20.okt. 2016 - 07:00
Björn Ingi Hrafnsson
Við Íslendingar getum rifist um alla mögulegu og ómögulega hluti. Sum verkefni virðast einhvern veginn vera af þeirri stærðargráðu, að þjóðin nær ekki almennilega utan um þau og kemst ekki að endanlegri niðurstöðu. Fyrir vikið er rifist og þrasað árum saman, en ekkert gerist.
19.nóv. 2015 - 13:24
Björn Ingi Hrafnsson
Furðufregnir mátti lesa í morgun um að urgur væri í sumum föngum á Kvíabryggju af því að kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefði sótt fangelsið heim tvívegis að undanförnu og heimsótt fanga sem afplána þar dóm.
08.mar. 2014 - 15:17
Björn Ingi Hrafnsson
Mig langaði að senda þér fáeinar línur þar sem ég hef trú á að þú gætir með jákvæðum hætti haft áhrif á mál sem hefur valdið mér talsverðu hugarangri undanfarna daga.
03.mar. 2014 - 15:05
Björn Ingi Hrafnsson
Ég hef starfað við fjölmiðla með hléum í aldarfjórðung eða svo. Inn á milli starfaði ég í heimi stjórnmálanna, bæði sem aðstoðarmaður ráðherra og sem kjörinn fulltrúi. Ég tel mig því hafa nokkra þekkingu á hvort tveggja og þeirri spennu sem getur verið á milli stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna í hita leiksins hverju sinni.
18.jan. 2014 - 20:11
Björn Ingi Hrafnsson
Í fyrsta lagi: Við skulum alveg viðurkenna strax að brandarinn hans Björns Braga í EM-horninu um slátrun íslenska landsliðsins og nasista á Austurríkismönnum var einstaklega ófyndinn, ósmekklegur og óviðeigandi. Ég svitnaði þegar ég heyrði sjónvarpsmanninn segja þetta í beinni útsendingu og trúði satt að segja ekki mínum eigin eyrum.
10.des. 2013 - 19:11
Björn Ingi Hrafnsson
Það fór eins og spáð var á þessum vettvangi í gær, að ekki væri pólitískur stuðningur við hugmyndir meirihluta fjárlaganefndar um að skerða barnabætur í því skyni að fjármagna aukin útgjöld til heilbrigðiskerfisins.
09.des. 2013 - 23:10
Björn Ingi Hrafnsson
Um miðjan síðasta áratug var ég í einhver ár fulltrúi annars oddvita ríkisstjórnarinnar í svonefndum ríkisfjármálahópi. Það var mjög leynilegur hópur sem fundaði að sumri þegar veðrið var gott og skoðaði fjárreiður ríkisins og velti fyrir sér möguleikum til sparnaðar og hagræðingar.
04.des. 2013 - 11:28
Björn Ingi Hrafnsson
Við Íslendingar erum enn að melta voðafregn mánudagsmorgunsins, að maður féll eftir skotbardaga við lögreglu. Það er þyngra en tárum taki, að svo hafi þurft að fara í fyrsta sinn sem lögreglan þurfti að grípa til þeirra skotvopna sem sérsveitin hefur undir höndum og færir okkur óþægilegan sannleik um þann veruleika sem blasir við lögreglumönnunum okkar dag hvern við þeirra skyldustörf.
30.nóv. 2013 - 19:57
Björn Ingi Hrafnsson
Fróðlegt væri að sjá sem fyrst nýjar mælingar á fylgi við stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnina. Ég gæti trúað að mikill byr sé í seglum ríkisstjórnarflokkanna nú eftir langþráða kynningu dagsins á aðgerðum fyrir skuldsett heimili. Þar stóðust formenn stjórnarflokkanna prófið með miklum glans.
20.jún. 2013 - 22:14
Björn Ingi Hrafnsson
Hvað sem okkur finnst um veiðigjald og skatta almennt, liggur fyrir, að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu því fyrir kosningar að breyta veiðigjaldinu, kölluðu það landsbyggðarskatt og hétu því að jafna því frekar innan útgerðarinnar, því það bitnaði illa á ákveðnum aðilum en vóg létt í pyngju annarra.
06.apr. 2013 - 08:20
Björn Ingi Hrafnsson
Það er gæfa hverrar þjóðar að eiga listamann einsog Þórhall Sigurðsson, listamann sem kynslóðir hafa alist upp við að hlæja að og hlæja með, listamann sem fær okkur til að líða betur við nánast hvaða aðstæður sem er.
31.mar. 2013 - 16:41
Björn Ingi Hrafnsson
Kosningabaráttan hefst formlega með fullum krafti strax eftir páska, en undanfarnar vikur hefur krafturinn í henni stigmagnast og vafalaust hefur pólitík komið til umræðu í fermingarveislum og páskaboðum um land allt undanfarna daga.
17.mar. 2013 - 21:30
Björn Ingi Hrafnsson
Ég horfði á sláandi frásögn þeirra Ásdísardætra í Sjálfstæðu fólki Jóns Ársæls nú í kvöld. Faðir misnotaði fimm dætur sínar um langt árabil, seldi þær og beitti konu sína ofbeldi. Saga þessara systra er svo ótrúleg og sláandi að manni fallast eiginlega bara hendur. Allt samfélag okkar brást þeim systrum. Slíkt má ekki gerast aftur.
06.mar. 2013 - 18:11
Björn Ingi Hrafnsson
Kæru Stefán og Jón Viðar, þið sem gegnið störfum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðsstjórans á sama svæði.
16.jún. 2012 - 21:00
Björn Ingi Hrafnsson
Fyrir nokkrum vikum, þegar útlit var fyrir að sjö frambjóðendur yrðu í komandi forsetakosningum, var ég að hugsa um að setja saman pistil og stinga upp á því að við tækjum upp sama system og margar þjóðir, nefnilega að hafa tvær umferðir í kosningum um þjóðhöfðingjann til næstu fjögurra ára.
09.jún. 2012 - 08:00
Björn Ingi Hrafnsson
Ég get vottað það persónulega með margvíslegum hætti að Alþingi Íslendinga er bæði ósköp venjulegur íslenskur vinnustaður og jafnframt í hæsta máta óvenjulegur.
24.okt. 2011 - 16:00
Björn Ingi Hrafnsson
Þráinn Bertelsson er maður sem lifir og hrærist í mörgum víddum – í lífi og listum.
Við munum öll grínmyndirnar hans sem fengu fádæma aðsókn í íslenskum kvikmyndahúsum og lifa enn góðu lífi í dag, ekki síst gegnum samtöl og frasa sem urðu landsþekktir á einni nóttu.
12.júl. 2011 - 11:35
Björn Ingi Hrafnsson
Í dag eru liðin áttatíu og fimm ár frá því Runólfi Jónssyni Dagssyni útvegsbónda og Guðrúnu Sigurðardóttur húsfreyju á Hellissandi fæddist lítil stúlka. Þetta var 12. Júlí árið 1926, sumarið var fallegt á fátæku landi sem glímdi við margvísleg bágindi, stúlkan fékk nafnið Elín og hún var amma mín, heilög kona í minni tilveru. Mig langar aðeins að minnast hennar með fáum orðum.
24.des. 2009 - 14:00
Björn Ingi Hrafnsson
Ætli jólin séu ekki einmitt nú kærkomin hvíld fyrir íslenska þjóð frá átakamálum sem kljúfa hana í herðar niður, eilífum áhyggjum, neikvæðum fréttum og almennri togstreitu í samfélaginu?
05.okt. 2009 - 00:00
Björn Ingi Hrafnsson
Nú þegar virðulegir stjórnmálafræðiprófessorar stíga nú fram og telja stjórnarsamstarfið ekki einungis í uppnámi heldur jafnvel að því sé hreinlega sjálfhætt, er ekki úr vegi að fara aftur í tímann um nokkra mánuði.