21.mar. 2015 - 13:38 Bjarni Bjarnason

Lífið veltur á einu atkvæði

Ég kannast mjög vel við þá stöðu að allt mitt líf velti á einu atkvæði. Á ég að fara framúr, eða ekki? Þetta hangir allt á einu atkvæði.
21.des. 2010 - 14:30 Bjarni Bjarnason

Þrjár skemmtisögur um útrásarvíkinga

Munnmælasögurnar af útrásarvíkingunum segja til dæmis af erlendum vændiskonum sem var flogið með þyrlu í auðmannaveislur í veiðiskálum. Sömuleiðis á skosk sekkjapípuhljómsveit að hafa verið flutt með þyrlu í slíkan skála til að leika fyrir drukkna gesti, einvörðungu vegna þess að gestgjafanum þótti það fyndið. Brandarinn kostaði margar milljónir í framkvæmd. Inntakið í brandara sem þessum, eða svona uppátæki, er að einhver reynir að sýna vald sitt, í krafti fjár, til að gera það sem honum dettur í hug sama hvað það er vitlaust.
17.des. 2010 - 10:00 Bjarni Bjarnason

Á ég að gefa henni spennusögu eða bókmenntaverk?

Ég ætla að gefa kærustunni minni bók í jólagjöf. En hvort á ég að gefa henni spennusögu eða bókmenntaverk? Til þess að komast að því verð ég að spá í muninn á þessu tvennu.
24.sep. 2010 - 16:30 Bjarni Bjarnason

Náttúran hans Andra Snæs

Stundum er talað um að vera í snertingu við náttúruna, eða að vera úr tengslum við náttúruna. Náttúran er þá á einum stað, við á öðrum. Hún er líkust persónu sem við erum annaðhvort náin og tengjumst líkt og vini, eða hún er fjarlæg og ókunnug, jafnvel óvinveitt.

Pressupennar
Í stafrófsröð