09.mar. 2012 - 13:50 Alex Jurshevski

Bræður og systur

Nýleg umræða um að Ísland taki mögulega upp Kanada dollar sem lögeyri virðist hafa komið sem þruma úr heiðskíru lofti. Við nánari skoðun kemur í ljós að þetta tækifæri sprettur upp úr fjármálakrísunni fyrir fjórum árum og hefur á vissan hátt mallað í bakgrunninn líkt og kássa í potti á öftustu hellu á eldavélinni, sem enginn tekur eftir fyrr en ilmurinn gefur til kynna að maturinn sé tilbúinn á borðið. Sá sem hér heldur á penna þekkir eilítið til þessara mála og ræddi þau m.a. við fjölda embættismanna fyrir tveimur árum, eða um það leyti sem Ísland var á bólakafi í Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrri og undir miklum þrýstingi frá ýmsum alþjóðastofnunum um að samþykkja ríkisábyrgð og aðrar skuldbindingar vegna Icesave, sem landið þurfti ekki og átti ekki að samþykkja. Sem betur fer var flestum ráðum okkar hjá Recovery Partners fylgt.
24.ágú. 2010 - 07:51 Alex Jurshevski

Zombies on the March

Alex Jurshevski í Silfri Egils sl. vetur. Last week Moody's Investors Service said that the top Aaa ratings of key Western nations face new challenges that increase the possibility of a downgrade. Not one of the big countries was spared – the USA, the UK, France and Germany all came under the microscope for evaluation as to possible future downgrades.
20.júl. 2010 - 18:03 Alex Jurshevski

Vinsamlegast takið París og Berlín líka…

Mannkynssagan geymir fjölmörg dæmi þess að ríkisvaldið hafi ranglega skattlagt almenning til þess að fjármagna tap einkaaðila og  án nokkurs samráðs við kjósendur.    Hvort sem skuldirnar hafa orðið til á þeirra vakt eða ekki þá hafa stjórnvöld iðulega reynt að dreifa athyglinni frá eignarnáminu með því að beina reiði almennings inn á þjóðernissinnaða farvegi eða að öðrum hugmyndum sem ala á sundurlyndi og ganga þvert á flokkslínur; gæluverkefnum, sem snúa að hagsmunum fárra en taka allan tíma löggjafarvaldsins og  dreifa athyglinni frá vandanum; eða mikilfenglegum áætlunum sem hafa lítið með verðmætasköpun þjóðarinnar eða bætt lífskilyrði íbúa hennar að gera.  
14.júl. 2010 - 15:26 Alex Jurshevski

Ísland stendur á bjargbrúninni

Síðasta þriðjudagsmorgun lækkaði matsfyrirtækið Moody’s lánshæfismat Portúgals um tvö flokka, niður í A1 (sem er nokkrum flokkum ofar en Ísland). Lækkun lánshæfismatsins varð til þess að fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræddu af enn meiri alvöru en áður, hvernig færi með aðgengi ríkja innan Evrópusambandsins að lausafé og eigur bankanna ef ríki innan sambandsins yrði gjaldþrota.
01.júl. 2010 - 09:30 Alex Jurshevski

Evrópa vaknar upp við vondan skuldadraum...er Ísland ennþá sofandi?

Þrátt fyrir fjölmiðlafár í kringum fundi G8 og G20 ríkjanna þá voru fundirnir í mörgu tilliti ákveðin vonbrigði. Sem einstaklingur sem fylgist náið með fjármálamörkuðum þá vakti það hjá mér ugg hvernig svo stór uppákoma getur skilað jafnlitlu í áþreifanlegum samningum og það er því enginn furða að alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafi brugðist illa við niðurstöðu funda síðustu helgi.

Pressupennar
Í stafrófsröð
Alex Jurshevski
Stofnandi og forstjóri Recovery Partners. Var áður framkvæmdastjóri hjá Bankers Trust og yfirmaður áhætturáðgjafar fyrir Vestur- og Austur-Evrópu. Áður hafði hann starfað í fjárfestingabankaarmi Nomura bankans, verið í stjórnunarteymi NIplc fyrir Evrópu og stýrt verðbréfamiðlun fyrir þróunarlönd. Snemma á tíunda áratugnum réð ríkisstjórn Nýja Sjálands Alex til ráðgjafar við endurskipulagningu á skuldum ríkisins. Þar kom hann einnig að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins og orkuveitu landsins. Alex starfaði með sendinefndum Nýja Sjálands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og  Asíska þróunarbankanum. Hann hefur komið að ráðgjöf fyrir skuldsettar ríkisstjórnir m.a. á vettvangi Alþjóðabankans. Hann hefur stýrt stjórnum fjölmargra góðgerðarfyrirtækja og stofnana. Meðal góðgerða- og sjálfboðaliðastarfs, sem Alex hefur með höndum nú, er stjórnarseta í Canada Company, sem styður við bakið á kanadískum hermönnum, sem stunda skyldustörf á erlendri grundu og sjálfboðaliðsvinna fyrir sjóð, sem safnar fé til rannsókna á Alzheimer sjúkdómnum.Netfang: alex@recoverypartners.biz
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.2.2017
Jóga - annar hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 12.2.2017
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.2.2017
Örlagarík sjóferð
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Vesturland
Vesturland - 17.2.2017
Verkfall sjómanna – til umhugsunar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.2.2017
Hin dásamlegu mistök
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 18.2.2017
Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu
Fleiri pressupennar