05.jún. 2013 - 10:51 Björn Jón Bragason

Borg án greiðra samgangna?

Á kynningarfundi um aðalskipulagið á dögunum, nefndi einn borgarfulltrúinn að „of mikið pláss“ færi undir hafnarmannvirki og götur og í ofanálag vildi hann flugvöllinn burt. Það er illa komið fyrir stjórnmálunum í borginni ef nauðsynleg samgöngumannvirki eru álitin „þvælast fyrir“. Öflugt atvinnulíf fær ekki þrifist nema með góðum samgöngum. Hún er ekki glæsileg framtíðarsýnin sem að mestu leyti byggir á innantómu orðagjálfri en ekki því hvernig raunverulega eigi að skapa skilyrði öflugs atvinnurekstrar. Samgöngur eru þar lykilatriði.
11.maí 2013 - 08:56 Björn Jón Bragason

Magnþrungin ræða

Síðla árs 1984 geysaði langvinnt verkfall opinberra starfsmanna og lágu útsendingar ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins niðri um hríð, en á þeim árum hafði ríkisvaldið einkaleyfi til reksturs ljósvakamiðla. Á sama tíma komu engin dagblöð út vegna vinnustöðvunar. Landið varð brátt fjölmiðlalaust. Einangrunin í þjóðfélaginu var meiri en við varð unað og þess ekki langt að bíða að framtakssamir menn hæfu rekstur útvarpsstöðva – þrátt fyrir einkaleyfi ríkisins til slíks rekstrar. Hinar frjálsu stöðvar fengu mikinn meðbyr og almenningur stóð með þeim.
24.apr. 2013 - 16:34 Björn Jón Bragason

Jón Gnarr kostar meðalfjölskyldu 330 þúsund krónur aukalega á ári

Það er vel þekkt í stjórnmálum að orð og efndir fara ekki endilega alltaf saman. Líklega má þó ætla að flestir stjórnmálamenn séu trúir hugsjónum sínum og hafi vilja til að fylgja þeim stefnumálum sem þeir boða.
29.mar. 2013 - 16:20 Björn Jón Bragason

Einkavæðing Framsóknarflokksins

Í hausthefti tímaritsins Sögu árið 2011 birtist grein mín um einkavæðingu Búnaðarbankans, en greinin vakti allmikla athygli á sínum tíma. Hún fjallaði um kaup svokallaðs S-hóps á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2002.
27.feb. 2013 - 10:00 Björn Jón Bragason

Hafmeyjan í Tjörninni

Nína Sæmundsson var einn kunnasti listamaður Íslendinga á tuttugustu öld, þrátt fyrir að hún sé nú flestum gleymd. Líklega hafa þó fáir íslenskir myndlistarmenn náð viðlíka árangri og Nína
12.feb. 2013 - 11:00 Björn Jón Bragason

Stórsigur Vöku og kennitöluflakk vinstriaflanna

Svo sem kunnugt er af fréttum sigraði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands á dögunum með meiri mun en nokkurn tíman hefur sést, en alls hlaut Vaka 77 prósent atkvæða.
04.feb. 2013 - 11:20 Björn Jón Bragason

Borgarstjórinn flúinn úr Breiðholti?

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, lýsti því yfir fyrir fáeinum dögum að hann hygðist flytja skrifstofur sínar í Breiðholt frá og með 21. janúar og vera þar í þrjár vikur.
31.des. 2012 - 08:00 Björn Jón Bragason

Jón Gnarr þrengir að fjölskyldufólki

Svo sem fram hefur komið í fréttum er Jón Gnarr og vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur í krossferð gegn helsta fararmáta borgarbúa, fjölskyldubílnum, sem borgarstjóri sagði nýlega að væri „stærsta vandamál Reykjavíkur“. Það lýsir út af fyrir sig veruleikafirringu að telja bíla vera stærsta vandamál borgarinnar en borgarstjórinn hefur nú bætt í og segir fjölskyldubílinn vera „lúxus“.
Það er nefnilega það.
02.des. 2012 - 17:54 Björn Jón Bragason

Skipulagsþráhyggja borgaryfirvalda

Þetta sama fólk krossar sig í heilagri vandlætingu yfir því hvað Reykjavík sé ljót, sér í lagi götur og bílastæði. Þetta á allt að vera svo miklu betra í „menningarborgum“ meginlands Evrópu, þangað sem borgarfulltrúarnir streyma stöðugt í skemmtiferðir á kostnað skattgreiðenda.
22.nóv. 2012 - 21:00 Björn Jón Bragason

Gerspilltur Gunnar Andersen

Nú fyrir skemmstu kom á daginn að Gunnar Þ. Andersen misnotaði aðstöðu sína sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins til að hnýsast í einkagögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, en gögnunum var komið til fjölmiðils fáeinum dögum eftir að þeirra var aflað í Landsbankanum. Í framhaldinu var Gunnar vitaskuld rekinn og kærður til lögreglu. Hann var í kjölfar rannsóknar ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Trúnaður er lykilatriði í fjármálastarfsemi svo sem kunnugt er og það verður að teljast einsdæmi í hinum siðmenntaða heimi að forstjóri eftirlits með fjármálafyrirtækjum vegi að stoðum banka með jafnósvífnum hætti.
21.nóv. 2012 - 15:10 Björn Jón Bragason

Casino Harpa

Fyrir fáeinum dögum sendu Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá sér ályktun þar sem borgaryfirvöld voru hvött til þess að huga að skemmtiferðaskipalægi nærri gömlu höfninni.
14.nóv. 2012 - 13:00 Björn Jón Bragason

Þjóðremba Jóns Gnarrs

Frá því var greint í fréttum á dögunum að Jón Gnarr borgarstjóri vilji að herskipum verði bannað að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn og að engar herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli,
07.nóv. 2012 - 17:39 Björn Jón Bragason

Samtök sunnlenskra sósíalista

Með lagabreytingu í lok seinasta árs var sveitarfélögum landsins veitt einkaleyfi á öllum almenningssamgöngum, en síðustu sjötíu árin hafa einkaaðilar sinnt áætlunarflutningum á landi með miklum myndarbrag. Þessa starfsemi hafa fyrirtæki og einstaklingar í atvinnugreininni byggt upp og viðhaldið, meðal annars með miklu markaðsstarfi erlendis. Um þessar mundir eru sveitarfélögin í landinu að taka með valdi allar almenningssamgöngur og öðrum aðilum sem sinna hópferðum er hótað lögbanni, en sveitarfélögin vilja til að mynda banna flutninga með erlenda ferðamenn í öllu því sem þau skilgreina sem áætlunarflutninga. Einhverra hluta vegna hafa nærri því öll sveitarfélög falið illa rekinni opinberri stofnun, Strætó bs., einkaleyfi til skipulagningar umræddra flutninga og þannig flutt fjölda starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
07.sep. 2012 - 18:02 Björn Jón Bragason

Bæjarins bestu og Listasafnið

Ég átti á dögunum viðtal við Pétur Sveinbjarnarson, sem stýrði Þróunarfélagi Reykjavíkur með miklum myndarbrag í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. En viðtalið má lesa á heimasíðu Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
24.ágú. 2012 - 15:16 Björn Jón Bragason

Nú er líf á Laugavegi!

Tilraunir með göngugötur hafa gefist illa hér á landi. Lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð 1973 varð banabiti verslunar við strætið og þar í grennd, en í Kvosinni var áður miðstöð verslunar á höfuðborgarsvæðinu.
23.ágú. 2012 - 15:41 Björn Jón Bragason

Skáldkonan frá Sveinatungu

Aðstaða Guðrúnar til skrifta var afskapleg erfið. Hún hafði engan stað á heimilinu fyrir sig. Þess vegna urðu mörg hennar ljóð til á kvöldin, þegar kyrrt var orðið eða jafnvel á nóttunni. En oft kom andinn yfir hana skyndilega og þá greip hún blýantinn og festi ljóðin sín á blað.
13.ágú. 2012 - 13:38 Björn Jón Bragason

Glæný heimildarmynd

Í miðborg Reykjavíkur var löngum að finna dýrasta verslunar- og skrifstofuhúsnæði landsins, en nú er leigan aðeins brot af því sem hún er í Kringlunni og víðast hvar er leiga hærri á öðrum verslunarsvæðum í borgarlandinu.
02.ágú. 2012 - 22:31 Björn Jón Bragason

Á að ríkisvæða alla fólksflutninga?

Fyrir nokkru var ákveðið að færa skipulag og stjórnun almenningssamgangna yfir til landshlutasamtaka. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sáu þetta eðlilega sem tækifæri til að efla ferðaþjónustu og búsetuskilyrði í landsfjórðungnum.
13.júl. 2012 - 17:20 Björn Jón Bragason

Um húsafriðun og húsvernd

Þá eru ekki síður fólgin menningarverðmæti í atvinnustarfseminni en húsunum. Flestir Reykvíkingar muna eftir Reykjavíkurapóteki við Austurstræti, sem var elsta og eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins með útskornum harðviðarinnréttingum. Hnignun miðborgarinnar varð þess valdandi að þetta fyrirtæki og mörg önnur gamalgróin stórveldi í verslun hurfu á braut.
24.jún. 2012 - 16:58 Björn Jón Bragason

„Bræðurnir munu tapa Bakkavör“

Greiðasemi lífeyrissjóðanna við þá bræður nú er næstum óskiljanleg í ljósi þessa og enn illskiljanlegra að þeir bræður ráði yfir svo miklu fé til fjárfestinga en skuldir þeirra er gríðarlegar.
1 2 3 4 5 

PressupennarÍ stafrófsröð
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur að mennt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000. Árið 2006 lauk hann meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Björn Jón lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og leggur nú stund á meistaranám í lögfræði við sama skóla.

Björn Jón hefur verið verslunarmaður frá árinu 2000 og framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá 2012. Þá hefur hann unnið að margháttuðum sagnfræðirannsóknum frá 2006. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókarinnar Hafskip í skotlínu sem út kom 2008.

Björn Jón situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og í stjórn Sjálfstæðisfélags Langholts.

Sena: SecondChange apríl (út 24)