08.ágú. 2016 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Minnkum matarsóun: 9 matvörur sem hægt er að frysta!

Þú gætir minnkað matarsóun heimilisins OG sparað þér slatta af tíma við matargerðina ef þú venur þig á að smella fleiru í frystirinn. Kíktu á listann!
09.sep. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Besta Bloody Mary (tómathressingin) í heimi er að sjálfsögðu íslensk!

Sælkerapressan veit hvar þessi kyngimagnaði drykkur sem tilnefndur hefur verið BESTUR í HEIMI fæst!
01.sep. 2015 - 13:55 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Valdís bregst við : IceHot1 í boði

"Ísinn okkar er ekki eins og hver annar ís"

31.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ofnbakað blómkál með paprikusósu og baunum - uppskeruunaður!

Nú er farið að líða á síðari hluta sumarsins, en þá er aldeilis hægt að gleðjast yfir grænmetisuppskerunni og njóta þess að borða dýrindis nýuppteknar kartöflur, gulrætur, rófur og blómkál.
29.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal

Sælkerapressan skellti sér á uppskerumarkaðinn í Mosskógum í Mosfellsdal og útbjó dásemdar kjötsúpu úr því sem verslað var. Leyniuppskrift Ólu langömmu er hér deilt með lesendum.
27.ágú. 2015 - 20:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarhátíð Búrsins - Sælkeraviðburður í Hörpunni

Sjómenn, bændur og smáframleiðendur mæta með fjölbreytt úrval þegar Matarhátíð Búrsins slær upp tjöldum í Hörpunni!
19.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Dásamleg brúnka með karamellu og saltkringlum

Súkkulaði er alveg ótrúlega notendavænt hráefni sem næstum engin fúlsar við þegar það er í boði. Það er hægt að bera það fram eintómt, blanda í það utanaðkomandi bragði eða áferð, bræða það, frysta það, nota í bakstur, húða með því og já, meira að segja setja það í sósur og annan mat!
16.ágú. 2015 - 12:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraskartið! - fullkomin gjöf handa mataráhugafólki!

Er ekki tilvalið að sýna ástríðu og áhugamál með skartgripavalinu?

11.ágú. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Bacon Festival - Sælkeraviðburður á Skólavörðustíg!

Ljósm. Siggi Anton Aðdáendur beikons ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara!
09.ágú. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bubbies - nýtt ísæði frá Hawaii

Sælkerapressan rakst á nýtt ístrend frá Hawaii og varð að sjálfsögðu að smakka!

30.júl. 2015 - 14:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu

Hér er á ferðinni hin fullkomna sameining kremaða rækjusalatsins sem er svo ómissandi á kaffihlaðborðinu og alvöru eitís rækjukokteils. Rækjur eru syndsamlega illa nýttar í annað en þetta tvennt hér á landi, og löngu kominn tími til að setja ferskt rækjusalat í sumarlegan búning.
17.júl. 2015 - 09:31 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Byltingin mín: Hugleiðingar konu í yfirstærð

Það er bylting á fleiri stöðum í netheimum en á Beauty Tips og Twitter. Instagram notar myndir í stað orða til að ögra og koma skilaboðum á framfæri. Myllumerkin gefa til kynna hvaða umræðu er verið að vitna í og aðdáendur jafnt sem þeir sem finnst svona óhæft til birtingar láta í sér heyra
14.júl. 2015 - 21:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hanga veislugestirnir á samfélagsmiðlum?: 5 ráð til að tækla vandamálið

Hver kannast ekki við að vera með hóp af fólki sem skyndilega þagnar og allir eru dottnir inn í símana sína. Þetta þykir kannski ekkert tiltökumál ef þú ert í vinnunni og vilt tékka á póstinum í símanum þínum svo þú getir staðið örlítið lengur við kaffivélina að spjalla. En í matarboði eða veislu? Aðeins flóknara!
08.júl. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Avókadó-þrautin mikla! Leyst!

Nú er auðvelt að velja hinn eina rétta...
02.júl. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeraviðburður í matarborginni Reykjavík - KRÁS götumarkaður í Fógetagarðinum

Matarborgin Reykjavík! Á KRÁS sameinast kokkar frá allri veitingarflórunni og útbúa götumat, undir berum himni. Opið alla laugardaga í júlí og ágúst milli 13 og 18.
25.jún. 2015 - 08:45 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Leyndarmál kaffikorgsins eru komin í ljós!

Því miður er ekki hægt að endurnýta kaffikorg til að búa til enn meira kaffi en efist ei... það er hægt að gera töluvert margt annað en bara henda honum eftir notkun...
20.jún. 2015 - 21:19 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Miðsumar - Sumarsólstöður = Jarðaberjatertan ómissandi!

Þessa helgina er sumarið algjöru hámarki. Sól er hátt og lofti og því er fagnað víðsvegar um heim. Í Svíþjóð er margra daga fögnuðurinn Midsommar og jarðaberjatertan er skyldumætt!
18.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Bragðlaukaferð til Eþíópíu - Sælkerapressan á Teni

Sælkerapressan er ófeimin við að bragða á framandi mat svo þegar fréttir bárust af Eþíópískum veitingastað í miðborginni byrjuðu bragðlaukarnir að hita sig upp fyrir það sem í vændum var.
16.jún. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þjóðlegt á sautjándanum - rjómapönnsur

Á sautjánda júní skundum við mörg niður í bæ, strengjum vor heit og látum rigna aðeins á okkur með fána í einni og gasblöðru í hinni. Fátt er svo betra en koma heim í heitt kaffi og nýbakaðar rjómapönnsur!
15.jún. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Ertu að geyma ávextina á réttum stað? Forðumst myglu í ávaxtaskálinni!

Erum við ekki öll með girnilega ávaxtaskál í eldhúsinu? Sem á að lokka fjölskyldumeðlimi til að fá sér hollan ávöxt í amstri dags? Og svo er fátt fallegra en að sjá þessa náttúrulegu litafegurð taka á móti okkur þegar við göngum inn í eldhúsið.

05.jún. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Champions League úrslit kalla á hellisbúamat - Binni tætir svínakjöt

Sælkerapressan er með hina fullkomnu lausn að úrslitaleiks fóðri fyrir hellisbúanna! Réttur sem sér um sig sjálfur og er góður með bjór. Málið leyst!
29.maí 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Margaríta + bjór = Bjórgeríta !

Ætli þetta verði sumardrykkurinn 2015?
24.maí 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Tvennskonar tómatsulta frá Friðheimum - dásamlega öðruvísi

Sælkerapressan heyrði minnst á tómatsultu og hváði. TÓMATsulta?
07.maí 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eggjakaka í vöfflujárni - töfrar í tryllitækinu!

Og flugið heldur áfram! Spurningunni „Hvað er hægt að gera annað í vöfflujárninu?“ var enn ósvarað. Fyrir valinu varð eggjakaka eða ommeletta.
02.maí 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Er hægt að nota uppþvottavélina sem eldavél?: Lax eldaður á óhefðbundinn hátt

Sælkerapressan rakst á þessa aðferð við að elda lax sem var prófuð: er þetta sögusögn eða er þetta satt?!
29.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hvalspik og heimagert gin með hvönn - Café Flóra fór í færeyskan ham

Við Íslendingar erum ef til vill ekki með skýrar myndir eða bragð í huga þegar talað er um færeyska matarmenningu. Kannski hún sé lík okkar? Fiskur og lambakjöt? Þurrkað kjöt, hangið og súrsað?
25.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar

Gæti verið að þú sért komin upp á lag með algeng eldhúsmistök? Farðu vandlega yfir listann hér að  neðan!
20.apr. 2015 - 17:24 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Krás á Loft Hostel - Sælkeraviðburður!

Matarmarkaðurinn Krás og Loft Hostel taka höndum saman og ætla að fagna sumardeginum fyrsta með matarmarkaði næstkomandi fimmtudag.
20.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Eldhúsumbætur: óskhyggjan og raunveruleikinn

Draumaeldhúsið eða blákaldur, yndislegur og heimilislegur raunveruleikinn?
13.apr. 2015 - 15:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Við erum að skera kökur vitlaust! Hér er vísindalega rétta aðferðin!

Aðferðin sem flestir nota til að skera kökur er augljóslega stórkostlega gölluð! Rétta leiðin er vísindalega sönnuð...
10.apr. 2015 - 13:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Terta með lakkrís og sítrónufrómas - UPPSKRIFT

Þessi terta er vegleg í útliti og bragðið kemur á óvart. Frísklegur sítrónufrómasinn og sítrónuþykknið (curd) kallast á við lakkrísbragðið. Botninn er venjulegur hvítur botn sem er litaður er með svörtum matarlit svo að áherslan á lakkrísbragðið verður ennþá sterkari, og andstæðurnar skarpari milli kökunnar og kremsins.
05.apr. 2015 - 10:09 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Samantekin ráð Sælkerapressunar - Matarboð

Það er hægt að huga að ýmsu þegar halda á matarboð og eflaust eru gestirnir alveg jafn ánægðir hvort sem gestgjafinn leggur mikla vinnu og natni við smáatriðin eða bara hreinlega kaupir veislubakka frá góðum sushi veitingastað og býður heim. Að þiggja boð og láta dekra við sig í mat og drykk er nefnilega oft alveg stærðsta atriðið!
03.apr. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Chiapannacotta - hollur páskaeftirréttur! - UPPSKRIFT

Svona chiapannacotta sómir sér vel sem fljótlegur eftirréttur eða jafnvel sem punkturinn yfir i-ið eftir letilegan morgunverð með fjölskyldunni!
28.mar. 2015 - 17:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Byltingarsmákökur - UPPSKRIFT

Sælkerapressan hefur ekki látið umræðu undanfarinna daga framhjá sér fara og skapaði henni til heiðurs allsérstakar og yndislega bragðgóðar smákökur. Við kynnum: Byltingarsmákökurnar!
Alveg tilvaldar til að bera fram með sunnudagskaffinu til að skapa áframhaldandi umræður - nú eða æfa sig í narti!
27.mar. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sænsk klessukaka með poppi og karamellu - UPPSKRIFT

Þessi kaka er uppáhaldsútgáfan mín af sænsku klessukökunni (s. kladdkaka) sem er eins konar norræn gerð af franskri súkkulaðiköku. Í hvorugri er lyftiduft sem gerir að verkum að þær verða þéttari í sér og klessulegar eða blautar án þess þó að vera hráar.  Hér kemur ofur-kladdköku-sprengjan. Hrískúlum er bætt í deigið og ábreiðan er úr poppi og karamellu. Sætt, salt og syndsamlegt!

21.mar. 2015 - 18:15 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matargrúskarinn Nanna Rögnvaldar

Íslensk nútímamatarhefð á sér ýmsar mismunandi myndir. Við eigum færa matreiðslumeistara sem ná afburðaárangri innanlands sem erlendis, fjölmarga ástríðusælkera sem brenna fyrir heilsusamlegum mat, bollakökusnillinga og skreytingarmeistara. Og svo eigum við þjóðargersemina Nönnu Rögnvaldar!

17.mar. 2015 - 08:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Nanna Rögnvaldardóttir - vöfflur og viðtal við Sælkerapressuna

Sælkerapressunni barst heimboð til Nönnu Rögnvaldardóttur í tilefni útgáfu nýju bókar hennar; „Ömmumatur Nönnu“
08.mar. 2015 - 08:51 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Hinar fullkomnu súkkulaðibitasmákökur! - UPPSKRIFT

Ég hef stundum lagst í könnunarleiðangur uppskriftalega séð. Sælkerar kannast örugglega við þetta áráttu; að bera saman „bestu skúffukökuna“ við „skúffuköku tengdó“ og svo „klassíska skúffuköku“. Alveg útpæld vísindi að komast að því HVAÐ það er sem gerir uppskriftina að dúndur-eðal.


06.mar. 2015 - 18:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Laxaborgari með spicy rækjusalati - UPPSKRIFT

Að þessu sinni kynnum við til sögunnar uppskrift að ljúfum laxaborgara. Grunnurinn er auðveldur en svo er um að gera að bragðbæta með uppáhaldsfiskikryddinu, breyta um lauktegund eða bæta við ferskum kryddjurtum eins og sólselju (dilli).
04.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Þegar Sælkeri fer til útlanda

Þegar Sælkeri fer til útlanda eru það matvöruverslanir sem heilla...
02.mar. 2015 - 11:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sælkeratilraun - heimagert smjör!

Íslenska smjörið er nú svo afbragðsgott að það var alls ekki skortur á góðu smjöri sem rak mig í þessa tilraun heldur bara hrein og tær forvitni. Og matarfíkn. Vildi gera eigið smjör!
Sælkerapressan tók að sér að tilraunastarfsemi fyrir nokkrum vikum síðan með undursamlegum árangri. 

27.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Sítrónuangandi kjötbollur með sherrírjómasósu - UPPSKRIFT

Sítrónur eru stútfullar af C-vítamíni sem er akkúrat það sem við gætum verið að fara á mis við svona á miðjum vetri þegar kvefpestirnar hrjá okkur sem mest. Ein sítróna uppfyllir dagsþörf okkar af C-vítamíni, auk þess að vera vatnslosandi og bólgueyðandi.
24.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matreiðslumaður ársins - óvissukarfa hráefna kvöldið fyrir lokakeppnina

Fjórir matreiðslumenn munu etja kappi í úrslitakeppni Matreiðslumanns ársins næstkomandi sunnudag í Hörpunni. Áskorunin er gríðarleg þar sem þeir fá afhenta óvissukörfu með hráefnum kvöldið fyrir keppni og elda svo í opnu eldhúsinu á Smurstöðinni þar sem gestir og gangandi geta fylgst með.
21.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Konudagseftirrétturinn! Dásamlegt hindberjahlaup - UPPSKRIFT

Er ekki tilvalið að dekra við dömuna sína á konudaginn? Hindberja-chardonnay-hlaup með þeyttum rjóma er sætur og nautnalegur réttur, bæði í útliti og bragði. Má útbúa með fyrirvara og töfra fram úr ísskápnum með tilþrifum!
20.feb. 2015 - 09:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Matarmarkaður Búrsins 28. febrúar - Sælkeraviðburður!

Súr, sætur og safaríkur matarmarkaður í Hörpunni helgina 28. febrúar - 1. mars.
11.feb. 2015 - 10:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Mad Men heimilishald - leiðbeiningarritið er til!

Myndarskapur húsmæðra (og feðra) er eitthvað sem fer aldrei úr tísku og það er alveg hægt að skemmta sér með lestri leiðbeiningarrita um heimilishald og matseld jafnvel þó bækurnar séu orðnar fornar.
Sælkerapressan gluggar í bókina „America's Housekeeping Book“ sem reynist vera alveg frábær fyrirmynd fyrir okkur sem hafa gaman af Mad Men-stemmningunni!
05.feb. 2015 - 13:00 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Brúni maturinn: áttundi áratugurinn í uppskriftum.

Uppskriftakortskassi frá áttunda áratugnum hefur verið tæklaður í heild sinni! Fjölskyldan Bruun bloggar um matarferðalagið með frábærlega fyndnum árangri.
04.feb. 2015 - 16:02 Bergljót Björk Halldórsdóttir

Reykjavík Cocktail Weekend - 30 staðir á einni kvöldstund?

Reykjavík Cocktail Weekend er hafin og Sælkerapressan settist í dómarasætið!

Bergljót Björk Halldórsdóttir
Begga er ástríðufullur nautnaseggur þegar kemur að mat og bakstri.  Jákvæðir fylgikvillar þeirrar ástríðu eru brennandi áhugi á undirbúningi, framreiðslu og neyslu matar úr öllum fæðuflokkum.
 
Á Sælkerapressunni verður hægt að finna uppskriftir, áhugaverða tengla, umsagnir um veitingastaði og margt fleira.
 
Endilega að senda uppáhalds uppskriftir, bloggfærslur og áhugaverðar ábendingar um efni á begga@pressan.is

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar