20.jún. 2010 - 14:50 Ási og Gunni

Frábær byrjun

Við Laxá í Aðaldal - sem fer vel af stað Sumarið fer heldur betur vel af stað. Það er sama hvaðan fréttir berast, alls staðar eru góðar fréttir á ferðinni. Við erum búin að fylgjast með góðum göngum í Elliðaárnar og byrjunin í morgun lofar góðu. Jón Gnarr grínborgarstjóri var ekki nema 4 mínútur að fá þann fyrsta, reyndar með góðri aðstoð ofur-veiðimannsins, með ofursjónina, Ásgeirs Heiðars.
15.jún. 2010 - 14:11 Ási og Gunni

Elliðaárnar ryksugaðar

Þessi kom einmitt úr Hundasteinunum 2007 - þvílíkt sem maður hlakkar til!!

Síðastliðinn sunnudag efndi árnefnd Elliðaáa til hreinsunardags og auglýsti eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa til. Ég hef ætlað mér að taka þátt í þessu árlega verkefni undanfarin ár en alltaf verið upptekinn við eitthvað annað. En ekki á sunnudaginn, þannig að ég mætti galvaskur í vöðlunum á tilsettum tíma til í tuskið.

Mætingin var nú ekki mikil. Þarn voru held ég fjórir árnefndarmenn, faðir ásamt barnungum syni sínum og ég og einn annar. Við

08.apr. 2010 - 23:26 Ási og Gunni

80 úr Vatnamótunum!

Það eru enn fréttir úr Vatnamótunum. Félagar mínir úr veiðifélaginu Víðförla hófu veiðar á hádegi í gær og nú um kvöldmatarleytið í kvöld voru 80 fiskar bókaðir á stangirnar fimm. Félagarnir voru komnir í kjötsúpuna og ætluðu aftur út í ljósaskiptunum. Engin smá veiði!
08.apr. 2010 - 23:23 Ási og Gunni

Veiðisumarið byrjað

Jæja, þá er maður búinn að fara í fyrstu veiðiferð ársins. Ég fór í Vatnamótin (þar sem Fossálar renna í Skaftá) um páskana með mági mínum og fleirum. Við fengum alveg frábært veður og veiðin gekk nokkuð vel. Flæðamúsin var málið en það er svo skrítið með fiskinn þarna, eins og víðar, að hann er með on/off takka. VIð duttum í svaka töku á fyrsta klukkutímanum en svo gerðist ekkert í 2 klukkutíma.
08.apr. 2010 - 23:04 Ási og Gunni

Glaður áhorfandi

Ég fékk mjög skemmtilegt bréf frá einum sem var viðstaddur forsýninguna á þætti tvö á skemmtikvöldi Stangveiðifélagsins á föstudaginn. Sá var mjög glaður með það sem hann sá og hér er það sem hann skrifaði:

Verð bara að segja að þetta eru með betri veiðiþáttum sem maður hefur séð. Líka fyrir fólk sem er ekki alveg á bólakafi í veiði að þá er þetta mjög sniðugt. Smá fróðleikur, keppni og umfram allt frábær húmor. 

Þetta er bara eins og auglýsingatexti fyrir þættina okkar og við segjum bara takk fyrir okkur
08.apr. 2010 - 22:48 Ási og Gunni

Forsýning hjá Stangó!!

Salurinn á Háaleitisbrautinni var smekkfullur enda önnur dagskráratriði skemmtikvöldsins til þess fallin að trekkja að fjölda fólks. Við bræður vorum því mjög spenntir og ekki laust við að stressið léti á sér kræla.
06.apr. 2010 - 23:13 Ási og Gunni

Staðan er góð

Já, svona fór fyrsti þátturinn. Og hann fór bara svona rosalega vel af stað. Gunni er hreinlega með öngulinn i rassinum! Þetta var þar með algert rótburst af minni hálfu. Hvernig ætla menn að gera veiðiþátt og veiða svo ekki neitt??

Við fórum sem sagt í Laxá í Aðaldal snemma í júlí í fyrra og vorum helst til snemmsumars á ferðinni. Það hefðu mátt vera fleiri fiskar í ánni svo ekki sé meira sagt. En Gunni setti í einn flottan á Hólmavaðsstíflunni (sá veiðistaður mun fylgja Nessvæðinu í sumar) en náði ekki að landa tröllinu (samkvæmt Gunna var hann stór en það er lygi) og þar með komst hann ekki á blað.

06.apr. 2010 - 22:39 Ási og Gunni

Gekk vel

Sýningin á þáttunum á Skjá einum gekk framar öllum vonum þrátt fyrir að við vorum ekki að sýna þættina í endanlegri útgáfu. Þó að það hafi vantað grafíkina, hljóðið hafi verið óklárt og kynningar ekki allar komnar þá fengum við jákvæð viðbrögð. Sem betur fer. Nú anda ég léttar og við stefnum á að fullklára þætti 1 og 2 í vikunni. Þegar þeir eru klárir þá setjum við smá sýnishorn hérna inn á síðuna.

En getur þú sagt mér hvaða flugu við sjáum á myndinni með þessari frétt? Ég veit að hún sést ekki öll en það gerir þetta bara skemmtilegra!

kv
Ási
02.apr. 2010 - 09:55 Ási og Gunni

Veiðin 2010

Við bræður erum ekki búnir að plana mikla laxveiði í sumar. Við eigum pantað í Aðaldalinn á Nessvæðinu í lok ágúst og eitthvað eigum við frátekið í Elliðaánum. Annað og meira er það ekki.
01.apr. 2010 - 00:00 Ási og Gunni

Síðustu upptökur að baki

Nú er orðið ljóst að þættirnir okkar, Með öngulinn í rassinum, fer í loftið þann 6. apríl kl. 20.30. Það er ekki laust að maður sé að fá fiðring í magann! Og nú um helgina vorum við í síðustu upptökunum, þegar við tókum upp kynningar fyrir þættina. Þá er öllum upptökum lokið, klippivinnan er langt komin, búið að velja tónlistina en hljóðvinnsla er eftir. Þetta er sem sagt allt að koma.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Ási og Gunni
Bræðurnir eru veiðisjúklingar og eru með sjónvarpsþátt um veiði á Skjáeinum sem nefnist Með öngulinn í rassinum og er á þriðjudagskvöldum.