05.mar. 2010 - 13:00 Guðjón M. Ólafsson

Uppfylla Icesave-kosningar lágmarksskilyrði lýðræðisins?

Hvaða skilyrði þurfa kosningar að uppfylla til að geta talist lýðræðislegar? Vissulega greinir menn á hvað sé lýðræðislegt og hverjar kröfurnar eru nákvæmlega. Lögfræðingar leggja mikið upp úr hinum formlega þætti kosninganna, þ.e. að allir þátttakendur virði lögin er gilda um framkvæmd kosninga almennt. Á móti hafa margir bent á að þrátt fyrir að mikilvægt sé að hin formlega framkvæmd sé rétt þá sé það hins vegar ekki nóg. Kosningar verði, auk þess að vera rétt framkvæmdar, að hafa eitthvert innihald og það sem mikilvægast er; skila niðurstöðu.
16.nóv. 2009 - 10:07 Guðjón M. Ólafsson

Orrustan um Ísland: Jón Ásgeir group eða Guðmundur Franklín group?

Málefni Haga eru mörgum hugleikin enda fyrirtækið með afgerandi stöðu á markaði sem skiptir alla landsmenn mjög miklu máli, þ.e.a.s. matvörumarkaðnum. En í miðri baráttunni um fyrirtækið virðist einn möguleiki alveg hafa gleymst í umræðunni. Er það óhjákvæmileg niðurstaða að annað hvort Jón Ásgeir group eða Guðmundur Franklín group eignist Haga? Síðan má líka spryja hvort það skipti einhverju máli hversu margir eigendur eru að fyrirtæki sem hefur yfir að ráða yfirburðastöðu á markaði, eða allt að því einokun?
16.okt. 2009 - 10:16 Guðjón M. Ólafsson

Sturla og málfrelsið

Sturla Böðvarsson fyrrverandi þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis ritar grein hér á Pressuna í gær. Umtalsefni greinarinnar við fyrstu sýn virðast vera áhyggjur Sturlu af nafnleysingjum á netinu og þeim skaða sem þeir valda málfrelsinu. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir og ekkert nema gott að segja um það. Það sem er aftur á móti sérkennilegt við þessa grein frelsisunnandans Sturlu er að hún fjallar ekkert um málfrelsi. Í stað þess að vera málefnalegt innlegg í umræðuna um hvernig eða yfir höfuð hvort umræðunni skuli stýrt, þá gerir höfundurinn sig sekan um nákvæmlega sama hlut og nafnleysingjar, nema hvað hann gerir það undir nafni. Sturla verður að fyrirgefa mér en ég sé ekki muninn á ómálefnalegri umræðu undir nafni eða í skjóli nafnleyndar. Fyrir mér er þetta einfaldlega einn og sami hluturinn.
14.okt. 2009 - 09:00 Guðjón M. Ólafsson

Framsóknarklúður og pólitísk vonbrigði

Þegar Framsóknarflokkurinn hélt til Noregs í frægðarför sína, land og þjóð til dýrðar, varð ég hugsi. Í fyrsta lagi, er Framsóknarflokknum alvara? Í öðru lagi, hvaða umboð hefur Sigmundur til þess að fara til Noregs og biðja, hvað þá semja, um lán eða lánalínu fyrir hönd íslenska ríkisins? Magnús pressupenni bendir réttilega á að stjórnarskráin kveði á um að slíkt sé í höndum framkvæmdavaldsins, en ekki einstakra þingflokka. Það er e.t.v. til happs að erindisleysa þeirra félaganna hefur ekki farið hátt í erlendum fjölmiðlum og því vonar maður að ímyndarskaðinn verði einvörðungu bundinn við Noreg. Að láta sér detta það í hug að óbreyttir þingmenn, jafnvel þótt um sé að ræða flokksformann, geti farið til annarra landa, samið við þingmenn þeirra um lán eða lánalínu framhjá öðrum yfirvöldum er blátt áfram svo barnalegt og kjánalegt að um mann fer kuldalegur aulahrollur.
29.sep. 2009 - 13:57 Guðjón M. Ólafsson

Talandi og bullandi höfuð

Hagfræðingurinn og kratinn John Kay gerir í bók sinni The Truth About Markets : Why Some Countries are Rich and Others Remain Poor mikið grín af álitsgjöfum og notar hina mjög svo skemmtilegu myndlíkingu um talandi höfuð (e. Talking heads). Ástæðan fyrir þessu eru einfaldlega sú að flestum okkar birtast þessi höfuð nær eingöngu á sjónvarpsskjánum þar sem þau tjá sig um heimsins gagn og nauðsynjar. Flest þessara höfða eru í góðri æfingu við að rausa áfram út í hið óendanlega, enda byggir afkoma þeirra að nokkru leyti, ef ekki að öllu, á því að þeir fái aðgang að almenningi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þessi höfuð, eða álitsgjafar, verða fastagestir á hverju heimili í gegnum hina ýmsu miðla. Margir muna eflaust eftir jakkafataklæddu undrabörnunum sem birtust almenningi fyrir nokkrum árum til þess að segja honum í hlutabréfum hvaða fyrirtækja hann ætti að fjárfesta.
25.sep. 2009 - 11:46 Guðjón M. Ólafsson

Uppbrot valdakerfis og orrustan um Ísland

Valdakerfi eru margslungin fyrirbæri, sem erfitt er að henda reiður á. Þau geta verið að störfum í mörg ár og misseri án þess að almenningur verði var við þau. Það að tala um valdakerfi á ekkert skilt við hinar margrómuðu samsæriskenningar, þrátt fyrir að umfjöllun um hið fyrrnefnda taki oft á tíðum á sig mynd sem einungis er hægt að lýsa með reifarakenndum hætti.
19.sep. 2009 - 13:00 Guðjón M. Ólafsson

Skyndilausnir eða framtíðarsýn?

Ég eyddi sumrinu við vinnu heima á Íslandi, sem var kærkomið eftir að hafa verið hálfutanveltu í vetur hér í Árósum á meðan allt „hrundi” heima. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður er svona í burtu þá fær maður aldrei  sömu tilfinningu fyrir hlutunum líkt og fólk sem upplifir þá með beinum hætti. Það sem sló mig var hversu mikið framboð var af svokölluðum skyndilausnum, svona „gemmér vald og ég redda þessu!”.  Meira sló mig þó eiginlega hversu óþolinmóður almenningur er og hversu mikið hann þyrstir í að þessu verði bara reddað.
22.apr. 2009 - 12:22 Guðjón M. Ólafsson

Íslenskir fjölmiðlamenn eru lélegur brandari

Sigurjón Egilsson birti í morgun færslu á bloggsíðu sinni á Eyjunni (www.eyjan.is). Þar hélt hann því fram að íslenskum stjórnmálamanni hefði verið boðin miljón frá forstjóra stórfyrirtækis fyrir það eitt að breyta málflutningi sínum í garð þessa tiltekna fyritækis. Ég verð nú að segja að mér fannst steininn taka úr þegar Sigurjón tilkynnti að líklega kæmu upplýsingar um hvaða stjórnmálamaður og menn hefðu fengið sams konar boð frá stórfyrirtækjum ekki upp á yfirborðið fyrr en eftir kosningar.
20.apr. 2009 - 09:36 Guðjón M. Ólafsson

Veruleikafirring íslenskrar kosningabaráttu

Hef verið að fylgjast með umræðum í stjónvarpinu, hinum svokölluðu kjördæmaþáttum. Þessir þættir eru hið ágætasta skemmtiefni, en lítið meira en það. Klapplið stjórnmálaflokkana og spurningar frá flokksskrifstofum sjá til þess. Það sem hefur slegið mig einna mest er hvers konar vitleysu stjórnmálamenn, sumir auðvitað meira en aðrir, geta haldið að kjósendum.
01.apr. 2009 - 08:20 Guðjón M. Ólafsson

Gef´mér fix

Ég kveikti á netútvarpi Bylgjunnar síðastliðinn mánudagsmorgun til þess að hlusta á Í bítið, sem á sína góðu spretti. Er netvarpið tók að óma var verið að ræða við þingmennina Guðlaug Þór, sem í mínum vinahópi gengur undir nafninu „Ráðgjafaskenkir“, og Árna Pál þingmann Samfylkingarinnar. Umræður þeirra í millum voru fyrirséðar og varla tekur því að tíunda þær frekar, vissulega áhugaverðar en engu að síður varla neitt nýtt þar. Árni boðar leið skynseminnar í átt til Evrópu á meðan Guðlaugur hélt fram hinni hefðbundnu íhaldsþvælu.
27.mar. 2009 - 08:40 Guðjón M. Ólafsson

Nordal opnar sig

Ólöf Nordal þingkona og forstjórafrú ritaði grein hér á Pressuna þar sem hún sakar Vinstri hreyfinguna grænt framboð um að koma fram með gamaldags lausnir, sem þá væntanlega felur í sér að hún og hennar flokkur, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, séu fulltrúar nýtísku lausna. Ég segi eins og gamall maður norður á Siglufirði sagði einu sinni: það er nú meira hel... !
16.mar. 2009 - 15:00 Guðjón M. Ólafsson

Uppgjör og endurnýjun hjá íhaldinu

Ég verð að segja að það vakti stjórnmálafræðilegan áhuga minn þegar Sjálfstæðisflokkurinn setti á laggirnar hina svokölluðu endurskoðunarnefnd, fyrstur flokka. Fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu gert sér mestan mat úr þeim hluta endurskoðunarinnar, sem lítur að því að gera upp fortíðina. Fyrstu skýrsludrögin lofuðu góðu, þ.e. það virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði gera málin upp á einlægan og opinskáan hátt. En þá greip hæstvirtur Haarde inn í og minnti á að um væri að ræða skýrsludrög, sem ekki endurspegluðu skoðanir flokksins.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Guðjón M. Ólafsson
    * Siglfirðingur
    * Sósíaldemókrati
    * BA. í stjórnmálafræði frá HÍ
    * Er í kandidatsnámi í stjórnmálafræði við Århus Universitiet
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar