15.ágú. 2011 - 09:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Að hugsa „rétt“ eða „rangt“. Vangaveltur um fasista og antifastista

Eftir atburðina í Noregi í síðasta mánuði þar sem ungt fólk var tekið af lífi í nafni antimarxisma hefur umræðan um innflytjendamál og fjölmenningu breytt aðeins fókusnum.  Samkvæmt morðingjanum er marxismi samnefnari fyrir fjölmenningu og eins og hjá mörgum öfga hægrisinnuðum einstaklingum er marxismi óvinurinn, svona nánast eins og djöfullinn eða antikristur hjá öfga trúarhópum. 
25.jún. 2011 - 10:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Í nafni föðurins, sonarins og heilaga anda

Enn á ný setur mann hljóðan við að fylgjast með vandræðaganginum meðal æðstu manna kirkjunnar.  Í forundran minni virðist kirkjan endurspegla þá siðblindu sem hún sjálf fordæmir í nafni hins ritaða orðs. 

30.maí 2011 - 09:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Matarmenningin

Ég hef verið að velta fyrir mér afhverju við Íslendingar erum orðin svona feit. Frænka mín, sem búsett er erlendis,  kom í heimsókn til landsins fyrir nokkrum vikum og fékk nett áfall við að sjá slíka fjölgun feitra einstaklinga. Þrútið og feitt fólk lallandi um bæinn með ís og franskar.
05.maí 2011 - 13:15 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Er ég dóni ef ég læt ekki vaða yfir mig?

Ég hef oft rekið mig á það að á Íslandi er ekki hefð fyrir að setja fólki mörk eða stoppa af fólk sem veður yfir óskráðar reglur. Það er aftur á móti mikil hefð fyrir að tala og nöldra um hegðun fólksins þannig að það heyri ekki til – og þó kannski talar fólk upp í loftið og vonast til að nöldrið berist reglubrjótnum til eyrna – svona beint á ská. Og kannski, kannski hann læri að skammast sín og öllum líði betur. En að einhver þori að stoppa viðkomandi af....það er annar handleggur.
06.apr. 2011 - 21:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Er fordómafull umræða heima hjá þér?

Fordómar eru erfiðir viðfangs og þeir sem vinna með börnum af erlendum uppruna fallast stundum hendur þegar íslenskættuð börn koma í skólann og láta dónalegar athugasemdir dynja á öðrum börnum.
24.mar. 2011 - 20:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Hvað ef einhver kallaði okkur „Bauna“?

Í þættinum Návígi sem var á dagskrá RUV fyrir rúmri viku var viðtal við nokkra innflytjendur ásamt Hallfríði Þórarinsdóttur forstöðukonu MIRRU. Margt áhugavert kom fram í þættinum er varðar okkar hæfni til að takast á við ólíka einstaklinga. Veltir maður því fyrir sér hvort landfræðileg einangrun eða sú staðreynd að við höfum haft það svo rosalega gott, verandi eins frábær og við erum, og það hafi takmarkað hluttekningu Íslendinga gagnvart öðru fólki.
21.mar. 2011 - 13:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Rollur, kerrur og Kanarí

Þær eru ófáar bókmenntirnar sem minnast á rollur sem hluta íslenskrar menningar. Í Sjálfstæðu fólki er fjallað um samband manns og rollu að hluta til, á afar skondin hátt. Vissulega eru þær órjúfanlegur þáttur í samfélagi okkar og koma fyrir þau móment að mér finnst við líkjast þeim ansi mikið. Það er að minnsta kosti einhver samhljómur milli okkar og rollana.
09.mar. 2011 - 13:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Mun stóra ljóta menningin éta litlu íslensku menninguna?

Ísland verður æ margbreytilegra og fjölmenningarlegra með árunum. Á meðan sumir fagna þessum fjölbreytileika eru aðrir sem finnst að íslenskri menningu vegið og óttast að hún verði króuð af og étin af öðrum. Frá þessum aðilum sprettur reiði, ótti og hræðsla um að glata eiginleikum sínum og sérstöðum sem birtist í því sem við köllum þjóðerniskennd og í öfgafullum tilfellum kynþáttahyggju (rasisma).
05.mar. 2011 - 11:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Parkour menningarinnar

Að aðlagast annarri menningu getur verið mjög erfitt ferli. Þær eru margar reglurnar sem eru óskráðar og ekki ræddar en allir sem tilheyra menningunni kunna þær upp á hár.
22.feb. 2011 - 09:00 Guðrún H. A. Eyþórsdóttir

Óáþreifanleg sammenningarleg einkenni okkar?

Þeir Íslendingar sem flutt hafa aftur heim frá útlöndum hafa oft skemmtilega sýn á það hvernig við erum. Útlendingar, verandi ferðamenn, námsmenn eða innflytjendur hafa í mín eyru gert athugasemdir um svipaða hluti í fari okkar sem einkennir mörg okkar. (Best að forðast alhæfingar). Ég hef gert það að sið mínum að spyrja fólk sem ég hitti og er ekki alið upp hér á landi hvaða kæki eða venjur það verður vart við í okkar fari. Margir Íslendingar sem flytja heim hafa haft á orði ákveðin atriði sem þeir tóku ekki eftir áður, en taka eftir þegar þeir flytja  aftur heim.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Guðrún H. Eyþórsdóttir

- MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands
- MA í mannfræði frá Columbia háskólanum í New York
-BA í mannfræði frá Háskóla Íslands

Ég hef starfað að fjölmenningarlegum málum síðan ég bjó í New York en þá var ég fengin inn til ráðgjafar og greiningar á fjölmenningarlegum ágreiningi á vinnustað. Síðan þá hef ég verið með í mótun námskeið á vinnumarkaði um fjölmenningu fyrir Íslendinga.

Menningarleg aðlögun er áhugamál mitt og fékk ég tækifæri að vinna með aðlögunarferli hjá AFS skiptinemasamtökunum þar sem mitt hlutverk var meðal annars að veita erlendum skiptinemum stuðning við aðögun að íslensku samfélagi.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 26.11.2017
Trúverðugleiki í húfi
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 02.12.2017
Ánægjuleg tíðindi af dómurum
Fleiri pressupennar