04.feb. 2013 - 11:20 Björn Jón Bragason

Borgarstjórinn flúinn úr Breiðholti?

Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, lýsti því yfir fyrir fáeinum dögum að hann hygðist flytja skrifstofur sínar í Breiðholt frá og með 21. janúar og vera þar í þrjár vikur.
31.des. 2012 - 08:00 Björn Jón Bragason

Jón Gnarr þrengir að fjölskyldufólki

Svo sem fram hefur komið í fréttum er Jón Gnarr og vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur í krossferð gegn helsta fararmáta borgarbúa, fjölskyldubílnum, sem borgarstjóri sagði nýlega að væri „stærsta vandamál Reykjavíkur“. Það lýsir út af fyrir sig veruleikafirringu að telja bíla vera stærsta vandamál borgarinnar en borgarstjórinn hefur nú bætt í og segir fjölskyldubílinn vera „lúxus“.
Það er nefnilega það.
02.des. 2012 - 17:54 Björn Jón Bragason

Skipulagsþráhyggja borgaryfirvalda

Þetta sama fólk krossar sig í heilagri vandlætingu yfir því hvað Reykjavík sé ljót, sér í lagi götur og bílastæði. Þetta á allt að vera svo miklu betra í „menningarborgum“ meginlands Evrópu, þangað sem borgarfulltrúarnir streyma stöðugt í skemmtiferðir á kostnað skattgreiðenda.
22.nóv. 2012 - 21:00 Björn Jón Bragason

Gerspilltur Gunnar Andersen

Nú fyrir skemmstu kom á daginn að Gunnar Þ. Andersen misnotaði aðstöðu sína sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins til að hnýsast í einkagögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, en gögnunum var komið til fjölmiðils fáeinum dögum eftir að þeirra var aflað í Landsbankanum. Í framhaldinu var Gunnar vitaskuld rekinn og kærður til lögreglu. Hann var í kjölfar rannsóknar ákærður fyrir brot á þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Trúnaður er lykilatriði í fjármálastarfsemi svo sem kunnugt er og það verður að teljast einsdæmi í hinum siðmenntaða heimi að forstjóri eftirlits með fjármálafyrirtækjum vegi að stoðum banka með jafnósvífnum hætti.
21.nóv. 2012 - 15:10 Björn Jón Bragason

Casino Harpa

Fyrir fáeinum dögum sendu Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg frá sér ályktun þar sem borgaryfirvöld voru hvött til þess að huga að skemmtiferðaskipalægi nærri gömlu höfninni.
14.nóv. 2012 - 13:00 Björn Jón Bragason

Þjóðremba Jóns Gnarrs

Frá því var greint í fréttum á dögunum að Jón Gnarr borgarstjóri vilji að herskipum verði bannað að leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn og að engar herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli,
07.nóv. 2012 - 17:39 Björn Jón Bragason

Samtök sunnlenskra sósíalista

Með lagabreytingu í lok seinasta árs var sveitarfélögum landsins veitt einkaleyfi á öllum almenningssamgöngum, en síðustu sjötíu árin hafa einkaaðilar sinnt áætlunarflutningum á landi með miklum myndarbrag. Þessa starfsemi hafa fyrirtæki og einstaklingar í atvinnugreininni byggt upp og viðhaldið, meðal annars með miklu markaðsstarfi erlendis. Um þessar mundir eru sveitarfélögin í landinu að taka með valdi allar almenningssamgöngur og öðrum aðilum sem sinna hópferðum er hótað lögbanni, en sveitarfélögin vilja til að mynda banna flutninga með erlenda ferðamenn í öllu því sem þau skilgreina sem áætlunarflutninga. Einhverra hluta vegna hafa nærri því öll sveitarfélög falið illa rekinni opinberri stofnun, Strætó bs., einkaleyfi til skipulagningar umræddra flutninga og þannig flutt fjölda starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
07.sep. 2012 - 18:02 Björn Jón Bragason

Bæjarins bestu og Listasafnið

Ég átti á dögunum viðtal við Pétur Sveinbjarnarson, sem stýrði Þróunarfélagi Reykjavíkur með miklum myndarbrag í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. En viðtalið má lesa á heimasíðu Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
24.ágú. 2012 - 15:16 Björn Jón Bragason

Nú er líf á Laugavegi!

Tilraunir með göngugötur hafa gefist illa hér á landi. Lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð 1973 varð banabiti verslunar við strætið og þar í grennd, en í Kvosinni var áður miðstöð verslunar á höfuðborgarsvæðinu.
23.ágú. 2012 - 15:41 Björn Jón Bragason

Skáldkonan frá Sveinatungu

Aðstaða Guðrúnar til skrifta var afskapleg erfið. Hún hafði engan stað á heimilinu fyrir sig. Þess vegna urðu mörg hennar ljóð til á kvöldin, þegar kyrrt var orðið eða jafnvel á nóttunni. En oft kom andinn yfir hana skyndilega og þá greip hún blýantinn og festi ljóðin sín á blað.
13.ágú. 2012 - 13:38 Björn Jón Bragason

Glæný heimildarmynd

Í miðborg Reykjavíkur var löngum að finna dýrasta verslunar- og skrifstofuhúsnæði landsins, en nú er leigan aðeins brot af því sem hún er í Kringlunni og víðast hvar er leiga hærri á öðrum verslunarsvæðum í borgarlandinu.
02.ágú. 2012 - 22:31 Björn Jón Bragason

Á að ríkisvæða alla fólksflutninga?

Fyrir nokkru var ákveðið að færa skipulag og stjórnun almenningssamgangna yfir til landshlutasamtaka. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sáu þetta eðlilega sem tækifæri til að efla ferðaþjónustu og búsetuskilyrði í landsfjórðungnum.
13.júl. 2012 - 17:20 Björn Jón Bragason

Um húsafriðun og húsvernd

Þá eru ekki síður fólgin menningarverðmæti í atvinnustarfseminni en húsunum. Flestir Reykvíkingar muna eftir Reykjavíkurapóteki við Austurstræti, sem var elsta og eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins með útskornum harðviðarinnréttingum. Hnignun miðborgarinnar varð þess valdandi að þetta fyrirtæki og mörg önnur gamalgróin stórveldi í verslun hurfu á braut.
24.jún. 2012 - 16:58 Björn Jón Bragason

„Bræðurnir munu tapa Bakkavör“

Greiðasemi lífeyrissjóðanna við þá bræður nú er næstum óskiljanleg í ljósi þessa og enn illskiljanlegra að þeir bræður ráði yfir svo miklu fé til fjárfestinga en skuldir þeirra er gríðarlegar.
15.jún. 2012 - 15:05 Björn Jón Bragason

Þegar Reykjavík glataði hluta af sálu sinni

Borgaryfirvöld hyggjast loka hluta Laugavegar í sumar um tveggja mánaða skeið, svo sem kunnugt er, án þess þó að nokkur skynsamleg rök mæli með lokun götunnar, en lokun götunnar hefur haft í för með sér mikinn samdrátt í verslun. Austurstræti var lokað fyrir bílaumferð sumarið 1973, fyrst „í tilraunaskyni‟. „Tilrauninni“ var þó fram haldið, þrátt fyrir að nánast hver einasti kaupmaður við Austurstræti ritaði nafn sitt undir mótmælaskjal gegn áframhaldandi lokun haustið 1973. Svo fór að lokun götunnar varð banabiti verslunar við Austurstræti og nálægar götur þar sem áður var miðpunktur verslunar í Reykjavík, en fjöldinn allur af glæsilegum búðum var áður við Hafnarstræti, Aðalstræti og fleiri götur í Kvosinni.
11.jún. 2012 - 12:07 Björn Jón Bragason

Bankahrun Steingríms J. – annar hluti

Nú er komið á daginn að kostnaður ríkissjóðs vegna SpKef mun nema 19,2 milljörðum króna eða alls um 25 milljörðum ef vaxtakostnaður er tekinn með í reikninginn. SpKef er banki sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, stofnaði á rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Tap skattborgara vegna þessa ævintýris Steingríms J. er meira en öll útgjöld ríkissjóðs til Vegagerðarinnar á þessu ári.
05.jún. 2012 - 17:00 Björn Jón Bragason

Ríkisvæðing fólksflutninga á Suðurlandi

Fyrir nokkru ákvað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að færa skipulag og stjórnun almenningssamgangna yfir til landshlutasamtaka. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sáu þetta eðlilega sem tækifæri til að efla ferðaþjónustu og búsetuskilyrði í landsfjórðungnum.
25.maí 2012 - 11:33 Björn Jón Bragason

Hvað varð um allar búðirnar? – Myndband

Ég hef talsvert skrifað um miðborgarmálin að undanförnu, en nöturlegt hefur verið að horfa upp á hnignun verslunar í miðborg Reykjavíkur undanfarin ár og áratugi. Margar leiðir eru færar til að efla verslun á þessu svæði. Hins vegar hafa borgaryfirvöld lítinn lærdóm dregið af sögunni og hefta þess í stað aðgengi og uppbyggingu í miðborginni sem aldrei fyrr.
24.apr. 2012 - 10:57 Björn Jón Bragason

Bílahatur og fortíðarþrá

Borgaryfirvöld hafa undanfarið kynnt áform sín um að loka Laugavegi fyrir bílaumferð, án þess þó að þær fyrirætlanir hafi verið rökstuddar að neinu marki. Sjálfur hef ég starfað í verslun við Laugaveginn í bráðum tólf ár. Síðastliðin ár hefur götunni stundum verið lokað, til að mynda á laugardögum, og hefur verslunin varla verið svipur hjá sjón umrædda daga
21.mar. 2012 - 09:00 Björn Jón Bragason

Falið eignarhald Ólafs Ólafssonar

Í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála er grein eftir undirritaðan um falið eignarhald Ólafs Ólafssonar í Samskipum, en hann var á dögunum ákærður vegna markaðsmisnotkunar og fleiri brota sem tengjast meintum kaupum sjeiksins Mohamed bin Khalifa Al-Thani á 5,01 prósentum hlutafjár í Kaupþingi.
1 2 3 4 5 

PressupennarÍ stafrófsröð