13.nóv. 2015 - 15:03 Ástríður Þórey Jónsdóttir

Minimalískur lífsstíll - nei takk!

Má ég eiga mitt drasl og líða vel með það?  Um daginn fékk ég ábendingu frá vinkonu minni um ákveðinn hóp á fésbókinni sem heitir „minimalískur lífsstíll“, henni fannst þetta æðislegur hópur og hefur tileinkað sér margt held ég úr þessum s.k. mínimaliska lífsstíl. Af einskærum áhuga þá gerðist ég meðlimur í hópnum og það mætti segja að umræður hópmeðlima taki yfir ca. 30% af fréttaveitunni á fésbókinni minni.

Ástríður Þórey Jónsdóttir

Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar um lífið og tilveruna, að vera útivinnandi mamma og reyna samtímis að vera allt hitt líka.

Stundum skrifar hún um mat, siðareglur, kóngafólk og kannski smá innanhúshönnun og tísku. Skrifin hennar fjalla um allt og ekki neitt.

Hreinræktað dægurhjal konu sem dreymir um að skrifa skáldsögu en lætur netið duga í bili. Ástríður heldur úti bloggsíðunni www.eftirfjogur.com