07.okt. 2013 - 12:42 Björn Jón Bragason

Hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði

Líklega hafa fá málefni verið meira rædd undanfarin ár heldur en húsnæðisskuldir almennings. Í umræðum um þau mál er jafnan einblínt á skuldahliðina en minna fjallað um kostnaðarhliðina.
23.sep. 2013 - 10:50 Björn Jón Bragason

Hroki og hleypidómar Jóns Gnarrs

Flestum ætti að vera í fersku minni íbúafundurinn í Grafarvogi snemma á þessu ári þar sem borgarstjórinn í Reykjavík var spurður beinskeyttra spurninga um margvísleg borgarmálefni, en mikil réttmæt reiði er ríkjandi meðal íbúa hverfisins vegna framferðis vinstrimeirihlutans í borginni í hinum margvíslegu málum.
16.sep. 2013 - 15:00 Björn Jón Bragason

Glæný mynd um eyjabyggð

Við Arnar Ingi Gunnarsson verkfræðinemi og Vignir Már Lýðsson hagfræðingur gerðum stutta heimildarmynd í sumar sem fjallar um framtíðarbyggð úti á Sundunum. Í myndinni er rakin stuttlega saga byggðar í eyjunum, en langt fram eftir tuttugustu öld var búið í Viðey, Engey og Þerney. Þá eru í myndinni reifaðir ýmsir möguleikar á byggð í eyjunum og á uppfyllingum úti fyrir strönd borgarinnar við Sundin.
20.ágú. 2013 - 11:30 Björn Jón Bragason

Vagga flugsins er í Vatnsmýri

Flugrekstur á Íslandi stendur undir 6,6 prósentum af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er með því allra hæsta í heiminum. Þá eru störf tengd flugi hér á landi 9.200 talsins, en það er sem svarar 5,5 prósentum vinnuaflsins. Þessi umfangsmikla flugstarfsemi er ein aðalforsenda sívaxandi ferðamannaþjónustu hér á landi.

12.ágú. 2013 - 22:54 Björn Jón Bragason

Öryggi borgarbúa skert stórlega


15.júl. 2013 - 14:15 Björn Jón Bragason

Átrúnaðargoð heillar kynslóðar

Hinn kunni langhlaupari úr Breiðabliki, Kári Steinn Karlsson, heldur úti mjög skemmtilegum frjálsíþróttavef, sem ber heitið Silfrid.is.
17.jún. 2013 - 13:56 Björn Jón Bragason

Engin kvöldskemmtun á 17. júní?

Dans og skemmtanir almennings hafa frá miðöldum verið þyrnir í augum stjórnlyndra afla hér á landi. Um miðja tólftu öld bannaði Jón Ögmundsson biskup allan dans og rímnasöng og um sex hundruð árum síðar sendi Danakonungur klerkinn Ludvig Harboe til landsins í þeim tilgangi að siða þjóðina til. Að mati hinna alvitru stjórnarherra hefðu dans og skemmtanir ekkert annað í för með sér en ólifnað alþýðunnar.


11.jún. 2013 - 09:00 Björn Jón Bragason

Fimmtán milljónir á ári fyrir að sinna ekki starfi sínu?

Fyrir fáeinum vikum var kynnt skýrsla nefndar sem falið var að gera úttekt á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er meðal annars harðlega gagnrýnt hvernig borgarstjórinn í Reykjavík sinnir ekki starfi sínu líkt og honum ber að gera samkvæmt 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrir að sinna ekki starfi sínu þiggur borgarstjórinn um fimmtán milljónir króna á ári úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa.
05.jún. 2013 - 10:51 Björn Jón Bragason

Borg án greiðra samgangna?

Á kynningarfundi um aðalskipulagið á dögunum, nefndi einn borgarfulltrúinn að „of mikið pláss“ færi undir hafnarmannvirki og götur og í ofanálag vildi hann flugvöllinn burt. Það er illa komið fyrir stjórnmálunum í borginni ef nauðsynleg samgöngumannvirki eru álitin „þvælast fyrir“. Öflugt atvinnulíf fær ekki þrifist nema með góðum samgöngum. Hún er ekki glæsileg framtíðarsýnin sem að mestu leyti byggir á innantómu orðagjálfri en ekki því hvernig raunverulega eigi að skapa skilyrði öflugs atvinnurekstrar. Samgöngur eru þar lykilatriði.
11.maí 2013 - 08:56 Björn Jón Bragason

Magnþrungin ræða

Síðla árs 1984 geysaði langvinnt verkfall opinberra starfsmanna og lágu útsendingar ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins niðri um hríð, en á þeim árum hafði ríkisvaldið einkaleyfi til reksturs ljósvakamiðla. Á sama tíma komu engin dagblöð út vegna vinnustöðvunar. Landið varð brátt fjölmiðlalaust. Einangrunin í þjóðfélaginu var meiri en við varð unað og þess ekki langt að bíða að framtakssamir menn hæfu rekstur útvarpsstöðva – þrátt fyrir einkaleyfi ríkisins til slíks rekstrar. Hinar frjálsu stöðvar fengu mikinn meðbyr og almenningur stóð með þeim.
24.apr. 2013 - 16:34 Björn Jón Bragason

Jón Gnarr kostar meðalfjölskyldu 330 þúsund krónur aukalega á ári

Það er vel þekkt í stjórnmálum að orð og efndir fara ekki endilega alltaf saman. Líklega má þó ætla að flestir stjórnmálamenn séu trúir hugsjónum sínum og hafi vilja til að fylgja þeim stefnumálum sem þeir boða.
29.mar. 2013 - 16:20 Björn Jón Bragason

Einkavæðing Framsóknarflokksins

Í hausthefti tímaritsins Sögu árið 2011 birtist grein mín um einkavæðingu Búnaðarbankans, en greinin vakti allmikla athygli á sínum tíma. Hún fjallaði um kaup svokallaðs S-hóps á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2002.
27.feb. 2013 - 10:00 Björn Jón Bragason

Hafmeyjan í Tjörninni

Nína Sæmundsson var einn kunnasti listamaður Íslendinga á tuttugustu öld, þrátt fyrir að hún sé nú flestum gleymd. Líklega hafa þó fáir íslenskir myndlistarmenn náð viðlíka árangri og Nína
12.feb. 2013 - 11:00 Björn Jón Bragason

Stórsigur Vöku og kennitöluflakk vinstriaflanna

Svo sem kunnugt er af fréttum sigraði Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands á dögunum með meiri mun en nokkurn tíman hefur sést, en alls hlaut Vaka 77 prósent atkvæða.
04.feb. 2013 - 11:20 Björn Jón Bragason

Borgarstjórinn flúinn úr Breiðholti?

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, lýsti því yfir fyrir fáeinum dögum að hann hygðist flytja skrifstofur sínar í Breiðholt frá og með 21. janúar og vera þar í þrjár vikur.
31.des. 2012 - 08:00 Björn Jón Bragason

Jón Gnarr þrengir að fjölskyldufólki

Svo sem fram hefur komið í fréttum er Jón Gnarr og vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur í krossferð gegn helsta fararmáta borgarbúa, fjölskyldubílnum, sem borgarstjóri sagði nýlega að væri „stærsta vandamál Reykjavíkur“. Það lýsir út af fyrir sig veruleikafirringu að telja bíla vera stærsta vandamál borgarinnar en borgarstjórinn hefur nú bætt í og segir fjölskyldubílinn vera „lúxus“.
Það er nefnilega það.
02.des. 2012 - 17:54 Björn Jón Bragason

Skipulagsþráhyggja borgaryfirvalda

Þetta sama fólk krossar sig í heilagri vandlætingu yfir því hvað Reykjavík sé ljót, sér í lagi götur og bílastæði. Þetta á allt að vera svo miklu betra í „menningarborgum“ meginlands Evrópu, þangað sem borgarfulltrúarnir streyma stöðugt í skemmtiferðir á kostnað skattgreiðenda.
22.nóv. 2012 - 21:00 Björn Jón Bragason

Gerspilltur Gunnar Andersen

Nú fyrir skemmstu kom á daginn að Gunnar Þ. Andersen misnotaði aðstöðu sína sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins til að hnýsast í einkagögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, en gögnunum var komið til fjölmiðils fáeinum dögum eftir að þeirra var aflað í Landsbankanum. Í framhaldinu var Gunnar vitaskuld rekinn og kærður til lögreglu. Hann var í kjölfar rannsóknar ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Trúnaður er lykilatriði í fjármálastarfsemi svo sem kunnugt er og það verður að teljast einsdæmi í hinum siðmenntaða heimi að forstjóri eftirlits með fjármálafyrirtækjum vegi að stoðum banka með jafnósvífnum hætti.
21.nóv. 2012 - 15:10 Björn Jón Bragason

Casino Harpa

Fyrir fáeinum dögum sendu Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá sér ályktun þar sem borgaryfirvöld voru hvött til þess að huga að skemmtiferðaskipalægi nærri gömlu höfninni.
14.nóv. 2012 - 13:00 Björn Jón Bragason

Þjóðremba Jóns Gnarrs

Frá því var greint í fréttum á dögunum að Jón Gnarr borgarstjóri vilji að herskipum verði bannað að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn og að engar herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli,
1 2 3 4 5 

PressupennarÍ stafrófsröð
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason er sagnfræðingur að mennt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000. Árið 2006 lauk hann meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Björn Jón lauk BA prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012 og leggur nú stund á meistaranám í lögfræði við sama skóla.

Björn Jón hefur verið verslunarmaður frá árinu 2000 og framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá 2012. Þá hefur hann unnið að margháttuðum sagnfræðirannsóknum frá 2006. Eftir hann liggja fjölmargar fræðigreinar, auk bókarinnar Hafskip í skotlínu sem út kom 2008.

Björn Jón situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og í stjórn Sjálfstæðisfélags Langholts.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 20.8.2015
Afmá þarf Má úr Seðlabankanum
Biggi lögga
Biggi lögga - 28.8.2015
I know you like Iceland, but it´s mine
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 18.8.2015
Aldrei leitt til góðs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Jón Steinsson: mistækur ráðgjafi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Hugleiðing Baldurs Þórhallssonar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 19.8.2015
Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum
- 17.8.2015
Um vináttuna
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 17.8.2015
Hamingjan er hagkvæm
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 16.8.2015
Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.8.2015
Yfirborðsleg greining Egils Helgasonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.8.2015
Engin stefnubreyting Sjálfstæðisflokksins
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.8.2015
Til hvers voru Píratar að því?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2015
Þrjár athugasemdir um alþjóðamál
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.8.2015
Gott hljóð í Bjarna Benediktssyni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.8.2015
Gray on Hayek
Fleiri pressupennar
Sena: Magnús Eiríksson vefpakki ágúst-sept 2015 (út11)