24.mar. 2014 - 17:31 Guðlaugur G. Sverrisson

Björt framtíð Samfylkingarinnar

Á síðustu þremur vikum hefur Mikael Torfason fengið þá fóstbræður Dag B. Eggertsson og Guðmund Steingrímsson í viðtal í ágætum þætti sínum, Mín skoðun. Þar hefur hann spurt þá hver sé munurinn á Bjartri framtíð annars vegar og Samfylkingunni hins vegar.
15.feb. 2014 - 10:04 Guðlaugur G. Sverrisson

Króna eða ekki króna, það er spurningin

Ný skoðanakönnun á vilja þjóðarinnar til að halda íslensku krónunni sem lögeyri eða taka upp nýjan gjaldmiðil leit dagsins ljós nú fyrir skömmu. Helsta niðurstaðan var sú að um helmingur landsmanna vill halda í krónuna á meðan hinn helmingurinn vill skipta um gjaldmiðil.
04.feb. 2014 - 20:18 Guðlaugur G. Sverrisson

Hver bjargaði Orkuveitu Reykjavíkur?

Mikill stormur í vatnsglasi hefur átt sér stað í bloggheimum og nokkrum fjölmiðlum eftir að undirritaður var kjörinn í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. Meðal annars hefur því verið haldið fram að ég hafi sett Orkuveitu Reykjavíkur á hausinn.
28.jan. 2014 - 12:44 Guðlaugur G. Sverrisson

Verðtrygging á neytendalán þarf að hverfa

Niðurstöður nefndar um afnám verðtryggingar liggur fyrir. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verklýðsfélags Akraness skilaði séráliti. Eftir að ég sá þessa niðurstöðu nefndarinnar varð mér hugsað til fyrirlesturs er ég fór á nú fyrir skömmu.
15.jan. 2014 - 12:55 Guðlaugur G. Sverrisson

Er RÚV í nöp við forsetann?

Í vissum kreðsum virðist ríkja einhver undarleg viðkvæmni fyrir öllu því sem forseti og forsætisráðherra segja, meira að segja þegar þeir eru að fara með sannindi sem hafa verið talin góð og gild áratugum, ef ekki öldum, saman á Íslandi.
04.jan. 2014 - 13:45 Guðlaugur G. Sverrisson

Á ég að berja þig?

Ný ríkisstjórn hefur skilað af sér fyrstu fjárlögum. Þar næst sá tímamóta árangur að þau verða hallalaus, í fyrsta skipti eftir bankahrun. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna hefur mátt sitja undir ýmsum átölum frá því til hennar var stofnað. Fyrst var talað um að ráðherrar væru verklausir og væru bara í sumarfríi. Síðar var talað um að ósætti væri innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna lánaleiðréttinga á vertryggðum húnæðislánum almennings.
27.des. 2013 - 14:30 Guðlaugur G. Sverrisson

Kraftlaust atvinnulíf

Við áramót er gott að líta til baka yfir árið sem er að kveðja. Sé litið yfir viðskiptalífið, blasir við stöðnum og framtaksleysi. Það er helst þjónusta við ferðamenn sem og hluti sjávarútvegs sem hafa drifið atvinnulífið áfram.
07.des. 2013 - 13:41 Guðlaugur G. Sverrisson

Þjóðin vill leiðtoga

Í því ölduróti sem fylgt hefur falli bankanna og þeim efnahagslegu ógöngum sem Ísland hefur ratað í, hefur þjóðin verið að leita sér að leiðtoga til að koma okkur áfram. Margir hafa gert tilkall til þess að verða sá leiðtogi sem kemur Íslandi aftur af stað veginn til bættra lífskjara. Það hefur sýnt sig í skoðanakönnunum að óánægja fólks með flokka og frambjóðendur, birtist í fjölda þeirra sem neita að svara eða er óákveðinn þegar spurt er um stuðning til einstakra flokka. Miklar sveiflur eru á fylgi flokka á milli mánaða, jafnvel vikna. Í þessu ölduróti hafa stjórnmálaflokkar og leiðtogar þeirra verið að stíga ölduna og reynt að sannfæra kjósendur um sitt ágæti. Það hefur ekki gengið vel því yfirleitt hefur pólitísk umræða farið út í það, að elta ólar við skoðanir annarra og gera lítið úr málstað andstæðinganna. Þar gildir reglan, að meðan ekki er talað um mig, er ég og minn flokkur í góðum málum. En á þessu er ein undantekning.
29.nóv. 2013 - 15:32 Guðlaugur G. Sverrisson

Aflátsbréf í pólitík

Þetta sýnir hversu klókir þeir félagar eru og ekki að ófyrirsynju kallaðir höfundar klækjastjórnmála. Einhver hefur kallað þetta pólitíska verkfræði. Sama hvað fólk mun kjósa, þeir fóstbræður vinna.
22.nóv. 2013 - 12:41 Guðlaugur G. Sverrisson

„Planið“ farið út í vitleysu

Það er alveg magnað hjá fyrirtæki sem átti að vera komið í þrot samkvæmt yfirlýsingum núverandi borgarstjóra, hvað það er tilbúið að borga í leigu fyrir skrifstofuhúsnæði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið gengið frá „sölu“ á aðalstarfsstöð félagsins á Bæjarhálsi. Svo til engar upplýsingar eru að finna um kostnaðarliði vegna sölunnar. Þó er getið um að „kaupverð“ húsnæðisins sé 5,1 milljarður.
15.nóv. 2013 - 15:44 Guðlaugur G. Sverrisson

Íslendingar vilja réttlæti

Vonar þú að Framsóknarflokknum takist að uppfylla kosningaloforð sitt um skuldaleiðréttingu heimilanna? Þessa spurningu lögðu þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis fyrir þjóðina. Á fimmta þúsund manns svöruðu spurningunni og já sögðu 84%  en einungis 12% voru á móti því að Framsóknarflokknum takist ætlunarvek sitt.
07.nóv. 2013 - 18:49 Guðlaugur G. Sverrisson

Rústabjörgun vinstri stjórnarinnar

Í ljósi núverandi ástands á fjármálamarkaði ásamt því að hagvöxtur er óviðunandi hér á Íslandi, verður mér hugsað til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og VG lýsti starfi sínu sem rústabjörgun eftir fall bankanna.
02.nóv. 2013 - 17:11 Guðlaugur G. Sverrisson

Upplifun í úthverfi

Í mínum huga er arfleifð Jóns Gnarr og Besta flokksins í samstarfi við Samfylkinguna sú að hafa skipt Reykjavík í tvennt.  Annarsvegar í úthverfi með tilheyrandi afskiptaleysi gagnvart þörfum íbúanna og hinsvegar í miðbæ- vesturbæ, þar sem lífið menningin og skapandi greinar eru málið. Þetta er svo allt rammað inn í nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.
22.okt. 2013 - 20:30 Guðlaugur G. Sverrisson

Eru framsóknarmenn aular?

Umræðan eftir kosningar er á margan hátt mikil vonbrigði. Ungt og kraftmikið fólk hefur valist til trúnaðarstarfa í ríkisstjórn og hefur starfað í heila fimm mánuði
11.okt. 2013 - 10:59 Guðlaugur G. Sverrisson

Útflutningur á íslensku hugviti

Þjóðin lærði nýverið um hugtak sem nefnt hefur verið skapandi greinar. Skapandi greinar er samheiti yfir ólíkar greinar þar sem hugvit, skilgreint handverk (ekki iðnaðarmenn) og listgreinar, líkt og tónlist, bókmenntir og kvikmyndagerð eru settar saman í þeim tilgangi að sýna fram á verðmætasköpun og mikilvægi þeirra í þjóðarframleiðslunni.
03.okt. 2013 - 16:59 Guðlaugur G. Sverrisson

Lífeyris(sj)óðakerfið

Eftir bankahrunið haustið 2008 hafa verið gerðar úttektir á stofnunum sbr. Íbúðalánasjóði, opinberum fyrirtækjum líkt og Orkuveitu Reykjavíkur og svo á falli fjármálamálafyrirtækja sem gerð var skil í viðamikilli rannsóknarskýrslu Alþingis. Þessar úttektir voru ýmist unnar af beiðni Alþingis eða Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknaraðila hafa verið ræddar í samfélaginu og sýnist sitt hverjum. Einn mikilvægur þátttakandi á fjármálamarkaði hefur spilað nokkuð frjálst og mestu í óbreyttri mynd en það eru lífeyrissjóðir launþega. Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs, skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
25.sep. 2013 - 10:06 Guðlaugur G. Sverrisson

Umræðu snúið á haus

Töluverð umræða er í þjóðfélaginu vegna skorts á húsnæði. Ýmsar lausnir eru nefndar til sögunnar. Hæst er talað um að koma á leigumarkaði með íbúðir og þá  í minni kantinum. Einnig er rætt um að ríkið og sveitarfélög komi að lausn húsnæðisvandans með annaðhvort niðurgreiðslu til leigjenda og /eða niðurgreiddum byggingum sem leigðar verða til almennings.
18.sep. 2013 - 16:47 Guðlaugur G. Sverrisson

Fréttamat

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fréttamat er hjá íslenskum fjölmiðlum, hvaða fréttir eigi erindi til almennings að þeirra mati vegna skuldavanda heimilanna.
11.sep. 2013 - 14:45 Guðlaugur G. Sverrisson

Þróunaraðstoð við Breiðholt

Frá því að núverandi meirihluti tók við í Reykjavíkurborg undir forystu Jóns Gnarr og Dags B. Eggertssonar, hefur verið lögð „séstök áhersla“ á málefni Breiðholts.  Mikið átti að gera til að bæta lífskjör íbúa umfram það sem almennt átti að gera í öðrum hverfum borgarinnar.
03.sep. 2013 - 13:39 Guðlaugur G. Sverrisson

Vaxtabrjálæði

Langt og ítarlegt viðtal var um helgina við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Farið var yfir fyrstu 100 daga nýrrar ríkisstjórnar. Sigurjón M. Egilsson lagði fyrir Sigmund spurningar um flest allt sem á þjóðinni hefur brunnið. Margt var þar fróðlegt, m.a. að unnið er að breytingum á lögum um lífeyrissjóði. Þar nefndi forsætisráðherra að skoða ætti hvort leyfa skuli lífeyrissjóðum að kaupa fyrir hærra hlutfall af sjóðum félagsmanna í óskráðum félögum. Það er gott og blessað að fara yfir það. En það er annað í þeim lögum sem þarf að breyta og mun skipta almenning miklu.
25.ágú. 2013 - 20:55 Guðlaugur G. Sverrisson

Skjaldborgin

Ég les á Eyjunni að menn eru að velta því fyrir sér að sameina vinstri menn enn á ný en nú undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.
20.ágú. 2013 - 10:48 Guðlaugur G. Sverrisson

Besta gatan

Það er eitt að einhverjum detti í hug innan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar að búa til sviðsmynd úr Galdrakallinum í OZ á Hofsvallagötunni, en að framkvæma hugmyndina, það er ótrúlegt. Kjörnir fulltrúar Reykjavíkur virðast vera búnir að framselja vald sitt til embættismanna.  Þessi framkvæmd er birtingarmynd stjórnleysis Besta flokksins og Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar.
08.ágú. 2013 - 14:30 Guðlaugur G. Sverrisson

Magnbundin íhlutun stjórnenda banka

Eftir því sem lengra líður frá falli bankana, gerir almenningur sér betur grein fyrir þeirri starfssemi sem þar átti sér stað fyrir hrun. Efsta stjórnarlag bankana, ásamt stærstu eigendum, nýtti sér aðstöðu sína og beitti stórtækum aðferðum við að færa til fé innan bankans þannig að réttast væri að kalla það magnbundna íhlutun.
20.júl. 2013 - 19:30 Guðlaugur G. Sverrisson

Miklar áhyggjur af Framsóknarflokknum

Fjölmargir málsmetandi menn í samfélaginu, allt frá sífellubloggurum til fyrrverandi ráðherra, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af framgangi Framsóknarflokksins eftir að hann settist í ríkisstjórn með Sjáfstæðisflokki. 
03.júl. 2013 - 15:30 Guðlaugur G. Sverrisson

Óþreyja hjá þjóðinni

Enginn efast um það að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við mjög erfiðu búi eftir fall bankanna á haustdögum 2008. Þjóðin var mjög vel meðvituð um að framundan væru erfiðir tímar. Allar góðar óskir fylgdu ríkisstjórninni og fólk trúði því að Samfylking og VG væru að skapa hér „norræna velferðarstjórn“ sem ætlaði sér að mynda „skjaldborg um heimilin“.
27.jún. 2013 - 15:57 Guðlaugur G. Sverrisson

Bylting í fjarskiptamálum

Bylting í fjarskiptum hefur átt sér stað í Reykjavík. Frá haustdögum 2008 hefur Gagnaveita Reykjavíkur unnið að því að ljósleiðaravæða Reykjavík. Um haustið 2008 voru um fjórðungur heimila í Reykjavík með möguleika á ljósleiðaratengingu. Þeir sem nýttu sér ljósleiðarann voru aðallega Landsspítali, háskólarnir í Reykjavík, stofnanir Reykjavíkurborgar og örfá stórfyrirtæki sem og um 1.000 áskrifendur (heimili). Velta GR var um 400 milljónir haustið 2008 og óvíst um framtíð félagsins eftir afskiptaleysi um hag þess um nokkurn tíma og svo það að skuldir þess tvöfölduðust yfir nótt við fall bankana í október 2008.

Guðlaugur G. Sverrisson

Fv. stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar