26.júl. 2016 - 15:06 Einar Kárason

Píratar sökka!


11.júl. 2016 - 16:47 Einar Kárason

Búið að eyðileggja Bæjarins beztu

Ég er ánægður með túrismann og kvarta ekki; hann gagnast mannlífinu hér, verslun, veitingastöðum, menningu, hag landsins. Auk þess sem þeir sem hingað vilja koma eru að sjálfsögðu velkomnir, rétt eins og við til þeirra landa. EN: Einu verður að gera bragarbót á. Þeir eru búnir að eyðileggja fyrir okkur „Bæjarins beztu.“
08.ágú. 2015 - 18:17 Einar Kárason

Grátlegt hrun Rásar eitt

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri er maður sem ég met allmikils, og fyrir því eru raunar persónulegar ástæður sem nú skal segja frá. Það er dálítið undarleg saga sem ég hef ekki sagt áður, og er ástæða þess að mér er ekki ofarlega í huga að gagnrýna þennan geðþekka mann. En það var á níunda áratug liðinnar aldar, þegar gamlir kunningjar og skólabræður höfðu stofnað leikhús og tekið Gamla bíó á leigu, að þeir fengu mig til að þýða verkið „Litla hryllingsbúðin“ – þ.e.a.s. laust mál, samtöl og slíkt, en Megas þýddi söngtextana. Verkið var svo sett upp og sló í gegn, Laddi lék eftirminnilegan tannlækni og Björgvin Halldórs talaði og söng fyrir mannætublómið í sýningunni, og sömuleiðis vel skipað í önnur hlutverk.
16.feb. 2015 - 18:00 Einar Kárason

Þeir bættu ekki hjólið

Við hér erum með allar tryggingar hjá Sjóvá og þannig hefur það verið í áratugi. Þeir tappa eitthvað um sextíu þúsund á mánuði af visakortinu, mér finnst það alltaf vera að hækka. Í febrúar endurgreiða þeir smávegis, auglýsa það mikið þessa dagana; ég hef fengið rúmlega 30 þúsund.
17.nóv. 2014 - 01:07 Einar Kárason

Hefðu orðið miklu skárri í nefnd eða starfshóp

Fornvinur minn og kollegi, G. Andri Thorsson, var með erindi á fornsagnasamkomu þar sem ég var í gær, hann var fínn eins og alltaf; hann er líka með háskólapróf úr norrænudeildinni í HÍ, enginn úr þeim kampi hefur treyst sér til að andmæla greinum sem ég hef skrifað um augjós tengsl á milli þess sem við þekkjum úr ritum Sturlu Þórðarsonar og svo hinnar frægu bókar Njálu,
11.nóv. 2014 - 14:42 Einar Kárason

Stóra hyskismálið

Eins og margir vita skrifaði ég lítinn pistil á facebokk um liðna helgi þar sem kom fyrir orðið „landsbyggðarhyski.“ Það var óþarft og ónærgætið og vil ég biðja allt gott fólk afsökurnar á því. Ég hef hitt suma og heyrt í öðrum sem tóku þessu persónulega og fannst það niðrandi og það finnst mér afar leitt, enda var það ekki ætlunin.
09.nóv. 2014 - 23:12 Einar Kárason

Hugsað til Garðars skipstjóra

Þegar ég var átján ára og háseti á fraktaranum Eldvík var þar skipstjóri roskinn kall, dálítið af gamla skólanum. Hafði lengi verið yfirmaður á japönskum kaupskipum og blandaði lítið geði við áhöfnina, en naut mikillar virðingar okkar. Einhvern tíma gerist það í höfn á Íslandi að um borð veður maður sem er mjög ósáttur við skipið; kemur inn í matsal, spyr um skipstjórann og hellir sér svo, formálalaust, yfir hann með óbótaskömmum. Lætur dæluna ganga um hríð, er ógnandi.
27.maí 2014 - 19:59 Einar Kárason

Bæjafógetinn Bastían

Það er að sjálfsögðu alveg rétt að persónufylgi Dags B. Eggertssonar er meginskýringin á afar sterkri stöðu Samfylkingarinnar í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnunum. Það er hinsvegar ekkert óvenjulegt eða nýtt að þannig staða komi upp, því að borgarstjórnarkosningar í Reykjavík hafa alla tíð jafnframt verið borgarstjórakosningar; fólk er að velja sér góðan fógeta.
04.maí 2014 - 19:24 Einar Kárason

Afturhald eða Samfylking, í hvoru liðinu ertu?

Það líður tæpast sá dagur að í staksteinaskrifum Morgunblaðsins og samsvarandi dálkum sé ekki minnst á Samfylkinguna, og það í miður vinsamlegum tón. Því súrari og beiskari sem þau skrif eru, því oftar er minnst á Samfylkinguna; allt sem fer í pirrurnar á Staksteinum virðist frá Samfylkingunni komið eða henni að kenna.
13.des. 2013 - 15:11 Einar Kárason

Arionbanki og ég

Í hverjum mánuði þarf ég að greiða Arionbanka peninga, vegna lána, vísakorts osfrv. Einu sinni á ári, eða í desember, á Arionbanki samkvæmt samningi að borga mér eitthvað, þe. endurgreiðslu (5 krónur af hverjum þúsundkalli) af verslun við tiltekna aðila.

Einar Kárason
Rithöfundur. Hefur sent frá sér ótal skáldsögur, smásögur, ljóð, kvikmyndahandrit, ævisögur og endurminningar, sem gefnar hafa verið út á fjölmörgum tungumálum um allan heim.