01.apr. 2011 - 16:00 Ása María Reginsdóttir

Tiramisu - Uppskrift!

Marco á góðum degi Á þessum mánuðum sem við höfum búið hér í Verona höfum við kynnst mikið af skemmtilegu fólki og er Marco vinur okkar einn af þeim. Hann á veitingastaðinn La Molinara og hjá honum starfa þeir Patrick, Clovis og Hugo. Þar fara ansi kynlegir kvistir um og saman hafa þeir skapað einstaklega skemmtilegt andrúmsloft á veitingastaðnum sem er einmitt mjög vinsæll á meðal borgarbúa. Þegar mamma og systir mín komu í heimsókn til okkar á dögunum hélt Marco beinlínis uppstand fyrir þær og fór algerlega á kostum með einstökum húmor, glensi og gaman. Marco er allur þakin húðflúri og er bóhemtýpa eins og þær gerast mestar og bestar. En fyrir utan það að vera svona skemmtilegir karakterar kunna þeir félagar svo sannarlega líka að elda góðan mat.
28.mar. 2011 - 09:00 Ása María Reginsdóttir

Lífið og tilveran

Það virðist vera mjög algengur misskilningur að líf atvinnumanns og fjölskyldu hans sé eintóm sæla. Þetta er vinna og ef þú stendur þig illa í vinnunni er skrifað um það í blöðin og allir sem vilja vita fá að heyra. Að sama skapi ertu hetjan þegar vel gengur en fólk hefur þó mismikinn áhuga á því. Það er auðvitað bara gott og blessað enda á fólk yfirleitt nóg með sig sjálft.
16.mar. 2011 - 16:00 Ása María Reginsdóttir

La bella vita

Facebook ! Logout ! Komið gott í bili.

Aahh.. ég kveiki á Andrea Bocelli og syng með laginu ,,Vivo Per Lei" eins hátt og ég treysti mér til. Ég er ekki mjög tónviss og syng frekar illa en það skiptir ekki máli. Það er gott að þenja aðeins raddböndin yfir hádegismatnum (mmm!) og svo eru lögin hans Bocelli bara svo tilfinningaþrungin og skemmtileg. Ég held líka að það heyri enginn í mér nema ég sjálf og dökkhærðu verkamennirnir  sem vinna hérna fyrir utan gluggann minn. En það er allt í lagi, þeir eru örugglega ekki fullkomnir heldur.


Pressupennar
Í stafrófsröð
Ása María Reginsdóttir
Ég er 25 ára hafnfirskt ljón sem lætur hjartað ráða för. Ég hlæ hátt, borða mikið, elska meira, trúi á Guð almáttugan, hef aldrei smakkað áfengi né aðra vímugjafa en skemmti mér konunglega alla daga vikunnar.

Ég er svo heppin að búa í Verona á Ítalíu með rauðhærðum unnusta mínum sem er atvinnumaður í knattspyrnu hér í borg. Saman stöndum við í ströngu við að standa okkur úti í hinum stóra heimi þar sem tárin falla, brosin eru breið og takkaskórnir slitnir.

Um leið gleymum við ekki að njóta, með öllum mögulegum hætti, alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða og stöndum í eilífðri þakkaskuld við Guð fyrir allt það sem hann hefur gefið okkur.
Pressupennar
vinsælast í vikunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar