð er tilraun til að gera upp söguna og settar fram vangaveltur um framtíðina sem ég hélt að hræddir kratar hefðu einkarétt á. Þessir ágætu menn, annar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og hinn sendill Samfylkingarinnar, m.a. stjórnarformaður Tryggingastofnunar í boði þess flokks,  eiga það sameiginlegt að líka illa við þá breytingu sem orðið hefur á stefnumálum Framsóknarflokksins frá því að flokkurinn náði vopnum sínum með endurnýjaðri stefnu og ungri og ferskri forystu.
23.apr. 2010 - 15:30 Gunnar Bragi Sveinsson

Fyrrverandi formaður á villigötum!

Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, ritar sérkennilega grein hér á pressan.is. Í fyrsta lagi virðist hann vera að reyna að fegra hlut þeirra er leiddu Framsóknarflokkinn eða sátu í stjórn Seðlabankans á árunum 2003 – 2007.   Í öðru lagi þá virðist formaðurinn fyrrverandi vera einn af þeim er sjá fyrir sér Framsóknarflokkinn ganga í Samfylkinguna.
04.maí 2009 - 14:29 Gunnar Bragi Sveinsson

Það liggur á að mynda ríkisstjórn!

Formenn stjórnarflokkanna telja að ekkert liggi á að mynda ríkisstjórn vegna þess að nú þegar sitji stjórn með þingmeirihluta. Það er rétt að hér situr ríkisstjórn, en viðhorf stjórnarflokkanna til myndunar nýrrar er lýsandi dæmi um þrekleysi og sleifarlag, það sama og einkenndi þann tíma sem stjórnin sat fyrir kosningar. Í því ljósi séð, er ekki mikil breyting. Hér birtist hin fullkomna fælni til að takast á við það sem skiptir öllu máli við núverandi aðstæður; að koma fjölskyldum og fyrirtækjum í þessu landi til bjargar og eyða óvissu um stjórnarfar næstu ára. Merkilegt er einnig að forseti lýðveldisins er sallarólegur yfir þróun mála. Enda virðist sem naprir vindar kreppunnar hafi ekki blásið á Bessastöðum.
14.apr. 2009 - 09:36 Gunnar Bragi Sveinsson

Út úr kreppunni

Það er enginn sem kemur og bjargar okkur útúr kreppunni. Eina leiðin sem við eigum er að vinna okkur útúr henni sjálf. Ríkisvaldinu ber að skapa aðstæður fyrir einstaklinga og fyrirtæki svo atvinnulífið komist á skrið og heimilin í skjól frá þeim efnahagsstormi sem nú geisar.  Núverandi ríkisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að bregðast við eftirá m.a. með því að lengja í skuldasnöru heimilanna og setja eins marga á bætur og þörf er á. Þetta er hættuleg leið sem draga mun frumkvæði og þrótt úr fólki og fyrirtækjum.
09.apr. 2009 - 08:08 Gunnar Bragi Sveinsson

Eru VG og Samfylking búin að semja um ESB?

Allt bendir til þess að Vinstri Grænir séu búnir að gefa eftir í ESB þráteflinu við Samfylkinguna í von um völd eftir kosningar.
04.apr. 2009 - 01:13 Gunnar Bragi Sveinsson

Greiðsluaðlögunin dugar ekki ein og sér

Eftir að hafa kynnt mér ný lög um greiðsluaðlögun þá er ég í raun alveg gáttaður á því að þessi gjörningur skuli hafa verið samþykktur án þess að aðrar aðgerðir fylgi með.
01.apr. 2009 - 22:14 Gunnar Bragi Sveinsson

Þolinmæði Framsóknarmanna

Þolinmæði okkar framsóknarmanna virðast engin takmörk sett. Við lofuðum að verja ríkisstjórn falli gegn því að gripið yrði til ráðstafana til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Á því hefur staðið en við verjum enn ríkisstjórnina. Þessi ákvörðun Framsóknarflokksins varð til þess að boðað var til kosninga eins og krafist hafði verið.  Því má segja að kosningarnar séu í boði Framsóknarflokksins.
31.mar. 2009 - 12:08 Gunnar Bragi Sveinsson

Landsfundir án lausna

Samfylkingin lagði ekki í endurnýjun því augljós hætta var á að flokksbrotin færu þá hvert sína leið. Því var leitað til starfsaldursforseta þingsins um taka forystuna að sér þótt hún hefði greinilega engan áhuga á því. Flokkurinn fyrst, svo fólkið. Þegar búið var að kjósa hinn fjölmiðlavæna varaformann leit forystan út eins og mæðgin á leið í fermingu. Mjög sætt.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Gunnar Bragi Sveinsson
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar