24.mar. 2010 - 21:00 Björn Þorláksson

Að starfa með gauksungum

Hvernig skyldi þeim blaðamanni líða sem veit samkvæmt teóríunni í hverra þágu hann á að starfa en er mengaður sérhagsmunum á hverjum einasta degi? Hljómar ekki hjákátlega að sömu blaðamenn og lærðu ungir hvernig feta skyldi hinn þrönga stíg skuli nú sumir hverjir þurfa að horfa daglega framan í ritstjórann Davíð Oddsson?
16.mar. 2010 - 12:25 Björn Þorláksson

Sannleiksskýrslan mun enga svanga munna seðja...

Sannleiksskýrslan mun enga svanga munna seðja, Halldór Laxness sagði einhverju sinni að sannleikann forðuðust Íslendingar einsog heitan eldinn. Fátt hefur breyst til batnaðar í þjóðmálaumræðunni síðan. Jafnvel nú á krítískum örlagatíma ræða menn hismið fremur en kjarnann. Og skrumið er náskylt hisminu.

10.mar. 2010 - 11:50 Björn Þorláksson

Útlendingum á Íslandi send öflug skilaboð – hvað með alla hina?

Ég ætla í upphafi að varpa fram tveimur spurningum:

  1. Veldur tilviljun því að útlensk kona, nánar tiltekið suðuramerísk kona,  muni njóta þess vafasama heiðurs í seinni tíð að verða fyrst dæmd fyrir vændi hér á landi, eða ætti ég að segja hórmang?
09.mar. 2010 - 10:00 Björn Þorláksson

Hugsjónavoði Vinstri grænna

Hverju hefur búsáhaldabyltingin skilað? Ég er hugsi yfir ríkisstjórninni okkar. Hugsi yfir hinni sömu ríkisstjórn og ég studdi og fagnaði eftir fall ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hrunstjórnarinnar svonefndu. 
20.feb. 2010 - 19:30 Björn Þorláksson

Af sóðaskap, einelti, sannleika og lygum

Margt má segja misgeðfellt um ástandið á Íslandi þessa dagana. Dugar þar að nefna kröpp kjör, atvinnuleysi, verðfall fasteigna, misskiptingu, óréttlæti og móralskt hrun hjá þjóðinni. En ekki er allt alslæmt. Vísbendingar eru um að nú sé að losna um stíflur sem áður tepptu frjálsar sálir. Að klakabönd séu að bresta.
14.feb. 2010 - 21:12 Björn Þorláksson

Góðir foreldrar fá aldrei gull

Nú standa yfir ólympíuleikar í Vancouver þar sem milljónir manna fylgjast með afreksfólki keppa í vetraríþróttum. Þrautseiga íþróttamannanna er aðdáunarverð. Þjálfun keppendanna hefur árum saman miðast við að þeir „toppi“ á þessum leikum. Hinir bestu komast á verðlaunapall og hinir albestu hampa gullinu. Það hlýtur að vera stórkoslegt að koma heim með gullmedalíu frá ólympíuleikunum. Gullið segir að maður hafi staðið sig betur en allir aðrir.
09.feb. 2010 - 23:02 Björn Þorláksson

Sólon svíkur hina stóru strákana

Það var skelfilegt að hlusta á Sólon Sigurðsson, fyrrum bankastjóra KB-banka, útskýra í samtali við Rúv hvers vegna hann hafði lánað Björgólfunum pening úr bankanum svo Björgólfsfeðgarnir gætu keypt Landsbankann!
06.feb. 2010 - 17:15 Björn Þorláksson

Hrikalegt fordæmi Arion-manna

Gerir Arion-banki sér ekki grein fyrir því að þjóðin vill að hreinsað verði til í viðskiptalífinu á Íslandi? Hrun Moggans er dæmi um þetta. Fólk kaupir ekki blaðið vegna tengsla ritstjóranna við viðskiptalífið, tengsla þeirra við viðskiptalíf sem brást. Tengsla þeirra við viðskipta- og stjórnmálalíf sem ekki bara skuldsetti þjóðina upp í rjáfur heldur gerði okkur líka að glæpamönnum í huga umheimsins.
03.feb. 2010 - 11:15 Björn Þorláksson

Verður dópsala hluti af ríkisrekstri?

Árið er 2012, segjum 3. febrúar. Ungur ógæfumaður er handtekinn í Leifsstöð með 300 grömm af kókaíni. Hann geymir efnin í rassinum á sér og er söluandvirðið metið á fimm milljónir króna. Hann gæti átt á von á fangelsisdómi en kókaínið verður ekki gert upptækt. Það er nefnilega 2012. Fátækt vex dag frá degi, félagsleg vandamál eru fjölmörg, heilbrigðiskerfið er að liðast í sundur og ríkið munar um sérhverja krónu.
24.jan. 2010 - 12:36 Björn Þorláksson

Fréttamenn ríkisins standi sig í stykkinu

Um helgina hafa landsbyggðarmenn bölsótast mikið yfir niðurskurði svæðisstöðva Ríkisútvarpsins sem eðlilegt er þegar dreifbýlið missir þjónustu. Enn eitt höggið er staðreynd og það er hundfúlt. Hitt virðist þó alveg  gleymast á hvers ábyrgð það er að staðan er eins og hún er. Það er ekki bara vondu körlunum fyrir sunnan að kenna. Sökin er líka okkar í héraði.
22.jan. 2010 - 21:16 Björn Þorláksson

Uppsagnirnar á Rúv fordæmisgefandi hjá ríkinu?

„Vaninn er eins og múrhúð sem situr utan á okkur, siðirnir halda okkur saman,“ er haft eftir Herbert Spencer heimspekingi. Víst er að vaninn er harður húsbóndi, vaninn segir sem dæmi mörgum sjónvarpsáhorfandanum að það verði  menningarslys að missa þulurnar í Ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið mun með boðuðum niðurskurðaraðgerðum sínum ekki bara svipta tæpa þrjá tugi starfsmanna sinna atvinnunni heldur einnig svipta landsmenn margskonar þjónustu sem þeir hafa vanist, þulunum, gæðaefni í kastljósinu, landsbyggðarfréttaþjónustu ýmisskonar og er þá fátt eitt talið.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Björn Þorláksson

Björn er rithöfundur, skáld og blaðamaður sem hefur starfað við fréttamennsku hjá flestum stærri fjölmiðlum landsins um langt árabil. Þar má nefna DV, RÚV og nú síðast Stöð 2 2006-2009. Björn er höfundur fimm bóka, kvæntur og á fjögur börn.

Björn leggur nú stund á nám í þjóðfélagsfræðum hjá Háskólanum á Akureyri og skrifar auk þess fréttir fyrir Pressuna af Norðurlandi.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar