22.maí 2017 - 13:26 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Vandræðalega bekkjarpartýið!

Mesta hrekkjusvíni skólans er boðið í bekkjarpartý, enda er hann aðal-, og skólinn að miklu leyti undir yfirráðum fjölskyldu hans.Hann er fyrsta flokks búllý og hefur hrellt bekkjarsystkinin um nokkurn tíma, talað illa um þau, hótað þeim, skilið út undan, meira að segja löngu áður en hann byrjaði í bekknum. Þessi bekkur hefur nefnilega um árabil farið í taugarnar á fjölskyldu hrekkjusvínsins og lengi verið undir sérstakri smásjá.
30.okt. 2016 - 12:13 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Ekkert val í raun!: Hillary og Trump

Eins og svo oft áður er ég guðslifandi fegin að vera ekki bandarísk því þá stæði ég frammi fyrir skelfilegum afarkostum í forsetakjörinu í nóvember. Forsetakosningar í þessu valdamesta og stærsta herveldis heims, koma mér þó engu að síður við líkt og öðrum jarðarbúum. Með réttu ættum við öll að hafa kosningarétt þar í landi svo mikil eru áhrif þess á gang mála og örlög heimsins.
25.jún. 2016 - 13:26 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Niður með forsetaembættið, púúú!

Ég hef alltaf kosið í öllum kosningum, nýtt réttinn sem forverar mínir börðust fyrir, einkum kynsystur og allt það, nú hins vegar ætla ég ekki að mæta á kjörstað.  Ég finn mig þó knúna til að setjast niður og útskýra málið, líklega vegna þess að þó ég finni fyrir sterkri sannfæringu lengst inní hugarfylgsnum mínum hefur hún ekki skilað sér nægilega vel í rökhugsunina og því um að gera að setja í orð. Taka skal fram að óþol fyrir embættinu hefur ekkert með frambjóðendurna að gera.
09.feb. 2016 - 18:11 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Ég karlremban og klukkurnar

Ég held ég sé búin að átta mig á því hvernig misrétti, karlremba, rasismi, stéttaskipting, múslimafordómar og ótal margt fleira þrífst og dafnar í sífellu, þrátt fyrir að vera gamaldags, bjánalegt og órökrétt.
01.des. 2015 - 16:24 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Átök villimennsku og sigur öfgaafla: Evrópa fékk loksins sinn 11. september

Mér leið einkennilega innanbrjósts að fylgjast með vinum mínum, hvern í kapp við annan, setja franska fánann yfir forsíðumynd sína á Facebook eftir voðaverkin í París í síðasta mánuði. Ég vissi upp á hár hvaðan tilfinningin kom enda höfðu sömu ónotin látið á sér kræla eftir ódæðisverkin sem framin voru á Charlie Hebdo skopmyndatímaritinu í upphafi árs, og viðbrögðin við þeim. Ég þóttist þekkja þessa kunnuglegu blöndu vonleysis, ótta, sorgar og pirrings yfir óréttlæti heimsins.
27.nóv. 2015 - 12:15 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Langþráður draumur rætist: Lögreglan vopnavæðist

Ég hef satt best að segja stórar áhyggjur af vopnavæðingu lögreglunnar. Það hlaut að koma að þessu, langþráður draumur Björns Bjarnasonar - og lengi staðið til.
09.nóv. 2015 - 22:27 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Ekkert kjaftæði: Vanvirðing og karlaslagsíða réttarkerfisins er ólíðandi

Ég fór á mótmælin fyrir framan lögreglustöðina í dag. Unga fólkið ("15 kynslóðin) var að venju stórkostlegt - sterkt, reitt og ómeðvirkt. Ekki tilbúið að sætta sig við linkind lögreglu gagnvart kynferðisbrotamönnum, vanvirðingu við þolendur og þá kerfislægu karlaslagsíðu sem gerir lögreglu ókleift að meðhöndla þessi mál af sanngirni.
23.sep. 2015 - 19:47 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Kjarni málsins gleymist: Af hverju að sniðganga ísraelskar vörur?

Ég trúði varla eigin eyrum þegar ég frétti að borgarstjórn hefði samþykkt að sniðganga vörur frá Ísrael í innkaupum sínum í síðustu viku, hugsaði bara „ yes loksins! og fylltist hlýhug gagnvart þessu fólki sem hafði þorað varpa ljósi á hroðaverk Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu. Eins og endranær nennti ég ekki að fylgjast með umræðunni og hvað þá að komast að því hvernig að henni hafði verið staðið. Í staðinn fór ég í sólskinsskap yfir samlöndum mínum og sá fyrir mér hversu montin ég yrði að segja arabískum vinum mínum frá þessu heillaskrefi Reykjavíkurborgar. Svo hugsaði ég þakklát til íslenskra hægri manna, ekki líktust þeir skaðræðis hægrimönnunum vestanhafs, eins og Dónaldi Trump, Söru Pahlin og félögum. Okkar hægri menn væru allt öðruvísi, ókei einstaka rugludallar en almennt séð sómafólk. Ólíkt skoðanasystkinum í Ameríku héldu þau ekki alltaf með „valdinu“ og auðmönnum og viðurkenndu að ójöfnuður sé ekki náttúrulögmál. Æi hvað ég var þakklát og montin, og hugsaði ekki meira um það.
01.ágú. 2015 - 10:00 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Mun '15 kynslóðin breyta heiminum?

Beint fyrir framan mig á Druslugöngudagskránni, á Austurvelli um helgina, stóð ung kona og hágrét yfir ræðuhöldunum. Tárin streymdu látlaust niður kinnarnar og vinir hennar tveir skiptust á að halda þéttingsfast utan um hana, heillengi í senn. Ef ég ætti að giska hafa þau verið um 16 eða 17 ára gömul.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir er doktorsnemi í mannfræði. Hún flakkar þessa dagana milli Íslands og Qatar, þar sem hún vinnur að doktorsverkefni sínu sem fjallar um konur frá Katar.

Guðrún Margrét hefur um árabil látið til sín taka í femínískri umræðu hér á landi. Auk þess að stunda doktorsnámið starfar Guðrún Margrét í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún hefur áhuga á matargerð, femínisma og íslam.

Pressupennar
vinsælast í vikunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar