16.jún. 2011 - 09:00 Birkir Jón Jónsson

Sjálfbært fjármálakerfi

Íslenskir sparisjóðir hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Sparisjóður Mýrarsýslu, SPRON, Byr – sparisjóður og Sparisjóðurinn í Keflavík ásamt Sparisjóðabankanum fóru í þrot. Íslenska ríkið endurfjármagnaði fimm sparisjóði; Sparisjóð Bolungarvíkur, Sparisjóð Svarfdælinga, Sparisjóð Vestmannaeyja og Sparisjóð Þórshafnar og nágrennis. Að auki tók Arionbanki yfir rekstur Afls sparisjóðs og Sparisjóðs Ólafsfjarðar.
15.jún. 2011 - 09:00 Birkir Jón Jónsson

Störf í mannaflsfrekum iðnaði

Staðan í dag:

Uppbygging í mannaflsfrekum iðnaði á Íslandi á undanförnum árum og áratugum hefur skotið fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf og haft sveiflujafnandi áhrif sem munað hefur um í kjölfar fjármálakreppunnar. Þar hefur áliðnaður mesta vægið en árið 2010 námu útflutningstekjur af álframleiðslu 220 milljörðum króna sem jafngilda 25% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Framleiðslugeta álveranna þriggja í Straumsvík, á Grundartanga og í Reyðarfirði nemur um þessar mundir ríflega 800 þúsund tonnum á ári en hjá fyrirtækjunum starfa um 1.800 manns. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerir ráð fyrir að 1,4 afleidd störf séu á bak við hvert starf í áliðnaði og þannig hafi ríflega 4.300 manns lifibrauð sitt af álframleiðslu og afleiddum störfum. Þá eru hér á landi jafnframt starfræktar járnblendiverksmiðja, aflþynnuverksmiðja og steinullarverksmiðja sem til samans hafa vel á fjórða hundrað starfsmenn og fram undan eru framkvæmdir tengdar uppbyggingu kísilverksmiðju í Helguvík, stækkun álvers í Straumsvík og við Búðarhálsvirkjun. Þá má geta þess að orkufrekur iðnaður skapar í dag um 2-300 ársverk í viðhaldi og stöðugri þjónustu á rekstrartímanum.
04.jún. 2011 - 11:00 Birkir Jón Jónsson

Tækifæri íslensks landbúnaðar

Staðan í dag:

Um 4.800 störf eru nú í landbúnaði skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar 2010. Samkvæmt úttekt Hagfræðistofnunar HÍ frá 2009 er fjöldi afleiddra starfa svipaður þannig að alls eru störf tengd greininni um 10.000. Staða einstakra undirgreina er misjöfn. Sumar hafa aldrei staðið jafn vel, eins og minkaræktin, og aðrar hafa náð góðum árangri á erlendum mörkuðum eins og sauðfjárræktin. Enn aðrar eru að ná sér eftir kollsteypur eins og svínaræktin.
31.maí 2011 - 09:30 Birkir Jón Jónsson

Veitum fólki án atvinnu ný tækifæri

Staðan í dag:

Í lok febrúar 2011 voru tæplega 15.000 einstaklingar skráðir atvinnulausir á Íslandi. Atvinnuleysi meðal karla er 9,1% en meðal kvenna 7,7%. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er 9% en 7,6% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum (14,3%) en minnst á Norðurlandi vestra (3,8%). Atvinnuleysi er breytilegt eftir árstíðum. Þannig er atvinnuástandið hvað verst yfir háveturinn fram á vor en tekur þá að lagast.
26.maí 2011 - 17:00 Birkir Jón Jónsson

Umbætur í efnahags- og skattamálum

Rannsóknir sýna að of hár tekjuskattur einstaklinga dregur úr atvinnuþátttöku og eykur svarta atvinnustarfsemi. Háir skattar á fyrirtæki hafa svipuð áhrif en þá dregur mjög úr atvinnuvegafjárfestingu sem er lykilatriði í hagvexti til langs tíma. Árið 2009 nam hlutfall fjárfestingar í atvinnulífinu um 12% af landsframleiðslu en almennt ætti fjárfestingin að vera um eða yfir 20% til að tryggja aukinn hagvöxt. Mikilvægt er því að huga að efnahags- og skattaumhverfi því nauðsynlegt er að tryggja að umhverfið hvetji til fjárfestingar. Gjaldeyrishöftin, ásamt vanhugsuðum skattalagabreytingum í lok árs 2009, eru meðal atriða sem nauðsynlegt er að breyta til þess að auka erlenda fjárfestingu.
19.maí 2011 - 09:00 Birkir Jón Jónsson

Störf í tónlist og kvikmyndagerð

Íslensk kvikmyndagerð hefur staðið í miklum blóma á síðastliðnum árum. Íslenskar kvikmyndir hafa hlotið góða dóma, jafnt innanlands sem utan. Þessari ört vaxandi atvinnugrein þarf að skapa þannig umhverfi að Ísland verði betri valkostur fyrir erlenda aðila sem leita að tökustöðum fyrir kvikmyndir, þætti, tónlistarmyndbönd o.s.frv. í enn meira mæli en verið hefur. Slíkt umhverfi mun einnig stuðla að því að innlendir aðilar geti haldið áfram að framleiða þætti og kvikmyndir.
17.maí 2011 - 09:00 Birkir Jón Jónsson

Eflum íslenska ferðaþjónustu

Ferðaþjónustan er ört vaxandi atvinnugrein og hefur mikil bein og óbein áhrif á íslenskt atvinnulíf. Afleidd áhrif hennar geta verið veruleg og ná til iðngreina og þjónustu vítt og breitt. Ferðaþjónustan er flókin og samsett úr mörgum greinum sem gerir alla útreikninga erfiða. Ferðaþjónustan er einn af burðarásum í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og styrkur ferðaþjónustunnar fer vaxandi. Frá árinu 2001 til 2009 hafa gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum aukist um 233% og frá 2002 til 2009 hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 78%. Heildarfjöldi erlendra gesta árið 2010 var tæplega 495 þúsund manns (0,2% aukning frá 2009) og níu af hverjum tíu Íslendingum ferðaðist innanlands. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum voru 155 milljarðar króna árið 2009 og fjöldi starfa í ferðaþjónustu var 8.500 eða 5,1% af fjölda starfa í landinu.
12.maí 2011 - 18:00 Birkir Jón Jónsson

Atvinnumálin í forgang

Tækifærin til þess að fjölga störfum og efla íslenskt atvinnulíf eru fjölmörg á Íslandi í dag. Hins vegar gerast hlutirnir ekki að sjálfu sér – það verður að ráðast í markvissar aðgerðir til þess að svo verði. Í raun er svo mikilvægt að í slíkt átak verði ráðist ella eigum við það á hættu að efnahagslægðin verði enn dýpri en hún er með tilheyrandi breytingum á því velferðarsamfélagi sem við viljum byggja.
23.mar. 2011 - 09:00 Birkir Jón Jónsson

Tækifærin eru svo sannarlega til staðar

Eftir að hafa heimsótt forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og atvinnugreina síðustu vikurnar hef ég sannfærst um að mikil tækifæri eru fyrir hendi til að fjölga störfum í landinu – tækifærin blasa hreinlega við. En hvernig ætli standi á því að atvinnuleysi mælist nú, í fyrsta sinn í sögunni, það hæsta á Norðurlöndunum? Fjárfesting í atvinnulífinu er í lágmarki og ef fram heldur sem horfir þá munum við ekki ná að auka hagsæld í íslensku samfélagi sem mun þá væntanlega, skv. formúlu ríkisstjórnarinnar, kalla á enn frekari hækkanir á sköttum og gjöldum ásamt niðurskurði með blóðugum hætti í ríkisrekstri - sem mun þá væntanlega bitna fyrst og fremst á konum. Þar mun hin „kynjaða hagstjórn“ birtast á ný.
19.mar. 2011 - 18:00 Birkir Jón Jónsson

Umræða á villigötum

Sumir fjölmiðlamenn reyna nú að þyrla upp moldviðri í aðdraganda flokksþings Framsóknarflokksins og vilja telja fólki trú um að Icesave muni yfirgnæfa öll önnur mál á flokksþinginu. Lesningin er oft á tíðum skemmtileg en nokkuð ljóst að innsæi sumra fjölmiðlamanna er vægast sagt afar takmarkað þegar kemur að málefnum Framsóknarflokksins. Til upprifjunar þá héldu framsóknarmenn sitt fjölmennasta flokksþing fyrir um tveimur árum  - um 1.000 manns mættu. Þar var ný forysta kjörin og mikil krafal um breytingar í ljósi efnahagshrunsins og mikilvægi þess að læra af þeim mistökum sem gerð voru í aðdragandanum.
17.mar. 2011 - 17:00 Birkir Jón Jónsson

Gæðingunum er raðað inn í ráðuneytin

Í síðasta pistli benti ég á að 22 – 23.000 störf hafi tapast frá hausti 2008. Mörg tækifæri hafa glatast við að fjölga störfum í samfélaginu og höfum við framsóknarmenn ítrekað bent á það ásamt því að koma ítrekað fram með tillögur í efnahags- og atvinnumálum. Vegna þessarar stöðu þá hefur ríkissjóður misst af miklum skatttekjum, í ljósi færri starfa, ásamt því að greiða yfir 60 milljarða á tímabilinu í atvinnuleysisbætur.
14.mar. 2011 - 17:00 Birkir Jón Jónsson

22-23.000 störf hafi tapast frá hausti 2008

Um 13.000 einstaklingar eru án atvinnu á Íslandi í dag. Þúsundir hafa flutt úr landi og þannig má færa rök fyrir því að 22-23.000 störf hafi tapast frá hausti 2008. Afleiðingarnar eru þær að frá þeim tíma hafa yfir 60 milljarðar farið í greiðslur atvinnuleysisbóta. Hér er um mikið samfélagsmein að ræða og því forgangsmál að stjórnvöld snúi þessari þróun við. En er eitthvað sem bendir til þess að forgangur ríkisstjórnarinnar sé sá að fjölga störfum í landinu? Ef horft er yfir sviðið þá blasir við aðgerðarleysi, eyðilegging skattkerfisins og brot á stöðugleikasáttmálanum við aðila vinnumarkaðarins.  Þetta er meðal þess sem núverandi ríkisstjórn hefur „afrekað“ í atvinnumálum á sl. 2 árum.
11.mar. 2011 - 18:15 Birkir Jón Jónsson

Enn ein nefndin er nú að störfum

Fjármálaráðherra hefur brugðist við þessum áskorunum með því að setja málið í nefnd. Þessi aðferð er orðin alþekkt hjá ríkisstjórninni þegar hún vill drepa málunum á dreif. Hins vegar er ástandið með þeim hætti að ekki verður við slíkt unað.
10.mar. 2011 - 14:00 Birkir Jón Jónsson

Almenningur þjáist fyrir „verðskulduð“ ofurlaunin

Í aðdraganda hrunsins var mikið fjallað um ofurlaunin í bankakerfinu. Bankastjórar höfðu laun á við tugi verkamanna en rökstuðningur ofurlaunanna var sú gríðarlega ábyrgð sem þeir báru. Í dag er það íslenskur almenningur sem hefur axlað þessa sömu ábyrgð og bankastjórum var greitt fyrir að bera. Hundruðum milljörðum hefur verið velt yfir á almenning sem á að greiða fyrir bankahrunið. Nú virðist launaþróunin hjá æðstu stjórnendum bankakerfisins vera komin aftur á þá leið sem fordæmd var í aðdraganda hrunsins. Það er með öllu óásættanlegt að horfa upp á þessa þróun endurtaka sig. Höfum við engan lærdóm dregið af hruninu?
08.apr. 2010 - 11:45 Birkir Jón Jónsson

Okurvextir á Íslandi

Þegar horft er til mikilla skulda heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs, er óskiljanlegt að stýrivextir hér á landi séu enn jafn háir og raun ber vitni eða 9% á meðan vaxtastig annarra landa er rétt um og yfir 0%. Í slíku „ástandi“ greiðir íslenskt samfélag tugi milljarða í vaxtagjöld – á sama tíma og allir berjast við að reyna að láta enda  ná saman.
10.mar. 2010 - 19:59 Birkir Jón Jónsson

Ögmundi svarað

Mikil umræða fer nú fram um meint viljaleysi Framsóknarflokksins til að ná samningum vegna Icesave. Vopnabróðir í Icesave málinu, Ögmundur Jónasson, hefur látið í það skína að Framsókn noti málið til að koma stjórninni frá. Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þennan misskilning enda hefur Framsóknarflokkurinn í rúmlega eitt ár talað fyrir því að unnið væri þvert á flokka við úrlausn málsins. Málið er nú loksins komið í þann farveg og frá því hefur gengi krónunnar styrkst og skuldatryggingaálag lækkað. Sparnaður þjóðfélagsins vegna þessa nemur a.m.k. tugum milljarða króna. Þetta er fagnaðarefni.
02.feb. 2010 - 19:45 Birkir Jón Jónsson

Hvar er aðhald fjölmiðla?

Eftir rúmlega mánaðarhlé kom Alþingi saman sl. föstudag. Ég átti von á því að fyrstu mál stjórnarmeirihlutans myndu snúast um skuldastöðu heimilanna, of mikið atvinnuleysi og vanda atvinnulífsins. Því miður hefur Alþingi ekki tekið umræðu um þessi mikilvægu mál nú á fyrstu dögum þingsins heldur hafa málefni Vestnorræna ráðsins verið í fyrirrúmi. Ég er ekki þar með að kasta rýrð á þau málefni en hefði haldið að staða efnahagsmála og lausnir þeirra mála væru brýnni mál miðað við stöðu þjóðfélagsins í dag.
23.jan. 2010 - 09:01 Birkir Jón Jónsson

Skuldir heimila og fyrirtækja – hvar er Skjaldborgin?

Fyrir síðustu alþingiskosningar fór fram mikil umræða hvort leiðrétta ætti skuldir heimila og fyrirtækja til þess að koma í veg fyrir að niðursveiflan í efnahagslífinu yrði ekki dýpri en raun ber vitni í dag. Núverandi stjórnarflokkar börðust gegn þessari stefnu Framsóknarflokksins og töluðu fyrir því að hvert og eitt tilvik ætti að skoða sérstaklega. Við framsóknarmenn mótmæltum þessu, sögðum að þessi aðferðarfræði gæti leitt til mismununar hverskonar – jafnvel að flokksskírteinið myndi verða gagnlegt í slíkum viðskiptum.

30.nóv. 2009 - 21:50 Birkir Jón Jónsson

Enn um starfshætti Alþingis

Fyrr í morgun upplýsti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að hann væri í nánu samstarfi við forseta Alþingis um hvernig störfum þingsins væri háttað. Það skýrir ýmislegt um framgang Icesave-frumvarpsins í meðförum þingsins. Eftir að Steingrímur hafði snúið upp á hendur ýmissa þingmanna VG, sem hafa greinilega heitið stuðningi við málið, var ákveðið að keyra málið af hörku í gegnum Alþingi Íslendinga.
12.nóv. 2009 - 15:04 Birkir Jón Jónsson

Starfsaðferðir á Alþingi

Það getur verið vandasamt verkefni að tilheyra stjórnarmeirihluta – en ekki síður að vera í stjórnarandstöðu sem ég kýs raunar fremur að kalla minnihluta Alþingis. Það á ekki síst við í því ástandi sem ríkir í samfélaginu í dag.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Birkir Jón Jónsson
Þrítugur Siglfirðingur, varaformaður Framsóknarflokksins og alþingismaður í Norðausturkjördæmi. Meistaragráða (MBA) í stjórnun og viðskiptum frá Háskóla Íslands.
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar