Bubbi Morthens
30.des. 2010 - 11:00 Bubbi Morthens

Alræðið

Ég las ævisögu Gunnars Thoroddsen um jólin. Fróðleg, skemmtileg og vel skrifuð bók. Það er sláandi að uppgötva að vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins voru engu frábrugðin alræði kommúnismans. Í raun gæti bókin heitið „Alræði Sjálfstæðisflokksins“.
28.des. 2010 - 12:22 Bubbi Morthens

Hvernig líður þér í sálinni?

Brynjar Níelson formaður Lögmannafélagsins skrifar ágætis grein um hefndar- og refsiglaða þjóðfélagið Ísland í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins.
24.des. 2010 - 11:00 Bubbi Morthens

Ég er óendanlega heppinn

Það blika stjörnur á himni þessa dagana, enda frost verið mikið í Kjósinni. Jólatréð er komið upp og við vorum að skreyta það. Stelpurnar litlu voru á fullu og þvílík gleði!
18.des. 2010 - 20:00 Bubbi Morthens

Kristján Jóhannsson og Jónas Sen

Kristján Jóhannsson er magnaður listamaður og saga hans dulítið ævintýri af gamla skólanum: Kotungsson sem fer út í heim og sigrar drekann. Það má eflaust segja margt um Kristján og margir hafa á honum skoðanir. Ekki hefur það heldur hjálpað honum að auðmýkt er nokkuð sem hann virðist stundum skorta. En það sem oft virðist vera mont og hroki í tali hans og fasi er í raun ekkert annað en vörn gegn óöryggi.
16.des. 2010 - 11:30 Bubbi Morthens

Bjarmalandsför slitarstjórnar Glitnis

Bjarmalandsför Steinunnar Guðbjartsdóttur og hestasveina hennar fyrir dómstól í Nýju Jórvík endaði háðuglega. Þau náðu að sturta niður í kok bandarískra lögfræðinga vel á annan milljarð íslenskra króna! Og eftirtekjan var engin!
12.des. 2010 - 15:53 Bubbi Morthens

Gjaldþrot er víst kostur

Er gjaldþrot svarið við ofbeldi ríkistjórnarinnar og bankana eða er það valkostur að setjast undir árar á þrælagaleiðu bankana og vera þar stritandi bestu ár ævi þinnar fyrir grímuklædda yfirmenn og þiggja vatnssopa að launum?
11.des. 2010 - 08:00 Bubbi Morthens

Veist þú hver hann er?

Það er galdrafár í þjóðfélaginu. Einn sannleikur gengur ljósum logum, hann er bara einn og hann er óvæginn og grimmur. Fjölmiðlar telja sig handhafa sannleikans – sannleikans í eintölu – það er bara einn sannleikur. Á fjölmiðlum vinna menn sem engra hagsmuna hafa að gæta.
09.des. 2010 - 14:10 Bubbi Morthens

Viltu græða hundraðþúsundkalla?

Þetta hljómar ótrúlega en ég byrjaði að reykja sex ára gamall. Tólf ára reykti ég ofan í mig. Það var farið með mig til læknis sem sagði að ég yrði dvergur ef ég hætti ekki að reykja. Ég trúði því svona hálfpartinn, stoppaði um stund, byrjaði aftur, hélt áfram að stækka og uppgötvaði að læknar ljúga eins og ég laug að mömmu.
06.des. 2010 - 20:00 Bubbi Morthens

Krónuníðingar

Krónan er krónískur sjúklingur. Hún er siðblindur smáfugl og baneitruð. Hún er dvergur sem heldur þjóðinni í gíslingu.
03.des. 2010 - 16:00 Bubbi Morthens

Mannvonska Sjúkratrygginga Íslands

Heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna leggst af eftir þrjá mánuði samkvæmt ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands. Hvernig getur þetta gerst? Hver tekur svona ákvörðun? Veit ekki hvort þetta sé heimska  eða mannvonska!
01.des. 2010 - 10:00 Bubbi Morthens

Herra Icesave

Er þetta ekki að verða dásamlega súrt? Einn útrásarvíkingur, herra Icesave, lætur gera fyrir sig fjölmiðlakönnun til þess að sýna fram á það að Fréttablaðið fjalli minna um aðra útrásarvíkinga  en hann sjálfan og fjölmiðlar kaupa þetta og henda á lofti.
30.nóv. 2010 - 14:00 Bubbi Morthens

Karlmenn og kynlífið: Einfalt ráð

Áhyggjur geta tekið frá þér kynlífið. Vitlaust mataræði getur tekið frá þér löngunina, brassaður matur, mikið kjöt, áfengi og tóbak. Allt eru þetta óvinir limsins. Ávextir skipta miklu máli í sambandi við kynhvötina. Halda henni ferskri og bragðgóðri.
28.nóv. 2010 - 15:00 Bubbi Morthens

Ég sakna mömmu

Desember finnst mér æðislegur tími. Myrkrið sem kemur skríðandi niður fjallið með skuggalöngum fingrum og snertir þig. Ég og ástin mín erum búin að setja jólaseríur á grindverk og tré. Húsið okkar ljómar og kímir í rökkrinu.
24.nóv. 2010 - 15:15 Bubbi Morthens

Fjölmiðlaklám

Harmleikurinn í Hafnafirði er hræðilegur hlutur. Sá sem framdi verknaðinn hefur játað að hann hafi undirbúið sig lengi. Harmur fjölskyldu Hannesar er mikil og reiðin er skiljanleg.
22.nóv. 2010 - 21:00 Bubbi Morthens

Karlmenn og limurinn

Að tala um liminn á sér er algjört tabú hjá körlum, nema þá helst hvað hann sé æðislegur. Karlmenn koma ekki til hvers annars og segja...djöfull mér stóð ekki, hann sveik mig, þannig er það bara ekki.
19.nóv. 2010 - 09:30 Bubbi Morthens

Ég er stoltur edrú pabbi

Ég er faðir fimm barna. Þau tvö yngstu búa heima hjá okkur hjónum. Ekkert eldra barna minna hefur fetað brautina sem ég tók sem ungur maður, óreglubrautina og fyrir það er ég óendanlega þaklátur.
16.nóv. 2010 - 11:30 Bubbi Morthens

Alþingi rúið trausti

Er það réttlæti eða lögmál þegar bankakerfi setur hagkerfi á hliðina, þá eigi skattgreiðendur að borga fyrir uppbyggingu bankakerfisins og bankakerfið eigi síðan að eignast allar eignir heimilanna?
13.nóv. 2010 - 12:00 Bubbi Morthens

Iceland Express - Loftleiðir

Ég keypti mér DVD disk um daginn. Diskurinn fjallar um sögu Alfreðs Elíassonar og Loftleiða. Vá ...hvílíkur eldhugi sem hann var. Hann er klárlega einn af merkustu athafnamönnum íslandssögunnar. 
10.nóv. 2010 - 11:00 Bubbi Morthens

Nakinn

Að standa einn og nakinn á sviðinu er ólýsanleg tilfinning. Bara þú og gítarinn, engin hækja, ekkert show, engin trix, bara þú og gítarinn. Þú horfir út í salinn eitt augnablik, þekkir nokkur andlit, hjartað slær hraðar en venjulega. Næstu tvo tímana er þetta upp á líf og dauða. Hvert lag, hvert orð skiptir máli. Þú leggur hjartað og sálina í þetta.
07.nóv. 2010 - 17:30 Bubbi Morthens

Þakklæti

Vá hvað ég er þakklátur...yfir svo mörgu. Til dæmis að vakna við hliðina á tuttugu árum yngri konu á hverjum morgni. Ég á fimm börn, öll heilbrigð og eru ekkert lík mér á yngri árum, fyrir það er ég rosalega þakklátur.
03.nóv. 2010 - 13:50 Bubbi Morthens

Jóhannes í Bónus er vinur minn

Á að mála gula stjörnu utan á húsið hans Jóhannesar? Er það frétt þó einhver smásál taki mynd af mér og Palla umboðsmanni mínum að heimsækja Jóhannes á leið í bæinn úr veiðitúr?

02.nóv. 2010 - 14:30 Bubbi Morthens

Viðtalið við mig á Rás 2

Ja hérna!!! Viðtal sem var tekið  við mig á Rás 2 í morgun setur allt upp í loft. Ég sagði aldrei að það væri gengið of hart fram í yfirheyrslum gegn útrásarvíkingum. Ég sagði gegn starfsmönnum Íslandsbanka. Það er farið með rangt mál hjá blaðamanni DV að segja þetta. Ég vil biðja fólk að hlusta á viðtalið við mig á netinu og mynda sér sýna skoðun.

26.okt. 2010 - 09:00 Bubbi Morthens

Enga Passíusálma í útvarpi?

Ég er einn af þeim sem finn styrk í bæninni. Ég bið tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna. Mér finnst gott að biðja og finn að það gerir mér gott. 
23.okt. 2010 - 11:13 Bubbi Morthens

Er ég orustusvæði?

Hvernig ver maður sig ef fjölmiðill ákveður að taka þig niður eins og ágætur vinur minn sagði?
21.okt. 2010 - 10:10 Bubbi Morthens

Ég er skrifblindur

Ég er skrifblindur. Það er víst skilgreint sem fötlun í dag. Ég hef í gegnum tíðina reynt að láta þetta ekki hafa áhrif á mig og reynt að tjá mig og skrifa eins og mig listir.  Ég er hins vegar haldinn svo skæðri skrifblindu að ég þarf að láta hreinskrifa alla texta mína fyrir mig.
18.okt. 2010 - 12:10 Bubbi Morthens

Ofbeldi er ekki töffaraskapur


16.okt. 2010 - 17:47 Bubbi Morthens

Kvótakerfið er glæpur

Mesta óréttlæti íslandssögunar er kvótakerfið sem gerði skyndilega nokkrar fjölskyldur að milljarðamæringum vegna þess að spilltir stjórnmálamenn gáfu þeim kvótann. Í dag er staðan þannig að bankakerfið afskrifar þúsundir milljóna handa þessari yfirstétt sem stjórnar lífeyrissjóðum landsins og hefur svo sterk ítök í bankakerfinu að í raun má telja það hættulegt!13.okt. 2010 - 08:16 Bubbi Morthens

Ritstjórar og eigendur

Mér finnst ástandið á fjölmiðlamarkaðinum vera mjög skrítið! Endalausar skotárásir á keppinautana eru stundaðar.
11.okt. 2010 - 10:52 Bubbi Morthens

Stóri glæpurinn

Getur verið að kæra slitstjórnar Glitnis í New York sé í raun sett fram með það í huga að  komast yfir  viðkvæmar upplýsingar sem liggja í Iceland Express og nota þær til þess að knésetja  fyrirtækið?
08.okt. 2010 - 16:30 Bubbi Morthens

Kvótagreifi menningarvana

Það á ekki að styrkja listamenn segir kvótagreifi á þingi. Ásbjörn Óttarson sem var uppvís að greiða sér mikinn arð úr fyrirtæki sem er algjörlega á kúpunni og menn héldu að þá myndi hann kannski segja af sér eftir að upp komst um innrætið hjá þessum styrkjaunnenda!
07.okt. 2010 - 12:00 Bubbi Morthens

Bylting án blóðs...STRAX

Bankarnir berja fólkið til hlýðni með hjálp ríkistjórnar Íslands og hóta því með allskyns lagaklækjum. En það þýðir ekki að hóta fólki sem á ekkert og er að missa allt sitt. BANKAR...ÞIÐ SKULUÐ VITA ÞAÐ AÐ FÓLKIÐ SNÝST TIL VARNAR EINN DAGINN.
05.okt. 2010 - 10:32 Bubbi Morthens

Stundin nálgast...

Ég var framarlega, kom snemma og færði mig til hliðar þegar leið á kvöldið. Reiðin var gríðarleg. Alþingishúsið var þakið eggjum, stéttin fyrir framan húsið þakin matarleifum. Það stóð stór og stæðilegur maður fyrir aftan mig. Hann sagði við mig að það væri komið nóg, ekkert meir, bara það er komið nóg.
02.okt. 2010 - 13:30 Bubbi Morthens

Rannsóknarréttur Glitnis og Kroll

En það stoppar hana ekki í því að halda áfram sama leik. Núna stígur hún fram og segir að þau hafi fundið vísbendingar um eignir og peninga sjömenningana í útlöndum. Fjölmiðlar birta þetta hrátt  en hún neitar að upplýsa hvaða eignir eða hversu stórar upphæðir er um að ræða.
29.sep. 2010 - 15:48 Bubbi Morthens

Arion banki - Stundin nálgast

Hvernig má það vera að bankarnir komist upp með að keyra fyrirtæki í þrot sem eru í góðum rekstri, eingöngu vegna þess að þeim líkar ekki við eigendur? Nú nýverið var í fréttum að Arion banki ætli sér að gleypa fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 50 ár, er í bullandi rekstri og stendur í skilum með allt sitt.
25.sep. 2010 - 10:36 Bubbi Morthens

Jóhanna af Hræsni

Kerfið ver sína. Skrítið er að sjá það sem maður hefur verið að skrifa um undafarin misseri, rætast fyrir framan nefið á manni!
18.sep. 2010 - 10:30 Bubbi Morthens

Fjórða valdið og Pálmi Haraldsson

Pálmi Haraldsson kenndur við Iceland Express sendi fjölmiðlum tilkynningu af því tilefni að hann taldi að fréttastofa RÚV hefði ekki farið með rétt mál um það sem RÚV kallar bókhaldslega andlitslyftingu Fons.
16.sep. 2010 - 11:00 Bubbi Morthens

Ekki benda á mig

Jóhanna Sigurðardóttir syngur sama sönginn: Ekki benda á mig þetta er allt bönkunum að kenna. Hún veit sjálf hvar hún var stödd í ríkistjórn Geirs Haarde; hún var blind í þeirri ríkistjórn eins og allir hinir og vissi ekki neitt.
11.sep. 2010 - 10:00 Bubbi Morthens

Þá er þetta byrjað

Þá eru þeir farnir af stað, varðhundar kerfisins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur ekki sagt né varað við að það gæti verið hættulegt að lögsækja útrásarvíkinga, bankamenn og aðra þá sem eru í sigtinu vegna hrunsins en að lögsækja fyrrverandi ráðherra fyrir vanrækslu gæti jafnvel orsakað tár í bakherbergjum kerfissins.
08.sep. 2010 - 15:24 Bubbi Morthens

Sigrún Pálína árið 1996

Árið 1996 þegar Sigrún Pálína steig fram og sagði frá því hvernig þáverandi biskup hefði reynt að þröngva henni til samræðis varð allt vitlaust.
29.ágú. 2010 - 10:04 Bubbi Morthens

Viðbjóðurinn blasir allstaðar við

Fyrstu dagana eftir hrun fengum við kennslu í hvernig PR maskínurnar vinna; lygi, hálfsannleikur og þöggun var dreift með munnvatninu sem sáldraðist yfir okkur, gerði okkur mjúk og rök. Síðan komu spunameistararnir og mótuðu okkur.
20.ágú. 2010 - 11:52 Bubbi Morthens

Björk Guðmundsdóttir

Mér hefur alltaf þótt Björk Guðmundsdóttir vera dularfull, mild og pínkulítið eins og fallegur vikivaki aftur úr öldum.
12.ágú. 2010 - 13:30 Bubbi Morthens

Gylfi er Baron Munchausen

Kjörin sem alþýða manna hefur í löndum í kringum okkur þykja sjálfsögð. Hér heima eru þau draumur sem fólkið dreymir. Krónan er meginástæða þess að Gylfi Magnússon í farabroddi ríkisstjórnar Íslands ver bankaerfið með kjafti og klóm. Krónan skal halda velli. Með henni er svo auðvelt að skerða kjör almennings.
08.ágú. 2010 - 18:01 Bubbi Morthens

Gunguherinn

Er eitthvað rangt við það að hagnast  á viðskiptum? Er eitthvað rangt við það að hafa góð laun? Er eitthvað rangt við það að vera góður í því sem þú vinnur við? Er eitthvað rangt við það að vera góður listamaður og fá borgað fyrir það? Er eitthvað rangt við að hafa menntað sig í 10 ár og fá laun í samræmi við það?
03.ágú. 2010 - 14:10 Bubbi Morthens

Slitastjórnir - skilanefndir

Hvernig má það vera að það sé hægt að gera samninga við hvern eiganda stórfyrirtækja á eftir öðrum?
22.júl. 2010 - 08:00 Bubbi Morthens

Sagan

Sögur eru út um allt hvernig slitastjórnir og skilanefndir bankanna moka eignum í hendur vina og klíkubræðra. Sögur eru á reiki líkt og svipir þeirra sem tóku líf sitt vegna skulda við bankanna. Sumir vilja kveða þær
sögur niður, segja jafnvel þær séu ekki sannar og enginn hafi svipt sig lífi. Það er hinsvegar lygi, hræðileg lygi. Sjálfsmorðin eru staðreynd, þau eru fleiri en eitt.
14.júl. 2010 - 10:54 Bubbi Morthens

Hálfsannleikur í orrustunni um Ísland

Fjölmiðlaumræðan er einsleit og fylgir meginstraumnum! Fyrir hrun var hún þannig líka. Gagnrýni á bankana, útrásarvíkingana eða ríkjandi stjórnvöld var engin og ef einhver sagði að þetta væri ekki allt svona frábært og spurði gagnrýninna spurninga var hann úthrópaður. Allir voru meðvirkir og þöggunin var allsráðandi, hvort sem var hjá fjölmiðlum eða stjórnvöldum.
07.júl. 2010 - 09:20 Bubbi Morthens

Ríkistjórnin slær skjaldborg um erlenda hausaveiðara!

Ríkistjórn sem fer með hernað gegn eigin fólki til þess að vernda erlenda vogunarsjóði á ekki og má ekki sitja, hún verður að víkja. Það er kristaltært þegar skuldir heimilanna voru færðar yfir í nýju bankanna, sem voru stofnaðir á rústum þeirra gömlu, var tekin rækileg varúðarfærsla. Menn innan bankageirans segja að hún dugi og meira en það til þess að heimilin njóti dóms Hæstaréttar til fulls en leyfi ekki hýenum í jakkafötum sem kallast embættismenn að ræna fólki réttindum þess.
02.júl. 2010 - 09:58 Bubbi Morthens

Hernaður gegn fólkinu í landinu

Ég hvet alla skuldara með gengistryggð lán að rífa innheimtuseðilinn sem það mun fá sendan frá ofbeldisfyrirtækjum og greiða samkvæmt dóm Hæstaréttar og láta bankana og fjármálafyrirtækin sækja sig fyrir dómstólum.
24.jún. 2010 - 21:57 Bubbi Morthens

Óhæf og svikul ríkisstjórn

Hæstiréttur Íslands gerði það sem vanhæf ríkistjórn hefði átt að vera búin að gera fyrir langa löngu. Nú er það á tæru að gengistryggðu lánin er ólögleg. Starfsmenn fjármögnunarfyrirtækjanna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þyrla upp gruggi meira segja menn sem sitja á þingi skrifa og segja verðtryggingu á lánin. Sjáið nú hvar hjartað slær. Lánin voru dæmd ólögleg...punktur eins og þau komu af kúnni.
22.jún. 2010 - 11:01 Bubbi Morthens

Syngjandi kanarífugl í bankanum

Í DV á mánudag og þriðjudag í síðustu viku er birt merkileg yfirheyrsla yfir Halldóri söngvara Lúðvíkssyni, núverandi yfirmanni fyrirtækjasviðs Arion banka.
1 2 3 4 5 6 

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar